Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1989, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 17. APRÍL 1989. 31 Merming Satansvers Rusta Þetta er líklega frægasta skáldsaga í heimi og væntanlega hefur Kho- meini erkiklerkur séð til þess að hún verði hin mest lesna líka. Enda er bókin auðlesin nema kannski rétt í upphafi þar sem enskan er með mestum indverskubrag. Engill og djöfull Hér verður ekki reynt að endur- segja söguna enda er hún viðburða- rík og þeir viðburðir njóta sín betur í frásögn Rusta sjáifs. í sem stystu máli sagt segir hún frá tveimur indverskum leikurum. Annar hef- ur lengi búið í Englandi og reynir aö vera sem enskastur. Hinn er stórstjama í Bombay. Flugræn- ingjar taka flugvél sem þeir eru í, sprengja hana í loft upp yfir Lon- don og sagan hefst á því að þeir hrapa niður. En þeir lenda lifandi og ómeiddir og sagan segir síðan frá fundum þeirra við allskyns fólk, einkum þó meðal Indverja sem búa í London, frá ástamálum þeirra og átökúm. Það er gömul rómantísk hug- mynd, ég man ekki lengur hvaða skáld orðaði þaö svo, að mannkyn- ið sé þannig gert að engill og djöf- ull búi í sömu mannveru. Hér er þó hlutverkum skipt, annar leikar- inn ummyndast hreint og beint í erkiengihnn Gabríel en hinn verð- ur Satan. Þá er um útlit að ræða, innri maður er hversdagslegri í báðum. Og trúmál eru mikilvæg hvarvetna í sögunni. Þetta er í grundvallaratriðum furðusaga, það er að segja að yfir- leitt eru einkennilegir atburðir tví- ræöir. Þá má skilja sem yfirnáttúr- lega, en jafnframt má túlka þessa atburði náttúrlega, sem drauma eða geðbilun. Eitt helsta einkenni slíkra sagna er því spenna, því les- endur velkjast í vafa, vita ekki hvora skýringuna taka skal. Tvisv- ar víkur út frá þessu, ummyndun annars leikarans í Satansmynd viröist ekki geta átt sér neina eðli- lega skýringu, sama gildir um björgun þeirra félaga úr flugslys- inu. FÆRA- VINDU- RAFGEYMAR ÓTRÚLEGT VERÐ kr Visa og Euro raðgreiðslur POIMIHF. EINHOLTI 6, SÍMI 618401 Salman Rushdie. Sögusnið Hér gerast mjög dramatískir við- burðir. Maður breytist í skratta, götuóeirðir leiða til mikilla blóðs- úthelhnga, fólk brennur inni, hér er lögregluofbeldi, geðveiki, sjálfs- morð. En svo er eins og allt falh í ljúfa löð aftur. Skrattinn ummynd- ast aftur í mann, að vísu haturs- fullan, en seinna sér hann bara að sér. Og fólk jafnar sig eftir ástvina- missinn. Auðvitað væri ekki hægt að kalla þetta óraunsæi, en gallinn er sá að það er eins og höfundi verði sáralítið úr öhu þessu efni sem hann haugar í söguna. Og ekki get ég fyrir mitt htla líf séð tilgang í öllum þessum aukapersónum og frásögnum af fyrra lífi þeirra, í Argentínu, smábæ í Indlandi o.s.frv. Persónurnar eru vissulega oft lifandi, en margar þeirra koma fram til þess eins að bera fram ein- hveijar skoðanir sem eru á flugi, um framtíð Indlands og ýmislegt fleira. Og ekki leiðir þetta til neins. Það má ségja aö þetta geri söguna fjölbreytta og þarmeð skemmthest- ur, en th þess að úr yrði merkilegt bókmenntaverk þyrfti einhver Bókmenntir Örn Ólafsson æðri thgangur að tengja öll þessi atriði í merkingarfuha heild en ekki bara sú tilviljun aö þessar sögupersönur verða á vegi aðalper- sónanna. Þessi mikh doðrantur minnir mest á samkhpping úr tískublöðum eða glefsur úr sjón- varpsdagskrá næstu viku. Það breytir engu um þetta þótt vísað sé ótt og títt í heimsbókmenntir, það virðist ekki vera th annars en að fá víðlesið fólk th aö kinka kolh, ánægt með menntun sína og höf- undar. Guðlast? Það sem hneykslaði strangtrúaða múslíma í bókinni er ekki fyrir- ferðarmikiö. Gabríel leikara dreymir að hann sé Gabríel erki- engill og að Mahúnd nokkur í Arabíu forðum leiti ráða hjá hon- um og grundvalh eftir þeim ráöum ný trúarbrögð um einn guð í stað margra. Gefið er í skyn að þessar vitranir séu bara uppspuni frekjudallsins Mahúnd til að fá sitt fram í hvívetna. Valdhafar borgar- innar samþykkja að gangast undir trú hans með því skilyrði að hann leyfi dýrkun fjögurra helstu gyöja, og óðar vitrast Gabríel Mahúnd og leggur til vers í Kóraninn sem rétt- læta þetta. En þegar Mahúnd hefur treyst völd sín birtist Gabríel hon- um aftur og upplýsir að þessi vers hafi komið frá Satan sjálfum í dul- argervi. Af þessu ræðst nafn bókar- innar og mér skhst að Kóraninn beri í raun merki rnn að Múhameð hafi gert slíka málamiðlun. Þegar svo Mahúnd hefur náð völdum taka konumar í hóruhúsi borgar- innar upp á því aö kalla sig eftir konum spámannsins. En það æsir kallana í borginni svo að umsetn- ingin þrefaldast. Þetta er nú allt og sumt sem hneykslar trúaöa og ekki sterk trúarsannfæring sem æpir á morð út af slíku. Er ekki undir- staða kristindómsins guðlast í aug- um gyðinga og sérkenni Votta Je- hóva argasta guðlast í augum kris- tinna, svo dæmi séu tekin? En menn hafa bent á eitt enn, á bls. 200 hefst heldur neikvæð frásögn af þröngsýnum og hatursfullum imam í útlegð sem etur þúsundum fylgismanna sinna í fjarlægu landi í opinn dauðann th að hrekja óvin sinn, keisaradrottningu, frá völd- um. Þykir mönnum líklegt aö Kho- meini hafi reiöst jafnvel enn meir því sem að honum sjálfum sneri en að spámanninum Múhameð. Og því hafi hann sett fram þessa ein- stæðu morðskipun á heimsmæli- kvarða þar sem hann tekur jafnvel fram Hitler og Stalín. Því þótt einn- ig þeir sendu morðsveitir eftir and- stæðingum sínum þorðu þeir þó ekki að gangast við því opinber- lega. Nú er verið að þýða söguna á ís- lensku og á hún að birtast í haust. Salman Rushdíe: THE SATANIC VERSES. Viklng press, 550 bls. ÖÓ Enska erokkar mál JOSEPHINE FLYNN SKÓLASTJÓRI ■ llihJi JULIE INGHAM SKÓLASTJÓRI JAYNE O'GRADY ENSKUKENNARI HELEN EVERETT ENSKUKENNARI NAMSKEIÐIN HEFJAST 2. MAI INNRITUN STENDUR YFIR F Y R I R N YTT FULLORÐNA 4 VIKNA HRAÐNÁMSKEIÐ ALMENNT ENSKUNÁM, ALLS 20 TÍMAR 3 VIKNA VIÐSKIPTAENSKA I HÁDEGINU, ALLS 5 TlMAR 4 VIKNA FRAMHALDSNÁMSKEIÐ SAMTALSTÍMAR Á FÖSTUDÖGUM 4 VIKNA SKRIFLEG ENSKA ALLS ð TlMAR I S U M A R 3 VIKNA ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ FYRIR ÚTLENDINGA, I JÚNÍ eða JÚU 7 VIKNA UNDIRBÚNINGUR FYRIR T.O.E.F.L. PRÓF í MAÍ, JÚNÍ OG JÚLÍ FYRIR B Ö R N SUMARSKÓLI - 8-12 ÁRA 3 VIKUR I JÚNÍ EÐA JÚLl FERÐAMANNANÁMSKEIÐ FYRIR UTANLANDSFARA SEM ÞURFAAÐ BJARGA SÉR. 4 VIKUR, ALLS 20 TÍMAR ENSK SÍMVARSLA FYRIR ÞÁ SEM ÞURFA I STARFI AÐ TALA ENSKU I SÍMA. 3 VIKUR, ALLS 6 TlMAR SKRIFSTOFUENSKA ■ UNDIRSTAÐA I ENSKU FYRIR SKRIF- STOFUFÓLK. 3 VIKUR, ALLS 6 TÍMAR ENSKA FYRIR FÓLK SEM STARFAR VIÐ FERÐAÞJÓNUSTU 3 VIKUR, ALLS 9 TlMAR Ensku Skólinn TÚNGATA5 HRINGDU I SIMA 25330 / 25900 OG KANNAÐU MALIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.