Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍTALSKUR karlmaður hlaut talsverða áverka á kvið þegar bifreið var ekið í veg fyrir mót- orhjól hans á Langatangavegi á Seyðisfirði í gærmorgun. Kona sem einnig var á hjólinu slasað- ist minna. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði reyndi ökumaður bílsins að forða árekstri eftir að hann var kominn upp á veginn. Vitni hafa borið að hjólið hafi verið á talsverðum hraða og skrikað til í tiltölulega nýlagðri klæðningu á veginum. Bremsu- förin voru um 20 metra löng. Fólkið var flutt til Egilsstaða og þaðan var flogið með þau til Reykjavíkur. Maðurinn var í gær á gjörgæsludeild Landspít- alans við Hringbraut og beið að- gerðar. Konan slasaðist minna og var við ágæta líðan. Töluvert eignatjón varð í árekstrinum, bæði á hjólinu og bílnum. Á gjör- gæslu eftir mótor- hjólaslys VEL Á sjötta hundrað laxar hafa veiðst í Laxá í Aðaldal það sem af er sumri og deildar meiningar um hvort áin sé líflegri í sumar heldur en í fyrra. Í fyrra veiddust alls 624 laxar og þótti afspyrnu slakt. Þröstur Elliðason, sem er leigu- taki hluta veiðitímans á Nes- og Árnessvæðum sagði í samtali að sér fyndist á stundum gæta ósann- girni er Laxá væri metin. Það væri sín tilfinning að góðar göngur hefðu verið í ána í sumar, betri en í fyrra, sérstaklega hefði verið mun meira af eins árs laxi heldur en í fyrra. En neðan Æðarfossa væru nú mun knappari kvótar en áður og auk þess væri maðkveiði þar nú bönnuð og ljóst væri að veiðitölur þaðan væru mun lægri en þekktist hár áður fyrr. Þá væri aðeins leyfð fluga í efri ánni eins og niður frá og Laxá væri afar krefjandi fluguveiðiá. Blandað agn hefði án nokkurs vafa skilað hærri veiðitölu í sumar og nefndi Þröstur að hann teldi að þar gæti munað 3–400 löxum. Allt gott að frétta … „Úr Straumfjarðará er allt gott að frétta. Komnir hátt í 300 laxar á land og enn tæpur mánuður eft- ir. Það gæti orðið mjög líflegt hér í næstu rigningartíð því það er mik- ið af laxi um alla á. Nú á stór- straumnum eru að koma göngur og það eru ekki síst nýrunnu lax- arnir úr þeim sem hafa haldið veiðinni gangandi í þessari heitu og þurru tíð sem verið hefur,“ sagði Ástþór Jóhannsson, annar leigutaka Straumfjarðarár, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ástþór sagði að flestir stóru lax- ar sumarsins hefðu fengið líf á ný, en menn hirtu frekar smálaxinn. „Hér hafa veiðimenn tekið því vel að sleppa stórfiski og hefur flest- um hrygnum yfir 10 pundum verið sleppt aftur í ána. Sérstaklega má nefna rausnarlega og vel þenkj- andi veiðimenn sem settu í tvær á að giska 15–16 punda hrygnur hér í júlí og aftur í ágúst. Þeir náðu að lengdarmæla og sleppa þeim í ána aftur. Þær mældust alveg um 90 cm,“ bætti Ástþór við. Stóra vatnslaus … Sigurður Sigmundsson, sem var nýverið á svæði 3 í Stóru-Laxá við þriðja mann, sagðist ekki hafa séð ugga blakta í einum einasta hyl á svæðinu. Hann og félagar hans Aad Groeneweg og Eyþór Sig- mundsson eru allir gjörkunnugir ánni og sagði hann að þeir hefðu aldrei séð ána jafnvatnslitla. Þó hefði veiðin samkvæmt veiðibók klárlega verið lífleg framan af sumri, því alls voru yfir 70 laxar skráðir. Ljóst að það vantar vætu austur í Hreppum. Hrúgur í ósnum … Lúðvík Gissurarson, leigutaki Miðár í Dölum, sagði veiðina hafa verið daufa í þurrkunum í sumar, en þó hefðu menn kroppað eitt- hvað upp, bæði lax og bleikju. Hann hafði eftir veiðimanni sem var við ána fyrir skemmstu, og hafði sá farið tvö kvöld í röð að ósi árinnar, að í rökkrinu hefði sjórinn kraumað af laxi sem greinilega bíður í torfum eftir góðri rigningu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Aad Groeneveg að veiðum í Heljarþrem í Stóru-Laxá. Togast í Laxá í Þing ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? VIÐSKIPTI hjá bílaleigum eru blómleg um þessar mundir enda há- annatími í ferðaþjónustu. Fram- kvæmdastjórar Avis, Bílaleigu Ak- ureyrar og Hertz sögðu allir sömu söguna þegar Morgunblaðið ræddi við þá, alls staðar höfðu viðskiptin aukist um 20% frá fyrra sumri. Þegar rætt var við Þórunni Reyn- isdóttur hjá Avis sagði hún að svo mikið væri að gera að hún gæti varla útvegað blaðamanni bíl fyrr en fimmtudaginn 19. ágúst. Til þess að mæta aukinni eftirspurn hefði Avis þurft að kaupa eða leigja not- aða bíla. Hún taldi ástæðuna fyrir auknum viðskiptum margþætta, ekki síst aukið framboð á ódýrum flugmiðum og fjölbreyttari mögu- leikar á gistingu. „Það eina sem á eftir að laga er áfengisverðið, þá verðum við fínn kostur,“ sagði hún. Útleiga eykst um 20% Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hertz á Íslandi, var líka ánægður með stöðuna. Við- skiptin hefðu gengið vonum framar, bæði hefðu fleiri leigt bíla en auk þess hafi slys verið fátíðari og engin ökumaður meiðst alvarlega. Bíla- floti Hertz telur um 900 bíla af öll- um gerðum og stærðum sem er um 200 fleiri bílar en voru í flotanum í fyrra. „Meðan ferðamannastraum- urinn til Íslands eykst um 7% á ári þá eykst útlega bílaleigubíla um 20% á ári,“ sagði hann. Þá hafi stór- framkvæmdir á Austurlandi orðið til þess að viðskiptin að vetrarlagi eru meiri en fyrr. Bílaleiga Akureyrar er álíka um- svifamikil og Hertz. Steingrímur Birgisson framkvæmdastjóri sagði viðskiptin hafa gengið mjög vel í sumar. „Þetta er bara eins og veðr- ið undanfarna daga, hitabylgja. Þetta er búið að vera mjög gott sumar. Eins og menn vita var júlí metmánuður í komu erlendra ferða- manna og það hefur skilað sér til okkar líka,“ sagði hann. Hjá Bíla- leigu Akureyrar hafa viðskiptin aukist um 15% miðað við fyrra ár en um 20% í júlí. Þá hafi slys verið fátíðari en áður sem skipti ekki minna máli. Vöxtur í viðskiptum hjá bílaleigum Fimmt- ungi fleiri leigja sér bíl ,,ÉG hélt að þetta væri mitt síðasta, ég sökk, vöðlurnar fylltust af sjó og drógu mig niður,“ segir Steinar Ragnarsson í samtali við Morg- unblaðið en hann var hætt kominn er hann féll útbyrðis úr gúmmíbáti við Knarrarnes á Mýrum á þriðju- dagskvöldið. Einn á leiðinni með vistir út í Knarrarnes Steinar var einn á leiðinni með vistir út í Knarrarnes eins og hann gerir jafnan tvisvar, þrisvar í viku, þegar óhappið átti sér stað. ,,Ég sit og er að stýra, er nýbúinn að koma bátnum upp í meiri hraða, gleymi að láta á mig öryggisólina sem er á neyðarádrepanum, svo bara kemur einhverskonar slinkur og ég bara svíf, beint í sjóinn. Það var svakalegt að sjá bátinn sigla í burtu frá sér, al- veg svakalegt, ég hefði aldrei trúað því. Ég reyndi að losa mig úr vöðl- unum en gat það ekki og vildi þá ekki vera að eyða orku í það frekar. Ég fann að ég gat synt þó að hand- leggirnir væru alveg að rifna af mér, en það var eins og úlpan sem ég var í héldi mér á floti,“ segir hann. Saup mikinn sjó Þegar Steinar sá að hann átti möguleika á að synda ákvað hann að freista þess að ná landi í einni eyj- unni, en á þessum slóðum eru um 35 eyjar. ,,Ég synti ekki hratt, því að fyrst kom panik á mig þegar ég sökk og svo saup ég ansi mikinn sjó. Það var eins og væri hvíslað að mér að synda rólega og spara orkuna svo ég synti bringusund þannig að ég gæti haldið löppunum uppi og hreyft þær með. Ég vissi ekki hvort ég myndi hafa það, og mér fannst alveg rosa- lega langt í land þannig að ég horfði bara ekkert í land, en synti í ákveðna átt. Þarna er stórstreymt og ég ákvað að synda ekki á undan straumnum til að lenda ekki út á milli skerjanna og út á haf. Ég synti á ská upp í strauminn og þá vissi ég að ég kæmi inn á lygnara svæði.“ Skreið upp í fjöruna í áföngum Eftir 30 til 40 mínútur í sjónum eða u.þ.b. 200 m sundleið, rakst Steinar á grjót um fimm metra und- an fjöruborði eyjarinnar og skreið áfram í kafi án þess að átta sig strax á að hann væri kominn. ,,Ég var bara í fjörunni að jafna mig fyrst, ég var svo agalega þungur og máttlaus, gat ekki staðið á fætur og skreið upp í fjöruna í áföngum,“ segir Steinar. Sá bátinn hringsóla Hundurinn í Knarrarnesi gelti og lét ófriðlega svo að Stella húsfreyja í Knarrarnesi fór út og sá þá mann- lausan bátinn hringsóla um sjóinn. Hún hafði verið hætt að búast við Steinari þar sem það var orðið svo áliðið, en áttaði sig strax á að ekki var allt með felldu. Hún hringdi í bræður Steinars sem komu strax keyrandi frá Borgarnesi og sóttu hann út í eyju. ,,Ég var búinn að hugsa málið og gera áætlun um að synda áfram í næstu eyju eða bíða eftir fjörunni,“ segir Steinar, ,,þegar ég heyrði í bíl sem ók hratt, að mér fannst, á Mýr- unum.“ Farið var með Steinar beina leið á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi, og var hann með 38°C hita, og fann fyr- ir miklum höfuðverk. Að öðru leyti hafði honum ekki orðið meint af volkinu. Bátnum náðu bræður hans stuttu síðar. Fleiri líf en kötturinn Mörg atriði voru öðruvísi en þau áttu að vera þegar óhappið átti sér stað. ,,Þegar ég kom tók ég ekki minn bát heldur bát bróður míns af því að hann var á floti. Venjulega er ég með farsímann minn í vatnsheldu inná mér, en var ekki með hann þarna, svo ég gat ekki hringt. Ég er rosa- lega oft í flotbúningi eða í björg- unarvesti en það var svo mikil blíða og ég bara að skjótast. Þegar maður fer svona oft verður maður væru- kær,“ segir hann. Steinar segir að margt hafi flogið gegnum hugann á meðan hann var í sjónum. Fyrst og fremst hugsaði hann til yngstu dóttur sinnar og svo um fjölskylduna. ,,Ég átti náttúrlega ekkert að vera að þvælast þarna einn,“ segir Stein- ar sem hefur orðið fyrir því áfalli að fá tvö heilablóðföll um ævina, árið 1987 og aftur 2001. Hann missti sjón og mál ásamt því að lamast hægra megin. Má telja kraftaverk hversu vel hann hefur náð sér. ,,Mamma segir að ég hafi fleiri líf en kötturinn,“ segir hann. Steinar er á leiðinni í frí til Mallorca ásamt dóttur sinni og hefur ákveðið að prófa að synda í sjó, að þessu sinni vöðlulaus. ,,Ég finn að það á vel við mig, það er fínt að synda í sjó ef maður er búinn til þess og einhver fylgist með manni.“ Steinar Ragnarsson var hætt kominn er hann féll útbyrðis úr gúmmíbáti við Knarrarnes á Mýrum og náði landi eftir að hafa barist í sjónum í 30–40 mínútur Eins og hvíslað væri að mér að synda rólega og spara orkuna Morgunblaðið/Guðrún Vala Steinar Ragnarsson á heimili sínu í gærkvöldi bendir á staðinn á mynd af Knarrarnesi þar sem hann féll útbyrðis. Borgarnesi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.