Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 13
ÝTllM ÚR VÖR! í nóvembermánuði s. 1. hélt fulltrúanefnd Landssambands ísl. útvegsmanna ársfund sinn. Voru þar rædd ýms merk mál, er sjávarútveg- inn varða. Á þessum fundi kom það gi'einilega fram, svo að ekki verður um villzt, live þessi þýðingarmesti atvinnuvegur þjóðarinnar á nú í vök að verjast, og er einsætt, að fjárhagur og at- vinnulíf þjóðarinnar fer í kaldakol fyrr en var- ir, ef ekki finnast fljótlega öruggar leiðir úr þessum vanda. Um sama levti birti Landssambandið opinber- lega ítarlegt yfirlit um rekstrarafkomu fiskiskip- anna, eins og aðstæður eru nú, og var af því sýnt, að mikill hallarekstur er óhjákvæmilegur á öllum greinum útgerðarinnar, að heita má. T. d. nemur tapið á útgerð 53 srnál. vélbáts 74 þús. kr. á einni vertíð, og þyrfti fiskverðið að liækka úr kr. 0.50 í kr. 0.85, til þess að rekstur- inn stæði undir sér. Þá var og með rökunr áætlað 44 þús. kr. reksturstap á einni veiðiferð meðal- togara, eins og nú standa sakir. Útkoman var einnig svipuð, að því er snertir þorskveiðar með línu og síldveiðar, og reyndar ennfremur við- víkjandi saltfisksveiðum, þótt niðurstaðan yrði þar einna hagkvæmust. Af öllu þessu er deginum ljósara, að mikil vá er fyrir dvrum þjóðarhagsins og allra lands- manna, ef ekki fæst úr bætt sem skjótast. Stór lduti fiskiskipaflotans liggur bundinn við bryggj- ur á sjálfri nvsköpunar- og framtaksöldinni, þeg- ar ný og fullkomin veiðiskip og önnur atvinnu- tæki strevma til landsins. Slíkt ástand er vísirinn að algeru hruni, og er jrá að undra þótt spurt sé: Hvenær lætur veiðiskipaflotinn úr höfn, og hvernig verður bezt tryggð arðbær útgerð hans? Til bess að skyggnast nokkru nánar eftir þess- um málum, hefur „Frjáls Verzlun" snúið sér til framkvæmdastjóra Landssambands ísl. útvegs- manna, Jakobs Hafstein, og beðið liann að svara nokkrum spurningum, þar að lútandi. FRJÁLS VERZLUN Viðtal við íramkvœmda- stjóra Landssambands ísl. útvegsmanna. — Hve lengi hafa jlest veiðiskifnn legið að- gerðalaus við jestar? — Þessari spurningu verður vitaskuld ekki gefið tæmandi svar í stuttu blaðaviðtali. Ég hygg samt að segja megi, að almennt hafi fiski- skipaflotinn legið bundinn við festar frá því er síldveiðinni lauk. Er hér einkum átt við vél- bátaflotann, og hefur hann ekki verið gerður út í liaust að undanskildum þeim fáu bátum, sem voru á reknetaveiðum um tínra, til þess að afla beitusíldar fyrir vetrarvertíðina, svo og hinna, sem hafa stundað togveiðar. En yfirleitt hefur vélbátaflotinn legið bundinn í höfn. Sem sönnun þessa, er rétt að benda á, að frá Akranesi hefur ætíð verið rekin allmikil útgerð í nóvem- ber og desembermánuði, en í haust hefur þar enginn bátur róið til fiskjar, og hið sarna er að segja um Vestfiarðarútgerðina, en þar hefur ekki heldur verið róið í haust. Hafa þó haustmánuð- irnir gefið báðum þessum stöðum all mikið í aðra liönd á undanförnum árum. Um togaraflotann er það að segia, að þar hafa skipzt á saltfiskveiðar og ísfiskveiðar. En Jjað er vitað mál, að þau skip, sem sigla með afla sinn til Bretlands, gera það bæði í mjög mikiUi á- hættu og auk Jaess fæst ekki ])að mikið verð fyr- ir fiskinn að skipin verði rekin nema með tapi. Það er álit mitt, að Jojóðin liafi tapað milliónum króna í erlendum gjaldeyri, vegna Jiess að drag- nótabátarnir og togbátarnir gátu ekki sótt sjó- inn af kappi í sumar og haust af jreim ástæðum, að enginn markaður var fyrir flatfiskinn, en svo sem kunnugt er, þá er Jaað einkum flatfiskur, sem Jaessir bátar afla. Þetta verður að lagfæra í framtíðinni og revna að skapa starfsskilyrði fyr- ir þennan fiskibátaflota, eins og vertíðarflotann. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.