Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 10
menn. — Á þessu er sýnilegt, liversu íslandsvið- skiptin voru mikill liður í verzlunarlífi Ham- borgar á þeim tímum, en Hamborgarar voru liprir verzlunarmenn og kynntu sig vel hér á landi. — Hér innleiddu þeir fyrst 24 þuml. alin- ina, sem notuð var í 500 ár, þangað til metra- kerfið var lögleitt. Það er engum efa undirorpið, að landsmenn liafa heldur viljað skipta við Þjóðverja á þess- um tímum, en Englendinga, því að Englending- ar óðu oft uppi með frekju og yfirgangi og vildu ekki greiða nein gjöld af verzluninni, til Dana- konungs, og þess vegna var hirðstjórinn á Bessa- stöðum líka Þjóðverjum svo vilhollur. Auðvitað voru þýzku kaupmennirnir alltaf miklu fleiri en þeir ensku, og Hamborgarar, sem skoðuðu sig yfirkaupmenn voru ávallt langflest- ir. Það má telja víst, að Lubikukaupmenn og Brimarar hafi verið miklu færri, því að þær borgir áttu alltaf í deilum og ófriði við Dana- konung fram á tíma Kristjáns III., en Hamborg hinsvegar, taldist þá til Danaveldis. — Líibiku- menn og Brimarar voru kallaðir Þýzkarar til aðgreiningar frá Hamborgurum, sem töldust danskir. Þegar komið var fram á 16. öld, voru Dana- konungar aftur búnir að ná fullkomnu valdi yfir því hverjir sigldu til Islands og verzluðu þar, og þurftu Þýzkarar því sérstakt leyfi kon- ungs til verzlunar, og fengu þeir leyfi fyrir á- kveðnum höfnum með tilteknu afgjaldi, og máttu því ekki sigla á aðrar hafnir. Þetta brutu þeir alloft, t. d. var Heinrich Lafranz kærður 1589 fyrir að hafa það ár tekið sér höfn á Suð- urlandi, en liafi þó aðeins haft leyli fyrir höfn á Norðurlandi. — Hann hafði ýmsar afsakan- ir, en var dæmdur til þess að sigla á Húnaflóa árið eftir, af því að þar þóttu verstar hafnir, eins og raunar er enn. Þetta, að vísa kaupmönnum til ákveðinna liafna, átti rót sína að rekja til þess, að meðan að kaupmenn gátu áður tekið þá höfn, sem þeir vildu, varð kappið svo mikið að komast fyrst- ur til beztu og ábatasömustu hafnanna. Það leiddi svo oft til deilna og illinda milli kaup- mannanna, þegar skipin voru að koma á vorin, en í Piningsdómi 14'90, var svo ákveðið, að sá framandi kaupmaður, er fyrst tæki höfn, skyldi hafa hana til verzlunar.i — Allar hafnir voru 1 Dómur þessi er kenndur við Diðrik Pining, sem var liirðstjóri hér á landi í 12 ár (1478—1490). 170 leigðar, nema Vestmannaeyjar, og brennisteins- hafnirnar, Húsavík og Hafnarfjörður. Þangað lét konungur sín skip sigla, því að brennisteinn- inn var þá afar verðmætur varningur. Vörurnar, sem Þýzkarar fluttu til landsins, voru aðallega: mjöl (rúgmjöl), malt, vín, mjöð- ur, hunang, járnkatlar og önnur eldunaráhöld, leirtau m. m., en fengu aftur á móti: fisk, vaðmál, smjör, kjöt og prjónles. — Fiskinn höfðu þeir tekið eftir vigt, að fornu mati, en landsmönnum þótti Þýzkarar svíkja mál og vog. Þess vegna lét liöfuðsmaðurinn, Otti Stígsson, 1545, stefna 12 eða 13 Þýzkurum fyrir dóm lögmanna, Erlends Þorvarðarsonár og Þorleifs Pálssonar, og dæmdu þeir að hin gamla venja skyldi afleggjast, en framvegis skylcli fiskur seljast eftir tölu, 120 fullgildir fiskar í hundrað. — Árið 1602, þegar danska einokunin hófst, setti Alþingi sérstakan taxta á innlendar vörur, sem látnar væru upp í skuldir til Þýzkara, hærri en almennt gjörðist, og var það gjört með tilliti til þess, að verið var að greiða með því verzlunarskuldir, og svo þóttu Þýzkarar hafa haft svo laka vog. — Af allri verzlun sinni urðu Þýzkarar að greiða kon- ungi 6% fyrir verzlunarleyfin, en lénsmaður- inn fékk af hverju skipi 1 tunnu af salti, 1 tunnu af bjór og 70 gyllini í peningum. Þegar fram í sótti, fóru þessir þýzku kaup- menn oft að hafa hér vetursetu og tóku að reka hér útveg í allstórum stíl. Þannig áttu þeir 45 skip á Suðurnesjum einum, þegar Otti Stígsson dæmdi þau öll upptæk og fallin undir Danakon- ung. — í þeim dómi er svo ákveðið, að enginn rnegi hýsa þá Þýzkara og íslenclinga, er á skip- unum róa, og er lögð þyngsta refsing við, sem sé útlegð. — Þessi þýzki skipastóll varð svo stofn til hinnar illræmdu útgerðar og kúgunar Dana á Suðurnesjum. Landsmenn komust oft í skuldir við þessa kaupmenn sína, og hafa nýlega fundist skulda- listar þeirra í skjalasaini Hamborgar. Skuldirn- ar stöfuðu ýmist af óviðráðanlegum orsökum, svo sem hallæri og fiskleysi, en líka af beinni sviksemi, og svo rammt kvað að þessu, að kon- ungsvalclið varð að taka í taumana og veita kaup- mönnum fulltingi sitt, til að ná skulclunum. Því var það, að Eiríkur konungur leggur i/, marks sekt á hvert hundrað, sem ekki sé greitt, og Magnús konungur smekkur leggur 12 álna sekt á hvert 100, sem ekki sé greitt á Ólafsmessu, og 1 mark í sekt, ef ekki er greitt á Þorláksmessu. — Það virðist sem stjórninni hafi verið umhug- FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.