Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 11 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Bologna 2. sept. Kr.19.990.- 7 nætur, flug, skattar, m.v. 2 fyrir 1. Netverð. Costa del sol 25. ágúst. Kr. 29.950.- Flugsæti með sköttum, beint flug. Netverð Mallorka 25. ágúst Kr. 29.950.- 7 nætur, flug, hótel, skattar, stökktutilboð, m.v. hjón með 2 börn. Netverð. Barcelona 2. sept Kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Netverð Portúgal 31. ágúst Kr. 39.950.- 7 nætur, stökktutilboð, hjón með 2 börn. Netverð. Króatía 1. sept. Kr. 29.995.- 7 nætur, stökktutilboð, hjón með 2 börn. Netverð. FÁNI með bólivísku frelsishetjunni Che Guevara blaktir við hún við sum- arbústaðinn Fuglakot við Meðalfells- vatn í Kjós. „Hver skyldi eiga þennan bústað?“ velta blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins fyrir sér á leið sinni fram hjá bústaðnum. Stuttu síðar beygja tvær konur í hressing- argöngu niður hjá bústaðnum, þetta eru þó ekki eigendurnir heldur æsku- vinkonurnar Hulda Matthíasdóttir og Oddný J.B. Mattadóttir. Þær segjast hafa verið samferða í gegnum allt lífið. Á næsta ári eiga þær sextugsafmæli, en þær kynntust þegar þær voru 5 ára gamlar í dans- skóla Rimor Hansen í Keflavík. Þeg- ar þær voru litlar voru lóðirnar þeirra horn í horn og í um 30 ár hafa þær báðar átt sumarbústað við Meðal- fellsvatn. Tveir bústaðir eru á milli, en í raun er það tilviljun að þær hafi keypt sumarbústað á sama stað. Þær segjast alltaf jafnlukkulegar að hitt- ast og að það skipti ekki máli þótt margir mánuðir líði á milli þess að þær hittist. Bústaðinn á bróðir Huldu, Magnús Bergmann. „Hann bróðir minn er að stríða fólki hér í kring og fólki sem keyrir hér framhjá, mömmu sinni til mikillar óánægju. Hann segir að allir haldi að hann sé kommi. Þetta er bara eitthvert grín sem hefur myndast hérna og hann skiptir um og setur upp allavega fána. Hann er með kín- verska fánann líka og alls konar sög- ur í kringum fánana. Þetta er bara grín hjá honum,“ segir Hulda. Tipluðu á gólfbitunum fyrstu skiptin í bústaðnum Í um þrjátíu ár hafa þær átt bústað við Meðalfellsvatn. „Foreldrar mínir keyptu hérna 16 fermetra kot fyrir 26 árum. Nú er það orðið geymsla og bú- ið að byggja annan bústað,“ segir Hulda, en móðir hennar og þrjú systkini eiga bústaðinn saman og svo er bróðirinn í næsta nágrenni. „Við vorum fyrst í litla kotinu sem mamma hennar keypti,“ segir Oddný. „Við erum oft að velta því fyrir okkur, ég og maðurinn minn, að fólk er að fara í bústað í dag og það er ekki hægt að fara fyrr en allt er orðið tipp topp. Við fórum inn þegar það var búið að setja ullina í gólfið og fjórar plötur. Við vorum með þrjá krakka og gátum rétt komið fyrir dýnum, sængum og pínulitlu borði. Svo tipluðum við bara á gólfbitunum. Þetta var þannig ég veit ekki hvað lengi. Við vorum alsæl með þetta,“ segir Oddný. Bústaðurinn sem Hulda, móðir hennar og systkini eiga heitir Vatns- kot, en Oddný segir að þau hjónin hafi aldrei verið alveg sammála um hvað bústaðurinn þeirra eigi að heita. „Ég vildi hafa gamla nafnið á heimilinu hans fyrir norðan, sem hét á gömlum kortum Tumsa, en svo bjuggum við á Melteigi 16 í Keflavík og nú erum við orðin ásátt að setja það nafn á, en er- um ekki búin að því,“ segir hún hlæj- andi. Hún segir að þau hjónin hafi verið í bústaðnum, Melteigi, nær allt sum- arfríið. Hulda segir að börn njóti sín vel við vatnið og eigi þaðan góðar minningar. „Við lentum aldrei í því að börnin okkar vildu ekki koma með okkur þegar þau voru unglingar. Við vorum stundum fjórtán hérna, við tókum megnið af vinunum þeirra með. Þá vorum við bara með tjöld,“ segir Oddný. Talsvert var einnig lagt á sig til að komast í sveitasæluna. „Okkar strákar voru mikið í íþróttum. Ef þeir komust ekki á föstudags- kvöldinu með okkur, þá bara settu þeir tannburstann í vasann og hlupu af stað úr Keflavík, fengu far eða eitt- hvað og hlupu megnið af leiðinni,“ segir Oddný. „Hér togar vatnið helst í mann og ekki síst á haustin. Oft er það speg- ilslétt og maður hangir fram á hand- riðið og horfir út á vatnið. Þá langar mann ekki heim, það er yndislegt,“ segir Hulda. Oddný segir að veiðin í vatninu hafi mikið breyst frá því þær stöllur fóru fyrst að venja komur sín- ar að vatninu. Þá hafi fiskarnir stokk- ið í vatninu á kvöldin. Hulda segir að það þurfi að grisja vatnið. „Það er mikið af bleikju hérna sem er margra ára en pínulítil og hefur ekki náð að stækka,“ segir hún. Sífellt fleiri eru að uppgötva Hvalfjörðinn og sveitirnar þar í kring Hafa verið sam- ferða í gegn- um allt lífið Morgunblaðið/Þorkell Æskuvinkonurnar Hulda og Oddný í veðurblíðunni við Meðalfellsvatn. „Hann bróðir minn er að stríða fólki hér í kring og fólki sem keyrir hér framhjá, mömmu sinni til mik- illar óánægju. Hann segir að allir haldi að hann sé kommi. Þetta er bara eitthvert grín sem hefur myndast hérna og hann skiptir um og setur upp allavega fána. Hann er með kínverska fánann líka og alls konar sögur í kring um fánana. Þetta er bara grín hjá honum,“ seg- ir Hulda um fánann af bólivísku frelsishetjunni Che Guevara sem bróðir hennar hefur dregið að húni við bústað sinn. „Hér togar vatnið helst í mann og ekki síst á haustin. Oft er það spegilslétt og maður hangir fram á handriðið og horfir út á vatnið,“ segir Hulda. Umferðin er mikið að aukasthérna inn. Fyrst [eftir að Hval- fjarðargöngin voru opnuð] var hún voða lítil. Við opnuðum sama ár og göngin og fólki fannst þetta mikið rugl, en nú er fólk mikið farið að fara í bíltúr hingað í Hvalfjörðinn og horfa á hann allt öðruvísi en það gerði áður. Það hefur aldrei komið áður inn þessa anga og áttar sig ekki á því að það sé svona mikil byggð hérna,“ segir Birna Einarsdóttir, sem rekur veitingastaðinn og versl- unina Kaffi Kjós við Meðalfellsvatn ásamt fjölskyldu sinni. Í vor stækkuðu þau kaffihúsið um helming og bættu við verslun þar sem sumarbústaðareigendur geta keypt helstu nauðsynjar. Þá er hægt að kaupa mat og ýmsar veitingar. „Við búum hérna rétt fyrir innan, á Hjalla. Þetta er fjölskyldufyrirtæki alfarið, við erum reyndar með ferða- þjónustu þar líka, þannig að þetta fleytir okkur áfram,“ segir Birna. Þá er fjölskyldan með smávegis sauðfjárbúskap og rekur hestaleigu, þannig að fjölskyldan hefur í nógu að snúast. „Þetta er bara eins og ferðaþjónustan er á Íslandi, það eru allir að reyna í allar áttir,“ segir hún. Yfirleitt er opið frá hádegi til klukkan sex á kvöldin, en af- greiðslutíminn er stundum teygður til átta á kvöldin um helgar. Á laug- ardagskvöldum er svo opnað aftur klukkan tíu. Þannig geta sumarbú- staðareigendur farið heim að grilla og bændur komið þegar þeir eru búnir í fjósi. „Við þurfum að fara heim að pústa. Það sem við reynum að gera með þessu er einnig að skipta um hlutverk,“ segir Birna. Hún segist frekar vilja kalla Kaffi Kjós félagsmiðstöð en hverfispöbb. „Þetta er svolítið eins og þorp hérna, þetta eru allt eignarbústaðir nema tveir starfsmannabústaðir, þannig að þetta er mikið til sama fólkið. Það kemur hingað í göngutúra og athug- ar hverja það hittir og hverjir séu á svæðinu,“ segir Birna. Félag bústaðareigenda á svæðinu stendur einnig fyrir ýmiss konar uppákomum, eins og brennu, hreins- unardegi og veiðikeppni og þá er að- staðan á Kaffi Kjós nýtt. Morgunblaðið/Þorkell Birna ásamt dóttur sinni Helgu Hermannsdóttur. Þetta var síðasti vinnu- dagur Helgu, en hún er á leið til Reykjavíkur í framhaldsskóla. „Fólki fannst þetta mikið rugl“ Sími: 568-1626 Rýmum fyrir nýjum vörum Útsölulok Erum að taka upp nýjar vörur á sumarvörum Allar útsöluvörur á 500 og 1000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.