Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 55
0L£KKiN6A1^' Í4/' vJ^ÍTT®\ uT4*VW\ ílA’f J-^í-t)-A i\b<" SMÁSAGA UM SKCLA FÓGETA. Skúli administeraði Gullbringu- sýslu. Hann kemur í HafnarfjörS. Húsmannsaumingi kemur til hans og hittir hann þar úti og segir við hann: „Hjálpið þér nú, herra minn!“ „Nú, hvað er það?“ „Ég keypti pils fyrir konuna mína úti á skipi og kaupmaðurinn tók það af mér.“ Þá var hér konungshöndlun. Skúli segir bara þetta: „Miklar and- skotans heybrækur eruð þið“, (þetta var máltæki hans). Hann svarar ekki meiru. Húsmaðurinn eltir Skúla til að vitá, hvort hann ætli að hjálpa sér nokkuð; stendur fyrir framan diskinn í Hafnarfiröi. Skúli er að ganga um gólf í búðinni, sér hús- manninn og segir við hann: „Ætlar þú ekki að fá pils fyrir konuna?“ „Jú, herra minn“, segir maðurinn. Skúli segir við þann, sem í búðinni var: „Mældu honum í pilsið.“ „Hann er hér skuldugur,“ segir hinn. Þessu var samt hlýtt. Nú segir Skúli við húsmanninn: „Þarf konan þín ekki líka í svuntu?“ „Æ, ég get ekki keypt það.“ Assistentinn segir: „Nóg er að orðið.“ Þá segir Skúli: „Miklir andskotans fantar eruð þið; kaup- ið af skipsmönnum forboðnar vörur, og takið af aumingjum það sem þeir kaupa. Mældu honum strax í svunt- una.“ VANALEG LEIÐINDAVIÐKVÆÐI. Fyrir liádegi: „Hann er ekki kominn ennþá“. „Ég býzt við honum á hverri stundu“. „Hann hringdi rétt áðan, og sagðist koma í seinna lagi“. „Hann kom fyrir dálítilli stundu, en fór svo aftur“. „Hann er farinn að borða“. Ejlir hádegi: „Hann hlýtur að koma á hverri stundu". „Hann hefur ekki sést síðan fyrir hádegi. Get ég skilað nokkru?“ „Já, hann er kominn og farinn“. „Ég veit ekki, hvort hann kemur nokkuð aftur í dag“. „Nei, hann verður ekki viðlátinn, það sem eftir er dagsins“. FRJÁLS VERZLUN BLÓÐNASIR OG BRENNIVÍN. Jósep hét maður. Hann var ofstopamaður hinn mesti. Eitt sinn var liann staddur í búð Ólafs kaup- manns og var að þrátta við hann um gömul viðskipti. Að lokum gerðist hann svo ósvífinn í orðum við kaup- mann, að hann verður frávita af reiði, sækir hunda- byssu og skýtur á Jósep. Jósep bregður mjög við skotið, hratar fram á borð- ið og fær blóönasir. Nú verður kaupmaður liræddur, en þar sem hann vissi, að Jósep var drykkhneigður, hleypur liann upp á skrifstofu sína, sækir brennivínsflösku og setur fyr- ir Jósep. Hann tekur flöskuna, setur hana á munn sér og drekkur niöur til miðs, svo setur hann flöskuna frá sér og snýr sér að kaupmanni og segir: „Þú mátt skjóta mig aftur“. „ÍSLENZK FYNDNI“. 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.