Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 31 FYRIR nokkru kom hingað til lands frá útlöndum 63 ára gamall maður til að dveljast hér með dóttur sinni sem hafði komið fyrr og starf- ar nú við þjónustustörf á launum sem flestir Íslendingar fúlsa við. Við reglubundna lækn- isskoðun við komu til landsins greindust berklar, meðferð hafin. Hann hafði þess utan sykursýki og háþrýst- ing. Nú bar svo við í maí sl., að hann fór að fá þrautir í kvið og upp- köst. Hann fór á bráðamóttöku. Þar voru gerðar almennar rútínurannsóknir á blóði, maginn speglaður og blóðsykur færður til betri vegar. Daginn eftir höfðu ein- kenni sjatnað og hann útskrifaður. Í júlílok kom reikningurinn. Þar stendur: Rukkað skv. visual DRG 14 Magn: 1.00. Einingarverð: kr.654.988.00 Einfalt. Eitt stykki DRG 14. Listaverð. Frekari sundurliðun eða útskýringar óþarfar. Visual DRG 14 mun vera formúla fyrir reikn- ingagerð sem tengd er sjúkragrein- ingum. Eina greining spítalans fyrir utan það sem þegar var þekkt er: „Uppköst“ (vomiting NEC 021.8). Ég þekki ekkert náið til þessa kerfis og finnst satt að segja í þessu tilfelli aukaatriði að vita um einhver smá- atriði þegar nið- urstaðan er með ofan- greindum hætti. En spurningar vakna: 1. Getur reiknings- gjörð af þessu tagi, þar sem farið er fram á gjöld fyrir þjónustu sem felur í sér nokkur blóðpróf sem gætu mest kostað tíu þúsund krónur; magaspeglun, sem einnig kostar inn- an við 10 þúsund krón- ur og gisting, sem oft hefur verið metin á há- tæknideildum (hér kom hátækni ekkert við sögu) 70–80 þúsund krón- ur á dag (að ofantöldum kostn- aðarliðum meðtöldum), getur hún talist réttlætanleg? Ég fékk símtal við starfsmann á skrifstofu LHS sem vitaskuld gat ekki svarað fyrir þetta, en virtist samt ekkert kippa sér upp við þessar tölur: 654.988 krónur. Benti mér „á deildina“. 2. Sé um mistök að ræða í túlkun gjaldskrárkerfisins hlýtur maður að undrast þann léttleika sem þá lægi að baki slíkrar reikningagjörðar þar sem engum virðist blöskra. Hvaða mistökum öðrum mætti þá búast við? 3. Fyrir mikla mildi og ekki síst fyrirhyggju, sem ekki er víst að þegnar okkar velferðarríkis hefðu búið yfir, hafði dóttir sjúklings sjúkratryggt föður sinn nokkru fyrr. Geta má sér til um þær lífshremm- ingar í allri framtíð sem hún hefði orðið fyrir ef svo væri ekki. Hún segir að sér hafi verið tjáð, að reikn- ingurinn hafi orðið hærri vegna þess að sjúklingur hefði tryggingu. Ef svo er, verður að spyrja: 4. Eru til tvær útgáfur af DRG, önnur fyrir tryggða og hin fyrir ótryggða? Og ef svo er: 5. Láta tryggingafélög sér þetta í léttu rúmi liggja? Ennfremur: 6. Hefði LHS notað aðrar aðferðir við reikningsgjörð, ef legið hefði fyr- ir, að engin trygging væri til og all- ur kostnaður legðist á manneskju með launatekjur á botni? 7. Detta engum í hug aðrar leiðir til að leysa fjárhagsvanda LHS en hrein fjárplógsstarfsemi af þessu tagi? Hafa hinar fyrirsjáanlegu af- leiðingar helberrar markaðshyggju og lausgirtrar gróðahyggju fyrir fé- lagslega velferð þegar gengið í garð? Nokkuð dýr næturgisting Ólafur Mixa fjallar um lækniskostnað ’Detta engum í hugaðrar leiðir til að leysa fjárhagsvanda LHS en hrein fjárplógsstarfsemi af þessu tagi?‘ Ólafur Mixa Höfundur er læknir. HINN 26. janúar 1983 gekk Davíð Oddsson, þá- verandi borgarstjóri, frá samkomulagi við ríkisvaldið um kaup á landi Keldna og þar í kring. Landið sem um ræðir er nú betur þekkt sem Húsa- hverfi í Grafarvogi. Þegar þessi samn- ingur var gerður voru undanskilin nokkur svæði sem enn eru í eigu rík- isins. Þar með talið landsvæði fyrir sunn- an Húsa- og Folda- hverfi sem er við botn Grafarvogs. Þar er starfrækt til- raunastöð Háskóla Íslands í meinafræð- um. Land Keldna er á mót suðri og er á einum veðursælasta stað í borgarlandinu. Margt mælir með því að þar verði íbúða- byggð í samræmi við byggð í Folda- og Húsahverfi. Mikið af barnafólki hefur flutt úr Reykja- vík til nágrannasveitarfélaganna á undanförnum áratug og ef marka má kannanir er áhugi borgarbúa mestur á sérbýli. Álykta má sem svo að sökum lóðaskorts og skorts á sérbýli á undanförnum áratug hafi barnafólk ekki fundið sér hús- næði við hæfi í Reykjavíkurborg og flutt í nágrannasveitarfélögin. Íbúabyggð í samræmi við aðra byggð í Grafarvogi væri skref í þá átt að snúa þessari þróun við. Á undanförnum árum hafa verið uppi þreifingar á milli borgar og ríkis um sölu þessara svæða sem og annara í eigu ríkisins til borg- arinnar. Mikilvægt er að ná nið- urstöðu í þær viðræður og skipu- leggja á þessu svæði íbúðabyggð í bland við útivistar- og íþrótta- svæði. Til þess að svo megi verði er nauðsynlegt að breyta land- notkun á aðalskipulagi og höfum við sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt það til í borgarráði. Nú er gert ráð fyrir atvinnu- starfsemi á svæðinu en ef okkar hug- myndir ná fram að ganga verður svæðið íbúasvæði og útivist- ar- og íþróttasvæði. Það yrði án nokkurs vafa hægt að skipu- leggja skemmtilega íbúðabyggð í nánum tengslum við þær náttúruperlur sem eru fyrir botni Graf- arvogs. Þar er einnig til staðar skemmtilegt íþróttasvæði með glæsilegri sundlaug. Til staðar eru tveir öflugir grunnskólar og öll þjónusta er til staðar í hverfinu. Það er því allra hagur að tillaga okkar sjálf- stæðismanna nái fram að ganga og er sá sem þetta skrifar sann- færður um að hægt verður að ná góðri samstöðu um þetta mál í borg- arstjórn Reykjavíkur. Íbúðabyggð að Keldum Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar um skipulagsmál Guðlaugur Þór Þórðarson ’Það er þvíallra hagur að tillaga okkar sjálfstæð- ismanna nái fram að ganga …‘ Höfundur er borgarfulltrúi. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Í SKOÐUN Verslunarráðs sem kom út í síðasta mán- uði og nefnist „Er rík- isvæðing að taka við af einkavæðingu? var fjallað um að rík- isstofnanir væru í of mörgum tilfellum að fara inn á svið einka- fyrirtækja. Rökstutt var hvernig ríkisstofn- unum hefur fjölgað og rekstur þeirra aukist á undanförnum árum. Verslunarráð hefur ætíð varað við slíkri þróun og bent á leiðir til úrbóta. Viðbrögð forsvars- manna fyrirtækja létu ekki á sér standa við umræddum greinaskrif- um. Aðilar einkafyr- irtækja hrósuðu Versl- unarráði og bentu á að samantekt á borð við þessa væri mjög góð og þörf ábending en aðilar opinberra fyr- irtækja og stofnana gagnrýndu vinnubrögð ráðsins og töldu að rangfærslur hefðu komið fram í greininni. Á heimasíðu ráðsins, www.verslunarrad.is, er að finna ofangreindar athugasemdir. Þar er jafnframt að finna hugmyndasmiðju VÍ sem er öflugasti hug- myndabanki um um- bætur í íslensku efna- hagslífi. Verslunarráð hefur ætíð verið leið- andi í þjóðmála- umræðu og eru fé- lagar Verslunarráðs hvattir til að benda ráðinu á enn fleiri dæmi þar sem rík- isfyrirtæki og stofn- anir eru að fara inn á svið einkafyrirtækja. Jafnframt býðst fé- lögum Verslunarráðs að birta greinar og skoðanir á heimasíðu ráðsins. Leiðtogar úr öllum greinum ís- lensks atvinnulífs geta þannig unnið enn frekar að fram- förum í viðskiptalífinu. Verslunarráð vinn- ur að framförum í viðskiptalífinu Sigþrúður Ármann skrifar um viðskipti Sigþrúður Ármann ’Verslunarráðhefur ætíð verið leiðandi í þjóðmála- umræðu …‘ Höfundur er lögfræðingur hjá Versl- unarráði Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.