Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÖFGAR af ýmsum toga verða æ al- gengari í veðurfari í Evrópu. Fer yfirborð sjávar hækkandi og magn gróðurhúsalofttegunda í andrúms- lofti eykst, samkvæmt Evrópsku umhverfisstofnuninni (EEA) sem varaði í gær við því að andrúmsloft hlýni hraðar í álfunni en annars staðar í heiminum. Á sama tíma og votviðrasamara er í norðurhluta Evrópu, ógna mikl- ir þurrkar í suðurhluta álfunnar landbúnaðarframleiðslu á sumum stöðum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Evrópsku umhverf- isstofnunarinnar. Í henni er áhersla lögð á að veðurbreytingarnar komi bæði niður á fólki og hagkerfum. Lífi gamals og veikburða fólks er stefnt í voða í hitabylgjum sem verða æ algengari í Evrópu, en ein slík reið yfir þar í fyrra. Í skýrslu EEA er varað við því að jöklar í Evrópu muni taka að bráðna og tel- ur stofnunin að árið 2050 muni þrír fjórðu hlutar svissnesku Alpanna verða horfnir. Þá er varað við því að yfirborð sjávar „muni halda áfram að hækka næstu aldirnar“. Áhrifa veðurfars- breytinga á hnattvísu gæti þegar í Evrópu, eða muni verða vart með hækkandi hitastigi næstu áratug- ina. Umhverfisstofnunin hvetur evr- ópsk ríki til að móta stefnu sem miði að því að lágmarka áhrifin. „Samþjöppun koltvísýrings, sem er helsta gróðurhúsalofttegundin í neðra gufuhvolfi er nú hin mesta í um 420.000 ár, jafnvel í ein 20 millj- ón ár, og er 34% meiri en hún var fyrir iðnbyltinguna,“ segir í skýrslu EEA. Þar er jafnframt varað við því að hitastig í Evrópu muni hækka hrað- ar fram að árinu 2100 en annars staðar í heiminum. „Hitastig hefur hækkað um 0,95 gráður að með- altali síðustu 100 árin og því er spáð að á þessari öld verði hækk- unin um 2 til 3 gráður á Celsíus- kvarða þegar áhrif gróðurhúsa- lofttegunda aukast,“ segir í skýrsl- unni. Niðurstöður skýrslu EEA eru í ósamræmi við spár sem sérfræð- ingar á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gerðu fyrir þremur árum. Þar var því spáð að hitastig í Evrópu myndi hækka um 0,1–0,4 gráður með hverjum áratug sem liði. Hlýnun hvergi meiri en í Evrópu Reuters Svissnesku Alp- arnir að mestu horfnir árið 2050 JOHN Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, ávarpaði um 15.000 fyrrverandi, bandaríska hermenn á ráð- stefnu samtaka þeirra í borginni Cincinatti í gær og sagði áætlanir George W. Bush, Bandaríkjafor- seta, um að kalla heim allt að 70.000 hermenn frá her- stöðvum í Evrópu og Asíu, hamla stríði Bandaríkjanna gegn hryðju- verkum og ógna þjóðaröryggi. „Þessi áætlun, sem lögð var fram í miklum flýti, vekur frekar upp efa- semdir um ásetning okkar og skuld- bindingar heldur en raunveruleg svör,“ sagði Kerry. Varasamt væri að fækka hermönnum í heimsálfunum tveimur á sama tíma og unnið væri að því að uppræta starfsemi al-Qaeda hryðjuverkanetsins í 60 löndum víða um heim. Að auki drægi það úr þjóð- aröryggi að fækka hermönnum í Suð- ur-Kóreu þar sem það myndi draga úr þrýstingi á Norður-Kóreu sem ætti kjarnavopn. Norður-Kórea hættuleg „Af hverju erum við að flytja 12.000 hermenn frá Kóreuskaga á sama tíma og verið er að semja við Norður-Kór- eu, land sem býr yfir kjarnavopnum?“ sagði Kerry. „Norður-Kórea hefur lík- lega aldrei verið eins hættuleg eftir Kóreustríðið og nú. Þetta eru röng skilaboð á röngum tíma.“ Sagði Kerry áætlanir Bush ekki til þess gerðar að auka stuðning annarra ríkja við aðgerðir í Írak. Þar hafi bandarískir hermenn þurft að dvelja mun lengur en upphaflega var gert ráð fyrir. Bush gagnrýndi Kerry mánudaginn sl. fyrir að segjast ætla að fækka bandarískum hermönnum í Írak á hálfu ári næði hann kjöri. Sagði fyrrverandi öldungadeildarþingmað- urinn Fred Thompson að Kerry tæki ekki tillit til breyttra tíma og hryðju- verkaógnarinnar sem steðjaði að land- inu. Kerry and- vígur fækk- un í Evrópu og Asíu Cincinnati. AP, AFP. John Kerry gær og virtist sem Spánverjar, Ítalir og Grikkir myndu einir sleppa í álfunni vestanverðri. Gert er ráð fyrir því að þetta veður haldist fram að helgi hið minnsta. Íbúar bæjarins Boscastle á norðurströnd Cornwall- skaga á Englandi bjuggu sig undir enn frekara úrhelli í gær. Bærinn er illa leikinn eftir skyndilegt flóð mánu- daginn sl. þegar vatn braut sér bókstaflega leið í gegn- um bæinn með þeim afleiðingum að byggingar hrundu og í það minnsta 50 bílar bárust með straumnum á haf út. Lögregla bæjarins segir 12 saknað. Myndin sýnir hreinsunaraðgerðir í Boscastle í gær en spáð var frekara úrhelli og ofsavindi í landinu sem mun að öllum líkindum breiðast út til flestra landa Evr- ópu að undanskildu Grikklandi, Ítalíu og Spáni. EKKERT lát virðist á furðulegu og óvæntu ofsaveðri víða í Evrópu. Gríðarlegur stormur og regn ógnaði enn í gær fjölda manna í Frakklandi og Englandi. Staðfest var að fjórir hefðu drukknað við strendur Frakklands og í einni af ám landsins. Björgunarsveitir í sunnanverðu Frakklandi leituðu hið minnsta fimm manna sem vitað var að hefðu verið á sundi við ströndina þegar skyndilega hvessti með ofsa- fengnum hætti og risavaxnar öldur mynduðust. Er talið að vindurinn hafi náð 80 km hraða á klukku- stund og var spáð enn meira roki í gær. Í vestanverðu Sviss felldu vindar tré í gær, þök rifnuðu af húsum og flóð urðu í átta bæjum. Spáð var illviðri og óstöðugu veðri víða í Evrópu í Hvert fárviðrið á fætur öðru París. AFP. YASSER Arafat, leið- togi Palestínumanna, viðurkenndi í gær að palestínskum embætt- ismönnum hefðu orðið á óviðunandi mistök og sagði að ekki væri hægt að kenna Ísr- aelum einum um allt sem miður færi á svæðum Palestínu- manna. Fast hefur verið lagt að Arafat að undan- förnu að koma á um- bótum til að uppræta spillingu í palestínsku heimastjórninni og hann viðurkenndi í fyrsta skipti í ávarpi til palestínskra þingmanna að embættismenn hefðu misnotað vald sitt. Í ávarpinu sakaði Arafat stjórn- völd í Ísrael um að reyna að spilla fyrir palestínsku heimastjórninni og hindra friðarviðræður með því að heimila stækkun landtökubyggða gyðinga og reisa aðskilnaðarmúr umhverfis byggðir Palestínumanna á Vesturbakkanum. „Enginn er undanskilinn“ „Við ættum ekki að kenna bara hernáminu um,“ sagði Arafat, en mjög sjaldgæft er að hann viður- kenni misbresti á palestínsku heimastjórninni. „Stofnunum okkar hafa orðið á nokkur óviðunandi mistök, sumar hafa misnotað vald sitt og brugðist traustinu sem sett var á þær,“ sagði Arafat. „Enginn er undanskil- inn, frá mér og niður úr.“ Efnt var til fjölda- mótmæla á Gaza-svæð- inu og Vesturbakkan- um í síðasta mánuði vegna ásakana um skefjalausa spillingu í heimastjórninni og krafist var umbóta til að uppræta hana. Arafat sagði í ávarpinu að sak- sækja bæri þá sem gerðust sekir um spillingu. Einn af hörðustu and- stæðingum hans á þinginu, Abdel Jawad Saleh, hrópaði að Arafat hefði sjálfur verndað spilltu emb- ættismennina. Arafat reiddist og spurði í hneysklunartón: „Vernda ég þá?“ Var þetta fyrsta ávarp Arafats til þingsins frá því í nóvember þegar Qorei varð forsætisráðherra. Arafat viðurkenndi að „engar raunveruleg- ar tilraunir“ hefðu verið gerðar til að halda uppi lögum og reglu á svæðum Palestínumanna. Hann hét því að koma á umbótum í öryggis- málum en sagði ekkert um í hverju þær myndu felast. Arafat viður- kennir „óviðun- andi mistök“ Ramallah. AFP, AP. Yasser Arafat Lítið minnst á glæpi Sovétstjórnarinnar Moskvu. AP. KENNSLUBÆKUR rúss- neskra grunnskólanema í 20. aldar sögu landsins hampa afrekum Sovétríkjanna sál- ugu en minnast lítið á voða- verk ráðamanna þeirra, skv. könnun á vegum Andrei Sakharov-safnsins í Moskvu. Sú bók sem þykir hvað verst nefnist „Saga Rúss- lands og heimsins á 20. öld- inni“, en í henni er lítið sem ekkert fjallað um ofsóknir Jósefs Stalín gagnvart þjóð- arbrotum innan Sovétríkj- anna sem leiddu til þess að hundruð þúsunda manna voru drepin. Gúlag-fangabúðirnar ill- ræmdu og gyðingahatur á tímum Sovétríkjanna fá litla athygli. „Gúlagið fær lágmarks- umfjöllun í kennslubókum. Án Gúlagsins munu nem- endur ekki skilja sögu Sovét- ríkjanna og Rússlands. Þau geta ekki lokið menntun sinni án þeirra blaðsíðna,“ segir Semyon Vilenskí, hálfáttræður Rússi sem lifði Gúlagið af og fer nú fyrir samtökum sem vinna að skráningu á glæpum Sovétstjórnarinnar í tíð Stalíns. Ein sögubók þótti þó leggja áherslu á glæpi Sovétstjórn- arinnar en hún var tekin af námsskrá skömmu fyrir þing- kosningar í desember í fyrra. Í þeirri bók voru nemendur beðnir um að velta því fyrir sér hvort Vladímír Pútín, Rúss- landsforseti, væri ráðríkur leið- togi. Mun hópur eftirlifenda úr heimsstyrjöldinni síðari hafa kvartað yfir því við Pútín að bókin væri óþjóðrækin. Pútín er mikill hvatamaður þess að efla föðurlandsást ungra Rússa og hefur hann endurvakið sovésk tákn eins og þjóðsönginn og hina rauðu stjörnu hersins. Ríkisstjórn Rússlands ákvað í fyrra að rannsaka sérstaklega rúss- neskar kennslubækur sem gefnar voru út eftir fall Sovét- ríkjanna 1991. AP ALI Shamkhani, varnarmálaráð- herra Írans, sagði í gær, að Íranar kynnu að gera fyrirbyggjandi árásir á bandarískt herlið í Mið-Austurlönd- um til að koma í veg fyrir árás á írönsk kjarnorkumannvirki. „Við munum ekki bíða með hendur í skauti eftir því, að á okkur verði ráð- ist. Sumir íranskir hershöfðingjar eru þeirrar skoðunar, að fyrirbyggjandi árásir, sem Bandaríkjamenn hampa svo mjög, séu ekki þeirra einkaeign,“ sagði Shamkhani í viðtali við Al- Jazeera-sjónvarpsstöðina. Árás yrði gerð á Dimona „Bandaríkjamenn eru ekki einir á þessu svæði. Við erum þar líka, í Afg- anistan, á Persaflóa og getum verið það líka í Írak. Bandaríkjamenn munu ekki hrósa neinum sigrum á okkar kostnað, þvert á móti. Í átökum við okkur yrði bandarískur her eins og hver annar gísl,“ sagði Shamkhani og bætti við, að gerðu Bandaríkja- menn eða Ísraelar árás á kjarnorku- mannvirki í Íran, yrði litið á það sem árás á allt landið. Íranskir fjölmiðlar höfðu það í gær eftir foringja í íranska byltingarverð- inum, að gerðu Ísraelar árás, yrði henni svarað með árás á Dimona- kjarnorkuverið í Ísrael. Hóta fyrir- byggjandi árásum Doha. AFP. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.