Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 12
greifans og brenncli þær, en byggði sér búðir í staðinn og hindraði menn greifans alveg frá því að fara með kaupskap. — Búðir þessar hafa eflaust staðið í Búðanesi, enda mun sjá fyrir tóftunum enn. Konungur varð ekki við þessari beiðni greif- ans af Aldinborg, heldur var Carsten Bache í Bremen veittur Nesvogur. — Greifinn verður mjög sár yfir þessu og skrifar Danakonungi um haustið,l og biður konung veita sér höfnina, af því að sig varði það svo miklu. — En nú voru orðin kunungsskipti í Danmörku; Kristján IV. var kominn til valda, en stjórn hans var, eins og menn vita, harðdræg og hugsaði aðeins um að raka saman peningum, til þess að byggja fyr- ir herskip og hallir; — og stjórnin neitar greif- anum um höfnina.2 Leyfi Brimarans var þó aðeins til 2 ára, og að þeim tíma liðnum sækir greifinn um hafnirnar aftur,3 og þá veitti konungur honum bæði Nesvog og Kumbara- vog.4 — Nú þótti Brimurum sinn réttur til hafnarinar fyrir borð borinn, og hófst því deil- an um Nesvog milli þeirra og Aldinborgara, sem endaði þannig, að höfnin lagðist niður, en verzlun hófst í Stykkishólmi, og skal ég nii lýsa þeirri einkennilegu deilu. Eins og áður er getið hafði Jóhann greifi af Aldinborg fengið Nesvog, ásamt fleiri höfnum, hjá Friðrik II. Danakonungi, en nú höfðu Brim- arar, með aðstoð Carsten Bache, fógeta kon- ungs, sem sjálfur var Brimari, neytt til jress allra bragða að rægja Aldinborgara frá þessum höfnum, m. a. með því að skíra þær upp og kalla t. d. Nesvog Stykkishólm, enda hafði þeim með' þessu móti tekizt að ná Nesvogi og Grundar- firði undir sigS Út af þessu skrifar nú greifinn 22. marz 1597 tvö bréf sama daginn,6 annað til Kristjáns IV. Danakonungs, en hitt til kansl- ara konungs. í bréfinu til konungs ber hann sig upp undan því, að Brimarar leggi undir sig Nesvog, með því að nefna liann Stykkishólm, og biður konung að koma í veg fyrir að þeim haldist það uppi; en í bréfinu til kanslarans tekur hann ákveðnara til orða og segir, að Brim- arar hafi svælt undir sig Nesvog með því að kalla hann Stykkishólm, svo að konungur liafi ___________ 1 j 1 Acta Grafschaft Oldenburg, dags, 22. okt. 1594. 2 S. st., dags. 20. nóv. 1594. 3 S. st., dags. 19. febrúar 1596. 4 S. st., dags. 29. marz 1596. 5 Acta Grafschaft Oldenburg, dags. 11. marz 1597. 6 S. st. veitt þeim bréf fyrir lionum, án þess að vita að það væri ekki einn og sami staður. Nú verður allt í uppnámi í konungsgarði. — Konungur og kanslari verða æfir og þykjast illa leiknir af þessum Brimurum, sem von var, því að þeir höfðu með undirferli og klækjum flek- að út úr kanslaranum leyfisbréf fyrir Stykkis- hólmi, höfn, sem aldrei hafði verið sigld upp, undir því yfirskini, að þetta væri sama höfn og Nesvogur, sem raunar var alls ekki, eins og all- ir kunnugir vita. — Konungur skrifar nokkr- um dögum síðari borgarráðinu í Brimum og kvartar yfir því, að þeim Heinr. Alberson og Albert Volte liafi tekizt að ljúga út úr sér leyfi fyrir Nesvogi undir nafninu Stykkishólmur, og biður konungur ráðið að heimta af þessum mönnum leiðarbréf þeirra. — Þeir félagarnir þverneituðu að skila leiðarbréfum sínum og sögðu kæru Aldinborgara á liendur sér vera ill- girnis- og öfundarhjal þeirra, því að Nesvogur og Stykkishólmur séu sitt hvað.2 — Boi'gar- ráðið í Brimum gekk nú í lið með kaupmönn- um og bað konung að láta við svo búið standa, úr því að Stykkishólmur og Nesvogur væru 2 hafnir.3 I þessu stappi stóð í 3 ár, báðir verzluðu, hver á sinni höfn, Aldinborgargreifinn í Nesvogi en Brimarinn í Stykkishólmi. — Sumarið 1597 fengu svo kaupmenn vottorð 12 íslendinga í Stykkishólmi, um það, að Stykkishólmur og Nes- vogur væri sitt hvað, og voru þessi vottorð send konungi og áttu að sannfæra hann, en verzl- unin liélt óhindruð áfram á báðum höfnunum.4 — Upp úr ölu þessu stappi varð svo það, að Nesvogur lagðist niður sem verzlunarhöfn, en Stykkishólmur varð aðalkaupstaðurinn. — Þeg- ar Aldinborgargreifinn sótli næst um hafnirn- ar, sem var 22. september 1600,5 sækir hann um Grundarfjörð og Stykkishólm. Þá er Nes- vogur dottinn úr sögunni, og þegar verzlunar- einokun Dana hefst tveim árum síðar, 1602, og þegar stjórnin leigir hafnirnar, er Stykkis- liólmur leigður en Nesvogs hvergi getið. Þar var engin verzlun lengur. Skjöl þau, er ég byggi þessar rannsóknir mín- ar á, eru öll í Landsskjalasafni greifans af Ald- ----------- Framhald á bls. 186. 1 Ríkisskjalasafn í Brimum, dags. 4. april 1597. 2 Ríkisskjalasafn í Brimum, dags. 20. apríl 1597. 3 S. st., dags. 28. apríl 1597. 4 Ríkisskjalasafn í Brimum, dags. 14. júní 1597 og 16. júlí s. á., sem og 5. nóv. s. á. 5 Acta Grafschaft Oldenburg. 172 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.