Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn á það alltaf til að vera svolítið uppstökkur en þú ert þó óvenju þrætu- gjörn/gjarn í dag. Reyndu að halda ró þinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að sýna börnunum í kringum þig þolinmæði í dag. Minntu þig á að börnin læra af því sem við gerum frekar en því sem við segjum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert óvenju sjálfstæð/ur og uppreisn- argjörn/gjarn í dag. Þú hefur einfaldlega þörf fyrir að standa fast á þínu, sér- staklega á heimilinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ennþá óvenjumikil hætta á óhöppum eða særindum í kringum þig. Hugsaðu áður en þú talar og reyndu að taka tillit til tilfinninga annarra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það munu líklega verða einhvers konar breytingar á fjármálunum hjá þér á næstunni eða því hvernig þú aflar tekna. Þú ættir þó ekki að segja upp vinnunni umhugsunarlaust. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að hafa hemil á sjálfri/sjálfum þér í dag. Það er mikil hætta á því að þú talir af þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert of óþolinmóð/ur til að vinna verk sem krefjast mikillar einbeitingar í dag. Þú vilt hlaupa úr einu í annað og gera það sem þér dettur í hug þá og þá stund- ina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér hættir til of mikillar hreinskilni í samtölum þínum við aðra í dag. Þú segir það sem þú meinar og meinar það sem þú segir, en ertu viss um að það skili þér tilætluðum árangri? Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Réttlætiskennd þinni er með einhverjum hætti misboðið í dag. Það getur líka ver- ið að heimska einhvers gangi hreinlega fram af þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú stendur fast á þínu í samræðum um stjórnmál, trúmál og heimspeki í dag. Þú skilur hreinlega ekki að aðrir skuli ekki vera þér sammála. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú vilt ekki bera ábyrgð á einhverjum eða einhverju lengur. Þú ert tilbúin/n til að styðja við bakið á öðrum en gerir þó kröfu um að þeir standi á eigin fótum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú lendir líklega í deilum við maka þinn eða náinn vin í dag eða á morgun. Þetta er því ekki besti tíminn til að ræða mik- ilvæga ákvörðun. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru sjálfsörugg og þolinmóð og hafa oft mikil áhrif á umhverfi sitt. Það verður mikið að gera hjá þeim í félagslífinu á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og bað kl. 9, boccia kl. 10. Hárgreiðsla, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, hjólreiða- hópur kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Ásgarður | Glæsibæ. Brids kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–16, bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16, fótaaðgerð kl. 9–17. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45, bað kl. 9–14, söngstund kl. 14–15, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 9– 15. Kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári | Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Hraunsel | Flatahrauni 3. Húsið opnað kl. 9, kl. 13.30 bingó. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11, fé- lagsvist kl. 13.30–16. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Hæðargarður | Vinnustofa og bað kl. 9– 16.30, pútt, kl. 10 ganga, hárgreiðsla. Langahlíð 3 | Fótaaðgerð kl. 9, hárgreiðsla kl. 10, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Vesturgata | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, bað kl. 9.15–14, hannyrðir kl. 9.15– 15.30. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10, handmennt kl. 9.30–16, fótaaðgerð kl. 10– 16, brids kl. 13–16. Sléttuvegur 11 | Opið í ágúst frá kl. 10–14. Frístundir Hrafnista, Hafnarfirði | Sigurbjörg Gísla- dóttir opnar listaverkasýningu kl. 14. Sig- urbjörg er fædd 23. apríl 1913 að Dalbæ í Flóa. Hún er í dægradvöl á Hrafnistu. Sig- urbjörg sótti námskeið í útsaumi hjá Brim- nessystrum og síðar hjá Júlíönu Jónsdótt- ur,sem kenndi kúnstbróderí í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur staðið yfir sam- starf um teikningu á útsaumsmynstrum milli hennar og dóttur hennar, Margrétar Friðbergsdóttur myndlistarkennara. Sýn- ingin stendur til 21.september. Námstefnan | Uppbyggingarstefnan – Upp- eldi til ábyrgðar verður í Álftanesskóla á morgun kl. 8.30–16. Námstefnan er ætluð öllum sem vinna með börnum og ungling- um. Aðalfyrirlesarinn er Judy Anderson, sem var skólastjóri í Richfield í Minnesota og hefur reynslu af uppbyggingarstefnunni sl. 12 ár. NA (Ónefndir fíklar) | Opinn fundur kl. 21 í KFUM&K, Austurstræti. GA-Samtök spilafíkla | Fundur kl. 20.30 í Síðumúla 3–5. Kirkjustarf Háteigskirkja | Taizé-messa kl. 20. For- eldramorgnar kl. 10–12. Pútt aðra daga, hafa samband við kirkjuvörð. Vinaheim- sóknir til þeirra sem þess óska. Upplýs- ingar í síma 511 5405. Landspítali | Háskólasjúkrahús, Arnarholt. Guðsþjónusta kl. 15. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Sigurbjörns Þorkelssonar og Gunn- ars Gunnarssonar. Vídalínskirkja | Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Landakirkja | í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Þorlákskirkja | Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Leiklist Leikfélag Hafnarfjarðar | Gamla Lækjar- skóla. 13 manna hópur ungs fólks frá átta löndum og landsvæðum sýnir leikritið „Beauty“ eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Menningarnótt Dagskrá Menningarnætur má sjá á Mbl.is/ áhugavert efni og á vefsvæðinu http:// www.reykjavik.is. Myndlist Eden | Hveragerði. Nú stendur yfir mál- verkasýning Sigríðar E. Einarsdóttur. Um er að ræða landslagsmyndir frá þessu ári. Sig- ríður stundaði nám í Myndlista- og hand- íðaskólanum og nam olíumálun, hérlendis og erlendis. Sýningin stendur til 22. ágúst. Skemmtanir Dátinn | Akureyri. Dj Leibbi. De Palace | Hafnarstræti. EMP, Textavarp, Nafnlausir, Stríðsmenn. Duus hús | Reykjanesbæ. Tónleikar til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum kl. 21. Fram koma Rúnar Júlíusson, Halldór Bragason, R&B sveitin Vax og Breiðbandið. Ekkert aldurstakmark. Garðatorg | Garðabæ. Schpilkas með tón- leika kl. 21. Glaumbar | Búðabandið, kl. 21–23. Grandrokk | Forgarður helvítis, Sólstafir, Drep. Hverfisbarinn | Bítlarnir. Kaffi list| Spilabandið Runólfur kl. 22. Prófasturinn | Vestmannaeyjum. Gummi Jóns með tónleika. Söfn Minjasafn Austurlands | Þjóðháttadagur verður á safninu í dag. Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Ullarvinnslunnar Frú Láru á Seyðisfirði, fjallar um notkun og vinnslu íslensku ullarinnar kl. 13–17. Tónlist Hótel Borg | Þýska djasssöngkonan Mart- ina Freytag heldur tónleika kl. 21 ásamt Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni. Útivist Útivistarræktin | gengur frá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18. Staðurogstund idag@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman í hjóna- band í Alzenau í Þýskalandi 24. júní sl. þau Rakel Björnsdóttir og Thomas Fleckenstein. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra, María Lísa og Björn. Heimili þeirra er að Hörgslundi 8, Garðabæ. Líkindafræðin. Norður ♠G8 ♥K5 ♦G852 ♣K10652 Suður ♠ÁD6532 ♥ÁD7 ♦ÁK ♣Á7 Suður spilar sex spaða og fær út smá- an tígul. Hvernig er best að spila? Ekki þarf að hafa áhyggjur af hlið- arlitunum – það er trompið sem er veikt. Í 3-2 legu er sama hvernig því er spilað, en spurningin er hvort hægt sé að ráða við einhverjar 4-1 legur. Kóngur blankur er vissulega möguleiki, svo það er hugmynd að leggja niður ásinn fyrst. En líkurnar tala sínu máli og besta leiðin er ekki að leggja niður tromp- ásinn: Norður ♠G8 ♥K5 ♦G852 ♣K10652 Vestur Austur ♠9 ♠K1074 ♥10984 ♥G632 ♦10743 ♦D96 ♣G983 ♣D4 Suður ♠ÁD6532 ♥ÁD7 ♦ÁK ♣Á7 Betra er að fara af stað með spaða- gosann með þeirri áætlun að veiða feitt einspil í vestur. Þegar nían fellur er hægt að halda austri í einum trompslag (með því að spila svo aftur úr borði á sexuna). Það eru auðvitað aðeins tvær stöður þar sem kóngur er stakur – í vestur eða austur. En hér er um þrjár stöður að ræða í 4-1 legu – að vestur eigi sjöu, níu eða tíu einspil. Og þrír möguleikar eru betri en tveir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 tónverk, 8 klipp- ur, 9 skýra, 10 liðin tíð, 11 ferðalag, 13 sárum, 15 sæti, 18 skyggnist um, 21 dimmviðri, 22 dökk, 23 blaðs, 24 yfirburðamanns. Lóðrétt | 2 órói, 3 þolna, 4 bumba, 5 kjánum, 6 reyk- ir, 7 fang, 12 sjávardýr, 14 dveljast, 15 sæti, 16 log- in, 17 smá, 18 kalt veður, 19 sori, 20 gangsetja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 mælum, 4 hæfur, 7 tíkin, 8 lítri, 9 dót, 11 róar, 13 ókát, 14 áleit, 15 hass, 17 taut, 20 ógn, 22 róður, 23 æskan, 24 Arnar, 25 torga. Lóðrétt | 1 mætur, 2 lokka, 3 mund, 4 holt, 5 fátæk, 6 reist, 10 ódeig, 12 rás, 13 ótt, 15 horfa, 16 súðin, 18 askur, 19 tinda, 20 órar, 21 nægt. 90ÁRA afmæli. Hjónin Hjálm-fríður S. Guðmundsdóttir og Sigtryggur K. Jörundsson eiga stór- afmæli um þessar mundir. Hjálmfríður er 90 ára í dag, 19. ágúst, en Sigtryggur var 95 ára hinn 5. ágúst síðastliðinn. Þau héldu upp á afmæli sín í hópi afkomenda sinna laugardaginn 14. ágúst. Brúðkaup | Brúðhjónin Kristín Magdalena Ágústsdóttir og Úlfar Guðbrandsson voru gefin saman 12. júní 2004 í Staðarhraunskirkju af séra Guðjóni Skarphéðinssyni. Ljósmynd/Guðbjörg Harpa TRÍÓ Ómars Guðjónssonar heldur tón- leika á Kaffi Kúltúr kl. 21 í kvöld. Á efnis- skránni verða þekktir djassstandardar sem tríóið hefur tekið upp á arma sína og sett í nýjan og nútímalegan búning. Tríóið skipa, auk Ómars á gítar, Þorgrímur Jóns- son á kontrabassa og Þorvaldur Þór Þor- valdsson á trommur. Ómar gaf út fyrstu sólóplötu sína, Varma- land, í fyrra og var hún tilnefnd til tvennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaun- unum sem besta platan og fyrir besta lag. Þorgrímur hefur stundað djasstónlist- arnám í Haag sl. tvö ár. Þorvaldur Þór er fyrrverandi trommuleikari hljómsveit- arinnar Í svörtum fötum, en söðlaði um haustið 2002 og stundar nú tónlistarnám í djassi við University of Miami. Ómar Guðjónsson og félagar. Djass á Kúltúr Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.