Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EFTIRSÓTTAR EIGNIR Í Morgunblaðinu í gær var frá þvískýrt að jarðir víða um land væru orðnar eftirsóttar eignir, sem fjárfestar sækist eftir. Samkvæmt því er það að verða liðin tíð að fólk neyðist til þess að yfirgefa heimili sín í sveitum án þess að geta komið þeim í verð. Morgunblaðið hefur að undan- förnu vakið athygli á því, að byggðaþróun undanfarinna ára- tuga væri að stöðvast og jafnvel að snúast við. Fólk leiti nú í vaxandi mæli út á landsbyggðina. Frétt blaðsins í gær er skýr vísbending um þessa þróun. Þetta er ánægjulegt. Það er fagn- aðarefni að eignir í sveitum lands- ins eru að aukast að verðgildi og þá ekki bara þær jarðir sem eiga land að laxveiðiám. Það er jákvæð þró- un, að fólk vilji flytja aftur út á land eða allavega búa annars staðar á landinu en á suðvesturhorninu hluta úr ári. Það er tímabært að kveða upp úr um það að landsbyggðarvandinn, eins og hann var, er ekki lengur til staðar, þótt með því sé ekki sagt að allur vandi sé úr sögunni. Þetta hefur gerzt með stórbætt- um samgöngum, byltingu í fjar- skiptum og nýju gildismati fólks, sem leggur meira upp úr því að vera í nánum tengslum við náttúr- una en tíðkaðist um skeið. Þetta hefur gerzt vegna landsbyggðar- stefnu undanfarinna áratuga. Og síðast en ekki sízt hefur þetta orðið vegna þeirrar almennu velmegunar sem ríkir í landinu og með þjóð, sem er orðin ein af auðugustu þjóð- um heims. Um leið og umskipti í byggðaþró- uninni eru orðin staðreynd, og við- urkennd af öllum almenningi, verð- ur líka auðveldara að fást við margvísleg viðfangsefni, sem sótt hafa á bæði þing og ríkisstjórn. Það er ekki lengur ástæða til að líta á landsbyggðina sem vandamál. Það er engin ástæða til að tala um landsbyggðina í vorkunnartón. Full ástæða er til að ætla, að aðr- ir hlutar Íslands en suðvesturhorn- ið eigi bjarta framtíð á 21. öldinni. FÆKKUN RÁÐHERRA OG ÞINGMANNA? Síðustu daga hafa verið tölu-verðar sviptingar innanFramsóknarflokksins vegna þess, að ráðherrum flokksins fækk- ar um einn hinn 15. september nk. Er það í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna frá síðasta ári. Þessar umræður vekja hins veg- ar spurningar um, hvort tímabært sé að fækka ráðherrum í ríkis- stjórn Íslands og jafnvel þing- mönnum. Miklar breytingar hafa orðið á ís- lenzku þjóðfélagi á síðasta einum og hálfum áratug. Umsvif ríkis- valdsins hafa minnkað stórlega. Löggjafarstarfsemi á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins hefur átt mikinn þátt í því. Einkavæðingin sömuleið- is. Málefni atvinnuveganna eru komin í nýjan og betri farveg, þ.e. að ríkisvaldið hefur ákaflega lítil afskipti af atvinnustarfsemi. Þegar á heildina er litið hafa umsvif hins opinbera minnkað mjög. Þessi þróun hefur óhjákvæmi- lega áhrif á starfsemi ráðuneyt- anna. Þau geta tæplega haft jafn- mikil umsvif og áður, a.m.k. á sumum sviðum. Þetta á ekki sízt við um ráðuneyti atvinnuveganna. Það gildir einu hvort litið er til sjávarútvegsráðuneytis, landbún- aðarráðuneytis eða iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis. Í öllum tilvikum eru afskipti ráðuneytanna af ein- stökum atvinnugreinum allt önnur og miklu minni en þau voru í eina tíð. Þess vegna er ekki óeðlilegt að spurt sé, hvort hægt sé að fella þessi ráðuneyti saman í eitt undir stjórn eins ráðherra í stað þriggja nú. Nú er auðvitað ljóst að umsvif annarra ráðuneyta hafa aukizt og á það ekki sízt við um heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti. Hér er ekki lagt til að ráðherrum verði fækkað. Hins vegar er nokkuð ljóst að það er tímabært að spyrja þessarar spurningar og leita svara við henni. Með sama hætti hafa orðið ákveðnar breytingar á starfsum- hverfi þingmanna. Kjördæmum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Ljóst er að erfiðara er fyrir þing- menn að ná utan um hin stærri kjördæmi og það mælir gegn fækk- un þingmanna. Á hinn bóginn hefur áður nefnd þjóðfélagsþróun aug- ljóslega haft áhrif á starfsvettvangi þingmanna ekki síður en ráðherra. Þess vegna er alls ekki óhugsandi af þeim sökum, að fækkun þing- manna geti komið til greina. Mund- um við telja nauðsynlegt að halda óbreyttri þingmannatölu ef landið yrði allt gert að einu kjördæmi? Á hinn bóginn gæti fækkun þing- manna haft neikvæð áhrif á stöðu minni stjórnmálaflokkanna og gert þeim erfiðara um vik að sinna því lýðræðislega hlutverki að vera mál- svari ákveðinna þjóðfélagsskoðana, sem þurfa að eiga sína fulltrúa. Fækkun ráðherra og fækkun þingmanna svo og fækkun ráðu- neyta mundi spara peninga og sennilega valda því, að stjórnkerfið yrði skilvirkara. Allavega sýnist tilefni til að skoða málið alvarlega. Gríðarlega góðstemning var íLaugardalnum ígær, sem náði hámarki á vináttuleik Ís- lendinga og Ítala. Aðsókn- armet að Laugardalsvelli var slegið, þar sem 20.204 miðar voru seldir inn á leikvanginn. Fyrra metið var 36 ára gamalt. Það var sett í leik Vals og Benfica, frá Portúgal, en þá mættu rétt rúmlega átján þúsund á völlinn í Laugardal. Leikurinn hófst kl. 19.15 en áhorfendum var hleypt inn á völlinn kl. 17.30. Þá hófust einnig tónleikar með nokkr- um íslenskum hljómsveitum, sem léku þar til leikurinn hófst. Fólk var byrjað að streyma í Laugardalinn nokkru áður en völl- urinn var opnaður; sumir komu á bíl, aðrir með strætó og enn aðrir á tveimur jafnfljótum. Lögreglan í Reykjavík hafði enda mælst til þess að fólk nýtti sér almenningssamgöngur eða sameinaðist um ökutæki, eins og kostur væri, svo komast mætti hjá töfum í umferð- inni. Vel lá á fólki, enda veðrið með eindæmum. Flestir þeir sem blaða- maður ræddi við fyrir leikinn voru á því að Íslendingar myndu vinna. „Við tökum þetta,“ sagði Guðmundur Ólafsson, sem var mætt- ur ásamt sonum sínum David og Ólafi Barða. Þeir bræður voru líka bjartsýnir. Áhorfendahópurinn var fjölbreyttur; þarna var fólk á öllum aldri, margir foreldrar tóku greinilega börnin með, sem ekki voru síður spennt fyrir leiknum en þeir fullorðnu. Fjöldi gesta var með húfur og trefla í fánalitunum, en inni á milli glitti í ítalska fánann. Ítalskir áhangendur voru líka komnir til að styðja sína menn. Nokkur ungmenni, máluð íslensku fánalitunum, í bak og fyrir, vöktu athygli blaðamanns. En þegar hann ávarpaði hópinn var svar- að á ensku. Í ljós kom að þetta voru skiptinemar, m.a. frá Þýska- landi og Litháen, sem stunda nám við Háskóla Íslands. „Þetta fer tvö eitt fyrir Ísland,“ sögðu þau, og kváðust að sjálfsögðu halda með Íslandi. Þau voru ekki alveg sannspá, en þó ekki fjarri lagi, því leik- urinn fór tvö núll. Íslendingar og stuðningsmenn þeirra fóru því glaðir heim af vellinum í gær. Afmæli Reykjavíkur En það var ekki bara knattspyrnuleikurinn sem hleypti miklu lífi í Laugardalinn í gær. Fyrr um daginn voru nefnilega ýmsar uppá- komur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, í tilefni af 218 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Þeir sem áttu miða á vináttuleikinn fengu ókeypis aðgang í garðinn. Þar var gestum og gangandi boðið upp á afmælisköku og skemmtikraftarnir Auddi og Sveppi úr 70 mínútum voru með knatt- spyrnuþrautir, svo dæmi séu nefnd. „Þetta var eins og ágætis dagur um helgi,“ sagði Unnur Sigurþórsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, í gærkvöld. Sagði hún að allt hefði gengið vel; fólk hefði verið í góðu skapi og veðrið gott. Þrjátíu og sex ára aðsókna Ólafur Ragnar Grímsson o Morgunblaðið/Árni Torfason Sumum þótti vissara að taka með sér nesti á leikinn. Skemmtikrafturinn Svepp Þjóðhátíð í Laugar- dalnum Krakkar létu margir hverjir mála ís- lenska fánann á kinnarnar. Nýtt aðsóknarmet að Laugardalsvelli var slegið í gær, þegar 20.204 miðar voru seldir á vináttu- leik Íslands og Ítalíu. Stemningin var góð fyrir leikinn og Íslendingar bjartsýnir um sigur. Morgunblaðið/Árni Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.