Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HITAMET féllu á 132 veðurathug- unarstöðvum í hitabylgjunni í byrjun ágúst. Á tíu veðurstöðvum var mun- urinn á nýja metinu og því gamla 5°C eða meira. Mestur munur var á Litlu-Ávík á Ströndum eða 6,2°C. Hitinn fór þar mest í 26°C, en gamla metið var 19,8°C. Á Kleifaheiði og Klettshálsi var munurinn 6,1°C. Veðurstofan birtir á heimasíðu sinni töflu yfir allar veðurathugunar- stöðvar og hvar hitamet voru slegin. Mestur mældist hitinn á sjálfvirkri stöð á Egilsstöðum, þar sem hann var 29,2°C. Í Skaftafelli var hitinn 29,1°C og 29° á Þingvöllum og í Ár- nesi. Met féllu um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum lands- hlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vest- fjörðum og á Ströndum. Sums staðar við Breiðafjörð og sunnan til á Vest- fjörðum féllu eldri met ekki, ekki heldur við norðaustur- og austur- ströndina og met féllu bara sums staðar í Skaftafellssýslum. Metin eru talin mismerkileg þar sem sumar veðurathugunarstöðvarnar hafa ein- göngu verið í nokkur ár. Einsdæmi að hiti sé yfir 20°C í fjóra daga í röð í Reykjavík Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að við lestur eldri metlista komi í ljós að þessi hitabylgja hafi verið með þeim almestu sem komið hafa síðan mælingar hófust. Ekki er þó búið að reikna vísitölur hennar til saman- burðar við þær eldri. Hitabylgjan í júlí árið 1991 virðist ekki fjarri þess- ari að krafti, samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar, og eru hita- bylgjurnar í júlí 1976 og ágúst 1997 ekki langt undan þó sennilega séu þær minni. Hitabylgjur fyrr á öld- inni er erfiðara að meta, en lands- hitamet standa þó óhögguð, frá í júní 1939 og met Akureyrar og Seyðis- fjarðar úr hitabylgjunni miklu í júlí 1911. Veðurstofan segir metin á Strönd- um einna mest afgerandi þegar litið sé til langs tíma. Þar komst hiti mest í 23 stig árið 1925 en hiti fer afar sjaldan yfir 20 stig á Ströndum, enn sjaldnar en í Reykjavík. Hiti á Litlu- Ávík mældist, eins og áður segir 26°C, en þar hafa veðurmælingar verið stundaðar frá árinu 1995. Einnig telur Veðurstofan óvenju- legt í hversu marga daga hitabylgjan stóð. Hiti komst yfir 20 stig í fjóra daga í röð í Reykjavík sem mun eins- dæmi. Tvisvar er vitað um 20 stig þrjá daga í röð, það var í júlí 1939 og í ágúst 1893, fyrir meira en hundrað árum. Þá hefur aldrei mælst jafn- hlýtt og nú í neðstu 6 kílómetrum lofthjúpsins yfir Keflavík síðan sam- felldar háloftaathuganir hófust þar 1952. Veðurstofan segir að á næstu dög- um verði betur litið á þessar tölur. Nokkrar stöðvar hafi ekki enn skilað mælingum og þá verði hugað að hugsanlegum villum. Einnig sé eftir að bera saman sjálfvirkar og mann- aðar stöðvar, hiti á sjálfvirku stöð- inni í Reykjavík sé t.d. 0,9°C hærri en á þeirri mönnuðu þó aðeins séu fá- ir metrar á milli þeirra. Hitabylgjan ein sú almesta síðan mælingar hófust        !   "  # "$  %$&'() *  + ,- ./ + ,  ./ 0122' 32 / 14) / " ,  ()) 5  ( *) 1/ *'(  ( 6 *)  1 (  ' *21/ 712' 82'  " 9 :: ; !)1'() 1-'/ / <= ,  1 +1  ,  ">' &7!2 0 +-,1#) 52 1-'/ / #   !179  ; !)1'()  ?    ?         ?     ?             ?   ?                 ?         ?  ?  ?     ?         ?  ?  ?     Hitamet féllu á 132 veðurat- hugunarstöðvum um allt land Morgunblaðið/Jim Smart Sólstrandarstemmning skapaðist þegar góðviðrið stóð sem hæst. Það er einsdæmi að hitastig í Reykjavík fari fjóra daga í röð yfir 20 stig en tvisvar er vitað um 20 stig þrjá daga í röð, í júlí árið 1939 og í ágúst árið 1893. HITABYLGJAN í síðustu viku, og almennt gott veður það sem af er ágústmánuði, er farin að segja til sín í bókhaldi margra fyrirtækja sem selja og framleiða vinsælar vörur í hitastækju eins og ís, lamba- kjöt á grillið og áfengi. Hjá ÁTVR fengust þær upplýsingar að sala á bjór í síðustu viku hefði í mörgum vínbúðum verið 70-80% meiri en í „venjulegri viku“ og Emmessís og Kjörís framleiddu margfalt meira magn á við sama tíma í fyrra og kjötsala hefur verið mikil. „Aldrei kynnst öðrum eins látum“ Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri Emmessíss, segist aldrei hafa kynnst „öðrum eins lát- um“ í þau fjögur ár sem hann hefur starfað hjá fyrirtækinu. Lagerinn sé nánast að tæmast og margar vörutegundir uppseldar, eða 15-20 af um 100 tegundum. Söluaukning á sumum þeirra nemi 100% miðað við sama tíma í fyrra. Jón Axel reiknar með að í ágústlok hafi yfir 200 þúsund lítrar af Emmessís ver- ið seldir í mánuðinum, til sam- anburðar við um 150 þúsund lítra í ágúst 2003. Þar af eru um 90 þús- und lítrar af vélarísblöndu. „Við höfum þurft að auka við vaktir til að anna eftirspurninni og í september munum við líklega keyra tvær framleiðslulínur til að ná í skottið á okkur. Svo margar ís- tegundir hafa klárast,“ segir Jón Axel. Valdimar Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, er sammála keppinautum sínum í Bitruhálsi um að íssalan hafi sjald- an eða aldrei verið jafn mikil og í ágústmánuði. „Síðasta vika hjá okkur var algjör metvika, líklega þrefalt meiri sala í heildina en á sama tíma í fyrra. Sala á vélarís- blöndu er sennilega fjórfalt eða fimmfalt meiri,“ segir Valdimar og telur að í síðustu viku einni og sér hafi Kjörís sent frá sér hátt í 25 þúsund lítra af vélarísblöndu. Hann segir fyrirtækið hafa að mestu náð að anna eftirspurninni með því að lengja vinnudaginn. Lagerinn hafi jafnóðum tæmst. Sala á bjór og léttvíni tók kipp Rekstrardeild ÁTVR hafði ekki undir höndum tilbúnar sölutölur fyrir síðustu viku en af samskiptum við útibússtjórana mætti ráða að bjór- og léttvínssala hefði tekið mikinn kipp í langflestum vínbúð- um, ekki síst í smærri búðum og þeim sem ekki eru í verslanamið- stöðvum eins og Kringlunni og Smáralind. Aukningin á bjórsölu hefði verið allt að 80% miðað við hefðbundna söluviku, m.a. í Graf- arvogi, Austurstræti og á Dalvegi í Kópavogi. Til samanburðar má geta þess að vikuna fyrir versl- unarmannahelgi seldu vínbúðir ÁTVR nærri 500.000 lítra af bjór. Sala á lambakjöti fram úr björtustu vonum Markaðsráð kindakjöts hefur sent frá sér upplýsingar um sölu á lambakjöti í júlímánuði. Þá seldust 752 tonn, sem er 66% aukning frá júlí í fyrra. Salan á öðrum ársfjórð- ungi nam 1.800 tonnum, sem er 26% aukning milli ára. Ef tekið er tólf mánaða tímabil frá júlí 2003 til júlí í ár jókst lambakjötssala í landinu um ríflega 12%. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda, segir að þessi sala hafi farið langt framúr björtustu vonum manna. Ljóst sé að gott veður, vel- heppnað markaðsstarf og gott framboð á kjöti eigi stóran þátt í þessari miklu söluaukningu. Özur segir að þótt sölutölur fyrir ágúst- mánuð liggi ekki fyrir þá megi reikna með töluverðri aukningu frá sama mánuði á síðasta ári, en þá seldust 548 tonn. Hitabylgjan í síð- ustu viku hafi klárlega haft þau áhrif að fólk hafi grillað meira af kjöti en áður. Eingöngu lambakjötið sýndi sölu- aukningu í júlímánuði miðað við sama mánuð 2003. Samdráttur í öðrum afurðum var 10-36%. Í júlí sl. seldust 433 tonn af alifuglakjöti, 384 tonn af svínakjöti og 279 tonn af nautakjöti. Hitabylgjan farin að hafa áhrif í bókhaldi fyrirtækja Roksala á ís, áfengi og lambakjöti á grillið Morgunblaðið/Ásdís Í góða veðrinu að undanförnu hefur sala á ís verið gríðarleg og framleið- endur hafa vart haft undan eftirspurninni. Ekki hefur börnunum þótt ísinn slæmur, stórum sem smáum. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur staðfest úrskurð landbúnaðarráðu- neytisins um að fella úr gildi ákvörð- un hreppsnefndar Broddaneshrepps á Ströndum um að neyta forkaups- réttar að jörðinni Felli sem mun í Broddaneshreppi. Hreppurinn er einn sá fámennasti á landinu en íbúar hans voru 54 um liðin áramót sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Eigendur jarðarinnar hugðust selja fjárfestingarfélaginu F.G.J. Hafri ehf. jörðina en fram kemur í dómnum að félagið hyggst reisa þar orlofsaðstöðu fyrir fatlaða. Hrepps- nefndin vildi á hinn bóginn ekki að bú- skapur legðist af enda taldi hún jörð- ina eina þá bestu í hreppnum. Mikill munur væri á því fyrir íbúa í hreppn- um að þar væri fólk með fasta búsetu og á því að þar dveldi fólk í stuttan tíma í einu. Hugmyndir félagsins um að hafa sauðfé, hesta og hænsni á jörðinni gengju ekki upp ef enginn væri þar viðlátinn. Í niðurstöðum dómsins segir m.a. að hreppurinn hafi með málsmeðferð sinni brotið gegn meðalhófsreglu og andmælarétti. Málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst, s.s. með því að kanna betur hvernig kaupendur hugðust nýta jörðina. Var niðurstaða landbúnaðarráðuneytisins því stað- fest. Eggert Óskarsson kvað upp dóm- inn. Gátu ekki neytt forkaupsréttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.