Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 17. APRlL 1989. 15 Verðstöðvun er olía á verðbólgubálið Islendingar virðast búnir að gleyma því að verðlagshöft voru orsökin að falli þjóðveldisins og upphafið að mesta hnignunar- og ófrelsistímabih í sögu þjóðarinnar. Það voru verðlagshöft yfirvalda gegn verslunarskipum, sem hingað sigldu, er orsökuðu að lokum að enginn vildi flytja verslunarvöru til íslands nema samkvæmt vald- boði Noregskonungs. Þessi einok- unaraðstaða í utanríkisverslim ís- lendinga gaf Noregskonungi úr- shtavald um hvaða innlendir menn urðu voldugastir og færði honum að lokum yfirráð yfir landinu. Það má því með sanni segja að verðlagshöft hafi reynst mesti böl- valdur þessarar þjóðar og furðu sætir að það skuh ekki vera fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar aö verðlagshöft megi aldrei í lög leiða. Hitt vekur þó enn meiri furðu að forráðamenn þjóðarinnar skuli vera þvíhkir efnahagsóvitar að þeir hafi engan skilning á langtímaaf- leiðingum verðlagshafta. En þetta þarf kannski ekki að koma mönnum á óvart enda ætlar sér enginn landsmanna það þrek- virki að leita að forðabúri mann- vitsins hjá núverandi stjórnvöld- um. Orðsending til fjósafasista Ég veit að þaö þýðir ekki að benda þeim 249.000 framsóknarmönnum, sem byggja þetta land, á þá staö- reynd að heppnist verðstöðvim or- saki það vöruskort þegar til langs tíma er htið. Ég ætla ekki heldur að þylja yfir þessum daufu fram- sóknareyrum öh þau fjöldamörgu dæmi sem sanna þetta, þótt af nógu sé að taka, enda hafa aðrar þjóðir gert flöldamargar tilraunir með verðlagshöft, sem íslendingai' eru of ómenntaðir th að vita um eða KjáUarinn Árni Thoroddsen hugbúnaðafræðingur of heimskir th að geta dregið réttar ályktanir af niðurstöðu þeirra. Ég þykist líka vita að mikill meirihluti þessarar illa upplýstu og vanþróuðu þjóðar sefur ekki á nóttunni fyrr en Framsóknarflokk- urinn er búinn að leiða yfir okkur nýtt hafta- og ófrelsistímabil, verra en hið fyrra, og þó mundu margir flóttamenn Ráðstjórnarríkjanna hafa beiðst hæhs aftur í sovéska sendiráðinu á haftatímabilinu fyrir 1950 enda askan eldinum betri. Ég ætla því ekki að gera þjóðinni það til geös að hóta henni með höft- um enda löngu vitað að sérhver íslenskur kjörkassi er ákah til ófrelsisins og óréttlætisins. Olía á verðbólgubálið Þess í stað ætla ég að reyna að benda landsmönnum á það að verð- stöðvun er ekkert annað en oha á verðbólgubáhð og besta leiðin til að koma á suður-amerísku verð- bólgustigi á íslandi er að setja á tveggja mánaða verðstöðvun á þriggja mánaða fresti í tvö ár. Ég vh einnig benda mönnum á það að sá flokkur, sem hagnast mest á mikilli verðbólgu með hjálp ránfurstanna, sem hann hefur troðið inn í íslenska bankakerfið, er Framsóknarflokkurinn. En að sjálfsögðu er þessi flokkur einnig ötulasti talsmaður verðstöðvana. Þessi sami flokkur skreytir sig í kosningum með því að segjast vera uppspretta stöðugleika og festu í íslensku stjórnmálalífi en er í reynd helsti valdur óskynsemi, upplausnar og glundroöa með skömmtunar- og ofstjómarhyggju sinni enda flytur Framsóknar- flokkurinn málsvöm fyrir Alþýðu- bandalagið með efnahagslegum skemmdarverkum sínum. Erfitt er að greina það sem skUur þessa tvo ofstjórnartvíbura að nema ef vera skyldi að ofstjómar- hvötin hjá Alþýðubandalaginu stafar af vanþekkingu og heimsku en híá Framsóknarflokknum af hagnaðarvon. Hvers vegna veldur verðstöðvun verðbólgu? Það er auðvelt að útskýra. Verðstöðvun orsakar það að vörusalar í þjóðfélaginu sitja uppi með annaðhvort of lágt verð eða of hátt verð á vörum sínum (séu þeir með rétt verð þegar verðstöðv- un skellur á verður það of lágt mánuði seinna). Sé verðið of lágt veldur það aukn- um kostnaði fyrir vömsalann því að hann getur ekki lagt út í nauð- synlegar fjárfestingar nema taka dýrt íjármagn að láni eða þá að fyrirtækið þarf slíkt dýrt fjármagn til að veijast greiðsluþroti. Sé verðið of hátt minnkar hagn- aður fyrirtækisins og sömu fjár- magnskostnaðaráhrif gera vart við sig. Samt þora menn ekki að lækka verðið því ennþá verra er að vera fastur með of lágt verð í verðbólgu- ástandi (verðbólgan leiðréttir þó háa veröið með tímanum en gerir lága verðið enn lægra og þar með verra). I báðum tilvikum veldur verð- stöðvun kostnaðarauka sem hlýtur að birtast í hækkuðu verði fyrr eða síðar eða greiðsluþroti og gjald- þroti vörusalans. Vörusalar eru ekki fífl þótt stjórnvöld séu það Vörusalar skynja það fljótt að betra er að festast inni með of hátt verð í verðstöðvun þar sem verð- bólgan eyðir háa verðinu með tím- anum. Þar sem þeir vita að atvinnuhálf- vitamir á alþingi íslendinga em vísir með að setja á nýja verðstöðv- un þegar þeirri síðustu er lokið flýta þeir sér að hækka verðið á vörum sínum langt umfram það sem skynsamlegt væri ef verð- stöðvun biði ekki við næsta götu- hom. Og atvinnuhálfvitamir á alþingi íslendinga sjá það strax að afleið- ingin af því að aflétta verðstöðvun er verðbólgusprenging sem er í þeirra augum staðfesting á þörf nýmar verðstöðvunar. Stjórnvöld em því hér í sama hlutverki og blóðtökumennimir á miööldum sem töldu sjúklinginn ekki læknaðan fyrr en þeir höfðu tæmt úr honum blóðið. En er þá ekki eilífðarverðstöðvun svarið? Nei, því miður, þvi allt það sem sagt var um kostnaðarauka gildir eftir sem áður. Vömsalar hafa líka vit á því að sækja um meiri hækkun til verð- lagsyfirvalda en þeir þurfa og kunna alls kyns brögð til að sanna þörf sína á að fá þetta verð. Ég hygg að þó að við byggjum við enga verðbólgu og stjórnvöld settu á verðstöðvun þá myndu allir biðja um verðhækkun á vömm sínum af ótta við að festast inni með of lágt verð í væntanlegri verðbólgu (sem aldrei hefði orðið án verð- stöðvunarinnar). Vanti menn því verðbólgu setja menn á verðstöðvun og kannski var síðasta verðstöðvun sett á til að bjarga SÍS með verðbólgulána- niðurgreiðslum. Auömjúk bón til fjósafasistanna Til íslensku fjósafasistanna sendi ég því eftirfarandi auðmjúka bón mína eins og Drangeyjarvætturinn skjálfandi bað biskupinn forðum daga sem ætlaði að vígja hann út úr eyjunni. Haldiö áfram að efla ofstjómina, höftin og verðstöðvanirnar eins og ykkur er frekast unnt en fyrirgefið mér þó að ég biðji þess að þið und- anskiljið farmiðasölu frá landinu verðlagshöftum. Eitthvað verða landsmenn að geta flúið gegn skikkanlegu verði. Árni Thoroddsen „Vanti menn þvi verðbólgu setja menn á verðstöðvun og kannski var síðasta verðstöðvun sett á til að bjarga SÍS með verðbólgulánaniðurgreiðslum. ‘ ‘ Um stjómmál í flölmiðlum: Sund og kjararán Þegar fjölmiölar viðurkenna hlutdrægni sína er það vitaskuld miklu betra en þegar hula er dreg- in yfir. Þannig veit fólk yfirleitt að Mogginn dregur taum Sjálfstæðis- flokksins, að Framsóknarflokkur- inn á Tímann o.s.frv. Sú skilgreining á hlutdrægni að ekki sé dreginn taumur ákveðins stjómmálaflokks er hins vegar afar þröng. Það er hægt að draga taum einstaklinga og hugmynda, bæði með opnum hætti og duldum. Hvaða efni er vahð til umfjöllunar er ekki síður mikilvægt en hvemig er fjallað um það. Dæmi: Stuðning- ur við handboltalandshð karla og Jóhann Hjartarson sem „allir“ em sammála um að eigi rétt á sér er líka stuðningur við keppnishug- myndafræði. Gríðarlega mikil umijöhun um þessa drengi dregur athygh frá öðm í þjóöfélaginu. Dæmi um mál sem fjölmiðlar fiaha of htið um eru náttúruvemd, húsnæðismál og skortur á dagvist fyrir börn. Hvað er fréttnæmt? Fjölmiðlar segjast fialla um hið „fréttnæma" en þeir skapa líka ímyndir og hefðir um hvað þykir fréttnæmt. Sjónvarp gegnir nú æ víðtækara hlutverki við að skapa KjaUarinn Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræöingur, leiðbeinandi kennaranema í Wisconsin- háskóla, Bandaríkjunum inni, Bush að skokka, Steingrím að synda... Að sjálfsögðu er það ekk- ert eðhslægt vont að sýna þessa tvo menn í íþróttum en það felur sfiómmálastefnu þeirra. Mér er nákvæmlega sama um það hvað mikið Steingrímur syndir á meðan hann stýrir kjararáni og niður- skurði á félagslegri þjónustu. Fréttir, sem mér berast frá ís- landi um þessar mundir, bera ekki með sér að Ólafur Ragnar Gríms- son sé neitt að ráði betri Albert sem fiármálaráðherra og eitthvað virð- ist vefiast fyrir Svavari Gestssyni að leiðrétta gjörðir Sverris í Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Sfiómmálaumfiöhun fiölmiðla og áhugafólks um sfiómmál er föst í fari sem engu munaöi að síðasta efnisgrein dytti í. Skyldu þeir Al- bert Guðmundsson, Steingrímur Hermannsson og Sverrir Her- flestum fiölmiðlum en Kvennahst- inn? Jafnvel þeim fiölmiðlum sem þykjast vera hlutlausir (t.d. DV) eða eiga að vera hlutlausir eins og Ríkisútvarpið? Hvort er mikhvæg- ara, Kvennahstinn eða stóryrði og nagg stjórmálakarla? Hver hefur aðgang aðfjölmiðlum? Karlmenn em í meirihluta á fiöl- miðlum. Það er ekki þar með sagt að þeir styðji allir Albert. í raun- inni hafa fiölmiðlar gert mikið grín að honum, kannski komið honum úr ráðherrastóh. Ánægjan af því að rakka Albert og fleiri niður hef- ur því miður orðið yfirsterkari skilningi og samúð með stefnumál- um Kvennahsta og skilningi á nauðsyn náttúmvemdar og góðrar dagvistar fyrir böm. A.m.k. skhn- ingi á nauðsyn þess að gera þessi mál að kjarnaviðfangsefnum. Auk þess er miklu óþæghegra að fiaha um hugmyndir á óhlutdræg- an eða málefnalegan hátt en að taka viötal við kjaftforan sfiórn- málakarl. Þetta er sérstaklega áberandi þegar flölmiðlar era að keppa hver við annan um eftirtekt áhorfenda. Sfiórmálamenn styðja hver ann- an í lokuðum hring þar sem þeir reyna að koma í veg fyrir að nýjar og róttækar hreyfingar, sem byggj- ast upp á lýðræðislegri þátttöku, auki fylgi sitt. Þeir hafa komiö sér upp ákveðnum reglum og venjum um það hvemig á að stunda sfióm- mál sem atvinnu. Náttúmvemdar- sinnar og Kvennahstinn neita að fylgja þessum leikreglum vegna þess að þær úthoka aðrar aðferðir við að stunda stjómmál. Að neita að hafa „'formann" fyrir flokki beinir sjónum frá fólki th hugmynda, einmitt það sem þarf th að efla lýðræði. Að skipta ört um fulltrúa á þingi eða í borgar- sfiórn er tilraun th þess að stjóm- málastöður verði ekki einkaeign örfárra „klárra“ einstakhnga sem keppa um hver er bestur í sundi eða skokki eða grófastur í kjaftin- um. Sú staðreynd að starfshættir náttúruvemdarsinna og Kvenna- hstans em öðmvísi en gamaldags flokkanna er fréttafólki einnig óþægheg og krefst nýrra starfs- hátta. Gömlu sfiómmálaflokkamir era næghega voldugir th að gera tortrygghega greinargóða umfiöh- un um nýjar hugmyndir og nýja starfshætti. Er ekki orðið tímabært að rjúfa þennan hring? Ingólfur Á. Jóhannesson „Mér er nákvæmle^a sama um það hvað mikið Steingrimm’ syndir á með- an hann stýrir kjararáni og niður- skurði á félagslegri þjónustu.“ ímynd stjórnmálamanna: Þaö sýn- ir Bush að veiða, Bush á strönd- mannsson hver um sig ekki hafa fengið margfalt meiri umfiöhun í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.