Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 2
Ólafur Björnsson, dósent: Fyritkomulag innflutningsverzlunarinnar Fyrirkomulag innflutningsverzlunarinnar er sem kunnugt er eitt hið mesta ágreiningsefni í stjórnmálum og viðskiptamálum okkar. En þrátt fyrir það, hversu mjög skoðanir eru skipt- ar um hið æskilegasta framtíðarskipulag þessarra mála, virðast þó allir á eitt sáttir um, að núver- andi fyrirkomulag þeirra sé ekki viðunandi til lengdar. Það fyrirkomulag, sem nú er í þessum málum, má skoða sem einskonar millistig á rnilli lands- verzlunar og einkareksturs á samkeppnisgrund- velli. Einkafyrirtæki og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hafa að vísu innflutninginn með liöndum ásamt opinberum aðilunr að nokkru leyti, en stjórnskipaðar nefndir ákveða, liverjir fá að flytja inn og hve mikið. Þetta fyrirkomu- lag útilokar að mestu þá hugkvæmni, sem sam- keppni í innflutningsverzluninni gæti haft í för með sér, því að í stað þeirrar samkeppni, sem undir frjálsu fyrirkomulagi ætti sér stað milli innflutningsfyrirtækjanna, bæði einkafyrirtækja innbyrðis og samvinnufyrirtækja og einkafyrir- tækja, er samkeppnin nú aðallega fólgin í tog- streitu um innflutningskvóta. Vegna þeirra gróðamöguleika, sem takmörk- un innflutningsins, jafnframt síaukinni vöru- eftirspurn innanlands, hefur skapað í innflutn- ingsverzluninni, hefur verið komið á fót verð- lagseftirliti, til þess að koma í veg fyrir óhóf- lesja álagningu á vörur, sem leyft hefur verið að flytja inn. Verðlagsákvæðin hafa hins vegar orðið til þess að auka misræmið rnilli eftirspurn- arinnar eftir erlendum vörum og hins takmark- aða framboðs af þeim, þannig að freisting hefur skapazt, til þess að fara í kringum þau, löglega eða ólöglega, eftir því sem færi hefur gefizt á. Það ætti að vera óþarft að gera frekari grein fyrir því, að þetta fyrirkomulag fullnægir engu hinna ólíku sjónarmiða, sem annars hafa komið fram um það, hvert skipulag þessarra mála sé æskilegast. En þau höfuðsjónarmið, sem mest 162 hafa látið til sín taka, eru einkum þrjú. í fyrsta lagi sjónarmið fríverzlunarmanna, að frjáls ut- anríkis- og gjaldeyrisviðskipti séu lieppilegasta fyrirkomulagið. í öðru lagi sjónarmið lands- verzlunarmanna, sem vilja þjóðnýta innflutn- ingsverzlunina. í þriðja lagi sjónarmið þeirra, sem telja æskilegast, að sem mest af innflutn- ingsverzluninni sé á vegum samvinnufélaganna. En þrátt fyrir Jrað, þótt ágreiningur sé þannig mikill um leiðirnar, virðast allir sammála um tilgang þann, sem verzlunarstarfsemin ætti að hafa, en hann er sá, að útvega landsmönnum sem beztar vörur við sem lægstu verði. í þessarri grein skal ekki fjölyrt um kosti og galla samvinnuverzlunarinnar. Athygli má að- eins vekja á því, að frá sjónarmiði fríverzlunar- manna skiptir það höfuðmáli í því sambandi, á hvern hátt ætlast er til að samvinnuverzlunin ryðji sér til rúms. Ef það á að vera í skjóli for- réttindaaðstöðu, sem veitt er af ríkisvaldinu, verður í rauninni lítill munur á því fyrirkomu- lagi og landsverzlun, og gilda þá hin sömu rök með og móti því skipulagi, eins og ef um beina landsverzlun væri að ræða. Ef samvinnuverzlun- inni er hins vegar ætlað að þróast í frjálsri sam- keppni við einkafyrirtækin, er ekkert við það að atliuga, að slíkt fyrirkomulag ryðji sér til rúms, þar sem það sýnir yfirburði, og hagsmuna- ágreiningur sá, sem skapast kann milli samvinnu- fyrirtækja, ekki annars eðlis en hagsmunaárekstr- ar, sem alltaf verða milli einkafyrirtækja inn- byrðis. Hins vegar skulu kostir og gallar lands- verzlunarfyrirkomulagsins ræddir nókkru nánar. Rök þau, sem aðallega eru nú borin fram landsverzluninni til framdráttar, eru einkum tvennskonar. í fyrsta lagi að innkaup, sem gerð eru af einum aðila, verði geyð í stærri stíl en ef þau eru gerð af fleiri og smærri aðilum, og í öðru lagi þau, að með þessu móti megi koma í veg fyrir skattsvik, fjárflótta og verðlagsbrot, sem illkleift sé að fyrirbyggja með núverandi FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.