Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 13

Frjáls verslun - 01.10.1946, Page 13
ÝTllM ÚR VÖR! í nóvembermánuði s. 1. hélt fulltrúanefnd Landssambands ísl. útvegsmanna ársfund sinn. Voru þar rædd ýms merk mál, er sjávarútveg- inn varða. Á þessum fundi kom það gi'einilega fram, svo að ekki verður um villzt, live þessi þýðingarmesti atvinnuvegur þjóðarinnar á nú í vök að verjast, og er einsætt, að fjárhagur og at- vinnulíf þjóðarinnar fer í kaldakol fyrr en var- ir, ef ekki finnast fljótlega öruggar leiðir úr þessum vanda. Um sama levti birti Landssambandið opinber- lega ítarlegt yfirlit um rekstrarafkomu fiskiskip- anna, eins og aðstæður eru nú, og var af því sýnt, að mikill hallarekstur er óhjákvæmilegur á öllum greinum útgerðarinnar, að heita má. T. d. nemur tapið á útgerð 53 srnál. vélbáts 74 þús. kr. á einni vertíð, og þyrfti fiskverðið að liækka úr kr. 0.50 í kr. 0.85, til þess að rekstur- inn stæði undir sér. Þá var og með rökunr áætlað 44 þús. kr. reksturstap á einni veiðiferð meðal- togara, eins og nú standa sakir. Útkoman var einnig svipuð, að því er snertir þorskveiðar með línu og síldveiðar, og reyndar ennfremur við- víkjandi saltfisksveiðum, þótt niðurstaðan yrði þar einna hagkvæmust. Af öllu þessu er deginum ljósara, að mikil vá er fyrir dvrum þjóðarhagsins og allra lands- manna, ef ekki fæst úr bætt sem skjótast. Stór lduti fiskiskipaflotans liggur bundinn við bryggj- ur á sjálfri nvsköpunar- og framtaksöldinni, þeg- ar ný og fullkomin veiðiskip og önnur atvinnu- tæki strevma til landsins. Slíkt ástand er vísirinn að algeru hruni, og er jrá að undra þótt spurt sé: Hvenær lætur veiðiskipaflotinn úr höfn, og hvernig verður bezt tryggð arðbær útgerð hans? Til bess að skyggnast nokkru nánar eftir þess- um málum, hefur „Frjáls Verzlun" snúið sér til framkvæmdastjóra Landssambands ísl. útvegs- manna, Jakobs Hafstein, og beðið liann að svara nokkrum spurningum, þar að lútandi. FRJÁLS VERZLUN Viðtal við íramkvœmda- stjóra Landssambands ísl. útvegsmanna. — Hve lengi hafa jlest veiðiskifnn legið að- gerðalaus við jestar? — Þessari spurningu verður vitaskuld ekki gefið tæmandi svar í stuttu blaðaviðtali. Ég hygg samt að segja megi, að almennt hafi fiski- skipaflotinn legið bundinn við festar frá því er síldveiðinni lauk. Er hér einkum átt við vél- bátaflotann, og hefur hann ekki verið gerður út í liaust að undanskildum þeim fáu bátum, sem voru á reknetaveiðum um tínra, til þess að afla beitusíldar fyrir vetrarvertíðina, svo og hinna, sem hafa stundað togveiðar. En yfirleitt hefur vélbátaflotinn legið bundinn í höfn. Sem sönnun þessa, er rétt að benda á, að frá Akranesi hefur ætíð verið rekin allmikil útgerð í nóvem- ber og desembermánuði, en í haust hefur þar enginn bátur róið til fiskjar, og hið sarna er að segja um Vestfiarðarútgerðina, en þar hefur ekki heldur verið róið í haust. Hafa þó haustmánuð- irnir gefið báðum þessum stöðum all mikið í aðra liönd á undanförnum árum. Um togaraflotann er það að segia, að þar hafa skipzt á saltfiskveiðar og ísfiskveiðar. En Jjað er vitað mál, að þau skip, sem sigla með afla sinn til Bretlands, gera það bæði í mjög mikiUi á- hættu og auk Jaess fæst ekki ])að mikið verð fyr- ir fiskinn að skipin verði rekin nema með tapi. Það er álit mitt, að Jojóðin liafi tapað milliónum króna í erlendum gjaldeyri, vegna Jiess að drag- nótabátarnir og togbátarnir gátu ekki sótt sjó- inn af kappi í sumar og haust af jreim ástæðum, að enginn markaður var fyrir flatfiskinn, en svo sem kunnugt er, þá er Jaað einkum flatfiskur, sem Jaessir bátar afla. Þetta verður að lagfæra í framtíðinni og revna að skapa starfsskilyrði fyr- ir þennan fiskibátaflota, eins og vertíðarflotann. 173

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.