Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 20
staddur inni hjá honum. Hann á síðan að stuðla að því, að símtalið verði sem stytzt, og forðast að tala í varfærnislegum og ófrjálfslegum tón, eins og mörgum hættir til undir þessum kring- umstæðum. ÁKVEÐNIR VIÐTALSTÍMAR. Það er einföld kurteisisvenja, jafnt frá báðum hliðum, að vera stundvís til fundar við þann, sem mót hefur verið mælt við. Það sýnir líka hugulsemi af hálfu heimsækjandans að tefja ekki tímann fyrir hinum, umfram brýnustu þörf, einkum með tilliti til þess, að hann getur hafa sammælt sig til viðræðna við annan mann á vissum tíma, þá rétt á eftir. Ef heimsækjandanum er óhjákvæmilegt að koma of seint til stefnu, ber honum að hafa tal af einkaritara eða símastúlku mótaðiljans og skýra henni í stuttu máli frá orsökinni að töf lians og reyna síðan að fá nokkurra mínútna frest eða samkomulag um nýjan heimsóknartíma. Sjái forstjórinn fram á, að honum verði ókleyft að halda loforð sitt um viðtal á tilteknum tíma, ber honum að láta símastúlku sína hringja til viðtalsbeiðandans og reyna að fá viðtalstíman- um breytt. Stundum kemur þó fyrir, að forstjór- inn verður fyrir töfum á síðustu stundu, svo að engin tök eru á að vara heimsækjandann við því. Eins getur borið við, að forstjórinn sé ekki viðlátinn, þegar gesturinn kemur, og engar upp- lýsingar fyrir hendi um komu hans. í þessum tilfellum skaltu skýra gestinum frá málavöxtum, bera frarn afsökun fyrir hönd húsbónda þíns og reyna að ná samkomulagi um annan viðtalstíma. Ef þti hinsvegar veizt, hvenær húsbóndans er von, er rétt að láta gestinn sjálfráðan um, hvort hann vill heldur bíða en koma aftur að nokkr- um tíma liðnum. Það er hámark ókurteisinnar að biðja komumann að bíða óákveðinn tíma eft- ir húsbónda þínum, vegna þess að með því móti slærðu föstu, að tíma hans sé sóandi til einskis. PERSÓNULEG FRAMKOMA. Þú skalt temja þér mannglöggni, með því að setja á þig nöfn og útlit skrifstofugestanna, fyrst og fremst þeirra, sem eiga oft erindi þangað, svo að þú eigir auðveldara með að heilsa þeim kunnuglega og með vinsemd. Hver einasti maður er hrifinn af því, að eftir honum er munað og hann nefndur með nafni. En ekki máttu ein- skorða háttvísi þína við þá, sem oftast koma. Heilsaðu öllum jafn óþvingað og glaðlega. Reyndu að koma í veg fyrir að komumenn séu á vakki kringum skrifborð þitt eða símaborð, með allskonar masi og málæði. Margir ungir menn halda að þetta sé leiðin til að vinna liylli símastúlkunnar, en með því að beita lipurð og einbeittni er þé í lófa lagið að láta þá taka sér sæti í biðstofunni og á annan hátt draga úr fram- hleypni þeirra. Þú skalt ekki gefa þig út í langar viðræður við hina algengu gesti og vanrækja þannig aðra. Lærðu að taka gullhömrum, með því að segja brosandi og stillilega: „Þakka yður fyrir“. Óviðeigandi' er að hlæja hástöfum eða skríkja, eða láta gestina með öðru móti beina athygli þinni frá verki þínu, sem er í því fólgið að koma hæversklega fram við alla. NOTKUN SÍMANS. Að því er símanotkun áhrærir, er mikilsvert. að liafa í huga, að áhrifin, sem þú hefur á mann- inn í „hinum endanum" fara næstum eingöngu eftir málhreim þínum, því, sem þú segir, og hvernig þú segir það. Þótt hægt sé að draga úr styttingslegum tilsvörum með brosi, þegar þú stendur augliti til auglitis við þann, sem þú tal- ar við, þá er það ekki jafn auðvelt í gegnum símann. Þar nýtur brosið sér ekki, nema að litlu leyti, og kostir þínir eru metnir eftir tilsvörun- um einum. Þessvegna leitast verzlunarmaðurinn við að temja sér skemmtilega framsetningu og málhreim, svo fremi hann vilji vekja tiltrú, vin- semd og þægileg áhrif. RÖDDIN. Talaðu í venjulegum samræðutón. Þótt um landsímahringingar sé að ræða, þarftu ekki að rífa þig upp úr öllu valdi, svo hávaðinn glymji um alla skrifstofuna. Ef þú snýr þér að símatæk- inu, heldur símatólinu svo sem hálfum þumlungi frá vörunum og talar hægt og skýrt, á hlustand- inn auðvelt með að heyra til þín, jafnvel þó að þér liggi lágt rómur. Reyndu að brosa öðru hvoru, alveg eins og þú sætir andspænis viðræðu- manni þínum, því að líkur eru til að rödd þín mýkist að sama skapi. Forðastu að tala í einræn- ingslegum tón, heldur gerðu þér far um að láta röddina endurspegla einlægni, gott skap, hlýleik og áhuga. Hafðu ekki blýant eða annað upp í þér, meðan þú talar, og gerðu hlustandanum á engan hátt erfiðara fyrir að heyra til þín, hvorki með því að tala of hratt eða láta draga óhóflega niður í röddinni. 183 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.