Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður og formaður samgöngu- nefndar Alþingis, seg- ir í grein sinni í Morg- unblaðinu 17. júní sl. að sér finnist það forn- eskja að bifreið úr Reykjavík geti ekki farið í röðina hjá okkur í Keflavík og tekið túr til baka, og ef ég þekki þessa bifreiðastjóra úr Reykjavík eitthvað, yrðu þeir fljótir að koma sér á framfæri, þó svo að röðin væri ekki komin að þeim, og niðurbjóða sig gagn- vart heimamönnun, sem væru búnir að bíða í nokkra tíma í röðinni, en Reykjavíkurbíllinn kominn með andvirði túrsins úr Reykjavík í vasann. Það bíða engir túrar í Reykjavík eftir okkur. Ef bifreið úr Keflavík fengi túr til Reykjavíkur að kvöldi um helgar, getur verið að hann geti eitthvað lappað uppá þjón- ustuna þar, þá kæmi það eingöngu niður á okkur suðurfrá, sem þegar erum farnir að líða fyrir skort á af- leysingamönnum, af fyrrgreindum ástæðum. Þetta nýja líf sem Guð- mundur telur að yrði við þessar breytingar, bæði vegna lægra gjalds og að bifreiðar úr Reykjavík gætu orðið sér úti um farþega til baka, er ég ansi hræddur um að yrði líf átaka og illinda. Ég veit að það er ekki það sem Guðmundur vill. Ég þekki mitt fólk betur en Guðmundur og mun gera allt sem ég get til að koma í veg fyrir þessa hugdettu hans. Reykvísk- ir leigubifreiðastjórar virðast, eftir því sem maður heyrir allt of oft, vera mjög iðnir við að klóra augun úr hver öðrum, með uppákomum, svo sem allrahanda niðurboðum gagnvart hver öðrum, borgandi afgreiðslufólki í móttökum hótela 1.000 til 1.500 kr. ef það hringir í „hann“ sérstaklega ef Keflavíkurtúr hangir á spýtunni, einnig segir sagan að þetta af- greiðslufólk komi sér svo upp nokkr- um svona bifreiðastjórum til að plokka. Sé svo túrinn farinn á tilboðs- verði, er orðinn ansi rýr biti eftir. Til- boð er einungis að Leifsstöð, ekki ef túrinn endar í Keflavík. Akstur fyrir flugfélög er verðlagður á 4.500 kr., og fleira er hægt að tína til. Með þessa lýsingu í huga er auðsætt að það er mikið að hjá þessum kollegum okkar í Reykjavík, og það leysir engan vanda að gefa þeim frjálsar hendur í Keflavík, þeir verða að leysa sín heimavandræði sjálfir, það eru nógir vandræðamenn í Keflavík þótt þessir bætist ekki við. Mér hefir verið tjáð að gistiheimili í Reykjavík hringi ekki orðið í leigubifreiðastöðvarnar heldur komi sér upp einkaaðilum sem hafa samið við þau um niðursett verð, þetta eru alveg eins aðilar utan stétt- arinnar. Þetta kemur mér ekkert á óvart, því þessir athafna- menn eru allflestir í Samtökum ferðaþjónust- unnar, en þau hafa í gegnum tíðina leynt og ljóst agnúast út í leigu- bifreiðastjóra, og sakað þá meðal annars um skipulagða glæpastarf- semi gagnvart farþegum, eins og frægt var í Sleipnisverkfallinu hér um árið. Þessi yfirlýsing hefir ekki verið dregin til baka heldur var árétt- að að þessum upplýs- ingum hafi verið komið á framfæri til aðila ferða- þjónustunnar. Það eru því miður allt of oft frétt- ir í dagblöðum landsins að ungt fólk, og þar af leiðandi ekki með mikla reynslu í viðskipalífinu, og sem vinnur í veitinga- „bransanum“, sé hlunn- farið í kaupi og búi við harðræði á vinnustað. Þar sem Guðmundur hefir tjáð mér að hann vilji ekki fyrir nokkurn mun skaða okkur leigu- bifreiðastjóra færi mjög vel á því að hann skoð- aði leiðir til að við sæt- um við sama borð og aðrir atvinnumenn í akstri hvað varðar að- komu að t.d. vörugjöld- um á bifreiðum, og ekki með meiri kvöðum en aðrir, en þar erum við á einhverjum „viðhafnarskala“ hjá fjármálaráðuneytinu. Einnig vona ég að Guðmundur og aðrir sem réttu upp höndina og samþykktu áð- urnefnd lög um leigubifreiðar sjái sér hag í að laga þau að mannvænna um- hverfi, og taki mark á áliti annarra en þeirra sem stjórna stóru stétt- arfélagi, það er ekki sjálfgefið að þar veljist betri menn. Það er kominn tími til að lög um leigubifreiðar séu færð að manneskjulegu umhverfi og að tekið sé úr þeim þetta fjárplógs- fyrirkomulag að aðilar með hið meira próf á bifreiðar þurfi að taka auka- námskeið ef þeir ætla aka bifreið inn- an okkar ramma, og að lögin séu ekki þannig úr garði gerð að ráðuneyti og Vegagerð sé gefið algjörlega frjálst skotleyfi á stétt okkar, með ótrúlegri reglu- og banngleði, á því hvernig við viljum útfæra þá skyldu er við höfum tekið að okkur við að veita almenn- ingi góða og örugga þjónustu. Alveg finnst mér taka steininn úr í reglu- gerð, er kemur að mönnum innan stéttarinnar er hafa orðið fyrir veik- indum eða eru komnir til ára sinna og þurfa að fá aðstoð við að ná endum saman, enda liggja þeir vel við höggi. En hvað sem líður öllu tali um reglu- glaða og ómögulega embættismenn, verð ég að segja að mér hefir sýnst að mesti vandi stéttarinnar sé runn- inn undan rifjum manna innan okkar raða, þeirra sem alltaf eru að troða skóinn af öðrum og svífast einskis í að troða sér framfyrir. Ég hef ávallt álitið að það að vera á stöð væri hóp- vinna, en ekki að vera að vinna á móti stöð með því að bjóða í vinnu á móti henni, og fara svo af stöðinni með vinnuna, og láta svo kollegana eftir vinnulausa. Væri óskandi að í fram- tíðinni slæðist aðilar í stéttina með hærra samkenndarstig en að framan er lýst. Enn um leigu- bifreiðaakstur úr Keflavík Magnús Jóhannsson skrifar um leigubílaakstur Magnús Jóhannsson ’… mér hefirsýnst að mesti vandi stéttar- innar sé runn- inn undan rifj- um manna innan okkar raða …‘ Höfundur er stöðvarstjóri Ökuleiða svf. í Keflavík. HINN 29.7. 2004 sendi Þórólfur Árnason borgarstjóri (ÞÁ) út frétta- tilkynningu vegna áfangaskýrslu átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð (ÁHS) frá 28.7. 2004 og 12.8. 2004 birt- ist grein hans um sama efni í Morg- unblaðinu. ÞÁ bregst ekki við þeirri meginásökun í áfangaskýrslu ÁHS að borgaryfirvöld vinni gegn brýnustu hags- munum reykvískra kjósenda með kol- rangri stefnu við fram- kvæmdir og skipulag borgarinnar. Hann svarar út í hött ásökunum í skýrslunni um að borgaryfirvöld sói dýrmætu landi í miðborg Reykja- víkur og vinni þannig gegn hags- munum kjósenda með því að eyði- leggja nýtingarmöguleika landsins með ótækum framkvæmda- og skipulagsáætlunum og óábyrgu tali um að einmitt þetta land sé lítils sem einskis virði. ÞÁ bregst hvorki við tillögu ÁHS um mislæg hringtorgsgatnamót við Bústaðaveg né tillögu um Hring- braut í opnum stokki. Hann hefur hvorki skoðun á aukinni skilvirkni og umferðaröryggi, sem hlýst af til- lögum ÁHS né áhuga á því að tillög- urnar bæti skilyrði til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) og dragi úr stofn- og rekstr- arkostnaði um milljarða króna. Hann lætur eins og vind um eyr- un þjóta skoðanir stjórnarnefndar og læknaráðs LSH um að skoða beri gaumgæfilega tillögur ÁHS með tilliti til aukinnar hagkvæmni og gæða fyrir uppbyggingu sjúkrahússins. ÞÁ ræðir hins vegar 5. grein skýrslunnar þar sem borgaryfirvöld eru sökuð um að gefa ríkinu röska 4,5 millj- arða króna (110.000 kr. á hvert heimili í Reykjavík) með sam- komulagi frá 27.4. 2004 og segir að með lögum nr. 97/1990 sé borginni skylt að leggja til lóð undir LSH endurgjaldslaust og án gatnagerðargjalda. Á árunum 1969 og 1976 gerðu ríki og borg með sér samninga um upp- byggingu Landspítala við Hring- braut, um viðbótar byggingarland fyrir spítalann, um færslu Hring- brautar og um greiðslu leigulóðar- og gatnagerðargjalda, sem tækju mið af slíkum gjöldum á hverjum tíma og greidd væru miðað við framvindu byggingarframkvæmda. Ljóst er að lög nr. 97/1990 taka mið af þessum samningum ríkis og borgar frá 1969 og 1976 og ná því til allra annarra sjúkrahússbygginga en bygginga LSH. ÞÁ telur það til marks um að um- rædd lög nái til byggingarlands LSH að frá gildistöku þeirra hafi Reykjavíkurborg lagt til lóðir undir heilsugæslustöðvar, hjúkrunarheim- ili o.þ.h., án þess að reiknað hafi verið tekjutap þess vegna eða borg- arbúar taldir hlunnfarnir. Hann seilist hér langt í viðleitni sinni til að þjóna öðru en hags- munum Reykvíkinga því ólíku er saman að jafna varðandi stærð og staðsetningu. Annars vegar er um að ræða 140.000 m² af dýrmætasta byggingarlandi í miðborg Reykja- víkur fyrir LSH með færslu heillar stofnbrautar og ómældum áhrifum á allt skipulag og umhverfi. Hins vegar er um að ræða stakar smálóð- ir undir heilsugæslu eða öldr- unarheimili í úthverfum borg- arinnar. Lögskýring ÞÁ er röng því það stenst ekki skoðun að jafn öflugir samningar og þeir, sem hér um ræðir, milli ríkisstjórnar Íslands og borgarstjórnar Reykjavíkur, frá 1969 og 1976 ógildist af hreinni slysni, við það eitt að sett eru sam- steypulög nr. 97/1990 með slíkum afleiðingum og án þess að nokkur veiti því eftirtekt. Umboð borgarfulltrúa nær ekki til svo stórbrotinnar tilfærslu verð- mæta frá borg til ríkis án ítarlegrar umfjöllunar. Engin umræða hefur þó farið fram um þetta mál, hvorki fyrr né síðar. Eignaupptaka af þessu tagi, þó með lögum sé, væri auk þess brot á stjórnarskrá. 3. mgr. 34. gr. laga nr. 97/1990, sem ÞÁ vísar í, tekur til sjúkrahúss- bygginga, sem skilgreindar eru í 1.–3. tölul. 1. mgr. 24. gr. sömu laga, til svæðissjúkrahúsa, deildasjúkra- húsa og almennra sjúkrahúsa, þ.e. til allra sjúkrahúsa, annarra en LSH. Um lóðamál LSH gilda áð- urnefndir samningar ríkis og borg- ar frá 1969 og 1976 og um stjórn LSH gilda ákvæði 30. gr. laganna nr. 97/1990. Fullyrðing ÞÁ á ekki við nein rök að styðjast. Lög 97/1990 fela ekki í sér nein nýmæli. Þau eru samantekt á eldri lögum um heilbrigðisþjón- ustu, svo nefnd samsteypulög. Þau raska í engu samningum ríkis og borgar frá 1969 og 1976 um að á umsömdum lóðarauka LSH (svæði B og C) skuli gjöld fyrir lóðaleigu og gatnagerð taka mið af venjuleg- um skilmálum, sem gilda á hverjum tíma. Væri það þó rétt, sem ÞÁ full- yrðir, að með lögum nr. 97/1990 beri borginni að afhenda ókeypis land fyrir LSH er í fyrsta lagi ljóst að borgarstjórn Davíðs Oddssonar hefði í ríkisstjórnartíð Steingríms Hermannssonar gerst sek um mikil afglöp með því að andmæla hvorki á sínum tíma né sporna gegn laga- setningu um stórbrotna eignaupp- töku í miðborg Reykjavíkur. Trúi því hver sem vill. Í öðru lagi er ljóst að samningar ríkis og borgar frá 1969 og 1976 um stækkun lóðar Landspítalans til suðurs og færslu Hringbrautar, væru í heild ógildir og merking- arlausir því óhugsandi er að fella megi einhliða úr samningum af þessu tagi ákvæði um endurgjald fyrir landið án þess að allt sam- komulagið riðlist. Undanfarið hafa borgaryfirvöld þó ítrekað nefnt samningana frá 1969 og 1976 sem réttlætingu framkvæmda við færslu Hringbrautar. Í þriðja lagi er ekki tilefni fyrir ÞÁ og aðra ráðamenn að fagna upp- byggingu LSH við Hringbraut skv. núverandi áætlunum yfirvalda og með þeim fórnarkostnaði, sem nú blasir við öllum: A. Eftirgjöf leigulóðar- og gatna- gerðargjalda fyrir a.m.k. 4,5 millj- arðar króna B. Sóun lands við færða Hring- braut fyrir 11,0 milljarða króna C. Sóun ómetanlegra tækifæra til að skipuleggja samfellda miðborg- arbyggð frá gömlu höfninni að Nauthólsvík D. Hækkun stofnkostnaðar LSH um a.m.k. 4,0 milljarða vegna gömlu Hringbrautar og hækkun árlegs rekstrarkostnaðar um a.m.k. 1,0 milljarð af sömu ástæðu. Í fjórða lagi er ljóst að ef lög nr. 97/1990 giltu um lóðir LSH hefði ábyrgum yfirvöldum borgarinnar borið að vísa ríkinu á annað og ódýrara land fyrir sjúkrahúsið, t.d. í Fossvogi eða við Vífilsstaði. ÞÁ telur að greidd verði gatna- gerðargjöld af kennsluhúsnæði á lóð LSH. Í skýrslu nefndar um upp- byggingu LSH frá í apríl sl. segir að Háskóli Íslands óski að byggja um 16.000 m² kennsluhúsnæði. Gatnagerðargjöld af því næmu um 144 milljónum króna eða 30% af þeim 500 milljónum króna, sem borgaryfirvöld hyggjast af ein- hverjum ástæðum leggja til bíla- geymsluhúsa á lóð LSH. Í útreikningi á yfirvofandi tekju- tapi borgarinnar á röskum 4,5 millj- örðum króna miðaði ÁHS við upp- lýsingar um fyrirhugað sjúkrarými í ofangreindri skýrslu. Um stærstu gjöf Íslandssögunnar Örn Sigurðsson gerir athugasemdir við skrif borgarstjóra ’Hann svarar út í höttásökunum í skýrsl- unni …‘ Örn Sigurðsson Höfundur er einn af talsmönnum átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggj- andi skipulagstillögu bæjaryf- irvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf …“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.