Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Finnbogi Sig-marsson fæddist í Svínavallakoti í Una- dal 31. október 1916. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut, 9. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigmar Þorleifsson, f. að Hrauni í Unadal í Skagafirði 15. októ- ber 1890, d. 27. febr- úar 1968 og Krist- jana S. Guðmunds- dóttir, f. í Svínavalla- koti í Unadal í Skaga- firði 14. september 1888, d. 10. mars 1945. Bræður Finnboga eru: Guð- mundur, f. 3. maí 1913, d. 13. júlí 1993, Ingólfur, f. 23. júlí 1914, d. 16. febrúar 1993, Hjálmar, f. 24. apríl 1919, Sigurbjörn M., f. 2. apríl 1922, Vilhelm, f. 5. mars 1925, Jakob, f. 25. febrúar 1928, d. 7. apríl 1996, Valgarð Hólm, f. 24. nóvember 1931. Finnbogi kvæntist 12. janúar 1946 Hjördísi Gunnarsdóttur, f. 4. ágúst 1919, d. 2. mars 2004. For- eldrar hennar voru Gunnar Guð- mundsson, f. á Hóli í Skagafirði 27. júní 1898, d. 30. júlí 1976 og Guðrún Jónsdóttir, f. í Bakkakoti í Vestur- dal í Skagafirði 28. september 1883, d. 11. júlí 1973. Börn þeirra Hjör- dísar og Finnboga eru: 1) Birgir, kenn- ari og eigandi Súfist- ans, f. 18. september 1948, kvæntur Hrafnhildi Blomst- erberg kórstjóra, f. 22. október 1956. Börn þeirra eru a) Valgerður líffræðingur, f. 6. sept- ember 1976, sambýlismaður Dav- íð Smári Jóhannsson flugstjóri, f. 7. janúar 1976, og b) Hjördís, f. 20. janúar 1982. 2) Lilja María kenn- ari, f. 15. júní 1952, gift Árna Baldurssyni flugumferðarstjóra, f. 9. ágúst 1960. Börn þeirra eru Elva, f. 5. júní 1985 og Finnbogi, f. 14. desember 1988. Finnbogi og Hjördís bjuggu alla sína tíð að Garðavegi 15 í Hafn- arfirði. Útför Finnboga verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hann Finnbogi afi minn var alveg einstakur maður og hef ég alla mína tíð tekið mér hann til fyrirmyndar og elskað af öllu mínu hjarta. Hann var mjög hjartgóður og vildi ávallt gera vel við alla. Afi var heill hafsjór af sögum og þótti gaman að fara með vísur. Ég naut þess að vera í návist við hann á hverjum degi þar sem ég bjó á Garðavegi 15 fyrstu æviárin og var stutt að skríða upp stigann til afa og ömmu. Eftir að ég flutti það- an hef ég haft annan fótinn hjá þeim og gerðu þau ávallt vel við mig. Allt- af þegar eitthvað bjátaði á hljóp ég yfir Víðistaðatúnið heim á Garðó í stóra fangið hans afa sem læknaði öll sár. Auðvitað sakaði ekki ef hún amma lumaði á kanilsnúðum eða brúntertu. Ég gisti þar margar næt- ur og bauð oft vinkonum mínum að koma með mér. Þar var skemmti- legast að leika sér og minnist ég margra skemmtilegra atvika. Já, óhætt er að segja að Garðavegurinn hafi verið annað heimili mitt. Eins og þú veist, afi minn, þá hef ég alla mína ævi haft mikið dálæti á þér og ömmu og þykir mér erfitt að kveðja þennan yndislega og ómet- anlega tíma sem ég naut þess að vera með ykkur. Mér þykir sárt að nú sé komið að kveðjustund okkar og ekki eru nema fimm mánuðir síð- an við kvöddum hana ömmu saman. Hún gat greinilega ekki verið án þín. Það hljóta að finnast tilkomu- meiri orð en eitt lítið „þakka þér fyrir“. Það tjáir ekki brot af mínu þakklæti í þinn garð. Ég finn engin orð sem geta lýst því hve ótrúlega þakklát ég er fyrir að hafa haft þig og ömmu í lífi mínu. Kæri afi, ég kveð þig með þessum orðum: Góðar minningar skal varð- veita. Allir ættu að eiga sérstaka mann- eskju sem þeir virða og dá, ein- hverja sem þeir læra af, einhverja sem þeir elska. Þess vegna ættu allir að eiga afa eins og þig. Minning þín lifir í hjarta mínu að eilífu. Elva Árnadóttir. FINNBOGI SIGMARSSON Ég vil þakka Finnboga fyrir nærveruna, allt frá því að ég var unglingur og fékk að kynnast mannkostum hans. Hann hafði af miklu að miðla, án þess að mikið færi fyrir og var drengur góður. Bjarni S. Ásgeirsson, Hafnarfirði. HINSTA KVEÐJA „Blessaður, afi!“ Ég hugsa að ég hafi nánast alltaf heilsað þér svona. „Hvað segja bændur?“ eða kannski „Er Jökull ekki vaknaður?“ Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa í næsta húsi við þig og ömmu nánast alla barnæskuna. Við Jökull lékum okkur sem bræður alla daga hjá ykkur á Esjuvöllum 10 eða úti í móa ef veðrið var gott. Það er sérstaklega gaman að hugsa um ferðirnar í hesthúsið. Fyrst voru þar bæði kindur og hestar en síðar bara hestarnir og jú, hesthúskötturinn Brandur sem við Jökull höfðum mik- ið gaman af. Ekki höfðum við síður gaman af því að sjá Magnús á End- anum borða síldina beint upp úr tunnunni. Við Jökull fengum hið virðulega starfsheiti gullagull í hey- skapnum. Við fengum að sitja upp á heyvagninum milli stykkisins og hesthússins og þar kepptust við um að tína peninga af peningablómum í heyinu. Minningarnar eru margar og skemmtilegar. Það var alltaf fjör þar sem þú varst og ég man ekki eft- ir þér öðruvísi en að grínast og í góðu skapi. Ég veit líka að það var þessi lífs- SVAVAR KARLSSON ✝ Svavar Karlssonfæddist á Bæ á Selströnd í Stranda- sýslu 30. mars 1935. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 4. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 13. ágúst. gleði sem gaf þér auka- ár þegar þér voru gefn- ar nokkrar vikur ólifaðar. Þegar ég kom og heimsótti þig eftir skurðaðgerðina var ekki að sjá á þér að þú hefðir verið í lífshættu- legri heilaskurðaðgerð. Fyrir utan saumana á höfðinu var það helst smá pirringur út í hjúkkurnar sem gaf til kynna að eitthvað óvenjulegt hefði átt sér stað. Sá tími sem við eyddum saman á sjúkrahúsinu þá er mér nú ómetan- legur og er ég innilega þakklátur að þú fékkst tækifæri til að kynnast dóttir minni, Sigrúnu Freyju, sem fæddist skömmu síðar. Þú lést þig svo ekki vanta í 1 árs afmælið hennar þrátt fyrir að vera orðinn mikið veik- ur. Núna síðustu dagana þegar lík- aminn var búinn að gefa sig fann ég andann enn fjörlifandi í augunum þegar ég spjallaði við þig og fann að þú fylgdist vel með þó þú gætir ekki tekið þátt í umræðunum í kringum þig. Hver veit nema þú hafir ósjálfrátt verið að búa þér til fley yfir móðuna þegar þú varst að sansa bátinn úti í skúr. Að minnsta kosti sé ég þig fyrir mér siglandi í átt að sjónarrönd á bátnum, glaðan í bragði, með Tinu Turner í útvarpinu og Brand á dekk- inu. Ég mun sakna þín um ókomna tíð afi minn. Blessaður, afi! Kveðja, Hrannar. Íþróttahús Baðvörður óskast í kvennaklefa Starfið krefst þolinmæði, snyrtimennsku og viðkomandi verður að vera barngóður. Umsóknir skal senda til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 24. ágúst merktar: „Baðvörður — 15906“ eða á box@mbl.is. Vanur fisksölumaður óskast Óskum eftir sölumanni sem hefur reynslu af sölu á saltfiskflökum og öðrum fiskflökum. Þarf helst að vera spænskumælandi. Góð laun. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl., merktar: „F — 15894“, eða í box@mbl.is fyrir 30. ágúst.Vaktstjóra vantar Óskum eftir að ráða vaktstjóra til starfa. Starfið felst meðal annars í því að sjá um uppgjör, þjálfun starfsfólks, pantanir og afgreiðslu. Um er að ræða 50% eða 100% starf, dagvinnu eða vaktavinnu. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára. Umsóknir á staðnum eða is-mynd@simnet.is . Nánari upplýsingar í síma 661 6968. Ís-mynd, Sunnumörk 2—4, Hveragerði. Sölumaður fasteigna Öflug og rótgróin fasteignasala óskar eftir sölu- manni til starfa. Góð vinnuaðstaða og skemmt- ilegt starf. Einungis duglegir afkasta- sölumenn koma til greina. Áhugasamir sendi inn umsókn fyrir 30.8. 2004 til augldeildar Mbl. merkta: „Sölumaður 2004 — 15904“. Lagnamenn/ verkamenn Óskum eftir vönum mönnum í ofangreind störf. Reglusemi og stundvísi skilyrði. Góð laun fyrir góða menn. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Háfells við Hringbraut. Upplýsingar í síma 863 9992 á milli kl. 9.00—19.00. Lagermaður óskast Heildverslun í Garðabæ óskar eftir að ráða starfskraft á lager. Við leitum að röskum, hress- um, stundvísum og nákvæmum starfsmanni. Æskilegt að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist fyrir 31. ágúst til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „Lager — 2005.“ Bakarí — afgreiðsla Okkur vantar duglegan og hressan starfskraft til afgreiðslustarfa nú þegar. Vinnutími frá kl. 13.00—18.30 alla virka daga. Framtíðarstarf. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13.00 og 16.00 (Björg). Bakarinn á hjólinu, Álfheimum 6. Fimmtudagur 19. ágúst Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Ræðumaður Carolyn Arthur. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Föstudagur 20. ágúst AA Nýliðadeild Hverfisgötu 42. Fundur kl. 20:00. Þriðjudagur 24. ágúst Ungsam í Þríbúðum, Hverfis- götu 42, kl. 19:00. Uppbyggilegt starf fyrir ungt fólk í bata. www.samhjalp.is AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R mbl.is ATVINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.