Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jaa soo, er þetta svo þessi fræga „Ólafsgjá“? Óvissa um skóladag-vistun fatlaðrabarna í 5.–10. bekk Öskjuhlíðarskóla næsta vetur kemur illa við foreldra barnanna og starfsfólk skólans. Ekki hefur náðst samkomulag milli Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytis- ins um hvort þeirra eigi að greiða fyrir dagvistunina og hvorugt vill kannast við að málið heyri undir sig. Öskjuhlíðarskóli hefur því hvorki getað ráðið starfs- fólk fyrir veturinn né und- irbúið dagvistun barnanna að öðru leyti. Síðustu ár hefur húsnæðisskortur og mannekla háð skólanum og síð- asta vetur var t.a.m. ekki unnt að veita öllum börnunum dagvistun fyrr en um áramótin þegar auka- húsnæði fékkst. Í kjölfar þess kom málið inn á borð til stjórnvalda en lausn hefur enn ekki fundist. „Það er alveg ömurlegt að þurfa að standa frammi fyrir þessu fjórða árið í röð,“ segir Karlotta Finnsdóttir, móðir þroskaheftrar og ofvirkrar stúlku sem byrjar í 8. bekk í næstu viku. Hún segist þurfa að minnka við sig vinnu vegna þess að dagvistun fáist ekki. Auk þess þoli dóttir hennar illa þá röskun sem hlýst af því að vera send á ólíka staði eftir skóla en þegar dagvistun fékkst ekki í fyrra kom mikið rót á hana. Hún tók æðisköst og þurfti á lyfjum að halda. „Það skiptir miklu máli fyr- ir þessi börn að hafa fasta punkta í deginum,“ segir Karlotta. Jóna Valbergsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir málið fyrst og síðast stranda á því að réttindi barnanna á þjónust- unni séu ekki skilgreind í lögum. Þjónusta án lagaheimildar Reykjavíkurborg greiðir fyrir dagvistun allra barna í 1.–4. bekk í grunnskólum borgarinnar en í þau ellefu ár sem Öskjuhlíðarskóli hef- ur séð um dagvistun fatlaðra barna í 5.–10. bekk hefur sú þjón- usta hvergi verið skilgreind í lög- um eða samþykktum. Skólinn hef- ur því ekki fengið beina fjár- veitingu vegna dagvistunar eldri nemendanna en fær greiddar um 20 milljónir á ári fyrir dagvistun yngri nemendanna. Foreldrar barnanna greiða mánaðarlega fyr- ir þjónustuna og nema þær greiðslur alls um 10 milljónum á ári en heildarkostnaður við dag- vistun í skólanum er hins vegar um 50 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og vantar því um 20 milljónir upp á að endar nái sam- an. Reykjavíkurborg hefur greitt þann mismun, án þess þó að við- urkenna formlega að dagvistunar- þjónustan heyri undir borgina, að sögn Stefáns Jóns Hafsteins, for- manns Fræðsluráðs. Hann segir ljóst að málefni fatlaðra barna heyri undir félagsmálaráðuneyti eins og málefni fatlaðra einstak- linga á öðrum aldri og önnur túlk- un á lögum um málefni fatlaðra gangi ekki upp. Umboðsmaður barna skoraði á ráðherra Í kjölfar þess að Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðar vakti athygli umboðsmanns barna á málefnum dagvistunar fatlaðra barna, ritaði umboðsmaður bréf til félagsmálaráðherra. Í bréfinu er skorað á ráðherrann að hafa for- göngu um að skera á þann hnút sem hefur myndast og finna fram- tíðarlausn á málinu. „Það ófremd- arástand, er ríkir í málum barnanna í dag er engum til sóma,“ segir m.a í bréfinu. Þar er einnig bent á að í 8. og 9. gr. laga um málefni fatlaðra komi fram að starfrækja skuli dagvistunar- stofnanir og taka tillit til þarfa fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun. Hermann Sæmundsson, settur ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu, segir að ráðuneytið harmi að þessi ágreiningur bitni á nem- endunum en ljóst sé að málið heyri undir borgaryfirvöld. Hann segir að undirbúningur að endurskoðun laganna um málefni fatlaðra sé hafinn og þar verði meðal annars kannað hvort flytja beri mála- flokkinn yfir til sveitarfélaganna og skerpa skilin á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Skóladagvistun fatl- aðra barna sé hins vegar verkefni sem Reykjavíkurborg hafi farið af stað með og beri ábyrgð á og því sé eðlilegt að borgin standi áfram undir því. „Við höfum heitið því á móti að taka málið upp í þeirri endurskoðun sem fyrirhuguð er á lögum um málefni fatlaðra,“ segir Hermann. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra segir að ábyrgðin liggi alfarið hjá borginni. Hann kveðst þó hafa skilning á þeirri stöðu sem upp sé komin og því hafi hann beð- ið sitt fólk í ráðuneytinu að fara yf- ir málið og hvort eitthvert svig- rúm sé til að bregðast við stöðunni. Spurður út í ákvæði laga um málefni fatlaðra sem kveða á um rétt þeirra til dagvistunar seg- ir Árni það liggja fyrir að þessi börn njóti sömu þjónustu hjá svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra og önnur börn. „Að einhverju leyti verður komið til móts við þarfir þeirra hjá svæðisskrifstof- unni en ekki með sama hætti og gert er í skólanum,“ segir Árni. Fréttaskýring | Óvissa um skóladagvist- un 5.–10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla Kemur mjög illa við foreldra Bæði félagsmálaráðuneytið og borgin segja málið ekki heyra undir sig Frá leiksýningu á vegum Öskjuhlíðarskóla. Húsnæðisaðstæður mjög bágbornar  Einar Hólm Ólafsson, skóla- stjóri Öskjuhlíðarskóla, segir óvissu um dagvistunina koma upp árlega. „Nú snýst þetta reyndar um hver eigi að borga. Ef við fáum boð um að sjá um þessa þjónustu er eftir að ráða allt starfsfólk, því við getum ekki farið að auglýsa eftir starfsfólki í þessari óvissu. Þar fyrir utan eru aðstæðurnar í húsnæði [skólans] mjög bágbornar,“ segir Einar sem reiknar með að um 50 sæki um dagvistun næsta vetur. arnihelgason@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.