Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 21

Frjáls verslun - 01.10.1946, Side 21
SÍMASIÐIR. Þegar síminn hringir, ber þér að svara tafar- laust og greiða úr erindi þess, sem við þig talar. Varastu að lyfta heyrnartólinu og lialda síðan áfram að tala við þá, sem í kringum þig eru, áður en þú svarar í símann. Ekki skaltu heldur bera við að tala við einhvern í skrifstofu þinni, samtímis símtalinu. Ef einhver er í viðræðum við þig, þegar síminn hringir, skaltu biðja hann að afsaka þig á meðan þú afgreiðir símtalið. Stundum hendir, að þú átt mjög annríkt eða ert í slæmu skapi af einhverjum ástæðum, þegar lningt er. Þegar þannig stendur á, verðurðu að gæta varúðar og láta röddina ekki koma upp um þig. Auðvitað á sá, sem hringir, enga sök á geðvonzku' þinni, svo að það er hvorki sann- gjarnt né kurteislegt að tala höstuglega við hann. Að afloknu símtali skaltu leggja heyrnartólið hægt og hljóðlaust á símatækið, en ekki skella því niður, því að annars verður hinum óþægi- lega við, er hann hevrir smellinn, ef hann hefur enn ekki lagt tólið frá sér. Ef þú hringir í sl<akkt símanúmer af misgán- ingi, verðurðu að hiðja góðrar afsökunar á trufl- uninni, t. d. með því að segja: „Mér þykir leitt að hafa ónáðað yður. Ég hef valið rangt númer“. FRJÁLS VERZLUN Algengt er að segja í mesta flýti: „Afsakið, skakkt númer“, sem er lítil kurteisi. Reyndu eftir fremstu getu að forðast að láta menn híða í símanum eftir samtali við aðra. Sé einhver hið á sambandinu óhjákvæmileg, skaltu stinga upp á því, að þú hringir til viðkomandi manns innan stundar. Verið getur að hann óski fremur að híða í símanum, en þá má ekki koma fyrir að þú glevmir honum. Og dragist biðin eitthvað á langinn, skaltu tilkynna honum að sá, sem um er spurt, sé enn upptekinn. Fátt er öllu meira ergjandi en híða óákveðinn tíma í síma og vera í algerri óvissu um, hvort maður er enn í sambandi eða hvort símastúlkan hefur glevmt manni, unz þolinmæðina þrýtur og ekki verður lengur komizt hjá að legja frá sér heyrn- artólið. VIÐSKIPTASÍMTÖL. Allar framangreindar símareglur gilda jafnt um viðskipta- og einkasímtöl. Nú skulum við athuga nánar viðskiptahliðina á þessu máli. Enda þótt ekkert sé athugavert við að segja „halló", fyrst þegar svarað er í símann, er talið öllu betra að svara á þessa leið: „Stefán Stefánsson & Co.“, eða 181

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.