Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 21
SÍMASIÐIR. Þegar síminn hringir, ber þér að svara tafar- laust og greiða úr erindi þess, sem við þig talar. Varastu að lyfta heyrnartólinu og lialda síðan áfram að tala við þá, sem í kringum þig eru, áður en þú svarar í símann. Ekki skaltu heldur bera við að tala við einhvern í skrifstofu þinni, samtímis símtalinu. Ef einhver er í viðræðum við þig, þegar síminn hringir, skaltu biðja hann að afsaka þig á meðan þú afgreiðir símtalið. Stundum hendir, að þú átt mjög annríkt eða ert í slæmu skapi af einhverjum ástæðum, þegar lningt er. Þegar þannig stendur á, verðurðu að gæta varúðar og láta röddina ekki koma upp um þig. Auðvitað á sá, sem hringir, enga sök á geðvonzku' þinni, svo að það er hvorki sann- gjarnt né kurteislegt að tala höstuglega við hann. Að afloknu símtali skaltu leggja heyrnartólið hægt og hljóðlaust á símatækið, en ekki skella því niður, því að annars verður hinum óþægi- lega við, er hann hevrir smellinn, ef hann hefur enn ekki lagt tólið frá sér. Ef þú hringir í sl<akkt símanúmer af misgán- ingi, verðurðu að hiðja góðrar afsökunar á trufl- uninni, t. d. með því að segja: „Mér þykir leitt að hafa ónáðað yður. Ég hef valið rangt númer“. FRJÁLS VERZLUN Algengt er að segja í mesta flýti: „Afsakið, skakkt númer“, sem er lítil kurteisi. Reyndu eftir fremstu getu að forðast að láta menn híða í símanum eftir samtali við aðra. Sé einhver hið á sambandinu óhjákvæmileg, skaltu stinga upp á því, að þú hringir til viðkomandi manns innan stundar. Verið getur að hann óski fremur að híða í símanum, en þá má ekki koma fyrir að þú glevmir honum. Og dragist biðin eitthvað á langinn, skaltu tilkynna honum að sá, sem um er spurt, sé enn upptekinn. Fátt er öllu meira ergjandi en híða óákveðinn tíma í síma og vera í algerri óvissu um, hvort maður er enn í sambandi eða hvort símastúlkan hefur glevmt manni, unz þolinmæðina þrýtur og ekki verður lengur komizt hjá að legja frá sér heyrn- artólið. VIÐSKIPTASÍMTÖL. Allar framangreindar símareglur gilda jafnt um viðskipta- og einkasímtöl. Nú skulum við athuga nánar viðskiptahliðina á þessu máli. Enda þótt ekkert sé athugavert við að segja „halló", fyrst þegar svarað er í símann, er talið öllu betra að svara á þessa leið: „Stefán Stefánsson & Co.“, eða 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.