Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 37
Í stétt okkar skip- stjórnarmanna eru til miklir afburða leiðtog- ar, Jón Þór var einn þeirra, með faglegan metnað fyrir starfi sínu af hæstu gráðu. Hans faglegi metn- aður kom og kemur okkur vel sem störfum við sjómennsku o.þ.h. Leiðir okkar Jóns lágu saman í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, um það leyti sem ég hóf nám þar, er það einn sá gagnlegasti og skemmti- legasti tími sem ég hef upplifað og má með sanni segja að Jón hafi verið einn af þeim fremstu til að skapa það sjó- lag í skólanum með sinni skemmti- legu kímni og faglega metnaði. Jón var mjög hjálplegur og skiln- ingsríkur á þarfir nemenda sinna, en gerði kröfur um árangur og aga sem öllum er hollt. Þegar ég stundaði nám við skólann var ég sem oftast á kafi í sjóbjörgunarmálum og meðal annars á bakvöktum sem gerðu það að verk- um að maður varð að rjúka af stað í útkall. Jón sýndi þessu mikinn skiln- ing, eftir útköllin vildi Jón fá fréttir hvort ekki hafi gengið vel og hvort maður hefði ekki örugglega lært eitt- hvað í sjómennsku í útkallinu og komu þá oft hvetjandi orð hans, þið stóðuð ykkur greinilega vel. Eftir skólann lágu leiðir oft saman og var það hjá Eimskipafélagi Íslands þar sem hann starfaði einnig af mikl- um metnaði og stolti. Sumarið 2002 var ég við afleysingar hjá Eimskip á M.S. Selfossi, var Jón þá með sem far- þegi, var það okkar önnur sjóferð saman, sú fyrri var 1996 og þá sem nemandi hans. Urðu þarna fagnaðar- fundir með okkur þar sem við höfðum ekki sést lengi. Markmið í þessari ferð hjá Jóni var að læra á siglingaforrit o.fl. um borð, því stóð það til að kenna á forritið í Stýrimannaskólanum, var honum ekki nóg að þýða leiðbeiningarnar, heldur varð hann að koma og sann- prófa hlutina og sjá þá ganga upp í raun. Þetta var ein sú skemmtilegasta og gagnlegasta sjóferð sem ég hef farið, með fyrrverandi kennara sínum á vaktinni meira og minna. Vaktirnar voru fljótar að líða, þar sem Jón sló ekki slöku við að fræða mann, fá að prófa hlutina og fræðast um nýja hluti. Síðasta samtal sem ég átti við Jón var símleiðis. Við ræddum námskeið fyrir sæfarendur, sem voru honum alltaf ofarlega í huga, að bæta mennt- un og öryggi þeirra. Var meiningin að hittast og fara yfir námskeiðið og koma því á koppinn. Jón Þór, minn góði vinur, strák- urinn kemur þessu námskeiði á og hefur þegar hafið þá siglingu. Frá 66°09’,9N 005°48’,6 W á leið í Pentland Firth, þaðan sem þú hefur fylgt mörgum nemendum þínum í gegnum tíðina, sendi ég þér mína hinstu kveðju. Eiginkonu, börnum og ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur Einar Örn Jónsson, stýrimaður Goðafossi. Mig langar að fara nokkrum orðum um góðan dreng, Jón Þór Bjarnason kennara, sem fallinn er nú frá, langt fyrir aldur fram. Ég kynntist Jóni Þór sem nemandi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík þar sem ég var við nám frá 1989 til 1992. Jón Þór kenndi mér og bekkjar- félögunum fyrst um sinn á tölvur og kom hann manni fyrir sjónir sem ákveðinn og röggsamur maður, en þegar maður fór að kynnast honum betur komu í ljós fleiri góðar og JÓN ÞÓR BJARNASON ✝ Jón Þór Bjarna-son fæddist í Reykjavík 20. febr- úar 1943. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 9. júlí. skemmtilegri hliðar á manninum. Hann var einstaklega mikill húm- oristi og ég tali nú ekki um hvað hann var klár yfir höfuð, svona maður sem allt lá opið fyrir. Jón Þór var líka góður kennari og hann átti sérlega gott með að miðla fræðunum til okk- ar nemendanna. Þegar við bekkjarfélagarnir sex sem tókum þriðja stigið (farmanninn) ’91– ’92 var Jón Þór okkar aðalkennari og þá urðu tengslin enn meiri við þennan skemmtilega mann. Hvað mig varðar þá var þetta einn skemmtilegasti tími í mínu lífi með góðum bekkjarfélögum og frábærum kennara. Haustið 2001 ákvað ég að setjast á skólabekk að nýju og fór í Tæknihá- skóla Íslands að nema iðnrekstrar- fræði og leitaði ég þá til Jón Þórs, míns gamla góða kennara, um aðstoð við að komast inn í stærðfræðina sem var nokkuð strembin. Jón Þór var meira en til í að aðstoða mig og áttum við einstaklega góðar stundir saman og lærði ég mikið á þessum stutta tíma. Mig langar að lokum að þakka þér, Jón Þór Bjarnason, fyrir þann hlýhug og vináttu sem þú sýndir mér í okkar samskiptum. Ég vona að þú hafir það gott á nýjum stað, þarna uppi, og við heyrumst örugglega aftur, þó síðar verði. Ég sendi fjölskyldu þinni inni- legar samúðarkveðjur og bið góðan guð að blessa þau og hugga á þessari erfiðu stund. Guðbjartur Örn Einarsson, Þorlákshöfn. Á árunum 1987–1992 var Jón Þór Bjarnason í stjórn Íþróttafélagsins Gerplu en auk þess kom hann einnig að ýmsum verkefnum á vegum félags- ins. Við sem æfðum fimleika hjá félag- inu á þessum tíma hrifumst öll af já- kvæðu viðhorfi og kraftinum sem einkenndi allt sem Jón Þór kom ná- lægt. Hann sýndi fimleikaíþróttinni mikinn áhuga og okkur öllum sem stunduðum íþróttina. Fljótlega eftir innkomu hans í félagið þekkti hann okkur öll með nafni en eitt af hans fyrstu verkefnum hjá Gerplu var að tölvufæra iðkendaskrá félagsins. Jóni Þór var mjög umhugað um að mæta sem best þörfum fimleikaiðk- enda hjá Gerplu og átti hann stóran þátt í þeim miklu umbótum sem gerð- ar voru á aðstöðu til fimleikaiðkunar á þeim tíma sem hann kom að stjórn fé- lagsins. Fyrst má nefna endurnýjun á gólfinu í íþróttasalnum en vinnu við það verk stjórnaði hann af mikilli röggsemi. Því næst kom hann að byggingu gryfjuhúss við hlið húsnæð- is félagsins. Í kjölfar þess var aðliggj- andi eignarhluti við húsnæði félagsins keyptur og endurbættur en með þessu tvennu voru fyrstu og einu skrefin stigin í stækkun á aðstöðu fé- lagsins í um tvo áratugi. Þessara breytinga og umbóta hafa iðkendur félagsins notið í fjölmörg ár og eiga þær eftir að koma þeim til góða um ókomna framtíð. Við munum enn eftir þeim dugnaði og krafti sem Jón Þór sýndi í þessum verkum og var já- kvæðni hans okkur öllum mikil hvatn- ing. Það var ekki bara í verklegum framkvæmdum sem Jón Þór lék lyk- ilhlutverk. Stuðningur hans við okkur sem vorum að keppa fyrir félagið á þessum tíma er mér enn minni- stæður. Á Norðurlandamóti í áhalda- fimleikum sem fram fór á Laugar- vatni 1989 var hann liðsstjóri og fylgdi okkur í gegnum undirbúning fyrir keppnina og á mótinu sjálfu með hvatningu og stuðningi. Jón Þór bar mikla umhyggju fyrir hag fimleikaiðkenda. Því kom ekki á óvart þegar Fimleikasjóður Íslands var stofnaður að hann var strax tilbú- inn til að leggja sitt af mörkum. Hefur Jón Þór verið í hópi öflugustu styrkt- araðila sjóðsins frá upphafi. Fimleika- fólk um allt land hefur notið góðs af stuðningi hans. Það er með miklum söknuði sem fimleikafólk kveður Jón Þór. Við verðum honum ávallt þakklát. Um leið og ég þakka fyrir að hafa fengið að starfa með Jóni Þór og fyrir hönd Íþróttafélagsins Gerplu þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið þá vil ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Jón Finnbogason, varaformaður Gerplu. Jón Þór Bjarnason hefur nú tekið stefnu til annarra landa og annarra vídda. Að loknum fundi sem við áttum saman, ásamt fleirum, 14. júní sl. um skipulag námsefnis fyrir skipstjórn- armenn og vélstjóra, fékk ég tækifæri til að keyra hann heim þar sem hann sagði mér opinskátt frá högum sínum og stöðu. Einnig var mér ánægja að fá að rétta honum og Kristbjörgu smá hjálparhönd heima fyrir. Hann ætlaði daginn eftir og dagana næstu á eftir að taka á móti nýnemum og umsóknum til stýrimannanáms og síðan að meta stöðu þeirra og mögu- leika til námsins. Engum sem kynnt- ist Jóni, duldist hvílíkur eldhugi hann var og áhugasamur í garð allra nem- enda sem hann taldi sér gjarnan, öðr- um fremur, skylt að hjálpa til að kom- ast yfir einhverja hjalla sem menn reka sig yfirleitt á í öllu námi. Ég hef það fyrir satt að öllu innritunarferlinu hafi verið lokið af hans hálfu, áður en ský dró fyrir sólu. Þannig var hans dugnaður og áhugi fyrir því að ljúka sínum trúnaðar- og ætlunarverkum. Við störfuðum lítillega saman síð- ustu 10 árin og var okkur yfirleitt vel til vina en stundum ekki alveg sam- mála. Það voru eiginleikar Jóns að hann hafði sínar bjargföstu skoðanir á hlutunum. En hann mundi eftir og gerði gam- an að smá ævintýri sem við lentum óvænt í er við hittumst í Camden í Bandaríkjunum í desember-janúar 1966. Hann var þá á Selfossi en ég á Jökulfellinu. Þá var löndun á frystum afurðum háð því að ekki rigndi eða snjóaði í lestarnar. Það kom því stundum til að skipin urðu að dvelja nokkrum dögum lengur í höfn en ætl- að var. Þá fengum við Jón frí og ætl- uðum að fara til New York (skreppa í bæinn) en ýmis ævintýri á leiðinni urðu þess valdandi að við náðum ekki réttri ferðaáætlun með lestinni og kynntumst í staðinn manni sem leiddi okkur um ýmsar aðrar slóðir og í ferðalag sem var ekki síður gaman að. Þetta rifjuðum við upp með svolitlum gáska á leiðinni heim til Jóns 14. júní sl. Hann hafði engu gleymt. Far- mennskan hefur þó breyst og nú standa ekki lengur óvænt ævintýri, lík þessum, til boða. Skipulagið er á allt aðra vísu. En núna og í þetta sinn, árið 2004 var stefnan tekin fyrir Jón, ekki af því hann að kynni ekki til þeirra hluta, heldur var sá sem öllu ræður með leiðandi stefnu. Við sættum okkur öll við ráð hans og gjörðir, um annað er vart hægt að fást. Megi verndari vor allra styðja þig Kristbjörg og fjöl- skylduna alla, Guð veri með ykkur. Harald S. Holsvik. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 37 Ég kynntist Körlu þegar ég og fjölskylda mín fluttumst að Voga- braut 12 í janúar 1971, þá bjó hennar fjölskylda að Vogabraut 10. Við bjuggum hlið við hlið í 10 ár. Þessi ár eru mér mjög dýrmæt í minningunni. Börnin voru að vaxa og þroskast. Það myndaðist fljótt góður samgangur og vinátta milli heimilanna. Ég komst fljótt að því að heimilið og fjölskyldan var það sem líf hennar snerist um. Eins og svo margar sjómannskonur þá þurfti hún að bera ábyrgð á öllum rekstri heimilisins, þegar eigin- maður hennar Friðrik Jónsson skipstjóri var í siglingum. Hún vitnaði oft í þá daga. Sama var hvenær ég heimsótti Körlu, heim- ilið hennar var alltaf svo vel þrifið og gljándi. Hún sinnti því af alúð og umhyggju. Það var hennar stolt. Hún var mjög heimakær og leið best á heimili sínu. Hún lét sér mjög annt um fjöl- skyldu mína. Hún fylgdist svo vel með börnum mínum að unun sætti. Hún varð vitni að því þegar yngri dóttir mín fór að hjóla á tvíhjóli í fyrsta sinn. Það var svo skemmti- legt hvernig Karla lýsti því. Hún var í krummafót með húfuna ofan í augu, en gafst ekki upp. Hún náði takmarkinu. Jón Þorvaldur sonur minn og yngsti sonur Körlu, Ólaf- ur, urðu bestu vinir og hélst sú vinátta órofin alla tíð. Hann býr á Grænlandi en Jón bjó í Noregi. Við ræddum þetta oft hve dýrmætt það væri fyrir börnin okkar að eiga trausta og góða vini. Ólafur heim- sótti Jón og fjölskyldu nokkrum sinnum til Bergen. Það verða erfið spor fyrir hann að fylgja móður sinni síðasta spölinn, nýbúinn að koma frá Grænlandi til að vera við jarðarför besta vinar síns. Mig langar að lokum að þakka Körlu fyrir alla þá tryggð og umhyggju sem hún hefur sýnt mér og mínum bæði í gleði og sorg. Sólborgu Guð- ríði Bogadóttur afasystur Ingjalds eiginmanns míns var ákaflega hlýtt til Körlu. Hún hafði búið í Skotlandi og flutti háöldruð til Akraness í skjól okkar. Karla heimsótti hana oft, gaf henni sherrý og snyrti hana. Þegar Sól- borg flutti inn á Dvalarheimilið Höfða kom Karla alltaf til hennar á Þorláksmessu og snyrti hendur hennar og fætur og gaf henni góð- an tíma. Fyrir þetta erum við hjón- in henni ævinlega þakklát. Eftir að Karla og Friðrik fluttu til Reykja- víkur hélt hún áfram að fylgjast með okkur, hringja til mín eða heimsækja. Sumarið 2003 mætti hún á Rótarýfund ásamt manni sínum til að hlusta á erindi sem sonur minn flutti. Hann var að segja frá doktorsverkefninu sínu. Síðan komu þau í stutta heimsókn á heimili okkar. Þá urðu fagnaðar- fundir. Við fórum strax að rifja upp gamla tímann. Nú er jarðvist hennar lokið. Ég kveð Körlu með söknuði, en þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni. Við hjónin og fjölskyld- an okkar þökkum fyrir sam- fylgdina. Við sendum Friðriki og fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir. Mér er ljúft að rifja upp gamlar minningar sem ég átti með Köllu. Að draga fram innsýn af lífi henn- ar og finna þverskurð af því er mér ekki auðvelt án þess að við allar Kalla, Ásta, Magga og sú sem ritar þessar línur taki þátt í leiknum. Magga lést aðeins 57 ára, langt um aldur fram. Við vorum allar mikið saman á fimmta áratug síðustu aldar, þegar heimurinn hafði ekki þjappast svona saman eins og við þekkjum í dag. Áhrif styrjaldarár- anna voru ekki horfin og hið kyn- bundna sjónarhorn í fullum gangi, konum var ekki allt leyfilegt sem körlum þótti sjálfsagt. Ekki má gleyma Hollywood bíómyndunum sem við féllum alveg fyrir eða nylonsokkunum sem við keyptum „á svörtu“, sokkum með saum sem þurfti sífellt að laga. Reykjavík var ekki stór á þessum árum, var það flott að fara í bæinn og ganga rúntinn þar sem við þekktum ann- an hvern mann, strákarnir sem keyrðu hring eftir hring á eldgöml- um drossíum með rúðuna galopna svo að „Kanatónarnir“ næðu eyr- um fjöldans. Í því sem lýtur að veraldlegum gæðum áttum við stöllurnar ekk- ert, frekar en annað alþýðufólk á þessum tíma. Takmark okkar var að fá vinnu í búð og það gekk eftir, Kalla í bókabúð, Ásta í apóteki, Magga í matvöruverslun og ég sjálf í skranbúð. Það þarf ekki að orðlengja það að við skemmtum okkur vel saman allar fjórar stöllurnar. Við stofn- uðum nafnlausan saumaklúbb og trúðum hver annarri fyrir leynd- ustu leyndarmálum okkar, flissuð- um og hlógum á víxl. Síðan tók al- varan við, við fengum nýtt hlutverk. Hlutverk sem var kjarn- inn í tilverunni, lífið sjálft. Allar giftumst við, eignuðumst mörg börn og barnabörn. Þráðurinn á milli okkar slitnaði aldrei. Það sögðu jólakortin, sem við sendum hver annarri; við lestur þeirra rifj- uðust upp mörg augnablik sem vel eru geymd í vitund okkar. Kalla hugsaði vel um heimili þeirra Friðriks svo af bar og móð- urhlutverkinu sinnti hún af alúð og samviskusemi. Börnin þeirra kom- ust til manns. Hún vissi nákvæm- lega hvar hún stóð í tilverunni og var hamingjusöm. Ég man vel eftir því augnabliki þegar við vinkon- urnar heimsóttum Köllu í litlu íbúðina, sem þau hjónin hófu bú- skap sinn í. Kalla sýndi okkur mynd af manni sínum, Friðriki Jónssyni stýrimanni í einkennis- búningi starfsins. – Guð hvað hann er myndarleg- ur, var hrópað. Þá varð Kalla allt í einu dreymin til augnanna og gleymdi sér andartak og brosti til okkar. Það fór ekki á milli mála að hún bar djúpar tilfinningar til eig- inmanns síns. Ég má ekki láta hjá líða að nefna þegar Kalla fór utan með manni sínum. Að líta út fyrir landsteinana var nokkuð sérstakt á þessum tíma, allt svo framandi sem að aug- um bar. Kalla hafði ríka frásagn- argáfu sem birtist í hógværð og háttvísi. Kalla lýsti fyrir okkur með handahreyfingum hvernig „rúllustigi“ liti út í mollinu þar sem þau Friðrik versluðu. Það var al- veg nýtt fyrir okkur að heyra þetta. Já, Kalla var sigld í fyllstu orðsins merkingu. Kalla var heilsteypt manneskja, lagði aldrei illt orð til nokkurs manns heldur hafði óbilandi trú á hið góða í manninum. Hún var gestrisin með afbrigðum og hafði góða nálgun. Ég kveð vinkonu mína Körlu Stefánsdóttur með virðingu og söknuði, veit að Magga vinkona tekur vel á móti henni. Ég votta Friðriki samúð mína og fjöl- skyldunni allri. Pálína Kjartansdóttir. Elsku Kalla, Það er sárt að þurfa svo skyndilega að sitja hér og skrifa um þig kveðjuorð. Upp í hugann koma margar góð- ar minningar um samverustundir á liðnum árum en síðan hellast yfir mig tilfinningar og eru sorg og söknuður þar mest yfirþyrmandi. Ég sakna þess að fá ekki að hitta þig framar og ég syrgi það að börnin mín fái ekki lengur að njóta þín því þú reyndist okkur alltaf vel og það var sama hvað gekk á, þú tókst okkur alltaf opnum örmum. Jólin 2002 eru mér sérstaklega kær því þá gáfuð þið Friðrik mér þrjá engla í jólagjöf, einn þeirra táknaðì mig en hinir tveir börnin mín tvö og þú sagðir mér að með þessu vildir þú sýna mér hversu kær við værum þér og að ég yrði alltaf ein af ykkur. Fyrir þetta vil ég þakka þér og jafnframt segja þér að þú munt alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu og minningin um yndislega langömmu mun ávallt lifa með mér og börn- unum. Elsku Friðrik, hugur minn er hjá þér og fjölskyldunni allri á þessari stundu. Megi Guð styrkja ykkur og styðja. Jóhanna. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.