Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 18
Skrifstoíumenning I. Umgenpi við skrifstofugesti EftirfarancLi grein er tekin upp úr bók- inni „Modern Business Encyclopedia“, út- gefinni í Ameriku drið Í942 af Ediuard N. Teall. Bók pessi er afbragðs nákvæm og yfirgripsmikil sem verzlunarhandbók, og mun blaðið væntanlega siðar gripa niður i liana aftur. Fáir ná góðum árangri sem verzlunar- eða kaupsýslumenn, ef þeir temja sér ekki fágaða framkomu. Góð framkoma- stuðlar að því að lileypa tækifærunum inn um dyrnar, vinna virð- ingu og vinsældir bæði yfirmanna og samstarfs- manna og gera öll verzlunarstörfin auðveldari og ánægjulegri. Góðir verzlunarsiðir byggjast á sömu grundvallarreglu og almennar kurteisis- venjur, nefnilega tillitssemi við þá, sem við um- göngumst. En þó eru allmargir þeir siðir, sem ekki gilda í viðskiptalífinu, enda þótt þeir séu taldir sjálfsagðir í almennum félagsskap. Til dæmis er verzlunarmanni ekki skylt að standa á fætur í hvert sinn, er starfsstúlka kemur inn í skrifstofu hans, en þegar stúlka kemur þangað sem gestur, er ekkert sjálfsagðara en hann rísi á fætur og setjast ekki aftur, fyrr en hún hefur tekið sér sæti. Það er því harla nauðsynlegt að vita, hverjar kröfur eru gerðar til framkomu verzlunar- og skrifstofumannsins. FRAMKOMA VIÐ GESTI. Ef þú hefur þann starfa með höndum, að taka á móti gestum, er til skrifstofunnar koma, verð- ur þú að temja þér kurteisi, lipurð og áhuga og kappkosta að bera af þér vingjarnlegan og aðlað- andi þokka. Hvort sem þú veitir gestinum leyfi til viðtals við þann, sem hann ætlar að finna, eða ekki, verður þú að koma þannig fram, að hann hafi á tilfinningunni, að erindi hans hafi fengið hina ákjósanlegustu afgreiðslu, a. m. k. eftir atvikum. 178 Á samri stundu, er gesturinn stígur inn úr dyrunum, ber þér að vera honum til þjónustu. Þú skalt heilsa honum með viðfelldnu brosi og bjóða honum „góðan daginn“. Ef þú átt hægt með að standa á fætur, þá gerðu það. En eigirðu eitthvað annríkt, t. d. við símaborðið, geturðu kornið fram á sama hátt, þótt þú sitjir kyrr. Á eftir ávarpskveðjunni geturðu sagt: „Hvers óskið þér?“, eða „Hvað þóknast yður?“. Láttu gestinn aldrei bíða, þar til þú hefur lokið við línu, sem þú ert að vélrita, málsgrein í bók, sem þú ert að lesa, eða samtal við samstarfsmann þinn. Reyndu að forðast þreytulegt eð kæru- leysislegt útlit og allt það, sem getur bent til þess, að gesturinn sé óvelkominn. Ávarpaðu liann aldrei í stuttaralegum tón eða setningum, s. s. „Hvað viljið þér?“, eða með hvatskeytlegu „Já?“. Gesturinn spyr ef til vill: „Get ég fengið að tala við forstjórann?“, en getur ekki um nafn sjálfs sín. í slíkum tilfellum skaltu taka fram blýant og rithefti og segja eitthvað á þessa leið: „Forstjórinn er upptekinn í svipinn, en ef þér viljið gefa mér upp nafn yðar og erindi, skal ég reyna að útvega yður viðtal við hann“. Blýant- urinn og ritheftið hefur sín áhrif, svo að að- komumaðurinn færist vart undan að gefa þér umbeðnar upplýsingar. Ef þú síðan kemst að raun um, að forstjórinn vill ekki eiga viðtal við gestinn, eftir að hafa heyrt nafn hans og erindi, verður þú að reyna að mæta óskum hins síðar- nefnda, eins og frekast er unnt, án þess að hann nái tali af forstjóranum. Verið getur að forstjór- inn biðji þig fyrir einhver skilaboð til hins að- komna, en sé svo ekki, er ekki um annað fyrir þig að ræða en taka málið í eigin hendur, t. d. svona: „Ég held að þér hafið ekki gagn af við- tali við forstjórann eins og stendur, því að hann er þegar búinn að gera áætlun um auglýsingar fyrirtækisins næstu mánuðina og kærir sig ekki FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.