Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Viðskipti_______________________________________________: Viltu lán eða lífeyri? o - andstæðir hagsmunir innan lifeyrissjóðanna Hagsmunaárekstrar i lifeyrissjóðum byggjast hvað mest á þvf að ungt fólk, sem er að byggja og tekur lífeyrislán, vill þau á lágum vöxtum á meðan eldra fólk, sem byggði á tímum óverðtryggðra iána og er að komast á eftirla- unaaldurinn, vill háa vexti. Það hefur vakið athygli að sumir stjómarmenn í lífeyrissjóðum hafa að undanfómu sagst fagna vaxta- lækkun. Margir hafa spurt sig“í fram- haldi hvoram megin við borðið þeir sitja, bera þeir fyrir brjósti hagsmuni sjóðsfélaga sinna sem fengið hafa lán eða félaganna sem eiga eftir að fá líf- eyri innan skamms. Greinilega getur verið um andstæða hagsmuni að ræða. Meiri hagsmuna- árekstrar áöur? „Þessir hagsmunaárekstar vom miklu meiri áður. Þeir hafa minnkað á síðustu árum samhliða því að minna hlutfall af fé lífeyrissjóðanna fer í að lána sjóðsfélögunum,“ segir Pétur Blöndal, formaður Landsam- bands lífeyrissjóöanna. Pétur segir enn fremur að ekki þurfi annað en hofa á nafnið lífeyris- sjóður til að sjá að slíkum sjóði sé ætlaö það markmið fyrst og fremst að greiða sjóðsfélögum sínum lífeyri þegar þeir komist á eftirlaunaaldur. „Markmiðið að ná fram hæstu ávöxtun“ „Markmiö stjóma sjóðanna hlýtur því að vera að ná eins góðri ávöxtun á iðgjöldum sjóðsfélaganna og þær geta,“ segir Pétur, Það er nokkuð mismunandi hversu mikið lífeyrissjóðimir lána til sjóðs- félaga sinna. Að sögn Péturs lánuðu lífeyrissjóðimir í heild um 60 prósn- ent til sjóðsfélaganna en séu nú komnir niður í það hlutfall að lána um 10 prósent tii þeirra. Ungir sjóðsfélagar Andstæðir hagsmunir sjóðsfélaga birtast helst í því að félagar á aldrin- um 20 til 40 ára sjá margir hverjir mestan hag í að vera í lífeyrissjóði til að fá lán úr honum eða öðlast rétt- indi til að fá húsnæðisstjómarlán vegna samnings viðkomandi sjóðs við húsnæðisstjóm. Ætla má að þessi hópur vilji sem lægsta vexti á lífeyr- issjóðslánum. Þórhallur Áamundsson, DV, Sauðárkróki Sala á steinull var heldur meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Munar þar mestu um stóraukinn útflutning en sala á inn- anlandsmarkaöi var heldur minni en sömu mánuðina í fyrra. Innanlands Eldri sjóðsfélagar Eldri sjóðsfélagar, á aldrinum 40 til 67 ára og sem komnir eru yfir hús- næðiskaup sín og fengu á sínum tíma oft á tíðum lífeyrislán með neikvæð- um vöxtum og þannig peninga gefna, Fréttaljós Jón G. Hauksson leggja hins vegar meiri áherslu á að fá sem mestar lífeyrisgreiðslur þegar þar aö kemur. Ætia má að þessi hóp- ur vilji sem hæsta vexti á lífeyrislán eða aðrar þær fjárfestingar sem sjóð- urinn fer út í til að ávaxta fé sitt. „Það sem þama er tekist á um em mjög sterkir hagsmunir lántakenda seldust núna 730 tonn í stað 790 tonna fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Aukningin í útflutningnum kemur aöallega til vegna aukinnar sölu til Englands en annars em Færeyjar stærstar á hefðbundna markaðnum. Einnig er selt nokkuð til Hollands. -JGH til skamms tíma gegn langtíma hags- munum sem em að greiða sem mest- an lífeyri. Þarna geta orðið hags- munaárekstrar hjá sama manni," segir Pétur. Félagsleg sjónarmið Fleiri sjónarmið koma inn í þetta mál. Til dæmis það félagslega sjónar- mið að lágir vextir hjálpi lægstiaun- uðu sjóðsfélögunum að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Eins það að lægri vextir en hugsanlega bjóöast annars staöar þýði í reynd að verið sé aö greiða sjóðsfélögunum hluta af líf- eyrinum áður en þeir komist á eftir- launaaldurinn. Lífeyrir í skuldlausum húsum Inn í andstæða hagsmuni sjóðs- félaga lífeyrissjóðanna kemur einnig sú staðreynd að yngri sjóðsfélagar greiða af verðtryggðum lánum en eldri sjóðsfélagarnir greiddu flestir hverjir óverðtryggð lán. Rök yngri sjóðsfélaganna gætu því verið þau að núverandi lífeyrir eldri sjóðsfélag- anna liggi fyrst og fremst í skuldlaus- um húsum þeirra og því eigi þeir ekki aö fá verðtryggðan lífeyri þegar fram í sækir. Á hinn bóginn eigi þeir, yngri sjóðsfélagarnir, rétt á að fá verðtryggðan lífeyri þar sem þeir taki lán á tímum verðtrygginga. Þeir sem aldrei tóku lán Loks má spyrja sig að því hvar þeir standi sem aldrei tóku lifeyris- lán þegar lánin voru óverðtryggð, fólk sem brátt fer á eftirlaunaaldur? Þetta fólk stendur nefnilega utan við áðurnefnda hagsmunaárekstra. -JGH Pétur Blöndal, formaður Landsam- bands lífeyrissjóða. „Stjórnir lífeyr- issjóða hljóta fyrst og fremst að hugsa um að ná fram eins góðri ávöxtun og unnt er.“ Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 13-15 Vb,Ab,- Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 11-17 Vb 6mán. uppsögn 11-19 Vb 12mán.uppsögn 11-14,5 Ab 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb Sértékkareikningar 3-17 Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb,Bb Innlán með sérkjörum 24 Bb.Vb,- Ab Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 8,5-9 lb,Vb Steriingspund 11,5-12 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 4.75-5,5 Sb.Ab Danskar krónur 6,75-7,25 Bb.Sp,- Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 24,5-27 Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 24-29,5 Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Ob Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,25-8,5 Bb Utlán til framleiöslu Isl. krónur 20-29,5 Ob SDR 10 Allir Bandaríkjadalir 11,75 Allir Sterlingspund 14,5 Allir Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Ob Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 33,6 MEÐALVEXTIR överðtr. apríl 89 20,9 Verðtr. apríl 89 8,1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalaaprll 2394 stig Byggingavísitala mars 435stig Byggingavísitala mars 136,1 stig Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. apríl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,656 Einingabréf 2 2,046 Einingabréf 3 2,389 Skammtímabréf 1,264 Lífeyrisbréf 1,838 Gengisbréf 1,667 Kjarabréf 3,684 Markbréf 1,955 Tekjubréf 1,627 Skyndibréf 1,123 Fjölþjóöabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,779 Sjóðsbréf 2 1,458 Sjóðsbréf 3 1,259 Sjóðsbréf 4 1,044 Vaxtasjóðsbréf 1,2484 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 138 kr. Eimskip 400 kr. Flugleiðir 292 kr. Hampiðjan 157 kr. Hlutabréfasjóður 153 kr. Iðnaöarbankinn 179 kr. Skagstrendingur hf. 226 kr. Útvegsbankinn hf. 137 kr. Verslunarbankinn 152 kr. Tollvörugeymslan hf. 132 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðúbankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- inn blrtast i DV á fimmtudögum. Meira selt af steinull en í fyrra Atlantic nú tvö fyrirtæki Óli Antonsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Atlantic hf. Hann hefur verið starfs- maður Atlantic frá byrjun. Stofnuð hafa veriö tvö sjálfstæð fyrirtæki um ferðaskrifstofuna Atl- antic. Þau era óháð hvort öðra í daglegum rekstri. Ferðaskrifstofan Atlantic hf. sér framvegis um sölu ferða til útlanda. En Atianticferðir hf. mun selja útlendingum ferðir til íslands auk þess að annast mót- töku erlendra skemmtiferðaskipa. Aðaleigandi Atlantic til þessa hefur verið Böövar Vcdgeirsson. Hann á nú og rekur Atlanticferðir hf. Eigendur Feröaskrifstofunnar Atlantic hf. era á hinn bóginn flest- ir núverandi starfsmenn fyrirtæk- isins ásamt Böövari. Að sögn Óla Antonssonar, núver- andi framkvæmdatjóra Ferðaskrif- stofunnar Atlantic hf., era engar kúvendingar fyrirhugaðar í rekstr- •inum við þessar breytingar. „Þaö er farsælast að allar breytingar komi smátt og smátt.“ Helsti sólarlandastaður Atlantic er spánska eyjan Mallorka. -JGH Níu viðskiptaráðherrar með Þórhalli Ásgeirssyni. Standandi frá vinstri: Svavar Gestsson, Matthías Bjarnason, Jón Sigurðsson, Tómas Árnason, Matthías Mathiesen. Sitjandi frá vinstri: Lúðvík Jósepsson, Emil Jónsson, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Gylfi Þ. Gislason og Kjartan Jóhanns- son. Níu viðskiptaráðherrar kvöddu Þórhall Ásgeirsson Níu viðskiptaráðherrar komu ný- lega saman í boði sem Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra hélt til heið- urs Þórhalli Ásgeirssyni sem nýlega lét af störfum sem ráöuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins eftir áratuga starf. Viðskiptaráðuneytið er fimmtíu ára á þessu ári. Álls hafa ftmmtán gegnt starfí viðskiptaráðherra á þessu tímabili. Sá fyrsti var Eysteinn Jónsson en Gylfi Þ. Gíslason gegndi því lengst eða í 13 ár. Látnir viöskiptaráðherrar era Magnús Jónsson, Bjöm Ólafsson, Pétur Magnússon, Emil Jónsson, Ingólfur Jónsson og Ólafur Jóhann- esson. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.