Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 35
Ilnötturinn — þrœtueplif). úr greipum Clemenceaus gegn loforði um vernd- un franska lýðveldisins. Meira að segja fannst honum ekki ómaksins vert að senda samninginn öldungadeildinni til afgreiðslu. Árið 1939, þegar Frakkland var í bráðustu lífshættu, brugðust Bandaríkin öðru sinni, er þau gátu ekki komið til hjálpar. F.r við því að búast að Frakkar kæri sig kollótta um árásarhættuna að austan, þótt Bandaríkin og Bretland gefi góð heit um lið- sinni? Næsta hæpið. Sama máli gegnir um Ítalíu. Einnig þar er kommúnistaflokkurinn næstöflugasti stjórnmála- flokkur landsins, og framhald örðugra tíma get- ur hæglega fengið þeim trompin í hendur. Ital- ir ásaka Breta og Bandaríkjamenn, engu síður en Rússa, fyrir andstöðu gegn kröfum þeirra til Trieste og stuðning við afsal ítalskra land- svæða til handa Frökkum. Enn fremur er yfir- stjórn Breta í Afríkunýlendum Ítalíu þeim mik- ið skapraunarefni, sem hlotizt getur af fullur fjandskapur. Því skyldi ekki vera gleymt að það voru brezk- ar og amerískar hersveitir, sem gerðu innrás í landið og óðu eftir því endilöngu. Hversu hættu- legir sem Rússar eru í augum ítala, er þó litið FRJÁLS verzlun á Breta og Bandaríkjamenn sem þá, er sigur- inn unnu, árásina gerðu og eyðingunni ollu. Hvers er að vænta af smærri ríkjum Evrópu? Það væri hámark fávísinnar, að láta sér til hug- ar koma að nokkurt þeirra vogaði að hætta á herárás frá Rússum fyrir tvísýnan ávinning af samvinnu við Bandaríkin. Finnland er liafið yf- ir allan slíkan efa. Svíar þorðu ekki að koma Finnum til hjálpar 1939, þrátt fyrir vinfengi þjóðanna. Norðmenn hætta ekki einu sinni á að bjóða Churchill heim. Danir hafa ekki gleymt hersetu Rússa á Borgundarhólmi, og þeim er fullljóst að hún getur janfauðveldlega endurtekið sig. Eigi Þýzkalancl ekki að fá að rétta sig úr kútn- um, skiptir litlu um fylgi þess fyrir lýðræðis- samtökin. Ef það hins vegar verður voldugt og sterkt, mun það ske fyrir áhrif Rússa og að þeirra vilja. Því aðeins getum við reiknað með stuðn- ingi Hollands og Belgíu, að Þýzkaland verði máttlaust áfram og að Frakkland gangi í lið með vesturveldunum — annars ekki. Óþarft er að ræða um afstöðu Tékkoslóvakíu og Austur- ríkis, svo augljós er áhætta þeirra af andstöðu við Rússa, vegna legu landanna. 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.