Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólöf Aldís Breið-fjörð Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1974. Hún lést 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðjón Breið- fjörð Ólafsson þjón- ustufulltrúi, f. á Pat- reksfirði 29. apríl 1952, og Finnbjörg Skaftadóttir þroska- þjálfi, f. í Sandgerði 24. ágúst 1952. Ólöf var næstelst fjögurra systra. Elst er Erna Rós Ingvarsdóttir leik- skólakennari, f. 25. desember 1969, maki Hörður Óskarsson, börn þeirra eru Magni og Dagur, f. 1995, Arnheiður Björk, f. 2001, og sonur Harðar, Arnór Orri, f. 1986. Guðrún Karólína Guðjóns- dóttir snyrtifræðingur, f. í Reykjavík 13. desember 1977, maki Birgir Már Guðmundsson, börn Guðjón Einar, f. 1997, Jó- hann Örn, f. 1998, Brimir Snær, f. 2003, og dóttir Birgis, Birta, f. 1997. Tinna Breið- fjörð Guðjónsdóttir, nemi í Danmörku, f. í Reykjavík 12. júní 1982, maki Reynir Hilmisson. Ólöf eignaðist son- inn Víking Glóa 18. apríl 2002 með Grét- ari Páli Bjarnarsyni prentara, f. í Reykja- vík 8. janúar 1979. Foreldrar hans eru Ingibjörg Aasen fóstra, f. í Noregi 1940, og Björn G. Ei- ríksson talkennari, f. 14. ágúst 1931. Systur Grétars eru Veronika S. Bjarnardóttir, f. 1974, Una Tone Bjarnardóttir, f. 1977. Þau slitu samvistum árið 2003. Ólöf ólst upp í Garðabæ í faðmi foreldra sinna og systra. Ólöf stundaði ýmis störf, vann hjá Geð- hjálp, var flugfreyja hjá Atlanta og vann við sölu- og skrifstofu- störf. Ólöf verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er svo margt sem mig langar að segja þér, elsku stelpa mín. Ég vil biðja guð að varðveita þig og geyma þig fyrir mig. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Engillinn minn, þú varst svo mik- ið hjá mér og ég átti svo mikið í þér. Sagan segir að þegar þú varst ný- komin í þennan heim hafi afi þinn komið til móður þinnar í draumi og vitjað nafns. Þú varst alltaf svo mik- ið fyrir föðurættina þína og barst nafn afa þíns, Ólafs Breiðfjörð. Aldrei hefur farið milli mála af minni hálfu að afi þinn hafi fylgt þér um ævina og gefið þér þann styrk sem þú augljóslega þarfnaðist. Ég trúi því sjálf að hann hafi tek- ið á móti þér er þú komst inn í þennan heim og einnig er þú yf- irgafst hann. Það var svo yndislegt að hafa þig allaf hjá mér, þú varst hluti af mér, barnið mitt. Ég sakna þín svo ákaft núna og trúi ei að þú hafir farið á undan mér, en veit að þú vakir nú yfir mér frá himnaríki ásamt afa þínum. Tárin streyma samt því að þú áttir allt það besta skilið í þess- um heimi. Ég vil gefa þér nokkur orð sem langamma þín skrifaði, móðir mín, sem hugga mig á þessari sorgarstundu og mega fylgja þér. Englanna skarinn skær, skínandi sé mér nær. svo vil ég glaður sofna nú, sætt í nafni Jesú. (Guðbjörg Jóhannesdóttir.) Guð geymi þig. Þín elskandi Hanna amma. Elsku systir, við höfum fá orð okkar á milli til að lýsa þeirri stóru gjá sem eftir situr. Við sitjum hérna í sófanum hjá mömmu og pabba og frænka okkar segir okkur að það vanti uppá. Við bíðum eftir að þú komir og setjist hjá okkur. Við fórum upp að Hvítá, þar sem þú hvarfst og sáum hvar þú fannst. Við gáfum þér blóm og Glói sonur þinn týndi stein við árbakkann sem hann mun einn dag fá í hendurnar í minningu um þig og þín örlög. Þrátt fyrir veruleikann getum við samt ekki horfst í augu við að þetta sé endanlegt, að þú sért í raun og veru farin og munir aldrei koma hingað aftur og setjast hjá okkur. Eins sér- stök og þú varst, skarst þú þig alltaf út meðal okkar systranna. Þú líktist pabba alltaf meira en við, dökkhærð með brún augu, öfugt við okkur. En aldrei fór á milli mála þegar við sát- um allar saman að við værum syst- ur. Eins ólíkar samt og við allar fjórar erum. Við höfum þrjár svo ólíkar upplif- anir af þér, Erna, elsta systir þín sem var mikið með þér sem barn og kynntist þér allt frá barndómi til fullorðinnar konu. Karó, litla systir þín sem þekkti þig sem stóru syst- ur, sem hún leit upp til. Yngsta systir þín, Tinna, man lítið eftir þér úr æskunni en fékk að kynnast þér sem bestu vinkonu sinni á eldri ár- um. Allar höfum við okkar einstöku tengsl við þig en með sömu systra- ást elskum við þig ennþá og munum ávallt gera. Þínar systur. Mig langar til að minnast Ítal- íuferðarinnar sem við tvær fórum með mömmu, pabba og vinafólki þeirra, sem voru með tvo stráka á svipuðum aldri og ég, sem var þá tíu ára og þú fimm ára. Þetta var sú skemmtilegasta ferð sem við fórum í saman. Við vöknuðum á undan mömmu og pabba, fórum niður, hittum Gumma og Omma og fórum af stað. Oftast byrjuðum við á því að fá okkur ís í morgunmat, svo var ferðinni heitið í spilasalinn þar sem við gátum skemmt okkur öll mjög vel. Á kvöldin þegar farið var út að borða var nú meira spennandi að fara á pizzustað heldur en með for- eldrunum á steikhús. Mikið var hlegið og ótrúlega mikið skemmti- legt gert í þessari ferð. Elsku Óla mín, þessi tími var sá besti, sem ég átti með þér. Þegar ég kem heim til Akureyrar verður eitt af mínum fyrstu verkum að kveikja á fallega englakerta- stjakanum sem þú gafst mér í af- mælisgjöf fyrir mörgum árum. Ég hef aldrei viljað kveikja á kertinu því þetta er fallegasti kertastjaki sem ég á en nú er tíminn. Ég veit að þú munt fylgjast með honum Víkingi Glóa þínum. Þessa síðustu daga hef ég fengið að vera með honum og þvílíkur gullmoli sem þú átt. Við munum hjálpa þér að passa hann og segja honum hvað þér þótti vænt um hann. Elsku syst- ir, vonandi líður þér betur á þeim stað sem þú ert nú. Kveðja, Erna Rós. Elsku stóra systir mín. Ég á svo óteljandi minningar um þig, bæði góðar og slæmar. Við vorum mjög nánar systur, þá er stutt á milli hláturs og gráts, þú passaðir vel upp á mig bæði þegar við vorum börn í leikskóla og svo unglingar í gagnfræðaskóla. Ég leit mikið upp til þín þegar við vorum í gaggó og ég var og er enn mjög stolt af því að eiga þig fyrir systur. Við áttum svo margar góðar stundir þegar þú gekkst með hann Glóa þinn en þá var ég búin að ganga með tvo af drengjunum mínum, þá vissi ég hvað þú varst að upplifa og það færði okkur aftur saman. Þú varst alltaf svo gjafmild og ég á svo mikið af fallegum gjöfum og kortum frá þér sem verða mér ómetanleg, en þín fegursta gjöf til okkar allra er hann Glói þinn, sem verður lifandi minning um þig, elsku systir. Þú varst svo falleg og með svo heillandi framkomu. Núna ertu farin frá mér og ég get ekki trúað því að þú verð- ir ekki með mér í framtíðinni þar sem við verðum gamlar saman. Mig dreymdi þig í nótt, þú sast á sófanum mínum. Ég sagði þér frá því að allir héldu að þú værir dáin. Þegar við leituðum þín beið ég eftir því að þú birtist við dyrnar mínar og ennþá í dag býst ég við þér, elsku Ólöf mín. Trú mín hefur dofnað ásamt til- finningum mínum yfir þessari ótrú- legu raun, en ég vil trúa að þú bíðir mín á öðrum stað, þar sem ég mun finna þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þangað til mun ég sakna þín og halda minningu þinni á loft fyrir strákana okkar litlu. Þín elskandi systir, Karólína. Ég sit og bíð eftir að þú komir inn í herbergið, þar sem allir eru búnir að vera hér og syrgja. Og ég skil ekki hvað er í gangi. Þetta er allt búið að gerast svo snöggt. Er mamma hringdi og sagði að þú værir týnd vissi ég strax að þetta væri símtalið sem ég hafði kviðið fyrir. Áfallið er bara of mikið að missa þig. Að þrátt fyrir allt þetta ferli, að vera komin hingað til Íslands frá Danmörku og hafa verið í kringum syrgjandi ættingja og jafnvel farið þangað sem þú fannst, er ég samt að bíða eftir að þú kom- ir. Það hafa komið nokkrar stundir þar sem ég átta mig á þessu öllu en tilfinningin er svo yfirþyrmandi er myndirnar af þér birtast mér óð- fluga að ég lamast og hugsunin hverfur. Þú ert mér svo mikið, besta vin- kona mín, móðir, kennari og systir. Þegar við leigðum saman í Með- ÓLÖF ALDÍS BREIÐFJÖRÐ GUÐJÓNSDÓTTIR Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNÆBJÖRN ÁRNASON, Vesturgötu 76, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 14. ágúst. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu föstu- daginn 20. ágúst kl. 15.00. Guðbjörg Árnadóttir, Snædís Snæbjörnsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Anna Snæbjörnsdóttir, Melkorka Kristjánsdóttir, Sólrún Kristjánsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STELLU (ÞURÍÐAR GUÐRÚNAR) OTTÓSDÓTTUR frá Gilsbakka, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða, Vestmannaeyjum. Guðni Friðrik Gunnarsson, Petrína Sigurðardóttir, Erla Gunnarsdóttir, Sigurður Garðarsson, Ottó Ólafur Gunnarsson, Aðalheiður Viðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Erlendur Gunnar Gunnarsson, Oddfríður Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SIGURTRYGGVASON bifreiðastjóri, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Steinagerði 2, verður jarðsunginn frá Bústaðarkirkju föstu- daginn 20. ágúst kl. 13.30. Tryggvi Gíslason, Kristín S. Gísladóttir, Hannes Kristinsson, Valgeir K. Gíslason, Pálína Sveinsdóttir, Ævar Gíslason, Hrönn Petersen, Eygló Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GÍSLÍNA S. GÍSLADÓTTIR, Didda Gísla, áður Brunnstíg 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 20. ágúst kl. 13.30. Stefán Jónsson, Edda Magnúsdóttir, Jón Örn Stefánsson, Hildur S. Guðmundsdóttir, Linda M. Stefánsdóttir, Víðir Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir, Hilda Björg Stefánsdóttir og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR HALLGRÍMSSON, Lindargötu 6, Siglufirði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarð- ar fimmtudaginn 12. ágúst sl., verður jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 11.00. Margrét Einarsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir, Þorleifur Karlsson, Snorri Árnason, Jóhanna Sverrisdóttir, afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.