Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 27 Iþróttir Níu leikmenn hafa gengið í lið ÍBK Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjurn; Hvorki fleiri né færri en níu leikmenn hafa tilkynnt félaga- skipti yfir til 1. deildar liös Kefl- víkinga í knattspyrnu á síöustu dögum, allir frá öðrum liðum á SuÖumesjum. Fimm þeirra hafa áður leikið með ÍBK mn lengri eða skemmri tíma. Fimm koma frá Rejmi, Sand- gerði. Það eru Valþór Sigþórsson, Sigurjón Sveinsson, Helgi Kára- son, Ivar Guðmundsson og Jónas Jónasson. Ailir nema Jónas hafa áður leikið með ÍBK. Þá er Freyr Sverrisson kominn afiur fi*á Grindavík. Hinir þrír koma frá Njarðvík, þeir Sævar Júlíusson, Ólafur Gylfason og Bjöm Odd- geirsson. Sigurður í Reyni Reynir hefur misst fjölda leik- manna, þessa fimm sem að ofan eru taldir og auk þess þá Ómar Jóhannsson og Hreggvið Ágústs- son yfir í ÍK. Þeir hafa nú fengið til sín Sigurð Guðnason, vamar- mann sem lék með Víkingi x 1. deild í fyrra og þar á undan með ÍBK. Sigurður lék með Reyni áður en hann fór til ÍBK á sínum tíma. • Valþór Sigþórsson er eínn þelrra leikmanna sem gengiö haía til liðs við ÍBK. Fáir veðjuðu á að Guðni • Guðni Bergsson skoraði ekki fyrir Tottenham gegn Sheffield frekar en aðrir leikmenn liðsins. Veðbankinn kom best frá leiknum. myndi Gunnar Sveiribjömsson, DV, Englandi; Fyrir leik Tottenham og Sheffield Wednesday í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar á miðvikudaginn var, gafst áhorfendum kostur á að veðja um hver myndi skora fyrsta markið í leiknum. Samkvæmt útreikningum „veð- bankans“ var líklegast að Chris Waddle eða Paul Gascoigne hjá Tott- enham myndu vera fljótir að skora en líkurnar á því voru metnar 5 á skora móti 1. Næstur kom David Hirst hjá Sheff. Wed. með 7:1. Ef Guðni Bergsson hefði náð að skora fyrstur, hefði sá sem á hann veðjaði auðgast vel því líkurnar á því svo færi voru metnar 16 á móti 1. Sigurður Jónsson var hins vegar ekki á blaði, enda ekki í byrjunarhði Sheff. Wed. En enginn græddi, nema kannski veðbankinn, því ekkert mark var skorað í leiknum! Úttekt belgíska tímaritsins Voetball Magazin: Lokeren og Briigge hafa mokað inn fé - á sölu ungra og efiiilegra leikmanna í gegnum árin Kiistján Bemburg, DV, Belgíu: Lokeren og Cerle Brugge, belgísku ______ 1. deildar félögin sem | nokkuð hafa komiö við /7, i sögu í sambandi við ís- ------ lenska knattspyrnu- menn, eru fræg fyrir að fá til sín unga og efnilega leikmenn og selja þá síðan til stórliða fyrir mikið fé. Tímaritið Voetbal Magazin gerði í síðustu viku úttekt á þessum tveimur félögum og birti lista yfir þá leik- menn sem liðin hafa hagnast veru- lega á undanfarin ár. Það er forvitni- leg upptalning og fer hún hér á eftir: Lokeren Jim Bett - Valur - Lokeren. Lokeren - Rangers, 22 miiljónir belg.fr. Rene Verhayen - Tumhout-Lokeren. Lokeren - Aberdeen, 12 milljónir. AmórGuðjohnsen - Vík. - Lokeren. Lokeren - Anderlecht,17milijónir. Preben Elkjær - Köln - Lokeren. Lokeren - Verona, 29 milljónir. Stephen Keshi - Abidjan - Lokeren. Lokeren - Anderlecht, 20 milljónir. Kari Ukkonen - C.Briigge - Lokeren. Lokeren - Anderlecht, 15 milljónir. Dimitri M’Buyu - uppalinn hjá Lok. Lokeren - Standard, 22 milljónir. Angelo Neeskens - Hulst - Lokeren. Lokeren - Uerdingen, 10 miUjónir. Bruno Versavel - Diest - Lokeren. Lokeren - Mechelen, 23 milljónir. Þess ber að geta að Lokeren gat ekki fengið meira en 17 milljónir fyr- ir Amór á sínum tíma, þar sem hann var með ákvæði um slíkt í samningi sínum, en annars var hann metinn mun hærra. Preben Elkjær var óþekktur þegar hann fór frá Köln til Lokeren og fékkst fyrir lítinn pening, en talið er að Lokeren hafi selt hann fyrir mun hærri upphæð en þær 29 milljónir sem upp em gefnar. Cerle Brúgge Benny Nielsen - AB - C.Brugge. C.Brugge - Molenbeek,8mil]jónir. Morten Olsen - B 1901 - Cerle Briigge. C.Brugge - Molenbeek, 10 mifij. EddyKmcevic - Duisb. - C.Brúgge. C.Brugge - Anderlecht, 17 rnillj. Charhe Musonda - Muful. - C.Brúgge. C.Brugge - Anderlecht, 22 mfilj. Wim Kooiman - Beijerl. - C.Briigge. C.Brúgge - Anderlecht, 12 mifij. Sören Skov, - danskt félag - C.Brúgge. C.Briigge - Avellino, 18 mifijónir. Þurfa að selja Lokeren og Cerle Brugge hafa afia tíð mátt selja sína bestu menn til að halda sér á floti, íjárhagslega, og hafa þess vegna oftar en ekki þurft að beijast fyrir lífi sínu í 1. deild- inni. Það hefur þeim þó tekist, Cerle Brúgge hefur leikið í deildinni frá 1979 og Lokeren frá 1974. Þaö er merkilegt hve marga snjalla leik- menn þessi félög hafa uppgötvað - leikmenn sem síðar hafa orðið burð- arásar í frægum félögum og jafnvel heimsþekktir knattspymumenn, eins og Danimir Morten Olsen og Preben Elkjær. HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG - SÍMI 13010 TILBOÐ DÖMU- OG HERRAGALLAR Litir: grátt og svart. Stærðir: S-XL. Verð áður kr. 6.945,- Verð nú kr. 4.500,- Þetta tilboð er fyrir vikuna 17.-22. apríl. Tilboð næstu viku er? Fylgist með. Laugavegi 97 og Völvufelli 17 Póstkröfusími 17015 "LT VIÐ SEUUM GÆÐASKÓ VERSLANIR, M.A.: Hvannbergsbræður, Laugavegi 77 M. H. Lyngdal, Akureyri Skóverslun Kópavogs Skósalan, Laugavegi 1 Umboðsaðili: Heildverslun Andrésar Guðnasonar, Bolholti 4, sími 686388.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.