Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.10.1946, Qupperneq 8
Oscai Clausen: Um verzlun Þjóðverja á miðöldum og upphai verzlunar í Stykkishólmi A söguöldinni, allt fram að 1320, munu engir aðrir útlendingar en Norðmenn liafa rekið verzl- un hér á landi, og þá einkum og líklega ein- göngu Björgvinjarkaupmenn, sumpart sjálfir fyrir eigin reikning og svo fyrir hönd konung- anna, sem höfðu tekið á sig ýmsar skuldbind- ingar gagnvart landsmönnum, svo sem um vöru- flutninga og skipafjölda til landsins o. s. frv., sbr. Gamla sáttmála Í262. — Um 1320 og þar á eftir fara fyrst og verða vanefndir á þessu af hendi konunganna, og það er víst, að árið 1326 kom ekkert skip liingað til landsins, og þó að skip kæmu, bar það við að þau kæmu öll í sama landsfjórðung, t. d. árið 1346 komu liingað alls 11 skip, en sex þeirra komust aðeins til Austfjarða. — Þessi siglingavandræði og óreiða á verzlun- inni olli landsmönnum miklum óþægindum, svo að sumir afskekktir útkjálkar voru siglinga- lausir mörg ár í röð, og ekki kom þangað nokk- ur útlendur varningur, og þegar harðnaði í ári varð hallæri og oft lningur og manndauði af þessunr orsökum. Þegar nú fram liðu stundir, vandræðin og hnignunin færðust yfir landið, fóru Noregskon- ungar, einkum meðan þeir liöfðu aðsetur og hirð sína í Björgvin, að leggja ýrnsar hömlur á verzlunina, og gjöra sér hana að fjárplógi; enda fór svo, að konungarnir leigðu Björgvinjar- kaupmönnum verzlunina hér fyrir ákveðið gjald, og segir í sögunum, að Island liafi tilheyrt fata- búri konungs, eða m. ö. o. að tekjur af íslands- verzluninni hafi gengið til hirðhalds konungs. Það er því víst, að Björgvinjarkaupmenn stofna fyrst til einokunar á íslandi með aðstoð konungs, og vitnar þar um bréf Eiríks af Pomm- ern Danakonungs, er hann gefur 1413, og sendir út hingað, þar sem hann bannar öllum verzlun 168 hér nema Björgvinjarkaupmönnum, sem liafi fengið hana á leigu. Þetta konungsbréf er auð- vitað til orðið vegna þess, að urn þetta leyti voru Englendingar farnir að sigla hingað, og verzla hér, en það skerti að sjálfsögðu tekjur konungs og Björgvinjarmanna af verzluninni, en í veg fyrir það varð að koma, enda þótt landsmenn gjarna vildu eiga viðskipti við Englendinga. Árið 1413 kom hingað enskur kaupmaður, er hét Richard, og vísaði Vigfús hirðstjóri Jóns- son honum til verzlunar á Eyrarbakkahöfn, en þar vildi hann ekki vera, líklega vegna þess hversu höfnin var slæm, og fór hann á sínu stóra skipi, með 300 manna áhöfn, í Hafnarfjörð og verzlaði þar. — Verzlun Englendinga ætla ég ekki að fara út í hér, en mun koma að henni við annað tækifæri; en það var verzlun Þjóð- verja hér á miðöldum, sem ég ætla að minnast lítilsháttar á, (til þess að betur skiljist Jreir at- burðir, sem lágu að því að verzlun hófst í Stykk- ishólmi. —). Eins og áður er sagt, var verzlunin nú komin í hendur Björgvinjarkaupmanna, og var svo, að miklu leyti næstu 3 aldir, eða Jjangað til einok- unin danska hófst 1602, — en þá er að athuga Jrað, að verzlunin í Björgvin var mjög í liönd- um Hansastaðakaupmanna, en Hansastaðir voru Jrær kallaðar einu nafni, verzlunarborgirnar: Hamborg, Bremen, Lúbeck, Altona, Aldinborg o. fl. í Norður-Þýzkalandi. — Flestar Jressar borg- ir voru sjálfstæð ríki eða hertogadæmi. Sem dæmi Jress, hvað verzlun Jressara tveggja Jrjóða var mikil hér á landi, mætti segja mörg dæmi. Fyrst er að minnast bardagans, sem varð rnilli Hamborgara og Englendinga í Hafnarfirði ár- ið 1518. Hamborgarar vildu fá liöfn við Faxa- flóa, eða á Suðurlandi, og leizt bezt á Hafnar- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.