Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 47
siður nú orðið, að fólk kýs að bæta frídegi verzlunarmanna við sumarleyfi sitt, svo að því notist það sem bezt. Félagið gekkst einnig oft áður fyrir útihátíða- höldum hér í bænum eða nærlendis, en setuvist erlendra herja í landinu kom í veg fyrir fram- hald á þeim. Félagið hefur í hyggju að taka þesskonar hátíðahöld aftur á dagskrá og þegar gert ráðstafanir, til þess að tryggja sér úti- skemmtistað á frídeginum að ári. Sömuleiðis hefur félagið nýjan og merkilegan dagskrárlið á prjónunum, sem að forfallalausu mun koma fram á næsla frídegi og væntanlega verða fast- ur liður framvegis. Þá hefur V.R. haft útvarpsdagskrá með hönd- um á þessum degi, undanfarin ár. Þessi dag- skrá hefur jafnan verið hin fjölbreyttasta og miðað bæði til fróðleiks og skemmtunar, enda sætt góðum dómum hlustenda. Af ofangreindum ástæðum teljum vér ótví- rætt, að V.R. hafi skapað sér hefð, að því er varðar forgöngu um hátíðahöld á frídegi verzl- unarmanna, og beri félaginu að halda henni í heiðri með því að hafa framkvæmdir dagsins með liöndum, hér eftir sem hingað til. Hins vegar þökkum vér velvilja og tilboð Verzlunar- ráðsins um stuðning og samstarf við V.R., þessu viðvíkjandi, og tökum undir með bréfi ráðsins um nauðsyn á aukinni þátttöku verzlunarstétt- arinnar í hátíðahöldum frídagsins. Með tilliti til þess, að flestallir reykvískir meðlimir Verzlunarráðsins eru einnig félags- menn í V.R., teljum vér auðvelt og sjálfsagt að hagnýta V.R. áfram sem þann vettvang, er ræð- ur hátíðahöldum frídagsins og beitir sér fyrir þeim. Oss fýsir mjög að ræða frekar um málið við Verzlunarráðið á þessum grundvelli og vænt- um þess, að ráðið fallist á þessa tillögu vora. Slík málaskipan mundi að vorum dómi bera vott um fullkominn einhug verzlunarséttarinnar. Jafnframt mundi þannig fyrir það girt, að þetta mál geti á einhvern liátt orðið að bitbeini milli Verzlunarráðsins og V.R., enda mun hvorug- ur aðilinn æskja þess. Samkvæmt framanskráðu verður niðurstaða vor þessi: Sökum þess, að V.R. hefur ætíð haft veg og vanda af hátíðabrigðum verzlunarmannafrídags- in og aldrei brotið neitt af sér í þeim efnum, getum vér ekki fallizt á, að félagið láti forgöng- una um framkvæmdir þeirra af hendi. Aftur á móti eru oss kærkomnir starfskraftar allra þeirra félagsmeðlima V.R., sem vilja vinna með oss, innan vébanda félagsins, að því, að gera veg frídagsins sem mestan og beztan. Virðingarfyllst“. Síðan þetta bréf var skrifað, hefur þetta mál ekki borið á góma, og því stendur það nú í þessu sama fari, sem fram kemur í bréfunum. Af öðru skemmtanahaldi félagsins er einkum að nefna árshátíðina, sem haldin var að Hótel Borg 1. febr. s.l. Var það jafnframt 55 ára afmælishátð fé- lagsins, og fór hún fram með miklum ágætum. Skemmtinefnd félagsins hefur auk þessa gengist fyr- ir 9 skemmtunum, auk 5 jólatrésskemmtana, sem haldnar voru að félagsheimilinu snemma í jan. Fjár- hagsárangur af þessum skemmtunum hefur verið afar misjafn, ýmist ágóði eða halli, en samanlagt kemur út nokkurt tap af þeim, og vísast um það til reikn- inganna. Hlutaveltu hélt félagið í október í haust, og gaf hún af sér meiri tekjur en oft áður. Skipaði stjórnin 10 manna nefnd, sem hafði veg og vanda af undirbún- ingi hlutaveltunnar, ásamt framkvæmdastjóranum, og vann hún ötullega að starfi sínu. Formaður nefndar- innar var Bjarni Halldórsson. Færi ég nefndinni þakk- ir fyrir, svo og öllum þeim, sem gáfu vörur og muni í þessu skyni. Þá stofnaði stjórnin nýlega til innanfélagshapp- drættis, sem gefa mun af sér um kr. 11.000,00 í hagn- að, ef það selst upp, sem vonir standa til, en sú upp- hæð mun koma til tekna á næsta fjárhagsári. Þessu næst vík ég að starfsmannadeildum félagsins. Þær hafa liaft kjaramálin á dagskrá sinni á þessu fyrsta starfsári þeirra og haldið nokkra fundi, bæði sameiginlega og sér í lagi. Nú nýlega hafa þær hald- ið aðalfundi sína, og eru formenn deildanna nú, sem hér segir: Form. sölumannadeildar. Carl Hemming Sveins, endurkosinn, form. skrifstofumannadeildar: Baldur Pálmason, endurkosinn, og form. afgreiðslu mannadeildar: Jón Ólafsson, í stað Björgúlfs Sigurðs- sonar. Lítil umskipti urðu á meðstjórnendum deild- anna. Síðasta stórmálið, sem leyst hefur verið í tíð frá- farandi stjórnar, er stofnun byggingasamvinnufélags meðal félagsmanna V.R., en stofnfundur þess var hald- inn 20. f. m. Mikill áhugi er ríkjandi um starfsemi þess félags, og er vonandi að því takist að hrinda á- formum sínum í framkvæmd hindrunarlítið. Er það áreiðanlega stór ávinningur fyrir félagið, ef vel tekst í þessu efni. Stofnendur félagsins voru 102 að tölu, en síðan hafa fleiri bætzt í hópinn, svo að félagatalan er nú komin upp í 130. í stjórn félagsins voru kosnir þessir menn og skipta þeir þannig með sér verkum: Carl Hemming Sveins form., (hann hafði með hönd- um undirbúning félagsstofnunarinnar), Gunnar Pét- ursson gjaldkeri, Þorsteinn Bernharðsson ritari, Hall- grímur Sveinsson og Agnar Lúðvígsson. Til vara: Hjörtur Hansson, Gústaf A. Sveinsson og Ólafur Stef- ánsson. Ég hef þá rakið það helzta, sem einkennt hefur starfsemi félagsins á liðnu ári. Hér á eftir munu að- FRJÁLS VERZLUN 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.