Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 9
fjörð, en þar höfðu Englendingar lengi haft bækistöð sína. Hamborgarar lögðu inn fjörðinn á tveim skipum og skutu á skip Englendinga, sem jrar voru fyrir. Útræna var og stóð vind- urinn Jjví inn fjörðinn og á Englendingana og gjörði það þeim mikinn óleik, svo að þeir sáu ekki til að miða fallbyssum sínum á þá þýzku. — Svo höfðu Þjóðverjar klætt skip sín með sæng- urfötum, ofan í sjó, til þess að draga úr áhrifum skotanna. Þarna varð hörð orusta, sem fór Jrannig að Hamborgarar sigruðu og settu sig fasta í Hafn- arfirði, en þar höfðu þeir bækistöð sína á Ós- eyri, alla tíma Jjangað til danska einokunin hófst. — í Hafnarfjarðarbardaganum tóku þátt allir Þjóðverjar, sem voru þá á Suðurnesjum. Þeir komu 48 saman af Vatnsleysuströnd, Kefla- vík og Bátsendum, og er sagt að 40 Jreirra hafi fallið. Eftir Jætta hrökkluðust Englendingar til Grindavíkur og settust Jjar að, en 4 árum síðar (1532) sló þar aftur í bardaga. Enskur kaupmaður, Jóhann Breye, sem kall- aður var Ríki Bragi hafði þá farið til Grinda- víkur og keypt Jrar allan fisk, sem fáanlegur var, en þegar hann hafði legið Jrar með skip sitt 20 daga, komu Hamborgarar og Brimarar þangað á skipum sínurn og heimtuðu af honum, að hann seldi sér skreiðina, en Bragi neitaði. Þjóðverjar urðu þá æfir og varð mikill bardagi úr þessu. Þarna voru 88 kaupskip Joýsk og á þeim voru tæplega 300 menn. Þeir ruddust í land á nætur- þeli, þegar flestir Englendingar voru í landi, og drápu 15 þeirra í svefni, tóku allan þeirra varn- ing, og rændu og rupluðu öllu, sem hönd festi á. Ríki-Bragi, enski, sem sumstaðar er kallaður Breide, hafði gjört sér vígi á Járngerðarstöðum og flutt þangað allan fisk sinn. Úr víginu sendu Jreir Þjóðverjum háðsyrði og mönuðu þá til bar- daga, en fógetinn á Bessastöðum var líka þarna með liðsafla sinn og gekk í lið með Þjóðverjum, og svo fóru leikar, eins og áður er sagt, að Eng- lendingar urðu að láta í minni pokann. Grinda- víkurbardaginn hafði mikil og löng eftirköst, Jjví að út úr honunr urðu harðar deilur milli Hinriks VIII. Englakonungs annarsvegar og Danakonungs og Þjóðverja hinsvegar, en þær gengu svo langt, að Englakonungur liótaði því, að taka fasta alla Þjóðverja, sem búsettir voru í Lundúnum, ef spjöllin í Grindavík ekki yrðu bætt, og svo fóru leikar að Hamborgarar sáu sitt óvænna og guldu fjárbætur. FRJÁLS VERZLUN Hamborgarkaupmenn lögðu Hafnarfjörð und- ir sig, eins og áður er sagt, en hinsvegar héldu Brimarar mest til á Snæfellsnesi, aðallega við Búðir, og á Kumbaravogi og Nesvegi, sem síðar varð Stykkishólmur. En Rifið á Snæfellsnesi, sem var stærsti kaupstaður landsins og eina sjáv- arþorpið á miðöldunum, áttu Englendingar allt- af, og jxir náðu Þjóðverjar aldrei fótfestu. Hámarkinu hefur Jjýzk verzlun hér á landi náð um 1540, Jrótt hún að vísu hafi verið orðin mjög mikil á 15. öld, eins og ég nú skal færa rök að. Magnús konungur lagabætir gaf Hansakaup- mönnum, árið 1275, leyfi til að verzla í Björg- vin, sumartímann frá 3. maí til 18. september, en verzlun þeirra færðist brátt. svo í aukana, og gjörðust Jæir svo ráðríkir, að Jneir sölsuðu und- ir sig öll sérréttindi og eignir Björgvinjarkaup- manna og Jj. á m. verzlunarleyfið á íslandi. Þeir voru kallaðir Garpar, og lögðu Jreir svo að segja alla Björgvin undir sig og kúguðu Jrar jafnvel yfirvöldin, og eru Jjar margar sögur af. — íslandsverzluninni náðu þeir nú undir sig, ráku liana með nokkrum „leppum“, á norskum skútum, en hirtu allan ágóðann sjálfir. — Loks var svo komið, að konungsvaldið réði ekki við neitt, og verzlunarbanni Jrví, er Hans I. Dana- konungur setti 1483, var ekki gengt að neinu, og fóru nú Hamborgarmenn og Englendingar að verzla hér í stórum stíl, en greiddu enga skatta. A 15. öldinni virðist J)ví verzlunin hafa verið orðin alfrjáls, jafnvel af þeirri ástæðu, að Danakonungur hafði ekki bolmagn til þess að hindra verzlun útlendinga hér. En Jjað er víst, að á þeirri öld var mikil samkeppni í verzlun hér, milli Englendinga og Þýzkara, og þótti báð- um talsverður slægur í viðskiptunum. Svo mikil er verzlunin l’rá Hantborg orðin 1482, að þá um sumarið verður upphlaup í borginni út af útflutningi korns til íslands. Upp- skeru brestur hafði orðið Jrar sumarið áður, og vofði hungursneyð yfir. — Foringi uppreisnai'- manna taldi kornflutninginn til íslands óhæfu, og út af þessu urðu svo miklar æsingar og blóðs- úthellingar, að borgin var öll í uppnámi, og ætluðu uppreisnarmenn að taka alla borgar- stjórnina af lífi. — Borgarráðið skarst svo í leik- inn og miðlaði þannig málum, að kornflutn- ingurinn til íslands var minnkaður eins mikið og hægt var, án Jress að skaða íslandsverzlunina, en þau viðskipti mátti borgin ekki missa. Þessi málalok sættu uppjrotsmenn sig við, en þá var líka búið að drepa foringja þeirra og helztu 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.