Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. Spumingin Lesendur Ætlar þú aö kaupa inn- fflutt smjörlíki? Þórður Sverrisson, viðskiptafræð- ingur í Verslunarbankanum: Já, það er ódýrara. Ég ætla alla vega að prófa gæðin - svo tek ég ákvörðun. Baldur Ólafsson, fulltrúi i Lands- bankanum: Ég held að ég muni gera það ef þaö er gæðavara. Annars er mikil þversögn í þessu máli. Það er ekki ástæða til að veija íslenska framleiðslu ef hún er ekki sam- keppnishæf. Ragnar Sigurðsson bæjarverkstjóri: Það skil ég varla. Er ekki best aö kaupa bara íslenskt, það veitir ekki af að halda peningunum í landinu. Guðmundur Jónsson söngvari: Nei, það myndum við aldrei gera. Allra síst magaríniö sem hélt uppi íslensku menningunni, það er sjálfsagt að> kaupa íslenskt. Valgerður Eyjólfsdóttir húsmóðir: Auðvitað, það er ódýrara og ég efast um að það sé lakara. ur vel farið svo - ég er ekki ákveö- inn. Gæðin athuga ég fyrst. Annars vekur þetta mann til umhugsunar um hvort verð innlendrar fram- leiðslu geti ekki lækkað. „Eins konar“ höfuðborgir: Amsterdam eða Haag, Bonn eða Bremen? Pétur Einarsson skrifar: Það komu upp deOur við kaöiborð mitt á vinnustaðnum í morgun eftir að einhver vísaði tíl þess að hann hefði lesiö í Víkverja Mbl. hugleið- ingar um hvort höfuðborg HoRands héti Haag eða Amsterdam. Urðu um þetta fjörugar umtæður. Okkur hér á íslandi hefvu- verið kennt í skólum að höfuðborg Holl- ands heiti Haag en samkvæmt uppl. aðalræðismanns HoUands hér er Amsterdam höfuðborg HoUands. Þá ætti máUð að vera leyst - eða hvað? En hvers vegna erum við íslend- ingar að ergja okkur út af höfuð- borgarvandamáli í Hollandi? Er það bara vegna spumingakeppni á rás 2 þar sem spurt var um nafn höfuð- borgarinnar í HoUandi og eitthvað var óljóst hvor borgin það væri? - Nei, áreiðanlega ekki. Hér liggur aUt annað að baki. NefnOega innibyrgð meinloka okkar um að höfuðborg hljóti ávaUt að vera sú borg sem hýs- ir aðsetur ríkisstjómar og helstu stjómarstofnana ríkisins. Þetta er oft raunin en ekki nærri aUtaf. Og margar borgir sem kaUaðar em „höfuðborgir" í viðkomandi löndum era langtum minna þekktar en sumar aörar sem era þá jafnframt stærri og umsvifameiri. Þannig mætti nefna dæmi frá Þýskalandi, þar sem Bonn (höfuðborgin) skiptir landsmenn mun minna máU en t.d. Frankfurt, Hamborg, Múnchen, Bremen o.fl. Á Spáni gegna borgir eins og Barcelona, Valencia, SevUla o.fl. mun mikUvægari hlutverkum en höfuðborgin Madrid. Sama er að segja um margar borgir í löndum Suður-Ameríku og jafnvel Banda- ríkjunum. í BrasiUu er höfuðborgin, BrasiUa, nánast óþekkt borg miðað við margar gamlar og grónar iðnað- ar, verslunar- og hafnarborgir (t.d. Sao Paulo, Ríó o.fl.) í Bandaríkjunum er höfuðborgin, Washington, hjóm eitt miðað við stórborgir aðrar þar í landi. í HoUandi er Amsterdam langum- svifamest á sviði verslunar og við- skipta. Rotterdam er einnig lang- stærsta hafnarborg Evrópu og það er því að líkum að HoUendingar sjálf- ir telji báðar þessar borgir mun merkOegri en Haag þótt þar sé aðset- ur ríkisstjómar og hafi því kosið Amsterdam sem eins konar höfuð- borg. Ég segi „eins konar“ því að það er ekki lengur eins mikOvægt í aug- um landsmanna hinna grónu og iðn- væddu landa hvaöa borg er höfuð- borg. Þetta hugtak er að verða úrelt og skiptir fáa miklu máU, kannski helst hina stöðnuðu í kerfinu, þá sem sitja í einhverri stjómarskrifstof- unni í miðri skjalahrúgu opinberra plagga. En það er ekki lífið og sálin í umsyifum neinnar þjóðar nema okkar íslendinga sem búum enn við stjómlynt, sívaxandi og umlykjandi bákn ímyndaðs velferðarkerfis frá hveiju fólk æskir ríkisforsjár frá vöggu tO grafar. „Höfuöborgir landa eru ekki alltaf stærstar eða umsvifamestar." - Frá Sao Paulo i Brasilíu. Bréfritari vill láta reyna á neyslustöóvun á kjúklingum og halda áskorun um hana til streitu. Áskorun um neyslustöövun: Hættið ekki við Reykvíkingur skrifar: Eg var að lesa um það að hugsan- lega myndu Neytendasamtökin hætta viö að skora á fólk að stöðva neyslu á kjúklingum vegna verðlags á þeim. Þetta tel ég mjög misráðiö, einmitt þegar almenningur er farinn að líta tíl Neytendasamtakanna sem hins eina afls sem gæti stutt viö bak- ið á íslenskum neytendum í stríðinu gegn því okri sem viögengst á mat- vörumarkaöi hér á landi - í öUum greinum. Sagt er aö vegna viöræöna Neyt- endasamtakanna eða sljómar þeirra viö kjúklingabændur hafi dregist á langinn aö boða til neyslustöðvunar þótt ekkert hafi komiö út úr þessum viöræöum ennþá og muni sennilega ekki gera í bráð. Þótt það sé ekki markmiðið að vera í striðsátökum við framleiöendur eða kaupmenn, eins og þaö er orðað, þá segir það sig sjálft að Neytendasam- tökin geta ekki gefiö eftir í baráttu sinni úr því sem komið er og þegar búið er að fá almenning til að trúa því að samtökin geti fengiö einhveiju áorkaö. Það er mikið í húfi hér hjá okkur íslendingum að fá því framgengt aö vöraverð lækki tU samræmis viö þaö sem annars staöar gerist. Ekki gera stjómmálamenn neitt í því máU eöa alþingismenn. Því veröum við að efla og styðja við bakiö á Neytendasam- tökunum, en þau veröa þá aö standa í báða fætur og láta ekki deigan síga þótt reynt sé að beita „viöræðu" takt- íkinni til aö draga mál á langinn. Svar viö lesendabréfi: FÍB er ekki aðgerðalaust Jónas Bjarnason, framkvæmdastj. FÍB, skrifar: í lesendabréfi í DV þriðjud. 11. apríl sl. birtist grein frá félaga í FÍB undir fyrirsögninni „PækUsaltaðir bOar: FÍB segir ekki neitt!“ Ég vO heOs hugar taka undir gagn- rýni bréfritara á „átaki“ embættis gatnamálastjóra gegn nagladekkj- um. Saltaustur á götur borgarinnar hefur oft verið slíkur í vetur að erfitt hefur verið að átta sig á hvaða hags- munum sé verið að þjóna. En FÍB hefur ekki veriö aðgerða- laust. Stjórn FÍB boðaði gatnamála- stjóra á sinn fund hinn 5. des. sl. þar sem þessi mál vora rædd og athuga- semdum félagsins var komið á fram- færi. í framhaldi fundarins var gatnamálastjóra ritað bréf hinn 18. desember sl. þar sem skorað var á hann að beita sér fyrir markvissari notkun á salti tU hálkueyðingar og að stUla magni þess ætíö í hóf vegna gífurlegs eignatjóns sém ofnotkun þess veldur. Næsta skref FÍB var að beita sér fyrir umfjöUun málsins í Umferðar- ráði. FuUtrúi FÍB flutti tillögu á fundi Umferðarráös hinn 25. jan. sl. og var samþykkt að efnt yrði til heimUdar- könnunar um neglda hjólbarða og söltun gatna. - FÍB hefur síðan veriö boðið að tilnefna fuUtrúa í nefnd þá sem fjalla mun um máUð. í opinberri umfjöUun um þessi mál (t.d. í útvarpsþáttum) hefi ég ítrekað skýrt afstöðu FÍB gegn saltaustrin- um sem samfara er „átakinu" gegn nagladekkjunum. Stefna FÍB hefur reyndar verið óbreytt allt frá blaða- mannafundi gatnamálastjóra hinn 2. okt. 1987 er „átakið“ var kynnt. Ég er þeirrar skoðunar að FÍB og þeim sem lagt hafa félaginu Uð muni takast að ná viðundandi árangri í þessu réttlætismáU. K.K. hringdi: verkfeU er mjög slæm fýrir krakk- Skyldu kennarar gera sér grein ana - ef til vUl góð fyrir kennara, fýrir hvað þeir gera nemtndum sín- ég veit það ekki. En hafa kennarar ubi með verkfeUsaðgerðum þeim prófeð að boða tíl verkfalls að sem nú standa yfir? Varla, þvi ann- hausti tU? Er nokkuð hægt að full- ars vœri ekki það yfirþynnandi yrða um árangur af siikri tiœasetn- ástand sem nú er hjá flestum nem- ingu? Það er líka brýnt að semja á endum í framhaldsskólum lands- þeimtima-enmunurinneraðeins ins. sá að krakkar geta þáa.m.k. haldið Nú berast fréttir af þvi að ótrygg- áfram starfi eða athöfn á þeim vett- ar atvinnuhorfur séu framundan vangi sem þeir voru í yfir sumarið, fyrir skólafólk og þvi er enn verra a.m.k. mjög margir. fýrir það að hanga eins og í lausu fir þvi sem komið er legg ég tíl lofti hvað framtíðina varðar. Þetta að vegna nemendanna verði ein- ástand leiðir ekki tíl annars en að kunnir þær, sem siðast voru gefh- drepa krakkana niður sálarlega þvi ar, látnar gilda miUi bekkja eða til þeir vita ekki hvernig þeir eiga að stúdentsprófs svo að ekki verði snúa sér í málum sínum, hvort þau skaðinn meiri en hann er þegar eigi t.d. að gripa atvinnutilboð, sem orðinn. Siðan á að lýsa yfir að nem- kunna að berast þeim nú, eöa bíða endur séu lausir frá skólaskyldu átekta. þetta námsárið til þess aö þeir geti Þessi tímasetning kennara fyrir ráðstafeð sér eins og best gengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.