Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 52
Thistlewaite gamla virtist vera mjög einmana, og hún var barnslega glöð og þakklát, þegar henni gafst tækifæri til að masa við Cherry um eitt og annað, og í gær, þegar hún var þarna stödd, hafði Cherry óafvitandi sagt gömlu konunni allt um sína hagi: um æskuár sín heima í litla fæðingarbænum og um ráðn- ingu sína til Barisieadi-tízkuhússins. Þá réði úrslitum, að hún varð fyrir valinu, að hún hafði, ásamt umsókn sinni, sent sportpeysu, sem hún prjónaði sjálf. Hún sagði henni frá gönguferðum sínum í skemmti- görðunum á sunnudögum og ótal mörgu öðru — já, meira að segia þeirri niðurlægingu sLnni, að hún gæti ekki farið á starfsmannadanslei!:inn, vegna þess að hana vantaði samkvæmisherra. Þegar sú gamla heyrði þetta, hafði hún brosað og sagt: ,,Þér megið til að fara. Við verðum að athuga nánar, hvort ekki er hægt að koma því í kring“. „Góðan dasinn, vina mín!“ Thistlewaite gamla kom ramhandi inn í deildina og brosti til Cherry með vatnsbláum nærsýnum augunum. Prjónarnir henn- ar sköguðu upp úr fornfálegu handavinnutöskunni, sem hún bar á handleggnum. „Ég get ómögulega áttað mig á þessu mynstri, sem ég fékk hér í gær. Þér megið til að vera svo vænar, að hjálpa mér aftur. Og svo getum við talað um fleira á eftir. Ég hef dálitlar fréttir að færa yður“. „Fréttir?“ Cherry vísaði henni til sætis í þægileg- asta stólnum. ..És vona að bað séu góðar fréttir. Ég gæti vel þegið að heyra eitthvað af því taginu, eins og nú liggur á mér“. „Ég er viss um að yður falla þær vel“. Thistlewaite gamla starði með aðdáum á hina grönnu og fagurlög- uðu fingur ungu stúlkunnar, sem tóku svo lipurlega á prjónunum. „Ég hef útvegað yður herra á dansleik- inn“. „Hvað segið þér?“ hálfhrópaði Cherry undrandi og varð um leið eldrjóð í framan. „Já, en kæra Thistle- waite mín —“. ,.Þér burfið ekkert að þakka“, greip sú gamla fram í. „Það er bara frændi minn. Hann er nýfluttur hingað til borgarinnar og hefur fengið stöðu við há- skólann. Ég saffði honum frá vður, og hann kvaðst með ánægju fylgja yður á dansleikinn annað kvöld“. Hún stakk höndinni niður í tösku sína. „Hérna er nafn hans og heimilisfang. Þér skuluð bara senda honum bréfspiald með upplýsingum um, hvert liann á að sækja yður og hvenær“. Cherry fékk ákafan hjartslátt. Samkvæmisherra! Stórfenglegt! Hún var yfir sig glöð! Hún hefði getað faðmað gömlu konuna að sér, en hún lét nægja að taka hjartanlega í hönd hennar. „Þetta var framúrskarandi elskulegt af yður!“ sagði hún. „En haldið bér nú annars, að hann kæri sig nokkuð um þetta? Ég meina — að hann kæri sig um að koma með mér?“ „Ég hef mælt með yður“, svaraði Thistlewaite gamla með festu í röddirini. „Og það er nægileg trygging fyrr Jonathan. Hann er nú reyndar ekki vanur að fara út með ungum stúlkum, en ég sagði honum, að þér væruð sérstaklega aðlaðandi stúlka“. Chorry brosti. Jonathan! Það var ljóta ónefnið. En það voru svo margir, sem hétu fáránlegum nöfnum, án þess að þeir sjálfir væru nokkuð fáránlegir. Það sem eftir var dagsins gekk Cherry í skýjum uppi, og þegar Belle Harford kom aftur, til þess að bjóða henni aðgöngumiða, keypti hún tvo og stakk þeim niður í handtösku sína. Hjartað hoppaði af kæti! í kaffihléinu sendi hún bréfspjald til Jonathans Barker, J>akkaði honum vinsemd hans og hað hann að sækja sig klukkan hálfátta annað kvöld. Verzluninni var lokað klukkan eitl á laugardögum. Cherry hafði ákveðið, hvernig hún arilaði að verja seinni hluta dagsins. Hún ællaði að fá sér klukku- tíma dúr, fara svo í bað, með handklæði bundið um höfuðið, til þess að hlífa hárinu, sem hún hafði látið leggja daginn áður, og þar á eftir ætlaði hún að gefa sér góðan tíma lil að klæða sig og snyrta, svo að henni yrði ekkert að vanbúnaði og'hún gæti orðið eins falleg og unnt væri. Hún var niðursokkin í hugsanir sínar, Jjegar hún fór niður í lyftunni eftir lokunartíma, klukkan rúm- lega eitt. Belle Ilarford varð henni samferða. Þær þekktust allvel, því að Belle hafði áður unnið í prjóna- vörudeildinni „Það er þó gott, að þú skulir geta komið í kvöld“, sagði Bellc. „Með hverjum verðurðu?“ „Hann heitir John Barker“. Cherry breytti nafninu af ásettu ráði, því að henni fannst John hljóma betur en Jonathan. „Hann er náskyldur einni af viðskij)ta- konum mínum, henni fröken Thistlewaito". „Það er |)ó ekki hinn frægi systursonur hennar!“, skríkti Belle glaðhlakkalega. „Hefurðu séS hann?“ Séð hann? Belle sagði þetta í svo undarlegum tón. Og hvernig hún orðaði það: „Hinn frœgi systursonur hennav. Það boðaði eitthvað. Allt í einu mundi Cherry eftir, að hún hafði ekki leitt hugann að því, hvernig þessi Jonathan væri útlits. „Það er hann, sem hún er alltaf að prjóna fötin á“, hvíslaði Belle að henni, um leið og þær gengu út úr lyftunni. „Nei, annars —“, sagði hún svo allt í einu, hækkaði röddina og leit undirfurðulega á Cherry, og var augljóst, að hún barðisl við hláturinn. „— það getur ekki verið hann, því að hann er víst ekki með öllum mjalla! Ég meina....“, flýtti hún sér að bæta við, er hún sá skelfingarsvipinn á Cherry, „— maðurinn notar víst hitapoka með röndóttu prjónaveri — og náttsokka! Það kæmi mér heldur ekki á óvart, að hann gengi í rauðri flúnelsnærskyrtu. 212 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.