Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.1946, Blaðsíða 26
Fræðsfa um verzlunarmál Eftir því sem hinum ýmsu félögum og félaga- samtökum hefur vaxið fiskur um hrygg, hafa þau lagt aukna áherzlu á að kynna almenningi áhugamál sín, svo og að þjappa mönnum þéttar saman til sameiginlegra átaka. Hin fjölmörgu samtök hérlendis liafa mjög eflt starfsenri sína á síðari árum, og má þar t. d. nefna samtök út- gerðarmanna, bænda, samvinnumanna og sam- tök þeirra, sem fást við iðju og iðnað. Verzlunarstéttin hefur lítið gert, til þess að kynna almenningi hlutverk sitt og störf þau, sem hún innir af hendi í þágu lands og lýðs. Er það þó ástæðulaus hæverska, því að vart mun því með rökum neitað, að sú stétt, sem sótti verzlun Islendinga í hendur hins erlenda valds og hefur síðan rekið hana við vaxandi gengi, liafi með starfi sínu afkastað miklu og þjóðhollu starfi til íslenzkrar endurreisnar. Sannar sagan Ijóslega, að sú þjóð, sem ekki er sjálfri sér nóg um verzlun og siglingar, er illa á vegi stödd og háskasamlega. Ekki er það ný bóla, að tekinn sé fyrir hóp- ur fólks og honum úthúðað með rógi og blekk- ingum í tíma og ótíma. Minnast margir þess enn, þegar varla kom svo út tölublað af „Tím- anum“, að ekki væri þar sunginn söngurinn um Grimsbylýðinn, „Sæmund Th. Johnsen“ og aðra slíka, en á þeim árunr voru útgerðarmenn al- mennt taldir óalandi og óferjandi af þeim, sem að þessu blaði stóðu. Síðan hefur þetta breytzt þannig, að nú ber enginn lengur brigður á nyt- semi þess starfs, sem útgerðarmenn inna af liönd- um, né heldur það, að útgerð eigi að blómg- ast og afkoma liennar að vera tryggð. Hinsvegar hefur fundizt annað bitbein, þ. e. verzlunarstéttin. Hefur áróðurinn gegn henni verið rekinn af meira kappi en dæmi eru til, og er þess skemmst að minnast, er formaður næst stærsta stjórnmálaflokksins hér, og sá maðurinn, sem mikið er gumað af að hafi verið lengur forsætisráðherra en nokkur annar íslendingur, finnur sér ekki annað hugþekkara efni til að rita um í nýárshugleiðingum heldur en illmælgi um íslenzka verzlunarstétt. 186 Verzlunarstéttin innir af hendi gott starf og nauðsynlegt. Því þarf að vera sem nánust sam- vinna milli hennar og almennings, svo og gagn- kvæmur skilningur. Þeir, sem hafa forystu í sam- tökum verzlunarséttarinnar, þurfa að vinna að því að treysta þetta samstarf svo sem verða má. Er áreiðanlegt að það verður ekki betur gert með öðru en almennri fræðslu um hlutverk stétt- arinnar og þýðingu viðskiptanna fyrir þjóðfé- lagið. Á aðalfundi Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, sem ltaldinn var 2. des. s.l., var þetta mál Iítillega rætt og þar samþykkt svohljóðandi til- laga: „Fundurinn beinir pvi íil stjórnar V.R. og Verzlunarráðs Islands að hefja almenna frœðslu um verzlunarmál og þýðingu og hlutverk verzl- unarstéttarinnar i lýðfrjálsu pjóðfélagi“. Eðlilegt væri, að Verzlunarráðið, Verzlunar- mannafélagið og Verzlunarskólinn tækju sam- eiginlega að sér brautargengi þessa máls. Er mik- ilsvert að meðferð þess verði sú, sem málavextir standa til. Þ. B. Upphaí verzlunar í Stykkishólmi Framhald aj bís. 172. inborg og Ríkisskjalasafninu í Brimum; enn- fremur eru þar höfuðbækur og skuldalistar þýzkra kaupmanna í Nesvogi, og eru það lang- elztu verzlunarbækur íslenzkar, sem til eru. Af framansögðu er ljóst, að Stykkishólmur verður verzlunarstaður 1596 og byrja Brimarar verzlun þar, og er Stykkishólmur því langelztur verzlunarstaður við Breiðafjörð. — Rii'ið, Grundarfjtirður og Kumbaravogur eru að vísu langtum eldri, en þessir staðir eru allir lagðir í eyði. Ólafsvík verður ekki verzlunarstaður fyrr en 1686, en þá fór Rifið í auðn skömmu seinna, á Sandi varð ekki föst verzlun fyrr en eftir síð- ustu aldamót (1900). — Verzlun hefur því verið í Stykkishólmi 350 ár. Oscar Clausen. FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.