Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 19
um að kaupa fleiri auglýsingar en nú eru lofað- ar, fyi'r en næsta vor. En ef þér viljið skilja eftir augiýsingataxtann og eitt eintak af blaði yðar, skal ég koma því á framfæri við forstjórann. Hann mun svo hringja til yðar, ef hann óskar að tala við yður“. Verði erindi gestsins betur afgreitt í einhverri annarri deild fyrirtækisins, skaltu skýra honum frá því að forstjórinn ann- ist ekki viðkomandi mál, en þú skulir reyna að koma honum í samband við þann, sem það gerir. Þegar þú vísar gesti til annarrar deildar, verð- urðu að vera viss um, að þú sendir hann á rétta staðinn, því að mjög er ergjandi fyrir aðkornu- mann að vera lirakinn úr einum stað í annan. Ef þú álítur að forstjórinn vilji gjarnan hafa tal af gestinum, geturðu tilkynnt honurn strax urn komu hans, nema hann hafi gefið þér aðrar reglur að fara eftir. Þeim, sem kornnir eru til að fá einhverjar almennar upplýsingar, er sjaldnast veitt áheyrn forstjórans, en þú mátt samt sem áður aldrei neita þeim beinlínis um viðtal við hann. Þú getur sagt, að forstjórinn geti ekki tekið á móti gestum, eins og sakir standa, og síðan boðið frarn aðstoð þína. Það er lítil hætta á öðru en þú gerir komumanninn ánægðan, ef þú sýnir áhuga fyrir erindi hans, hlýðir með athygli á það og veitir honum hjálp og upplýsingar eftir beztu getu, þannig að hann finni til öryggis og trúnaðartrausts. Þetta verður oftast til þess, að liann telur sig hafa rekið erindi sitt eins vel og hann hefði haft tal af forstjóran- um sjálfum. Láttu ekki lienda júg þá skyssu, að flana að ákvörðunum þínum. Hugsum okkur t. d. að komumaður óski viðtals við forstjórann og fái þér nafnspaid sitt. (Nafnspjöld eru reyndar lítið notuð hérlendis. Alltof lítið. — Þýð.) Á spjald- inu lestu að hann sé verðbréfasali. Enda þótt forstjórinn liafi fyrirskipað þér að vísa ekki þess- konar sölumönnum inn til sín, réttlætir það ekki hranalega eða fljótfærnislega framkomu við manninn, heldur ber þér að nota aðferðina, sem hér var lýst að framan. Á hinn bóginn getur hinn aðkomni verið kunningi forstjórans og erindi hans verið eingöngu persónulegt. Að því geturðu komizt með kurteislegum sjrurningum og forðast þannig öll gönuhlaup. KOMUMENN KYNNTIR. Þegar forstjórinn tilkynnir, að hann óski að taka á móti komumanni, skaltu segja við hinn síðarnefnda: „Forstjórinn er reiðubúinn að taka FRJÁLS VERZLUN á móti yður. Gjörið þér svo vel“. Síðan gengurðu á undan honurn, en nokkuð til hliðar við hann, og vísar honurn leið inn í skrifstofu forstjórans. Þegar þangað kemur, dregur þú þig í hlé, en hafi forstjórinn ekki hitt komumann fyrr, ligg- ur beint við að þú kynnir þá. Að því búnu geng- urðu út úr skrifstofunni og lokar dyrununt hljóðlega á eftir þér, nema þær hafi áður staðið opnar. Ef maður, sem áður hefur pantað viðtal við forstjórann, hittir svo á, að annar maður er inni hjá honum á þeim tíma, skaltu lningja til for- stjórans- og minna hann á hið lofaða viðtal eða ganga til skrifstofu lians og segja sem svo: „Jón Jónsson er kominn að finna yður, samkvæmt fyrra urntali. Á ég að segja honum að þér séuð reiðubúnir að taka á móti honurn eftir svolitla stund?“. Það er sjálfsögð kurteisi af forstjóranum að rísa úr sæti sínu, þegar aðkomandi maður kem- ur í skrifstofu hans, einkurn ef það er kona. Hann á að heilsa henni með virktum, draga fram stól handa henni og bíða, unz hún liefur setzt. Hann á að veita erindi gestsins óskipta at- hygli, jafnvel þótt liann verði að takmarka tím- ann, sem til samtalsins fer. Þegar gesturinn býst til brottfarar, ber forstjóranum að fylgja honum til dyranna á skrifstofu sinni. Meðan gestur er staddur inni hjá forstjóran- um, verður þú að gæta þess að trufla þá eins lítið og framast er kostur. Sé spurt um forstjór- ann í síma, skalt þú taka niður nafn þess. sem hringir, og hringja síðan til lians, þegar forstjór- inn hefur ekki annað viðbundið. Þetta er algikl regla, nerna símtalið sé bráðáríðandi. Sértu beð- in fyrir mikilvæg skilaboð til forstjórans, skaltu skrifa þau niður á blað og fara svo með það inn til hans og biðja um leið afsökunar á truflun- inni. Skrifleg skilaboð valda að jafnaði minni truflun á samtalinu heldur en munnleg. Að því er þetta varðar verður þó að fara eftir óskurn forstjórans. Ef hann vill að þú gefir honum taf- arlaust samband við hvern þann, sem hringir til hans, er ekkert við því að segja. Og kjósi hann heldur að þú tilkynnir honum skilaboð í sím- ann, í stað þess að fá þau skrifleg, ferðu að sjálf- sögðu að vilja hans. Þegar svo ber undir, að síminn hringir meðan verið er í viðræðum við annan mann, er nauð- synlegt að afsaka truflunina við hann,. áður en svarað er. Þetta er einkum áríðandi fyrir for- stjórann að muna, þegar óviðkomandi maður er 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.