Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNNU ÍTALINA Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu vann 2:0-sigur á liði Ítalíu á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Alls voru 20.204 áhorfendur á Laugar- dalsvellinum, sem er nýtt vallarmet. Góður kafli íslenska liðsins um mið- bik fyrri hálfleiks gerði útslagið í leiknum, þar sem Íslendingar skor- uðu tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Sharon varð undir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, varð í gær undir á flokksþingi Likudflokksins, sem hafnaði því, að gengið yrði til stjórnarsamstarfs við Verkamannaflokkinn. Þarf Sharon á því að halda til að koma áætlun sinni um brottflutning í framkvæmd. Við honum er hins vegar mikil andstaða innan Likudflokksins. Búist er við, að Sharon boði til nýrra kosninga á næstu mánuðum en stjórn hans missti meirihluta sinn á þingi í júní. Bjargaði sér á sundi Steinar Ragnarsson hélt að það væri sitt síðasta þegar hann féll út- byrðis af gúmmíbát við Knarrarnes á Mýrum á þriðjudagskvöldið. Saup hann mikinn sjó en reyndi að synda rólega í nálæga eyju. Eftir að hafa verið 30–40 mínútur í sjónum rakst hann á grjót stutt frá fjöruborðinu. Skreið hann í land og var síðan bjarg- að. Clinton til landsins Gert er ráð fyrir að Hillary og Bill Clinton komi hingað til lands á þriðjudaginn í tenglsum við komu bandarískrar sendinefndar, sem for- setafrúin fyrrverandi á sæti í. Munu þau væntanlega einungis stoppa í einn dag og ekki er gefið upp hvert þau hyggjast fara. Nefndarmenn munu hitta utanríkisráðherra í Svartsengi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Erlent 12 Viðhorf 30 Heima 16 Minningar 32/43 Höfuðborgin 18 Dagbók 44/46 Suðurnes 18 Af listum 48 Akureyri 20 Listir 48/49 Landið 21 Fólk 50/53 Neytendur 22/23 Bíó 50/53 Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 26/31 Veður 55 Bréf 30 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #         $         %&' ( )***                   ÞINGFLOKKSFUNDUR Fram- sóknarflokksins hefur verið boðaður síðdegis í dag. Er þar gert ráð fyrir því að Halldór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokksins, leggi til- lögu fyrir þingflokkinn, um ráð- herraskipan flokksins eftir 15. september nk., en þá tekur hann við embætti forsætisráðherra og um- hverfisráðuneytið fer til Sjálfstæð- isflokksins. Stjórn KFSV skorar á formann Stjórn fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Hafnarfirði sendi í gær frá sér ályktun þar sem skorað er á formann og þingflokk Framsóknar- flokksins að líta til niðurstöðu síð- ustu alþingiskosninga við val á ráð- herrum við þær breytingar sem verða í ríkisstjórn hinn 15. sept- ember nk. „Suðvesturkjördæmið er fjöl- mennasta kjördæmi landsins og oddviti framsóknarmanna í kjör- dæminu [Siv Friðleifsdóttir – innsk Mbl.] er með flest atkvæði á bak við sig af þingmönnum flokksins. Það er mikill styrkur fyrir starf Framsóknarfélaganna að oddviti flokksins sitji í ríkisstjórn og jafn- framt er bent á það að mikilvægt er að góð eining og sátt ríki innan flokksins um val á ráðherrum 15. september næstkomandi,“ segir í ályktuninni. Í bréfi sem stjórn Kjördæmis- sambands flokksins í Suðvestur- kjördæmi sendi Halldóri Ásgríms- syni 26. apríl sl., sem gert var opinbert í gær, er þeirri eindregnu skoðun komið á framfæri að eðlilegt sé miðað við núverandi aðstæður að ráðherra SV-kjördæmis, Siv Frið- leifsdóttir, haldi áfram í ríkisstjórn- inni út kjörtímabilið. Er m.a. bent á að oddviti framsóknarmanna í kjör- dæminu sé með flest atkvæði á bak við sig samanborið við aðra þing- menn flokksins þegar atkvæðamagn kjördæma sé deilt niður á þingmenn þeirra. „Það er algerlega óásættanlegt fyrir kjördæmið að ekki komi ráð- herra úr SV-kjördæmi úr röðum framsóknarmanna miðað við þær aðstæður sem fyrir eru. Engin póli- tísk rök hníga að því að ganga framhjá oddvita kjördæmis okkar nú við nýja ráðherraskipan,“ segir m.a. í bréfinu til formanns Fram- sóknarflokksins. Halldór gerir tillögu um ráðherraval í dag DAVÍÐ Oddssyni forsætisráðherra heilsast vel og bati hans hefur verið í samræmi við væntingar lækna. Hon- um hafa að und- anförnu borist fjölmargar kveðj- ur frá erlendum þjóðarleiðtogum, þar á meðal öllum forsætisráðherr- um á Norðurlönd- um, auk bréfa frá forsætisráðherra Bretlands og for- seta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í frétt frá for- sætisráðuneytinu. Þar segir meðal annars að Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hafi sent forsætis- ráðherra bréf og á þriðjudag hafi borist bréf frá George W. Bush, for- seta Bandaríkjanna, með óskum um góðan bata. Þá hafi borist kveðjur frá Adrian Nastase, forsætisráð- herra Rúmeníu, og Wesley Clark, hershöfðingja og fyrrverandi yfir- manni herafla Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu. Einnig hafi forseti Slóveníu tvívegis hringt til forsætis- ráðherra og í gær hafi hann átt sím- tal við Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Fjölmargar kveðjur frá þjóðar- leiðtogum Davíð Oddsson SAMNINGUR um sölu innanlands- flugs Íslandsflugs hefur verið gerð- ur, en kaupandi er Flugtaxi ehf., sem er að hluta til í eigu Íslandsflugs. Ís- landsflug hefur haldið uppi reglu- legu flugi til og frá Bíldudal, Horna- firði, Gjögri, Sauðárkróki og Vest- mannaeyjum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ómar Benediktsson, forstjóri Ís- landsflugs, að salan hefði lengi legið í loftinu og að hún væri þáttur í því að félagið hygðist einbeita sér að fullu að starfsemi þess erlendis. Þá sagði hann einnig betra fyrir innanlands- flugið að það væri í höndunum á kraftmiklum ungum mönnum sem veittu því alla sína athygli og tíma. Gert er ráð fyrir að Flugtaxi taki yfir rekstur innanlandsflugsins 1. október næstkomandi, og færist þá Dornier flugvélin TF-ELF á flug- rekstrarleyfi þess félags. Íslandsflug mun sjá um viðhald flugvélarinnar og mönnun fyrstu mánuðina. Segja má að við söluna verði kafla- skil í sögu Íslandsflugs, en starfsemi þess hófst með innanlandsflugi í árs- byrjun 1991. Íslandsflug selur innan- landsflugið „KERFIÐ kann að vera of sveigjan- legt og eftirgefanlegt. Það er engum til góðs, hvorki einstaklingum né sam- félaginu, að á atvinnuleysisbótum sé fullfrískt fólk sem er hæft til margra starfa en samt sé erfitt að manna störf,“ segir Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir reglur um atvinnuleysisbætur á Ís- landi um margt slakari en í nágranna- löndunum og hér geti menn verið allt að fimm ár á bótum sem sé alltof lang- ur tími. Í vikunni bárust fregnir af því að á Suðurnesjum sé vinnuaflsskortur þrátt fyrir talsvert atvinnuleysi. Gissur segir að það sé ekki óþekkt fyrirbæri að atvinnuleysi og vinnuafls- skortur fari saman og fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Fólk á atvinnu- leysisskrá hafi ekki alltaf þá hæfni til að bera sem atvinnurekendur sækist eftir. Einstæðar mæður eigi erfitt með að taka að sér vaktavinnu þar sem þær fái ekki vistun fyrir börnin. Þess séu einnig dæmi að skortur á almennings- samgöngum verði fólki fjötur um fót en það eigi m.a. við á Suðurnesjum. Þá kunni einhver hluti þeirra sem eru á at- vinnuleysisskrá að gera sér óraunhæf- ar væntingar um laun og störf. Gissur vekur athygli á því að á Aust- urlandi sé talsverð eftirspurn eftir vinnuafli og hafi stofnunin hvatt full- fríska menn á atvinnuleysisskrá, sem ekki eru fjölskyldumenn, til að sækja þar um störf. Það hafi hins vegar geng- ið illa og hafi menn borið ýmislegt fyrir sig, m.a. fjarlægðina, útileguna og launakjörin. Taki menn á atvinnuleys- isskrá ekki störfum sem þeim eru boð- in, án þess að gefa fullnægjandi skýr- ingu, eiga þeir á hættu að missa bætur í 40 daga. Áður er máli þeirra vísað til úthlutunarnefndar sem fjallar um mál þeirra. „Þannig að það er mjög hörð refsing við því að þiggja ekki starf.“ Gissur segir hugsanlegt að reglur um atvinnuleysisbætur séu of sveigj- anlegar og nefnir sem dæmi að menn geti hafnað vaktavinnustörfum með þeim rökum að þau séu utan hefðbund- ins dagvinnutíma. Úthlutunarnefnd hafi fallist á þessi rök. Þá segir hann Vinnumálastofnun hafa áhyggjur af því að sumum reynist auðvelt að útvega sér læknisvottorð um að þeir geti ekki unnið tiltekin störf. Þyki slík vottorð „ankannaleg“ séu málin send trúnaðarlækni stofnun- arinnar. Það eru þó ekki eingöngu dæmi þess að atvinnulausir hafni störfum, einnig eru dæmi um að atvinnurekendur vilji helst ekki fólk af atvinnuleysisskrá heldur kjósi frekar erlent vinnuafl. Gissur bendir á að samkvæmt lögum verði að auglýsa störf á opinberri vinnumiðlun áður en hægt er að manna þau með erlendum ríkisborgurum. Oft sé erfitt að fá Íslendinga til að taka þessi störf að sér þar sem vinnan þyki ekki eftirsóknarverð og launin slök, jafnvel lítið hærri en bæturnar. Að sögn hans er unnið að endurskoðun á reglum um atvinnuleysisskráningu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um atvinnuleysisbótakerfið Kerfið hugsanlega of sveigjanlegt ♦♦♦ ÞJÓNUSTU- og tæknifyrirtækið Fálkinn hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í gær. Af því tilefni undirrituðu stjórnendur Fálkans samning við fulltrúa Reykjavík- urborgar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um að fyr- irtækið styrki verkefni sem ber heitið Villt dýr í hremmingum. Verkefnið felur í sér að komið er upp sérstakri aðstöðu í garðinum þar sem villtum dýrum, sem lent hafa í hremmingum, er hjálpað til að komast aftur í náttúruna. Jafnframt verður þar komið upp að- stöðu til þjálfunar. Styrkurinn er metinn á 2,5 milljónir króna. Svo skemmtilega vill til, að fyrsta dýrið, sem flutt er í garðinn, vegna þessa verkefnis, er einmitt fálki, sem lenti í hremmingum á Langanesi, fyrr í sumar. Dyttaði að reiðhjólum „Upphaf [fyrirtækisins] Fálkans má rekja til þess að efnalítill vestfirskur trésmiður í Reykjavík tók að dytta að reiðhjólum í hjáverkum um þarsíðustu aldamót,“ segir í ritinu Ágrip af sögu Fálkans, sem skráð er af Viðari Pálssyni, í tilefni afmælisins. Trésmiðurinn hét Ólafur Magnússon og eiginkona hans var Þrúður Guð- rún Jónsdóttir. Núverandi forstjóri Fálkans, Páll Bragason, er barnabarn þeirra, en fyrirtækið er í eigu afkomenda Ólafs og Þrúðar Guðrúnar Páll segir að fyrirtækið hafi upphaflega verið reið- hjólaverkstæði og verslun, en í gegnum árin breyttist starfsemi þess. Flutti það m.a. inn skellinöðrur og bíla, gaf út plötur og hin síðari ár hefur það þróast yfir í það að vera tæknifyrirtæki. „Reiðhjólaviðskipti og hljóm- plötusala í Fálkanum heyra nú sögunni til en aukin sér- hæfing og umsvif í viðskiptum með hvers kyns vél- búnað og raftæknibúnað, fyrst og fremst fyrir atvinnuvegina í landinu, hafa færst í brennidepil.“ Morgunblaðið/Ómar Samstarfssamningur um verkefnið Villt dýr í hremm- ingum var undirritaður á 100 ára afmæli Fálkans. Styrkja villt dýr í hremmingum sen, líffræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Hann segir að heimamenn hafi fundið hann og komið honum til Náttúru- fræðistofnunar. „Aðstaðan hjá okkur, til að hafa svona lifandi fugla, er ekki góð, þannig að við komum hon- um í Húsdýragarðinn.“ Var fálkinn þveginn til að ná úr honum grútnum og hefur hann síðan hefur verið að jafna sig. „Mér sýnist að það séu einhver óhreinindi í honum ennþá en að öðru leyti er hann í góðu formi.“ Ekki sé því langt að bíða þess að hægt verði að sleppa honum aft- ur. FÁLKINN, sem hefur ver- ið í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum frá því í júní sl., er ársgamall. Hann fannst á Langanesi. „Hann var grútarblautur þegar hann fannst, var orðinn ósjálfbjarga og beið dauða síns,“ segir Ólafur K. Niel- Fálki í góðu formi Fálkinn rífur í sig dúfu í Húsdýragarðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.