Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg Andr-ésdóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvem- ber 1969. Hún lést á líknardeild Lands- spítalans 12. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Andr- és Pétursson fram- kvæmdastjóri, f. 1. júlí 1924, d. 22. nóv- ember 1992, og Svan- hvít Reynisdóttir húsmóðir, f. 13. apríl 1930. Ingibjörg var yngst fimm systkina, en þau eru: Magnús, f. 24. júlí 1954, maki Þórdís Ei- ríksdóttir. Börn þeirra eru Auður og Andrés. Sverrir, f. 1. júlí 1955, maki Kolbrún Emma Gunnlaugs- dóttir. Börn þeirra eru Gunnlaug- ur Reynir, Sigrún og Elfar Smári. Margrét, f. 15. september 1957, maki Sigurjón Leifsson. Börn þeirra eru Atli, Kristín og Svan- hvít. Pétur, f. 25. nóvember 1958, maki Bergþóra Hákonardóttir. Börn þeirra eru Andrés og Agnes. Hinn 9. september 1995 giftist Ingibjörg eftirlifandi eiginmanni sínum Birni Björnssyni sjúkra- þjálfara, f. 9. maí 1965. Foreldrar hans eru Björn Magnússon, f. 7. maí 1929, d. 28. apríl 2004 og Ingibjörg Björnsdóttir, f. 12. janúar 1933. Börn þeirra Ingibjargar Andrésdóttur og Björns Björnssonar eru Bryndís, f. 8. júní 1994, Stefán Björn, f. 6. nóvember 1997 og Svanhvít Ósk, f. 22. ágúst 2001. Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1989. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ 1993. Hún starfaði frá útskrift til ársins 1999 við Borgarspítalann, en í ársbyrjun 2000 tók hún við starfi hjúkrunarfræðings á Heilbrigðis- stofnun Suð-Austurlands á Höfn í Hornafirði. Þar starfaði hún til vorsins 2003 er hún kenndi sér þess meins sem tæplega einu og hálfu ári síðar dró hana til dauða. Ingibjörg lék handknattleik með handknattleiksliði Stjörnunnar frá barnsaldri og vann bæði Ís- lands- og bikarmeistaratitla með félagi sínu. Útför Ingibjargar fer fram frá Vídalínskirkju í Garða- bæ og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku hjartans Ingibjörg, nafna mín, það er svo sorglegt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur allt of fljótt elskan mín, aðeins 34 ára gömul. Farin frá elskulegum eiginmanni þín- um og þremur ungum börnum. Harð- ur heimur þetta, óskiljanlegt. Mér finnst aðeins vera örfá ár síðan að ég sat við eldhúsborðið mitt og yngri sonur minn kom heim með þessa fallegu ljóshærðu stúlku, sem hann kynnti sem kærustuna sína og það varð ekki aftur snúið, þau voru svo hamingjusöm og ástfangin. Nokkru seinna komu þau heim til okkar og tilkynntu að þau væru búin að setja upp hringana, trúlofuð, og ættu von á frumburðinum. Dásamleg- ur dagur og síðan kom yndislegt brúðkaup. Samrýnd voruð þið elsk- urnar mínar í öllu sem þið gerðuð, ala upp börnin og búa ykkur heimili. Síð- an helltuð þið ykkur út í húsbyggingu af miklum dugnaði og nú er húsið tilbúið og ber smekkvísi þinni glöggt vitni en þú, Ingibjörg mín, gast lítið notið þess vegna skæðs sjúkdóms sem nú hefur tekið þig frá okkur. Elskan mín, yndislegri tengdadótt- ur er ekki hægt að hugsa sér, ég þakka þér fyrir að hafa krækt í hann Bjössa minn, betri konu gat hann ekki fengið. Elsku hjartans Bjössi minn, þú ert búinn að vera algjör hetja í veikindum elskulegrar eiginkonu þinnar. Ég bið góðan guð að veita þér og börnunum styrk í sorg ykkar. Svanhvít mín, dugleg ertu búin að vera í veikindum yngsta barnsins þíns, guð blessi þig og styrki. Þér og fjölskyldu þinni votta ég samúð mína og guðsblessunar á þessum erfiðu tímum. Tengdamóðir. Kæra systir. Þú komst inn í líf okkar sem ljós- geisli er húmaði að vetri. Þú gæddir lífið nýjum lit og gladdir hvar sem þú komst. Þú varst yndislegt barn. Þú óxt úr grasi, þú þroskaðist. Þú barst kærleikann með þér hvar sem þú komst. Þú hjúkraðir, líknaðir, læknaðir. Þú eignaðist traustan mann og yndisleg börn. Þau lýsa okkur veginn í gegnum myrkrið. Við höfum nú sleppt af þér hend- inni og göngum út í sumarnóttina með tár á hvarmi. Sársauki, söknuður, sorg. Við gátum ekki haldið þér lengur. Þú lifir í börnunum þínum. Minninguna munum við varðveita. Við munum vernda og verja það sem þér var kærast, því máttu treysta. Fljúgðu burt þangað sem þjáningin nær ekki til þín. Þökkum þér allt og allt. Þín systkini. Ég elska þig mamma, stendur á lít- illi mynd sem hún Bryndís dóttir þín teiknaði handa þér og hengd var upp á vegg við höfðagaflinn á rúminu þínu á sjúkrahúsinu. Þessi orð segja allt um hug okkar allra til þín. Um þig á ég eingöngu fallegar og skemmtilegar minningar. Allt frá því að vera litla barnið á heimilinu á Smáraflötinni, sem var svo vel af guði gert að þrátt fyrir und- anlátssemi og dekur okkar eldri systkina á þér varst þú ljúfasta barn í heimi, þroskaðist þú síðar upp í ein- staklega hlýja og umhyggjusama unga konu. Við höfum horft stolt á þig eignast góðan mann, klára námið, eignast yndisleg börn og undirbúa byggingu draumaheimilisins í Garðabænum. Hið fullkomna líf virtist blasa við ykk- ur þegar hinn illvígi sjúkdómur bank- aði upp á. Aldrei lést þú í ljós biturleika eða sjálfsvorkunn í þinni þrautagöngu síðustu misseri. Áhyggjur af velferð ungra barna þinna og eiginmanns voru stóra málið. Hverjum vonbrigð- unum á fætur öðrum í baráttunni við sjúkdóminn tókst þú af þvílíkum hetjuskap að með ólíkindum er. Það að þurfa að segja mömmu sífellt nýjar vondar fréttir af sjúkdómnum voru þyngstu sporin. Bjössi stóð þétt við hlið þér þér all- an tímann og Magga systir var ykkur ómetanleg á erfiðustu augnablikun- um. Draumaheimilisins, sem þið Bjössi lögðuð svo mikið á ykkur að byggja, fékkst þú einungis að njóta í eitt ár, og það helsjúk. Óréttlæti lífsins að hrifsa þig burt frá ungum börnum, elskulegum eig- inmanni og okkur öllum hinum sem þótti svo vænt um þig er mér óskilj- anlegt. Agnes dóttir mín spurði; af- hverju þarf Ingibjörg frænka, sem er svo góð við alla, að deyja? Það er fátt um svör. Að kveðja með faðmlagi og kossi á kinnina var þinn vani og geymi ég þær og aðrar yndislegar minning- ar um þig á meðan ég lifi. Þú veist að við öll munum styðja Bjössa og börn- in eins og nokkur kostur er og halda lifandi minningunni um þig. Hvíl í friði. Pétur bróðir. Lífið er hverfult. Í blóma lífsins hefur góð vinkona okkar fallið frá eft- ir langvarandi og erfið veikindi. Björn og Ingibjörg kynntust fyrir tæpum 20 árum á landsmóti UMFÍ á Húsavík. Um líkt leyti hófust kynni okkar af Ingibjörgu og var okkur strax ljóst að hún var gædd öllum þeim kostum sem góða manneskju geta prýtt. Hún var umhyggjusöm, glaðvær og örlát og umfram allt góður og traustur vin- ur. Við minnumst þess sérstaklega þegar hún hringdi í okkur og lét í ljós áhyggjur sínar og efasemdir fyrir listflug Björns sem við vinir hans höfðum skipulagt fyrir hann einni viku fyrir brúðkaup þeirra. Björn og Ingibjörg stofnuðu síðan eigið heimili og eignuðust þrjú yndisleg börn sem nú þurfa að sjá á eftir móður sinni langt fyrir aldur fram. Eftir að við fluttum til útlanda og þau til Hafnar í Hornafirði hittumst við sjaldnar en héldum ætíð góðu sambandi. Þau byrjuðu síðan að reisa sér framtíðar húsnæði rétt hjá okkur. Einu sinni sem oftar hringdum við til að fá fréttir af gangi mála. Ingibjörg tjáði okkur þá að hún hefði greinst með mjög alvarlegan sjúkdóm. Þessi tíðindi voru reiðarslag, svo óraun- veruleg og óskiljanleg. Hvernig gat þetta gerst? Nú er barátta hennar við illvígan sjúkdóm á enda og miklum þjáningum lokið. Á kveðjustund er sár sorg og sökn- uður í hjörtum okkar allra sem hlotn- aðist sá heiður að kynnast og um- gangast Ingibjörgu. Við njótum einnig þeirra forréttinda að varðveita innra með okkur fallegar minningar um traustan og trúfastan vin. Björn, Bryndís, Stefán, Svanhvít og aðrir ástvinir, þið sem hafið annast hana hvern einasta dag, vakað yfir henni og stutt hana í erfiðri baráttu; innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Reynir, Ólöf og börn. Við Ingibjörg Andrésdóttir vorum ekki háar í loftinu þegar við fundum okkar bar saman á Smáraflötinni í Garðabænum árið 1973. Ég var ný- flutt í götuna, en Ingibjörg var þar heimavön og bauð mig strax vel- komna. Á þessum tíma var Ingibjörg lítið skott með sítt, ljóst, krullað hár og stór blá augu. Í minningunni líkist hún helst litlum engli og strax á þess- um aldri kom persónugerð hennar í ljós. Hún var ákaflega ljúf og góð og ég minnist þess ekki að nokkur mis- klíð hafi komið upp, hvorki fyrr né síðar. Árið 1975 fluttist ég út á land og það liðu átta ár þar til ég birtist aftur í götunni. Það fyrsta sem ég gerði var að banka upp á hjá Ingibjörgu og hún tók mér opnum örmum eins og ég hefði aldrei farið. Ég var svo heppin að fá að vera með í hennar bekk, sem reyndist mér mikil gæfa, því hún kynnti mig ekki aðeins fyrir vinkon- um sínum heldur tók hún mig líka undir sinn verndarvæng. Það fór ekki milli mála að í Ingibjörgu átti maður traustan vin. Fljótlega fór Ingibjörg að stunda handbolta af miklu kappi og ég fór í skátana, en þrátt fyrir að við skiptum okkur lítið af áhugamálum hvor ann- arar vorum við alltaf mjög nánar. Við hittumst eða töluðum saman á hverj- um degi, en nefndum ekki einu orði handbolta eða skátastarf. Upp frá stúdentsdeginum sáumst við mun sjaldnar, sérstaklega eftir að ég flutti til útlanda. Engu að síður stóð vinskapurinn traustur sem áður og nú síðast þegar ég talaði við hana í síma fyrir skömmu var það sama hlýj- an og umhyggjusemin sem alla tíð hefur einkennt hana. Þrátt fyrir erfið veikindi fylgdist hún grannt með okk- ur vinkonunum og það var hún sem hughreysti okkur og taldi í okkur kjark en ekki öfugt þegar hún var orðin veik. Ingibjörg var engli líkust í lifanda lífi og verður nú engill á himnum, sem ég veit mun vera með og vernda Bjössa og litlu börnin þeirra. Elsku Bjössi, Svanna, Bryndís, Stefán Björn og Svanhvít Ósk, ég votta ykk- ur öllum mína innilegustu samúð og bið Guð að vera hjá ykkur. Valgerður Halldórsdóttir. Á þessum fallegu sumardögum hvílir dimmt sorgarský yfir fjölskyldu og vinum Ingibjargar Andrésdóttur. Yndisleg ung kona hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir dauðanum. Hún barðist til hinstu stundar, óskaði einskis frekar en að fá að dvelja að- eins lengur á þessari jörð, sjá börnin sín vaxa upp og halda áfram að veita þeim ást og leiðsögn í lífsins ölduróti. Betri fyrirmynd og umhyggjusamari móðir var líka vandfundin. Börnin þrjú og Bjössi eiginmaður hennar voru henni allt og lífið snerist um að fjölskyldunni liði vel. Hún stóð ekki heldur ein. Í þetta rúma ár sem hún háði baráttu sína umvöfðu systkinin fjögur hana, studdu og styrktu. Og Bjössi stóð eins og klettur við hlið hennar, ástríkur, sterkur og traustur. Móðir hennar hefur líka sýnt afar mikinn styrk og verið litlu börnunum ómetanlegt skjól á þessum erfiðu tím- um. Þessi einstaka unga kona fæddist langyngst inn í stóran systkinahóp hjónanna Svanhvítar Reynisdóttur og Andrésar Péturssonar á Smára- flötinni í Garðabæ. Systkinin fjögur voru á aldrinum 11–16 ára þegar litla systir fæddist og voru ekki öll mjög spennt fyrir fjölguninni í vændum. Annað var uppi á teningnum þegar litla stúlkan kom heim. Hún var sann- ur sólargeisli, sem veitti birtu og yl allt um kring. Foreldrum sínum var hún einstök dóttir. Skapgerð hennar var með eindæmum góð, ljúf, hógvær og óspillt með öllu þó hún hlyti enda- lausa athygli og hefði getað fengið allt sem hún bað um. Umhyggjusemi og tillitssemi voru hennar einkenni og hennar eigin þarfir sátu aldrei í fyr- irrúmi. Þegar ég kom inn í fjölskylduna ár- ið 1978 var Ingibjörg á níunda ári. Ég hafði aldrei kynnst ljúfara og kurteis- ara barni og varð mjög undrandi að yngsta barn og eftirlæti allra gæti verið svona vel gert. Þetta ár var örugglega svolítið erfitt fyrir Ingi- björgu því á sama tíma eignuðust þrjú elstu systkinin maka og fluttu að heiman. En í stað þess að gráta það gladdist hún yfir að hafa nú eignast tvær mágkonur og einn mág„mann“, eins og hún sagði. Árið á eftir eign- aðist hún þrjú lítil frændsystkini sem hún tók miklu ástfóstri við – betri frænku og barnfóstru var ekki hægt að hugsa sér. Mér er minnisstæð fyrsta utanlandsferðin hennar þegar hún kom með okkur Magnúsi bróður sínum og Auði litlu frænku sinni, rúmlega ársgamalli, til Ameríku haustið 1980. Hvað hún var þakklát og glöð yfir öllu sem hún sá og upp- lifði. Ekki vildi hún nefna neitt sér- stakt sem hana langaði til að gera, en gladdist yfir ferð í dýragarðinn, á ströndina og líka í búðir því henni fannst gaman að eiga falleg föt og það var gaman að kaupa á hana. Ég var svo heppin að fá hana sem barnfóstru fyrir börn mín í tvö sum- ur. Það voru mikil rigningarsumur og oft erfitt að hafa ofan af fyrir ungum börnum. Aldrei brast hana þolinmæði og hún var tilbúin til að leika við þau endalaust án þess að þreytast. En Ingibjörg var ekki bara hvers manns hugljúfi, góð og glöð, hún var líka ákveðin, sjálfstæð, metnaðargjörn og dugleg og treystandi fyrir hverju sem var. Þessir eiginleikar nýttust henni vel í íþróttunum þar sem hún stóð sig afar vel og lék handbolta með Stjörn- unni frá unga aldri alla leið í meist- araflokk þar sem glæstir sigrar unn- ust. Í íþróttunum var hún Auði minni mikil fyrirmynd og Bryndísi dóttur sinni síðar meir. Ingibjörg var einnig góð náms- manneskja, samviskusöm og dugleg. Hún valdi sér hjúkrunarfræðinám að loknu stúdentsprófi og í því starfi nutu hæfileikar hennar og mannkost- ir sín vel. Þess nutu og sjúklingar og samstarfsmenn hennar, fyrst á Borg- arspítalanum og síðan á Höfn í Hornafirði þar sem fjölskyldan bjó í rúm þrjú ár. Árið 1987 kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Birni Björnssyni, og hófu þau sambúð nokkrum árum síð- ar og giftu sig í september 1995. Þau kynntust á Landsmóti UMFÍ þar sem bæði voru að keppa í boltaíþrótt- um með félögum sínum, en brennandi áhugi fyrir íþróttum einkenndi þau bæði og fjölskyldulíf þeirra. Í júní 1994 fæddist þeim dóttirin Bryndís og síðan Stefán Björn í nóvember 1997. Yngst er Svanhvít Ósk, fædd í ágúst 2001. Ingibjörg og Bjössi voru afar samstiga í uppeldi barna sinna og umhyggjan fyrir þeim var ómæld. Öll eru börnin gædd góðum kostum móður sinnar sem hefur notað tímann vel til þess að kenna þeim og sinna, veita þeim endalausa ást og um- hyggju, hlusta og tala við þau. Ekki hefur faðirinn látið sitt eftir liggja og hjá honum munu börnin halda áfram að njóta ástar og umhyggju, skiln- ings, tíma og leiðsagnar. Ingibjörg skilur eftir sig yndisleg börn og fyrir það verðum við að þakka. Drottinn gaf og Drottinn tók. Hann gaf okkur Ingibjörgu aðeins í tæp 35 ár, en þann tíma notaði hún vel og var fjölskyldu sinni og vinum sannur gleðigjafi. Ég veit að hennar hefur beðið góð heimkoma að leiðarlokum. Faðir hennar, Andrés, sem sá ekki sólina fyrir henni, hefur beðið með út- breiddan faðm og afi og Stella hafa örugglega ekki verið langt undan. Það er erfitt fyrir okkur ástvini hennar að sætta okkur við orðinn hlut. Þrjú ung börn, eiginmaður og móðir, sem misst hefur augasteininn sinn, skilja ekki tilganginn með þess- um örlögum. Við verðum samt að herða upp hugann og styðja og styrkja hvert annað. Að leiðarlokum þakka ég Ingibjörgu fyrir að hafa fengið að kynnast henni og njóta sam- vista við hana í 26 ár. Auður og Andr- és þakka bestu stóru frænku sinni fyrir ást og umhyggju frá því þau fæddust og öll munum við sameinast um að vera börnum hennar eins góð og við getum. Elsku Bjössi, Bryndís, Stefán Björn og Svanhvít. Sorg ykkar og eft- irsjá er ólýsanleg. Svanna mín og systkinin öll – orð eru með öllu gagns- laus. Við verðum bara að trúa og treysta að Ingibjörgu líði núna vel. Hún barðist af alefli, en fékk ekki meiri tíma. Minningin um yndislega konu lifir. Þórdís. Ég man ekki hvenær við Ingibjörg kynntumst. Frá því að ég man fyrst eftir mér var hún til staðar og flestar mínar bernskuminningar eru tengdar henni. Við vorum vinkonur, bestu vin- konur. Ég átti engin systkini, og var alveg sátt við það, enda átti ég Ingi- björgu sem var mér sem systir. Við bjuggum hlið við hlið á Smáraflötinni, bara eitt hús á milli okkar, og stutt að hlaupa yfir hvor til annarar. Þær eru margar minningarnar frá þessum æskuárum. Oftast vorum við úti við leik, hlupum um hverfið, í teygjó eða boltaleik á götunni, stálumst yfir ann- arra lóðir, hlupum um í hrauninu og lékum okkur við lækinn, ýmist tvær saman eða með hinum krökkunum í götunni. Oft sátum við líka bara sam- an þegar ekkert var að gera og spjöll- uðum eða dunduðum okkur tímunum saman. En það var líka fínt því við vorum svo góðar vinkonur. Ég man eftir gleðinni sem fyllti hugann þegar ég hitti vinkonu mína og ég hugsaði með mér að ég ætlaði aldrei að flytja og svona mundi þetta alltaf verða. Sem lítil stelpa var Ingibjörg hæg- lát og stundum svolítið feimin. Hún var góðhjörtuð og blíð, en samt líka drífandi og fylgin sér, sönn keppnis- manneskja. Við vorum að mörgu leyti ólíkar. Hún var kletturinn í vináttu okkar, ég var draumlyndari. Við brölluðum margt saman og enduðum marga glaða daga á skúffuköku og mjólk í eldhúsinu hjá Svanhvíti, þar sem var svo hlýlegt og gott að vera. Það er mikil gæfa að eignast slíkan æskuvin og alast upp með þessa hlýju, góðu öryggistilfinningu sem fylgir því að maður eigi hvor aðra að. Sú tilfinning styrkir mann og mótar fyrir lífið þótt leiðir skilji síðar. Það var mér mikil sorg þegar fjöl- skylduaðstæður mínar breyttust við fjórtán ára aldur og ég flutti. Ekki síst var það erfitt þegar ég missti þá mína bestu vinkonu. Við höfðum þó alltaf nokkurt samband í gegnum ár- in, en samt var missirinn mér mikill. Síðustu árin höfum við hins vegar aft- ur haft meira samband, sem hefur veitt mér mikla gleði. Elsku Ingibjörg, Guð geymi þig. Bestu þakkir fyrir vináttu þína. Kæri Björn, Bryndís, Stefán og Svanhvít litla, ég sendi ykkur og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð gefi ykkur styrk og sálarró. Elsku Svanhvít, Magga, Pétur, Magnús, Sverrir og fjölskyldur, hug- ur minn er hjá ykkur öllum. Sigríður Másdóttir. INGIBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.