Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 20
MINNSTAÐUR 20 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Veri› velkomin í glæn‡ja verslun okkar a› Ármúla 31 15 lítra undir vask kr. 14.900,- 30 lítra ló›rétt kr. 15.900,- 50 lítra lárétt/ló›rétt kr. 19.900,- 80 lítra lárétt/ló›rétt kr. 21.900,- Sjó›heitt tilbo› w w w .d es ig n. is @ 20 04 Hitakútar AKUREYRI Kaldbakur býður | Kaldbakur hf., sem er aðalstyrktaraðili meistaraflokks KA í knattspyrnu, hefur ákveðið að bjóða öllum Ak- ureyringum og nærsveit- armönnum á leik KA og Fram í efstu deild karla á laugardag, 21. ágúst, kl. 15. KA er í botnsæti deildarinnar. „Því er nú annaðhvort að duga eða drepast í baráttunni og hver leikur sem eftir er er úrslitaleikur um hvort liðið spilar í efstu deild eða 1. deild að ári,“ segir í frétt frá Kaldbak og er þess vænst að menn nýti sér boðið, mæti á völl- inn og styðji liðið.    Djassað í Deiglu | Áttundi heiti fimmtudagurinn á Listasumri verð- ur í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. ágúst, í Deiglunni og er þetta jafn- framt síðasta djasskvöld sumarsins. Fram kemur heimahljómsveitin Alkavos. Sveitin er skipuð þeim Wolfgang Sahr á saxófón, Aladar Rácz á píanó, Karli Petersen á trommur og Stefáni Ingólfssyni á rafbassa. Hljómsveitin leikur mikið í suður-amerísku sveiflunni og lat- íntakturinn er í fyrirrúmi.    Á Nonnaslóð | Jesúítapresturinn Jón Sveinsson, Nonni, er einn þekkt- asti rithöfundur sem Ísland hefur al- ið. Bækurnar um ævintýri Nonna og Manna höfða til fleiri en Íslendinga því ævintýri þeirra bræðra hafa ver- ið þýdd á yfir 40 tungumál. Gengið verður um slóðir Nonna á laug- ardag, 21. ágúst. Lagt verður af stað frá Nonnahúsi kl. 14, gengið upp stíginn sem liggur upp á Naustahöfðann og m.a. skoð- aðir ýmsir staðir sem tengjast lífi og sögum Nonna. Gangan tekur rúma klukkustund. Með í för verður leið- sögumaður frá Nonnahúsi. Þátttökugjald er 400 kr. en inni- falið er aðgangur að báðum söfn- unum.    Söngvaka | Söngvaka verður hald- in í Minjasafnskirkjunni á laug- ardagskvöld, 21. ágúst kl. 20.30. Flytjendur eru Hjörleifur Hjart- arson og Ólöf Íris Sigurjónsdóttir. Minjasafnið á Akureyri hefur boð- ið upp á söngvökur síðan 1994. Í sér- stakri en viðeigandi umgjörð Minja- safnskirkjunnar eru áheyrendur leiddir í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá mið- öldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld. Ein með öllu | Á síðasta fundi áfengis- og vímuvarnanefndar Ak- ureyrarbæjar urðu umræður um ný- afstaðna fjölskylduhátíð „Eina með öllu“. Nefndin fól starfsmanni sínum að taka saman greinargerð vegna fjölskylduhátíðarinnar. Þá var á fundi nefndarinnar lögð fram ný skýrsla um hagi og líðan ungs fólks á Akureyri. Nefndin leggur til að skýrslan verði kynnt í næsta mán- uði.    KENNSLA hefst í grunnskólum á Akureyri á morgun, föstudaginn 20. ágúst, nema hvað Brekkuskóli byrj- ar á mánudag. Alls verða 2.630 nemendur við nám í grunnskólunum á komandi skólaári og eru þá taldir með 28 nemendur í Grunnskólanum í Hrísey, en hann telst nú einn af grunnskólum Akureyrar eftir sam- einingu sveitarfélaganna í sumar. Nemendur sem eru að hefja skóla- göngu í 1. bekk eru 292 talsins og er þetta fjölmennasti árgangur sem byrjar í grunnskóla síðan árið 1996. Vel gekk að manna skólana í vor og víða var hægt að velja úr um- sóknum kennara. Hlutfall kennara með réttindi er 94% og hefur aldrei verið hærra. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í grunnskólum bæjarins í sum- ar. Við Síðuskóla verður nú tekinn í notkun nýr samkomusalur og mötu- neyti ásamt stórbættri félagsað- stöðu fyrir nemendur ásamt því að tekið verður í notkun nýtt íþrótta- hús sem stórbætir aðstöðu til kennslu íþrótta í skólanum. Í Brekkuskóla standa miklar fram- kvæmdir yfir við nýbyggingu og eins við endurbyggingu gamla gagnfræðaskólahússins. Skólastarf við Brekkuskóla verður á þremur stöðum í vetur, í húsi gamla barna- skólans, nýbyggingunni og Íþrótta- höllinni. Nýbyggingin er um það bil að verða tilbúin, en auk þess sem þar eru kennslustofur er þar einnig stjórnunaraðstaða, samkomusalur og mötuneyti. Með því að mötuneyti verða nú opnuð í Brekkuskóla og Síðuskóla lýkur átaki Akureyrarbæjar við að koma upp skólamötuneytum við alla grunnskóla bæjarins. Á komandi skólaári verður haldið áfram að auka fjölbreytni í val- greinum nemenda í efstu bekkjum og verða í boði valgreinar í sam- vinnu við t.d. skátana, Leikfélag Akureyrar, Háskólann og fram- haldsskólana sem og við Örn Inga Gíslason fjöllistamann. Að auki geta nemendur fengið metna þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi eða sérskóla- námi. Brekkuskóli hefur fengið styrk frá skólanefnd sem leiðtogaskóli í þróun aðferða til að mæta betur þörfum, áhuga og getu hvers nem- anda. Oddeyrarskóli fékk á síðast- liðnu skólaári styrk sem leiðtoga- skóli í þróun aðferða til að auka þátttöku foreldra í skólastarfi. Gerður hefur verið samningur við leiðtogaskólana til þriggja ára og eiga þeir á þessum tíma einnig að sinna ráðgjöf til annarra grunnskóla á Akureyri og miðla af reynslu sinni. Alls hefja 2.630 nemendur nám í grunnskólum á Akureyri í haust Miklar fram- kvæmdir hafa staðið yfir í sumar Nýbygging tekin í notkun við Brekku- skóla og íþróttahús við Síðuskóla Morgunblaðið/Kristján Sýnið varúð. Sigurgeir Ísaksson, starfsmaður Framkvæmdamiðstöðvar Ak- ureyrarbæjar, gengur frá skiltunum sem sett verða við grunnskóla bæjarins. GUÐLAUGUR Már Halldórsson aksturs- íþróttamaður á Akureyri gerði góða ferð til Eng- lands á dögunum en þar tók hann þátt í keppninni „Ten of the best“. Guðlaugur ekur Subaru Impreza-bíl föður síns, Halldórs Jónssonar for- stjóra FSA. Þetta var fyrsta keppni þeirra feðga á erlendri grundu. Þeir hafa sett stefnuna á enn fleiri mót erlendis í nánustu framtíð, enda vakti árangur þeirra mikla athygli. Guðlaugur hefur náð mjög góðum árangri í keppni í kvartmílu hér heima og sá árangur varð til þess að þeim feðgum var boðið á mótið á Englandi, sem fram fór á Elvington Air- field í York. Guðlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið kærkomið tækifæri að fá að keppa á Englandi, enda hefði verið frekar rólegt yfir hlut- unum hér heima í sumar. „Við náðum þeim árangri að vera fyrsti Subaru-bíllinn í heiminum með tveggja lítra vél sem fer undir 11 sekúndur og þá eigum við annan besta tímann í Bretlandi á Subaru. Bíllinn sem á besta tímann, 10,76 sekúndur, er með mun öflugri vél. Við höfum sett stefnuna á að ná tímanum 10,5 sekúndur áður en árið er á enda.“ Keppnin er götubílakeppni, keppendur voru um 120 talsins og fylgdust fleiri þúsund áhorfendur með. Keppt var í þremur flokkum bíla, framdrifs, afturdrifs og bíla með drif á öllum hjólum en bíll Halldórs er fjórhjóladrifinn. Margar tegundir mik- ið breyttra bíla tóku þátt en algeng vélarstærð afl- mestu bílanna var 2,3 til 3 lítrar og margir með nítróbúnað. Vélarafl þeirra var frá 600 og upp í 1.200 hestöfl en Subaru-bíll þeirra Halldórs og Guðlaugs er með 2,0 lítra vél og hestöflin eru 532. Guðlaugur sagði að besti árangur þeirra í kvart- mílu fyrir keppnina á Englandi hefði verið 11,732 sekúndur en þá var bíllinn „aðeins“ um 420 hestöfl. Þeir bættu þann árangur verulegu úti og náðu tím- anum 10,85 sekúndur og 119 mílna hraða. Þeir höfnuðu í 6. sæti í sínum flokki og í 7. sæti af öllum keppendum. Sigurvegarinn fór kvartmíluna á 10,32 sekúndum en bíll hans er 930 hestöfl. Í 6. sæti varð 1.200 hestafla bíll á tímanum 10,84 sekúndum. Í keppni í hámarkshraða á 1,25 mílu náði Guðlaugur 285 km hraða. Sem fyrr segir vakti árangur þeirra feðga mikla athygli. Unnið er að því að skipuleggja frekari kynningar á bílnum í tímaritum, á sýningum og með þátttöku í fleiri keppnum. Næstu verkefni eru keppnir hérlendis og svo keppnir erlendis á Eng- landi í haust. Það er mjög kostnaðarsamt að taka þátt en Guðlaugur sagði að Eimskip, Flugleiðir og fleiri aðilar hefðu stutt vel við bakið á þeim feðgum. Guðlaugur hefur náð mjög góðum árangri í kvartmílukeppni hér heima og þá var hann valinn Akstursíþróttamaður ársins 2003 í kjöri sem Kvartmíluklúbbur Reykjavíkur og Bílaklúbbur Ak- ureyrar stóðu að. Bíll þeirra feðga Guðlaugs Más Halldórssonar og Halldórs Jónssonar vakti mikla athygli og ekki síður árangur þeirra í keppninni á Englandi. Bíllinn er af gerðinni Subaru Impreza WRX Sti árgerð 2003. Morgunblaðið/Halldór Jónsson Guðlaugur Már við bílinn. Guðlaugur Már Halldórsson akstursíþróttamaður keppti á Englandi Góður árangur hans vakti mikla athygli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.