Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 45
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 45 Skóladagvist Öskjuhlíðarskóla ÉG las ágætis grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag eftir Aagot Árnadóttur lækni. Í greininni fjallar hún um skóladagvist eldri nemenda í Öskju- hlíðarskóla. Það hefur verið eitt allsherjar stríð með þessa skóladagsvist vegna ágreinings milli Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins um hvor aðilinn eigi að greiða þessa skólavist. Nemendur Öskjuhlíðarskóla eru okkar minnstu bræður og er það til skammar að þessi mál séu ekki í lagi. Vil ég skora á Pál Magnússon fé- lagsmálaráðherra og borgarfulltrúa að koma þessu máli í lag sem fyrst. Bergþóra Jónsdóttir. Öllu má ofgera Í ÞÆTTINUM Íslandi í bítið er blöðum flett og lesið upp úr þeim. Ég hef tekið eftir því að Morgunblaðinu er oft sleppt. Hvað veldur því að ekki er lesið upp úr Morgunblaðinu sem að mínu áliti er besta blaðið? Gott er að vera húsbóndahollur en öllu má ofgera. 230626-4059. Sjónauki í óskilum SJÓNAUKI fannst við Höskuldar- velli á Reykjanesi 15. ágúst sl. Upp- lýsingar gefur Elvar Orri í síma 424 6848. Lyklakippa týndist GULLLITUÐ lyklakippa, með ein- um bíllykli og einum húslykli, týndist í miðbæ Reykjavíkur föstudags- kvöldið 6. ágúst sl. Á lyklakippunni stendur Honda og er hennar sárt saknað. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 696 5705 eða 867 5730. Kettlingar fást gefins SEX vikna fallegir kettlingar, kassa- vanir, fást gefins. Upplýsingar í síma 698 1811, 565 0143 og 899 0041. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Uppbyggingarstefnan – uppeldi tilábyrgðar“ er heiti á ráðstefnu semhaldin verður í Álftanesskóla á veg-um Þekkingarmiðlunar, Útgáfu- félagsins Sunnuhvols og Álftanesskóla á morg- un, föstudag. Stefnan leggur m.a. áherslu á uppbyggileg samskipti við börn og unglinga fremur en viðurlög. Stefnan á rætur sínar að rekja vestur til Bandaríkjanna og löng reynsla er komin á hana þar. Ráðstefnan hefst klukkan 8.30 og stendur fram eftir degi eða til 16. Páll Ólafsson, félagsráðgjafi hjá félagsþjón- ustunni í Hafnarfirði, er einn af þeim sem hafa kynnt sér þessa stefnu á undanförnum árum og komist að því að hún standi undir nafni og skili góðum árangri. Hvernig nýtist þessi stefna í starfi þínu? „Eins og ég lít á þetta þá gengur uppbygging- arstefnan út að gefa börnum tækifæri til að bæta fyrir mistök sín. Ég vinn sem barnavernd- arstarfsmaður og fæ til mín börn sem eru búin að koma sér í klandur eða gera eitthvað sem þau eiga ekki að gera. Vinnan gengur út á það að koma þessum börnum á stall og í jafnvægi. Fá þau til þess að sjá að þau eru ekki ómöguleg,“ segir Páll og bætir við að mikilvægt sé að börn- unum séu gefin tækifæri til þess að gera aðra uppbyggilega hluti. Hann segist trúa því að börn vilji vel og ástæða sé fyrir því ef þau haga sér illa. „Þau eru að gera sitt besta og það þarf að finna út af hverju þau geta ekki betur.“ Skilar þessi aðferð betri árangri en annað? „Já, mér finnst þetta skila miklu betri árangri. Hluti af þessu er fræðsla til foreldra, t.d. hvern- ig kemur þú fram við barnið þitt? Við tölum um fimm mismunandi aðferðir til þess að hafa sam- skipti við aðra. Það besta er einmitt þetta að geta talað við barnið og komast að því hvað það er sem það trúir á, hvernig vill það vera, hvað það stefnir að, í hvaða átt vill það fara og þetta sem það er að gera í dag, er það að hjálpa því? Þetta er ósköp einfalt. Hvað er það sem barnið vill? Hvað er það að gera í málinu? Er það að virka? Ef ekki, vill það þá taka þátt í að finna betri leið?“ segir Páll og leggur áherslu á að mikilvægt sé að börnin taki og finni til ábyrgðar á því sem þau er að gera, ekki síður en fullorðnir einstaklingar. Páll segir að með ráðstefnunni sé verið að segja að þessi stefna sé til sem hafi reynst vel í Bandaríkjunum. „Notkun hennar er alltaf að aukast og alltaf að breiða úr sér. Það er bara kominn tími til að Íslendingar fari að nota aðrar aðferðir við að ala upp börn,“ segir Páll og legg- ur áherslu á mikilvægi þess að foreldrar eigi í eðlilegum samskiptum við börnin sín, það sé besta lausnin. Uppeldi | Ráðstefna um uppbyggingarstefnu á morgun Áhersla lögð á samskipti  Páll Ólafsson, fé- lagsráðgjafi hjá Félags- þjónustunni í Hafnar- firði, fæddist árið 1964 og lauk meistaraprófi í félagsráðgjöf við Há- skólann í Lundi árið 1999. Páll er með fram- haldsmenntun í upp- byggingarstefnunni. Hann býr og starfar í Hafnarfirði en hann hefur unnið hjá Félagsþjónustunni í Hafnar- firði undanfarin tvö ár. Margrét Sigurðardóttir er maki Páls og eiga þau saman fjögur börn á aldrinum sjö ára til tvítugs. 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rf3 c5 4. d5 b5 5. Bg5 bxc4 6. Rc3 d6 7. e4 e5 8. Rd2 Be7 9. Rxc4 O-O 10. Bxf6 Bxf6 11. h4 Be7 12. Bd3 Rd7 13. De2 Rb6 14. Re3 Hb8 15. g3 c4 16. Bc2 Rd7 17. Hb1 Rc5 18. Rxc4 a5 19. b3 Ba6 20. O-O Dc7 21. Rd1 a4 22. Rde3 axb3 23. axb3 Hb4 24. Dd2 Hfb8 25. Dc3 g6 26. Ha1 Bxc4 27. bxc4 Bf8 28. h5 De7 29. hxg6 hxg6 30. Kg2 Bh6 31. Rg4 Dg5 32. Rxh6+ Dxh6 33. Hh1 Dg5 34. Hh4 Hb2 35. Hah1 Df6 36. Hf1 Ha2 37. Ha1 Hbb2 38. Hxa2 Hxa2 39. Db4 Staðan kom upp á breska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Scarborough í Englandi. Chris Ward (2490) hafði svart gegn Mark Quinn (2406). 39... Dxf2+! Hvítur hefði mátað eftir 39... Hxc2?? 40. Db8+ Kg7 41. Dh8#. 40. Kxf2 Rd3+ 41. Ke3 Rxb4 svartur stendur nú til vinnings enda munu peð hvíts falla eitt af öðru. 42. Bd1 Ha3+ 43. Kf2 Rd3+ 44. Kg2 Ha2+ 45. Kf3 Re1+ 46. Kg4 Hd2 47. Bb3 Hd4 48. Hh1 Hxe4+ 49. Kh3 Rd3 50. Ha1 Rc5 51. Ha8+ Kg7 52. Ba2 He2 53. Kg4 f5+ 54. Kf3 Hb2 55. g4 Kf6 56. gxf5 gxf5 57. Hf8+ Ke7 58. Ha8 Rd3 59. Ha7+ Kf6 60. Ke3 Rb4 61. Hd7 f4+ 62. Ke4 He2+ 63. Kf3 Hxa2 64. Hxd6+ Kf5 og hvítur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. HÁSKÓLI Íslands býður upp á fjöl- breytta dagskrá á háskólasvæðinu á Menningarnótt, bæði utan dyra og innan. Loft og andi verða viðfangs- efni dagsins, í öllum mögulegum út- færslum, og yfirskrift dagskrárinnar er „Góður andi“. Loftbelgir af ýmsum stærðum og gerðum skreyta grasflötina fyrir framan Aðalbyggingu HÍ, gestum verður boðið í Qi Gong-leikfimi og í tjöldum verða margvíslegir vísinda- leikir, sápukúlubrellur, loftbelgja- fræðsla o.fl. Í náttúrufræðahúsinu, Öskju, sitja spekingar Vísindavefjarins fyrir svörum og velta fyrir sér lífinu og tilverunni, furður og fornminjar úr eigu Háskólans verða til sýnis og fluttir verða örfyrirlestrar er tengj- ast lofti og anda á ýmsan hátt. Und- ur vísindanna verða kynnt með tól- um og tækjum, gestum gefst kostur á að fara í skoðunarferðir um Öskju og ungir vísindamenn kynna verk- efni sín. Hinir ástsælu Spaðar verða á svæðinu, og leika í Norræna húsinu kl. 16. Dagskrá Háskóla Íslands hefst kl.16 og lýkur kl. 19. „Góður andi“ í Háskólanum Morgunblaðið/Þorkell Í Háskóla Íslands verður fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt. Á MENNINGARNÓTT milli kl. 16 og 18 og kl. 20 og 23 verður haldinn Laufskálaupplestur og boðið upp á „opinn hljóðnema“ í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg. Fram koma meðal annarraVil- borg Dagbjartsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir sem kynnir nýja skáld- sögu, Birgitta Jónsdóttir sem les úr væntanlegri skáldsögu, Kristian Guttesen, Berglind Gunnarsdóttir, Bjarni Gunnarsson og Anna Lára Steindal sem lesa ljóð, Kristjón Kor- mákur Guðjónsson sem les úr nýrri skáldsögu, Haraldur Sigfús Magn- ússon sem les fyrir börn og full- orðna, Baldur Óskarsson og Einar Ólafsson sem lesa ljóð, Jón frá Pálm- holti sem kynnir væntanlega ljóða- bók og Kristín Svava Tómasdóttir, en hún náði í undanúrslit Sigur- skáldakeppni Eddu og Fréttablaðs- ins í vor. Einnig treður upp hljóm- sveitin 101. Margrét Lóa Jónsdóttir hefur gefið út 7 ljóðabækur og í haust kemur út hennar fyrsta skáldsaga, Laufskálafuglinn, hjá forlaginu Sölku. Á Laufskálaupplestrinum verður sérstök kynning á bók Mar- grétar Lóu. Upplestur og opinn hljóðnemi Fréttir á SMS Hallsvegur EKKI var rétt haft eftir Salvöru Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingasviðs, í blaðinu í gær að Hallsvegur muni hvergi koma nærri deiliskipulagi Úlfarsfells. Hún segir að vissulega muni umferð fara um Hallsveg en hins vegar geri deili- skipulag Úlfarsfells ekki ráð fyrir breikkun Hallsvegar. Leiðréttist þetta hér með. Nafnabrengl Í MYNDATEXTA við teikningu af Einari S. Einarssyni, eftir Pétur Halldórsson, myndlistarmann, í Tímariti Morgunblaðsins á sunnu- daginn, var Einar ranglega sagður Sigurðsson. Ennfremur að hann væri forseti Skáksambands Íslands, en hið rétta er að Einar S. Einarsson er fyrrverandi forseti Skáksam- bands Íslands. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.