Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ALLS féllu 132 hitamet á land- inu í hitabylgjunni í síðustu viku. Þá er það einsdæmi að hitinn í Reykjavík hafi í fjóra daga í röð farið upp fyrir 20 stig. Á tíu veð- urathugunarstöðvum á landinu hækkaði hitametið um 5°C eða meira, mestur var munurinn á Litlu-Ávík á Ströndum þar sem hann var 6,2 stig. Ís, áfengi og grillkjöt rann út Sala á ís, grillkjöti og áfengi rauk upp í hitabylgjunni og því góða veðri sem leikið hefur við landsmenn almennt í ágústmán- uði. Sala á bjór var um 70–80% meiri í síðustu viku en í venju- legri viku og framleiddu Emmessís og Kjörís margfalt meira magn þessa daga en á sama tíma í fyrra. Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri Emmessíss, segir að söluaukning á sumum ísteg- undum nemi 100% miðað við sama tíma í fyrra. Lagerinn sé nánast að tæmast og margar vörutegundir uppseldar. Hann reiknar með að alls muni yfir 200 þúsund lítrar af Emmessís seljast í ágúst, til samanburðar við um 150 þúsund lítra í sama mánuði í fyrra. Valdimar Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Kjöríss í Hvera- gerði, segir að síðasta vika hafi verið algjör metvika, líklega þre- falt meiri sala í heild en á sama tíma í fyrra. Í síðustu viku einni hafi Kjörís sent frá sér hátt í 25 þúsund lítra af vélarísblöndu. Morgunblaðið/Ómar 132 met féllu í hitabylgjunni  Hitabylgjan ein/6 FORMAÐUR Bændasamtakanna, Haraldur Benediktsson, segir það ekki jákvæða þróun í landbúnaði ef bændur séu að verða á ný leigulið- ar hjá eignamönnum, líkt og þegar biskupsstólarnir áttu allar jarðir í landinu. Þetta sé þróun sem veki honum ugg og bændur verði að vera á tánum í þessum efnum. Fram kom í blaðinu að fjársterk- ir aðilar hafa sýnt hlunnindajörð- um aukinn áhuga, bæði einir og sér og í félagi við aðra, og í sumum til- vikum leigt jarðirnar áfram til landeigenda. „Ef við erum að sigla inn í sama kerfi og var hér þegar biskupsstólarnir áttu allar jarðirn- ar og bændur verða aftur leigulið- ar, þá er ekkert jákvætt við það,“ segir Haraldur. Hann segir að breytingar á jarðalögunum hafi endanlega fellt niður hindranir á því að kaupa jarðir. Það hafi verið pólitísk ákvörðun að galopna á heimildir til kaupa á jörðum. „Það er líka alvarlegt ef eigna- menn eru að eignast þessar jarðir og taka arð út úr héruðunum, eins og arð af laxveiðiám og búrekstri. Það veikir enn landsbyggðina. Ásókn í bújarðir hefur áður þekkst en það sem er nýtt er að eigna- menn virðast markvisst vera að kaupa jarðir til að hafa áfram í hefðbundnum búskap og komast þar af leiðandi í vaxandi mæli yfir beingreiðslur sem tryggðar eru í búvörusamningum. Það var ekki hugsunin með samningunum að framlög þaðan rynnu til fárra eignamanna. Framlögin eiga að fara beint til þeirra sem eru að framleiða búvörurnar,“ segir Har- aldur en tekur skýrt fram að ekki sé hægt að alhæfa um eignamenn. Margir hafi fjárfest í sveitum og reynst samfélögum sínum þar vel. Formaður Bændasamtakanna er gagnrýninn á jarðakaup fjárfesta Ekki jákvætt ef bændur verða aftur leiguliðarPÉTUR Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utan-ríkisráðuneytinu, segir að símasamband ráðuneytisins við sendiráð erlendis með svonefndri IP-tækni auki hagræði og sparn- að. Þar að auki sé símasamband yfir Netið dulkóðað, og sé því mun öruggara en eftir hefðbundnum símalínum. „IP-símkerfið virkar mjög vel ef band- breiddin á Netinu er nægjanleg,“ segir Pét- ur. „Þar sem svo er hins vegar ekki er tal- sambandið oft óskýrt, eins og til að mynda gerist stundum við sendiráðið í New York. Það eru hins vegar byrjunarörðugleikar sem verða leystir.“ Að sögn Péturs fær hver starfsmaður ut- anríkisráðuneytisins, sem hefur flutnings- skyldu, sitt fasta fjögurra stafa símanúmer, sem fylgir viðkomandi á milli staða. „Það er mikið hagræði í því að geta hringt í starfs- menn ráðuneytisins erlendis einfaldlega með því að slá inn fjóra tölustafi á símtæk- inu.“ Utanríkisráðuneytið tekur upp nýja símatækni Diplómat 0007?  Sendiráð/C1 FORSTJÓRI Og Vodafone segir fyrirtækið þurfa að velta fyrir sér lögfræðilegri stöðu sinni varðandi útboð á fjarskiptaþjónustu hjá ríkinu. Kemur þetta fram í viðtali við Óskar Magnússon, sem birtist í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í dag. „Því miður er það svo að við höfum nú í tvö og hálft ár unnið að því að fá ríkið til að bjóða út þessa þjónustu,“ segir Óskar. Hann segir hins vegar að engin svör hafi borist við bréfum og minnisblöðum fyrir- tækisins. „Í þessu tilviki jaðrar tómlæti rík- isins við lítilsvirðingu. Við höfum engin svör fengið við erindum okkar, en óformlegt spjall á fundum.“ Óskar segir að hann hefði talið að það fé sem sparaðist við útboð nægði til að fá fram útboð á þessu sviði. „Í öðru lagi leggur sú ríkisstjórn, sem nú situr, áherslu á að styðja við frjálsræði í viðskiptum. Þetta tvennt hefði ég haldið að dygði til að málið fengi eðlilegan og greiðan framgang.“ Óskar segir Og Vodafone þurfa að skoða lagalega stöðu málsins. „Við þurfum að skoða hverjar skyldur ríkisins eru, hvort málið heyri undir Eftirlitsstofnun EFTA, hvort kærunefnd útboðsmála láti sig málið varða og svo framvegis.“ Engin svör um útboð á fjar- skiptaþjónustu  Og halda/C4 STEINAR Ragnarsson, sem bú- settur er í Borgarnesi, féll útbyrð- is af gúmmíbát í sjóinn við Knarr- arnes á Mýrum á þriðjudagskvöld og var í sjónum í 30 til 40 mín- útur áður en honum tókst að ná landi. Var hann á leiðinni með vistir út í Knarrarnes þegar bát- urinn kipptist til og hann sveif út í sjó. „Það var svakalegt að sjá bát- inn sigla í burtu frá sér, alveg svakalegt, ég hefði aldrei trúað því,“ segir Steinar. „Ég hélt að þetta væri mitt síðasta. Ég sökk og vöðlurnar fylltust af sjó og drógu mig niður.“ Hann gat ekki losað sig úr vöðlunum, vildi ekki eyða orkunni frekar. Fannst honum eins og hand- leggirnir væru að rifna af þeg- ar hann byrjaði að synda hægt bringusund og freistaði þess að ná landi í ná- lægri eyju. „Ég vissi ekki hvort ég myndi hafa það og mér fannst alveg rosalega langt í land þannig að ég horfði bara ekkert í land, en synti í ákveðna átt.“ Eftir 30 til 40 mín- útur í sjónum eða u.þ.b. 200 m sundleið, rakst hann á grjót um fimm metra undan fjöruborði eyj- arinnar og skreið áfram í kafi án þess að átta sig strax á að hann væri kominn. ,,Ég var bara í fjör- unni að jafna mig fyrst, ég var svo agalega þungur og máttlaus, gat ekki staðið á fætur og skreið upp í fjöruna í áföngum,“ segir Steinar. Hundurinn í Knarrarnesi gelti og lét ófriðlega svo að Stella hús- freyja fór út og sá þá mannlausan bátinn hringsóla á sjónum. Lét hún bræður Steinars vita. Komu þeir strax keyrandi frá Borgar- nesi og sóttu hann út í eyju. Fleiri líf en kötturinn „Ég átti náttúrlega ekkert að vera að þvælast þarna einn,“ segir Steinar sem hefur orðið fyrir því áfalli að fá tvö heilablóðföll um ævina, árið 1987 og aftur 2001. Hann missti sjón og mál ásamt því að lamast hægra megin. Má telja kraftaverk hversu vel hann hefur náð sér. „Mamma segir að ég hafi fleiri líf en kötturinn.“ „Vöðlurnar drógu mig niður“  Eins/10                                      Steinar Ragnarsson Í UNDIRBÚNINGI er að meira en þrefalda afl Lagarfljótsvirkj- unar og stækka hana um 18–19 megavött til viðbótar þeim 7,5 megavöttum sem virkjunin fram- leiðir nú. Mögulegt er að útboð vegna framkvæmdanna fari fram í haust. Virkjanaleyfi er ekki tilbú- ið, en stefnt er að því að stækk- unin verði komin í gagnið um leið og Kárahnjúkavirkjun árið 2007. Sigurður Eymundsson, fram- kvæmdastjóri orkuvinnslusviðs RARIK á Austurlandi, segir óvanalega mikið um að vera hjá fyrirtækinu vegna þenslunnar eystra í afgreiðslu á heimtaugum og öðru slíku. „Stærsta málið á döfinni er þó stækkun Lagarfoss- virkjunar,“ segir Sigurður. „Und- irbúningur er hafinn, en ekki farið að bjóða neitt út þar sem virkj- unarleyfi er ekki tilbúið.“ Stækka á virkjunina um 18 til 19 MW til viðbótar við þau 7,5 MW sem virkjunin framleiðir nú. Stefnt er að því að stækkunin verði tilbúin um leið og Kára- hnjúkavirkjun. Kostnaður þrír milljarðar „Þetta er töluverð framkvæmd, upp á tæpa þrjá milljarða eða þar um bil,“ segir Sigurður. „Við þurf- um að stækka stöðvarhúsið og bæta við annarri vélastæðu, sem væri þá 19 MW og verður í ný- byggingu við núverandi hús. Þá þarf að dýpka aðrennslisskurð og breikka hann óverulega. Dýpkun- in nemur allt að 5 metrum og er gerð til að auka vatnsrennslið.“ Lagar- fljótsvirkj- un stækkuð ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.