Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 7
Get þér vel að borði þínu, ef þú átt þess kost. Og eftir mat þá ger þú annað hvort, að þú sofna litla hríð( eða ellegar gakk þú úti nokkura hríð og skemmt þér og sézt um, hvað aðrir góðir kaupmenn hafast að, eða nokkur nýr varningur komi sá til bcejar, er þér sé nauðsynlegur að kaupa. En ef þú kemur aftur til herbergis þíns, þá rannsaka þú varning þinn, að eigi verði síðan fyrir spellum, er þér í hendur kemur. En ef spell verða á varningi þínum og skaltu þann varn- ing selja, þá leyn þú þann aldrei, er kaupir. Sýn honum þau spell, sem á eru, og semjið síðan kaup ykkart sem þið megið, þá heitir þú eigi svikari. Met og varning þinn allan í gott verð og þó ncer því, er þú sér að taka má ekki úr hófi, þá heitir þú eiai mangari. En það skaltu víst hug leiða að á hverri tíð, er þú mátt þig til temja, að minnast á nám þitt( allra mest um lögbcekur, því að það er raunar, að allra annarra er vit minna en þeirra, er af bókum taka munvit, og þeir hafa flest vitni til síns fróðleiks, er bezt eru lcerðir. Ger þú þér allar lögbcekur kunnar, en meðan þú vilt kaup- maður vera, þá ger þér kunnugan Bjarkeyjarrétt. En ef þér eru lög kunnug, þá verður þú eigi ólögum beitt- ur, ef þú átt málum að skipta við jafnoka þinn, og kanntu að lögum svara öllum málum. En þó að eg rceða nú flest um lögmál, þá verður engi maður til fulls vitur, nema hann kunni góðan skilning og góð- an hátt á öllum sviðum, þar sem hann verður staddur, og ef þú vilt verða fullkominn í fróðleik, þá nem þú allar mállýzkur, en allra helzt latínu og völsku( því að þœr tungur ganga víð- ast. En þó týn þú eigi að heldur þinni tungu. FRJÁLS VERZLUN 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.