Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 38
fremst miðuð við aukna velferð þjóða, sem eru á eftir tímanum í ýmsum greinum. Þá er eftir til álita hinn möguleikinn, að finna ráð til að vinna í eindrægni með Rússum og vinna gegn stofnun varnarbelta — hins rússneska engu síður en okkar eigin. Þetta kann að virðast örðugleikum bundið, með tilliti til áleitinnar utanríkisstefnu Rússa, en í samanburði við liina úrkostina, sem völ er á, er þessi leið sú einfald- asta og eðlilegasta. Við verðum að horfast í augu við þá stað- reynd, að Rússar haldi áfrarn leit sinni að öll- um hugsanlegum öryggistækjum eins og þeim bezt hentar, meðan við höldum strangri leynd um kjarnorkusprengjuna, vinnum að fram- leiðslu hennar, færum öryggissvæði okkar út til beggja heimshafa og tæpum á stríði við Rúss- land. Málskraf okakr mun ekik stöðva þá, mis- virðing okkar á hæfileikum þeirra gerir þá kalda og tilraunir til að stofnsetja varnarsamtök gegn þeim munu aðeins espa þá til nýs og efidari and- róðurs. En ef við getum komið Rússurn í skilning um að þeir hafi ekkert að óttast frá okkar hálfu, getum við e. t. v. fengið þá til að beina kröft- um sínum að friði og viðreisn heimsins. Ef við getum látið þeim skiljast, að lýðræðistefnan geti mætt kommúnismanum í frjálsri samkeppni, er ekki ótrúlegt að okkur takist með því að snúa áróðursöflum þeirra heim á eigin grund. Og ef við sannfærum þá um, að við séum á- kveðnir í að halda trúverðuglega hóp Samein- uðu þjóðanna, og að við álítum Öryggisráðið og Fulltrúaþingið hinn eina vettvang, þar sem vinna beri að réttlátri úrlausn misklíðarefna, framkvæmd öryggismála og eflingu samlyndis um allan heim — eru góðar vonir um, að við fáum bæði blásið þeim og okkur þeim anda í brjóst, að okkur beri að leggja fram sameigin- lega krafta til sigurs í friði engu síður en við héldumst í hendur fram til sigurs í stríði. (Þýtt og lítið stytt úr „Magazine Digest“). Sigurður Þ. Skjaldberg fimmtugur. Sigurður Þ. Skjaldberg, stórkaupm., átti fimmtugsafmæli 19. nóv. s.l. Hann er fæddur að Leikskálum í Haukadal, Dalasýslu, en fluttist liingað til Reykjavíkur, er hann var rúmlega tvítugur. Hafði hann þá aflað sér lýðskólamenntunar og lært í einkatímum. Er hingað kom, réðist liann til Guðjóns Jóns- sonar, kaupmanns á Hverfisgötunni, og vann hjá honum fiá 1921—1928, en gerðist þá sjálf- stæður kaupmaður. Árið 1933 færði Sigurður út kvíarnar og stofnaði heildverzlun, sem hann rek- ur enn í dag, ásamt matvöruverzlun sinni. Sigurður Þ. Skjaldberg hefur sýnt mikinn dugnað og framkvæmdasemi í verzlunarrekstri sínum, sem bezt sézt af því, að hann hefur á ekki lengri tíma liafið sig úr tveggja handa tómi upp í tölu umfangsmeiri og þekktari kaupsýslu- rnanna landsins. Hann var m. a. eitt sinn form. Félags matvörukaupmanna og hefur verið í stjórn Innflytjendasambandsins frá stofnun þess árið 1939. „Frjáls Verzlun" árnar honum heilla. Þjóðholl húsfreyja kom inn í nýlenduvöruverzlun og gerði boð fyrir kaupmanninn. „Þér eruð einmitt maðurinn, sem ég þarf að gefa viðeigandi ádrepu“, hreytti hún reiðilega út úr sér. „Ég keypti af yður dálítið af niðursuðuvörum fyrir nokkrum dögum, og þér sögðuð að þær væru íslenzkar. Þær voru ekki ís- lenzkar, fremur en ég veit ekki hvað“. „Svo ég segi yð'ur eins og er, kæra frú“, svaraði kaupmaðurinn, „þá hef ég legið svo lengi með þær, að ég hélt þær hefðu unnið sér íslenzkan borgararétt“. • Hagsýni er lífsbaráttan hálf. Þa'ð er ekki jafn mikl- um vanda bundið að ajla sér peninga, eins og að verja þeim vcl. — SPURGEON. 193 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.