Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 8
Oscai Clausen: Um verzlun Þjóðverja á miðöldum og upphai verzlunar í Stykkishólmi A söguöldinni, allt fram að 1320, munu engir aðrir útlendingar en Norðmenn liafa rekið verzl- un hér á landi, og þá einkum og líklega ein- göngu Björgvinjarkaupmenn, sumpart sjálfir fyrir eigin reikning og svo fyrir hönd konung- anna, sem höfðu tekið á sig ýmsar skuldbind- ingar gagnvart landsmönnum, svo sem um vöru- flutninga og skipafjölda til landsins o. s. frv., sbr. Gamla sáttmála Í262. — Um 1320 og þar á eftir fara fyrst og verða vanefndir á þessu af hendi konunganna, og það er víst, að árið 1326 kom ekkert skip liingað til landsins, og þó að skip kæmu, bar það við að þau kæmu öll í sama landsfjórðung, t. d. árið 1346 komu liingað alls 11 skip, en sex þeirra komust aðeins til Austfjarða. — Þessi siglingavandræði og óreiða á verzlun- inni olli landsmönnum miklum óþægindum, svo að sumir afskekktir útkjálkar voru siglinga- lausir mörg ár í röð, og ekki kom þangað nokk- ur útlendur varningur, og þegar harðnaði í ári varð hallæri og oft lningur og manndauði af þessunr orsökum. Þegar nú fram liðu stundir, vandræðin og hnignunin færðust yfir landið, fóru Noregskon- ungar, einkum meðan þeir liöfðu aðsetur og hirð sína í Björgvin, að leggja ýrnsar hömlur á verzlunina, og gjöra sér hana að fjárplógi; enda fór svo, að konungarnir leigðu Björgvinjar- kaupmönnum verzlunina hér fyrir ákveðið gjald, og segir í sögunum, að Island liafi tilheyrt fata- búri konungs, eða m. ö. o. að tekjur af íslands- verzluninni hafi gengið til hirðhalds konungs. Það er því víst, að Björgvinjarkaupmenn stofna fyrst til einokunar á íslandi með aðstoð konungs, og vitnar þar um bréf Eiríks af Pomm- ern Danakonungs, er hann gefur 1413, og sendir út hingað, þar sem hann bannar öllum verzlun 168 hér nema Björgvinjarkaupmönnum, sem liafi fengið hana á leigu. Þetta konungsbréf er auð- vitað til orðið vegna þess, að urn þetta leyti voru Englendingar farnir að sigla hingað, og verzla hér, en það skerti að sjálfsögðu tekjur konungs og Björgvinjarmanna af verzluninni, en í veg fyrir það varð að koma, enda þótt landsmenn gjarna vildu eiga viðskipti við Englendinga. Árið 1413 kom hingað enskur kaupmaður, er hét Richard, og vísaði Vigfús hirðstjóri Jóns- son honum til verzlunar á Eyrarbakkahöfn, en þar vildi hann ekki vera, líklega vegna þess hversu höfnin var slæm, og fór hann á sínu stóra skipi, með 300 manna áhöfn, í Hafnarfjörð og verzlaði þar. — Verzlun Englendinga ætla ég ekki að fara út í hér, en mun koma að henni við annað tækifæri; en það var verzlun Þjóð- verja hér á miðöldum, sem ég ætla að minnast lítilsháttar á, (til þess að betur skiljist Jreir at- burðir, sem lágu að því að verzlun hófst í Stykk- ishólmi. —). Eins og áður er sagt, var verzlunin nú komin í hendur Björgvinjarkaupmanna, og var svo, að miklu leyti næstu 3 aldir, eða Jjangað til einok- unin danska hófst 1602, — en þá er að athuga Jrað, að verzlunin í Björgvin var mjög í liönd- um Hansastaðakaupmanna, en Hansastaðir voru Jrær kallaðar einu nafni, verzlunarborgirnar: Hamborg, Bremen, Lúbeck, Altona, Aldinborg o. fl. í Norður-Þýzkalandi. — Flestar Jressar borg- ir voru sjálfstæð ríki eða hertogadæmi. Sem dæmi Jress, hvað verzlun Jressara tveggja Jrjóða var mikil hér á landi, mætti segja mörg dæmi. Fyrst er að minnast bardagans, sem varð rnilli Hamborgara og Englendinga í Hafnarfirði ár- ið 1518. Hamborgarar vildu fá liöfn við Faxa- flóa, eða á Suðurlandi, og leizt bezt á Hafnar- FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.