Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 34
sér ráðandi, og vel gæti svo farið að Grikkland yrði hrifið inn í rússnesku samsteypuna, þegar brezki herinn er horfin þaðan á brott. Norður-íran hefur nú þegar verið losað úr ensk-amerískum áhrifatengslum, og ekki er fyrir að synja að hlutar af Tyrklandi og Afganistan yrðu reiðubúnir að skríða undir verndarvæng Stór-Rúslands. í Austur-Asíu ræður Rússland yfir Mongólíu og Hsinkiang, og kínversku kommúnistarnir hafa töglin og hagldirnar í Mansjúríu. Méð nægilegum áróðri mundi Rúss- um svo líklega ekki verða skotaskuld úr að fá Kóreu til fylgis við sig. Enda þótt Rússar létu hér staðar numið. er þessi hringur þeirra orðinn æði hrikalegur. F.n verði þeim ógnað af andrússneskum samtökum, er næsta líklegt að þeir telji sig knúða til að ganga enn lengra. Það er óþarfi fyrir þá að liyggja á innrásir og hernám, í mörgurn tilfellum. Nægja mundi að blása í úlfúðarglæður milli flokka í löndunum sjálfum, styðja kommúnista í Grikklandi, Ind- landi, Kína og Japan, ýta undir stofnun vin- veittra ríkisstjórna í þessum ríkjum, semja um sérstök fjárhagsleg fríðindi, svo sem þeir liafa þeear fengið í Mansjúríu, og örfa Austurlanda- þjóðirnar til fjandskapar við Breta, Frakka, Hol- lendinga og Bandaríkjamenn. Það virðist því afar trúlegt, að Rússland geti með hægu móti komið kommúnistisku áhrifa- svæði á laggirnar. En er þá þar með sagt að Bandaríkjunum og Bretlandi veitist árangurinn jafn auðveldur við stofnun lýðræðislegs and- Rússa-bandalaes, og þó svo væri, að þau geti haldið því við lýði? Ef koma ætti á fót slíku bandalagi, yrðu Bandaríkin að taka forustuna — marka stefnuna í stiórnmálum og veita fjárhagslegan og hernað- arlesan stuðning. í rauninni veltur öll bolla- leeainsin um samtök lýðræðisþjóða á javí, hvort Bandaríkin hafa vilja, fjármagn og bolmagn, til jress að ráðast í slíkar framkvæmdir. Þá er fvrst að íhuga, liverra þjóða má með fullri vissu og trausti vænta til þátttöku í lýð- ræðisrík j asamtökun um. Hvað um Breta? Senni- lega. Svo er að sjá sem Bevin liafi samvinnu við Byrnes í öllum mikil- vægum málum. Samt er það svo — með fullri 194 . virðingu fyrir brezk-bandarískri vináttu — að upp koma nokkrar efasemdir um fullkomin heil- indi. Þess er t. d. skammt að minnast, að það tók sex mánaða harðskeyttar umræður á þjóð- þingi Bandaríkjanna að fá samþykkt hóflegt fjárlán til handa Bretum. Og í þessum umræð- um var Bretum niðrað á ýmsa lund í sama tóni sem Rússum venjulega nú orðið. Næstum hvert einasta dagblað birtir heilsíðuauglýsingar, þar sem Bretar eru lýstir harðstjórar og manndráp- arar fyrirafskipti jreirra af Palestínu. Hið vel stæða írska fríríki myndi hafa ímugust á banda- lagi við Bretland, enda þótt óbeit þeirra á guð- leysi kommúnismans sé ennilega ennþá hat- rammari en andúðin gegn Bretum. Bæði frjálslyndir og íhaldssinna eru andvígir heimsvaldastefnu Breta og vilja að heimsveldi Jreirra verði leyst í sundur. Það yrði })ó að telj- ast nauðsynlegt að þessi ríkjasamsteypa stæði sem einn maður, ef til bandalags lýðræðisþjóða kæmi. Hver sem skoðun almennings annars verð- ur, má fullyrða að sérhvert spor, sem Banda- ríkin mundu stíga af nauðsyn til styrktar Bret- landi, yrði úthrópað sem tilraun til að tryggja sér bita af villibráð brezka ljónsins. Öll fram- kvæmd víðtækrar ensk-amerískrar samvinnu myndi verða háð stöðugum truflunum. En gerum nú ráð fyrir Bretlandi og jafnvel sjálfstjórnarnýlendum jress sem aðilum hins vestræna varnarbeltis. Hvert mundi næst að leita? Yrði Frakkland i'úst til samvinnu? Fylgi þess myndi vera bráð nauðsyn, og þeir, sem skeyta hugmyndaflugi sínu á byggingu varnar- virkis, reikna ákveðið með Frakklandi sem hluta af hinni óþekktu stærð. Þó er slík afstaða Frakka hlálegur hugarburður. Kommúnistar eru næststærsti flokkurinn í Frakklandi, og bendir ekkert til að hann sé í afturför. Kommúnistar skipa margar þýðingar- miklar stöður og eru m. a. hvað mestir áhrifa- menn í franska iðnaðinum, samkvæmt fram- burði Joseph AIsop. Bretar eru skár séðir af Frökkum en Bandaríkjamenn, og eiga þeir þó hvorugir upp á háa pallborðið jrar í landi. F.f Rússar aðhyllast voldugt Þýzkaland, munu Frakkar óhjákvæmilega snúast á sveif með Bret- landi og Bandaríkjunum, en þeir óttast ameríska heimsvaldastefnu litlu minna en rússneska. Stuðningur Frakka á þessum vettvangi myndi vafalítið fremur koma fram sem hentistefna en hornsteinn liins varanlega. Hví ekki Jrað? Árið 1919 kreisti Wilson forseti ýmsar tilslakanir út FRJÁLS VERZLUN HVERJIR VERÐA SAMSTARFS- MENN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.