Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 3
fyrirkomulagi. Hin síðarnefndu rök hafa fyrst og fremst þýðingu, ef miðað er við núverandi fyrirkomulag gjaldeyrisverzlunarinnar og verð- lagsmálanna, því lögbrot þau, sem þannig hafa átt sér stað í sambandi við innflutningsverzlun- ina, eru bein afleiðing þessa fyrirkomulags og hlytu að hverfa að mestu úr sögunni, ef unnt væri að gefa innflutninginn frjálsan, blátt áfram af því að þá væri enginn grundvöllur fyrir þeim. Fyrrnefndu rökin, að hægt sé að gera inn- kaup í stærri stíl og þar af leiðandi ódýrari, hafa hinsvegar almennara gildi, þótt benda megi á. að samskonar árangri ætti í flestum tilfellum að mega ná með samtökum milli innflytjend- anna. Önnur og léttvægari rök landsverzlunar- manna verða ekki rakin hér, t. d. þau, að með landsverzlun megi tryggja það, að gróðinn í inn- flutningsverzluninni renni til almenningsþarfa, því að þar má benda á, að það er hlutverk skatta- löggjafarinnar og skattaeftirlitsins að korna í veg fyrir óhóflegan gróða í verzlun sem öðru, og bregðist hvorugt hlutverki sínu, ætti að mega ná sama árangri á þann hátt, þannig að aðalat- riðið verður, hvort fyrirkomulagið tryggir lægri dreifingarkostnað. Þótt benda megi þannig á vissa kosti, sem landsverzlun gæti haft í för með sér, einkum ef rniðað er við núverandi fyrirkomulag gjald- eyrisverzlunarinnar, verður augunum varla lok- að fyrir því, að hún hefur einnig í för með sér stórfellda annmarka og hættur. I fyrsta lagi má þá benda á, að með því að færa alla utanríkisverzlunina þannig í-hendur eins opinbers aðila, væri skapað mjög öflugt pólitízkt og fjárhagslegt vald, sem hætta væri á, að gæti orðið stórlega misbeitt í þágu póli- tízkra flokka eða annarra hagsmunasamtaka. í öðru lagi má benda á þá örðugleika, sem á því yrðu, að tryggja slíku fyrirtæki hæfa stjórn og starfskrafta, þannig að ekki ættu sér stað stór- íelld mistök í rekstrinum, sem komið gætu hart niður á almenningi. í þriðja lagi má á það benda, og eru það má- ske þýðingarmestu gagnrökin gegn landsverzlun, að hverfandi litlir möguleikar væru fyrir því, að mistök þau, sem yrðu á vegum slíkrar stofn- unar, kæmust upp, þar sem aðeins væri um einn aðila að ræða, er hefði þessa starfsemi með hönd- um, gagnstætt því sem verða myndi, ef sam- keppni ætti sér stað og óhagkvæm innkaup hefna sín með því að vörurnar seljast ekki. í fjórða lagi má benda á það, að enda þótt FRJÁLS VERZLUN segja megi að vísu, að landsverzlun gæti gert innkaup í stærri stíl en ef um einkafyrirtæki væri að ræða, er ekki þar með sagt, að lands- verzlun kaupi alltaf ódýrara inn. Ekki væri loku fyrir það skotið, að erlendur seljandi myndi leit- ast við að ,,pressa sítrónuna11 og krefjast hærra vöruverðs, er hann vissi að ríkisverzlun ætti í hlut, alveg á sama liátt og innlendir einstakl- ingar „smyrja“ jafnan á reikninga sína til hins opinbera. Sér í lagi ætti þetta við, ef erlendur seljandi liefði meira eða minna takmarkaða einkasöluaðstöðu, eins og venjulega er tilfellið, ef ekki er um „standard“vörur að ræða. Þá vaknar að lokum sú spurning, livort það muni hafa heppileg áhrif á sambúðina við aðr- ar þjóðir, ef ríkisvaldið -sjálft jrarf að verða að- ili að öllum þeim ágreiningsatriðum, sem æ rísa upp í sambandi við viðskiptin út á við. Mál, sem áður liafa verið sótt og varin af þeim ein- stöku fyrirtækjum, sem hlut áttu að máli, verða nú „diplomatisk" deiluatriði, með ríkisstjórn- inni sem aðila. Af þeirn ástæðum, sem að ofan greinir, virð- ist mega draga þá ályktun, að lagt væri út á mjög hálan ís, ef draga ætti alla utanríkisverzlun í hendur hins opinbera, og líkurnar hverfandi fyrir því, að slíkt fyrirkomulag gæti orðið al- menningi til hagsbóta. Miklu meiri líkur virð- ast fyrir því gagnstæða. Með þessu er þó ekki sagt, að sérstakar ástæður geti ekki gert það nauð- synlegt að ríkið taki í sínar hendur innflutn- ing fleiri eða færri vörutegunda, en sönnunar- byrðin fyrir því, að slíkt sé æskilegt, hvílir á þeim, sem ríkisverzlunar krefjast. Sú skoðun fríverzlunarmanna, að frjáls við- skipti utan lands og innan sé það fyrirkomulag, sem tryggir hagsmuni neytendanna bezt, hefur enn ekki verið hrakin. En jafnljóst ætti hitt að vera, að erfiðleik- arnir á því, að skapa skilyrði fyrir slíkri skipan mála, miðað við núverandi aðstæður hérlendis, eru gííurlegir. Afnám gjaldeyrishaftanna, eins og nú stendur á, myndi leiða til algers öngþveit- is í utanríkisviðskiptum, ef ekki hefðu áður ver- ið gerðar víðtækar og gagngerðar ráðstafanir til þess að koma á jafnvægi í greiðsluviðskiptum við útlönd, á annan hátt. Það fellur hinsvegar utan við efni þessarrar greinar, að gera grein fyrir því, hvaða ráðstafanir kænni til greina. Athygli má aðeins vekja á því, að nauðsynlegt yrði fyrst og fremst, að leiðrétta það gífurlega Framhald á bls. 182. 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.