Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Snorri pabbi er dá- inn. Guðni bróðir hringdi í mig föstu- dagsmorguninn 9. júlí og sagði að pabba hefði hrakað mikið þá um nóttina. Ég dreif mig suður og sat hjá pabba þann dag og um kvöldið skildi hann við. Þar með var stríði hans við krabbameinið lokið. Hann háði þetta stríð af miklu æðruleysi, sagðist ekki hræðast dauðann, því hann væri það eina sem hægt væri að vera alveg öruggur með í heiminum. Þó að hann vissi ekki hvað biði handan við, þá var hann samt alveg viss um að það væri eitthvað gott. Pabbi var mikill bílakarl, ekki beinlínis dellukarl, heldur hafði hann einlægan áhuga á bílum al- mennt og þá sérstaklega að fólk hirti bílana sína vel. Mörgum hefur hann leiðbeint í bílakaupum og jafnvel séð alveg um að finna rétta bílinn handa viðkomandi. Dæmi um snyrtimennsku hans í sambandi við bíla er það að kvöldið fyrir andlát sitt fór Dísa systir hans með hann í bíltúr og hann varð nú ekki glaður þegar hann sá hve rykugur bíllinn var að innan og því lét hann hana keyra að næstu bensínstöð og kaupa hreinsiklút til að þrífa bílinn. Hann hafði gaman af því að ferðast um landið og á meðan mamma og hann voru gift fórum við á hverju sumri í ferðalag og oft á nýjum bíl. Eitt skiptið er mér mjög minnisstætt, því það sprakk svo oft á bílnum að það var löngu hætt að vera sniðugt, annað skipti keyptum við Rolling Stones kass- ettu og hún var spiluð alveg lát- laust og enn þann dag í dag 25 ár- um seinna get ég sungið með lögunum. Einn staður á landinu var pabba þó kærari en aðrir staðir og það var Vatnsdalurinn, þar voru æskuslóðirnar og þangað fór hann oft. Á hverju sumri skrapp hann norður í sumarfríinu sínu og tók þátt í heyskapnum með Pétri frænda sínum. Hvergi leið honum SNORRI RÖGNVALDSSON ✝ Snorri Rögn-valdsson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1942. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 9. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 20. júlí. betur en þegar hann var kominn upp á gamlan Deutz með eitthvert heyvinnu- tæki aftan í og hoss- aðist um túnin. Eftir að mamma og pabbi skildu, þá gerði hann mér það fullljóst að þó að ég væri ekki dóttir hans líffræði- lega, þá yrði ég í hans huga alltaf dóttir hans og það reyndist svo vera. Og ég leit aldrei á hann öðruvísi en sem pabba minn og börnin mín kölluðu hann alltaf afa. Pabbi átti einn son, Guðna, sem bjó hjá honum eftir að hann fór suður í skóla 16 ára gamall. Þeir voru ekki alltaf sammála feðgarnir eins og eðlilegt er í sam- skiptum föður og sonar en undir lokin var aðeins einlæg vinátta og kærleikur á milli þeirra og Guðni hugsaði um og sinnti pabba eins og best verður á kosið allt til loka. Nokkrum mánuðum áður en pabbi dó kom Guðni heim með kærustu, hana Ingu, og þó kynni pabba og Ingu yrðu stutt þá voru þau ákaf- lega góð og pabbi hefði ekki getað hugsað sér betri konu fyrir hann Guðna sinn. Elsku Guðni og Inga, missir okk- ar allra er mikill en jafnframt fylgir honum vissa um að nú líði pabba vel og að Guðný amma hafi tekið vel á móti stráknum sínum og styðji hann fyrstu skrefin inn í nýjan heim. Elsku pabbi, hvíl í friði. Þín dóttir, Guðný Heiðbjört. Kæri vinur og mágur, ég var svo ákveðin að senda þér fáeinar línur við andlát þitt og segja þér hvað mér þótti vænt um þig og hvað ég á eftir að sakna þín, þú sem varst svo fastur punktur. Þakka þér allar gleðistundirnar sem þú veittir okk- ur fjölskyldunni. Spilakvöldin, ferðalögin sem farin voru, hvort sem var erlendis eða hér heima. Veiðiferðirnar austur að Heiðar- vatni og Steinsmýri, gist í tjald- vagninum á Klaustri, alltaf voru þær jafn eftirminnilegar þó veiðin hafi ekki alltaf verið mikil. Snorri minn, afmælið 4. júlí 2002, þú sex- tugur strákurinn, var haldið með stæl. Vel veitt í mat og drykk eins og þér var einum lagið. Þá var ein- mitt þessa helgi landsmót harmon- ikkuunnenda á Ísafirði, músik sem þér féll svo vel. Manstu hvað okkur fannst fyndið þegar vinir okkar hringdu og sögðu, „Það voru mynd- ir af ykkur í kvöldfréttum ríkis- sjónvarpssins“, veislan í algleymi, ég með kótilettupottinn í fanginu og ferðafélagarnir að fagna með þér. Veðrið svo ógleymanlega gott og bærinn svo fagurlega skreyttur sólstöfum þetta kvöld. Vinur minn, vísurnar sem Óli bróðir þinn samdi til þín læt ég fylgja, þær eiga svo sannarlega erindi í þetta bréf. Kominn er kappi með festu, koníak veitir hann. Ísfirsku bæjarins bestu, brosandi elska þann mann. Í vexti er varla lotinn, vart þarf að blása í kaun. Af vestfirsku bergi brotinn, bjargfastur vinur í raun. Elsku Snorri, það er komið að kveðjustund. Ég veit að þér líður vel núna, laus við þær þrautir sem hafa plagað þig undanfarið. Ég og fjölskylda mín biðjum góð- an Guð að blessa son þinn Guðna og unnustu hans Ingu og Guðnýju og hennar fjölskyldu sem og aðra að- standendur á þessari stundu. Hvíldu í friði. Þín mágkona, Birna. Vinur minn Snorri Rögnvaldsson er látinn. Snorra kynntist ég fyrst fyrir um 15 árum síðan er ég og Guðni sonur hans og æskuvinur minn lukum námi í Laugargerðisskóla á Snæ- fellsnesi og komum báðir til Reykjavíkur í frekara nám. Því háttaði þannig til að Snorri bjó steinsnar frá húsi foreldra minna í Breiðholtinu, og því var ég nánast daglegur gestur á heimili þeirra feðga um margra ára skeið. Snorri hafði gott lag á okkur drengjunum, hann gerði sér far um að tala við okkur á tungumáli sem við skildum, í samskiptum okkar ríkti fullkomið jafnrétti, kynslóða- bil þekktist ekki. Áhugi Snorra og okkar strákanna á akstursíþróttum varð tilefni margra og skemmti- legra samverustunda, hvort heldur setið var yfir torfæruþáttum á myndböndum, eða haldið út fyrir bæinn á keppnir og hverskyns við- burði. Það var nú einu sinni þannig að bifreiðar voru hans ær og kýr, sjálft ævistarfið. Við leituðum ósjaldan til hans með bíltíkurnar niður á þvottastöð SVR þegar kvöldi fór að halla. Þar stóð hann vaktirnar um kvöld og nætur og var okkur ætíð haukur í horni, hvort heldur það voru bílarnir sem þurftu aðhlynningu, eða við félagsskap. Svo er það nú þannig að þegar menn fara að búa, og eftir atvikum eignast fjölskyldu, að þá fækkar samverustundum sem þessum. Mér finnst þess vegna með ólíkindum hvað tíminn var stuttur frá því Snorri veiktist fyrst og þangað til allt var yfirstaðið. Snorri gerði allt- af lítið úr veikindum sínum í sam- tölum okkar, enda velkist ég ekki í vafa um að þar hafi ráðið umhyggja hans fyrir okkur strákunum, hann hafi ekki síður nú en áður viljað bera blak af okkur, þó við værum sjálfir löngu fullorðnir menn. Það voru þung skrefin frá sjúkrabeði Snorra er ég heimsótti hann á líknardeildina í Kópavogi fyrr í þessum mánuði. Snorri var þá greinilega mjög þrekaður eftir erf- iða baráttu við grimman sjúkdóm en reyndi þó að stappa í mann stál- inu, hann hafði kynnt sér aðra með- ferðarmöguleika og lækningar, og væri að velta því fyrir sér að hrinda þeim í framkvæmd. Við kvöddumst báðir með bros á vör. Ég bið guð að geyma vin minn Snorra, aðstandendum sendi ég mína dýpstu samúð. Kristinn Helgi Guðjónsson. Okkur langar í fáum orðum að minnast móðurbróður okkar, hans Snorra. Hann hefur verið hluti af lífi okkar svo langt sem við munum. Nú er komið að leiðarlokum eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hrífur svo marga í burtu. Með þá trú að hann sé kominn á miklu betri stað og líði vel viljum við í fáum orðum þakka kærlega fyrir allt saman. Alla hjálpsemina í gegnum tíðina, hvort sem það var að bjarga okkur um sófasett þegar við fórum að búa eða aðstoð við þrif eða viðgerð á bíl. Snorri frændi var einmitt mikill sérfræðingur um bíla, aldrei kom maður að tómum kofunum hjá honum varðandi bíla- mál. Hann átti alltaf svör handa manni á því sviði og var ósjaldan leitað til hans er eitthvað bjátaði á í þeim efnum. Það var alltaf gott að eiga hann að og fylgdist hann af áhuga með því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur í lífinu. Stórt skarð hefur verið höggvið í frændgarðinn og Snorra verður sárt saknað. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Guðni og Guðný, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Kolbrún, Íris og Þröstur. Ég kynntist Snorra sumarið 1987 þegar við störfuðum hjá verktaka- fyrirtækinu Miðfelli. Auk þess að vinna saman þá bjuggum við í sama fjölbýlishúsi. Síðar urðum við Guðni sonur hans miklir vinir. Það kom fyrir að Snorri þurfti aðeins að lesa yfir okkur félögunum en glott- ið var aldrei langt undan. Á meðan ég bjó í Danmörku var það eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom heim í jóla- og sum- arfrí að líta við hjá Snorra í Kríu- hólunum til að ræða málin. Við gát- um setið klukkustundum saman og rætt um pólitík og önnur mál sem voru í brennideplinum. Síðustu misseri hefur það legið í loftinu hvert stefndi hjá Snorra en þrátt fyrir veikindin var hann alltaf jákvæður og ræðinn þegar ég kom við hjá honum. Ég er þakklátur fyr- ir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman og góðu ráðin sem hann gaf mér. Með þessum fáu orðum kveð ég góðan vin. Kristján Erlendsson. Góður vinur okkar er farinn eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Við kynnt- umst Snorra fyrir rúmum tuttugu árum og fljótlega var hann orðinn náinn vinur okkar. Einn af þeim mörgu kostum sem Snorri hafði til að bera var einstök greiðasemi og nutum við oft góðs af henni. Sérílagi varðandi bílavið- gerðir, en einnig viðgerðir og lag- færingar heima fyrir, því Snorri var einstaklega laghentur maður. Eftir viðgerðirnar var iðulega spjallað og drukkið kaffi fram á háttatíma. Minnisstæð eru okkur ferðalög með Snorra innanlands, þar sem dvalist var í sumarbústöð- um og veiðar stundaðar í ám og vötnum. Ekki gleymast heldur heimsóknir okkar í Vatnsdalinn til þeirra Guðmundar og Lóu. Kæri vinur, nú er komið að leið- arlokum og okkur langar til að þakka þér einstaka tryggð og vin- áttu. Við sendum Guðna og Ingu og öllu fólkinu þínu kæra samúðar- kveðju. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ólöf, Rós, Guðni og fjölskyldur. Bróðir okkar og mágur, AÐALBJÖRN HÓLM GUNNARSSON, Njálsgötu 3, Reykjavík, sem andaðist þriðjudaginn 10. ágúst, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir, Skjöldur Þorgrímsson, Garðar Hólm Gunnarsson, Kristín Þórarinsdóttir, Viktoría Hólm Gunnarsdóttir, Jóhann Páll Símonarson, Þorkell Hólm Gunnarsson, Guðlaug Hjaltadóttir, Margrét Hólm Gunnarsdóttir. Elsku móðir okkar, GUÐMUNDA Þ. ÓLAFSDÓTTIR frá Flateyri, lést á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 9. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hrafnistu Reykjavík. Jóhanna S. Sigurðardóttir, Elísabet Sara Guðmundsdóttir, Soffía A. Guðmundsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast Guðbjargar tengda- móður minnar. Það var árið 1993 sem ég kynnist henni fyrst, þegar ég og Björg dóttir hennar fórum að vera saman og giftum okkur sama ár. Ekki stóð það neitt í henni þó við gengjum í það heilaga eftir aðeins 5 mánaða kynni. Guðbjörg var mikill heimsmaður og ferðuðust þau Ásgeir víða á yngri árum. Hún var sóldýrkandi og kunni hvergi eins vel við sig eins og á Spáni eða á Kanarí. Í mínum huga fannst mér Guðbjörg vera einskonar „sígaunakona“ í jákvæðri merkingu þess orðs eða „senjoríta“. Dökk á hörund og hár. Kunni vel við sig í geislunum, ef sólin lét sjá GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Gunn-arsdóttir fæddist á Eyrarbakka 18. júní 1927. Hún lést á heimili sínu í Garða- bæ 13. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju 22. júlí. sig, lét hún líka sjá sig. Hún deildi með mér uppskriftum og hug- myndum frá Hús- mæðraskólanum 1948, sem ég gat bæði notað í mínu bakaríi og í Vikunni og Gestgjaf- anum. Þetta gamla, góða, er alltaf best. Húmor var henni hugleikinn og ein hennar sterkasta hlið að mínu mati. Eflaust hefur hún farið langt á á sínu langlundargeði og léttleika því seinustu árin var líkaminn orðin ansi þreyttur. Þrátt fyrir erfitt líkamlegt ástand þegar við fjölskyldan komum saman til að snæða kvöldverð, lék hún við hvern sinn fingur því höfuðið var alltaf í lagi, kannski helst of mikið af Al- þýðuflokks-genum, hvað um það. Nú fá þeir allavega húmor á himn- um. Ég vil enda þessa stuttu yfirferð á ljóðinu Sólin okkar sem lesið var yfir henni við útförina. Hún var sól- skinsbarn, fæddist í júní og dó í júlí – sumarið var hennar tími: Nú er sólin sest í hinsta sinni hún situr fast í mínu minni, megi Drottins faðmlag fylgja þér nú færri geislar skína hér. Eins og sólin svo heit svo stór eins og sólin kom og fór, sólsetrið, sem þér þótti best sólin okkar hún er sest. Ragnar Rögnvaldsson. Elsku Guðbjörg. Ég á alltaf eftir að muna eftir þér. Þú varst fósturamma mín og við vorum mikið hjá ykkur Ásgeiri, þegar ég var á landinu. Þú varst alltaf glöð og lífleg. Þú varst líka mikill húmoristi. Það var alltaf með bros á vör. Þú varst líka alltaf klædd í litum, hvort það var appelsínugult eða túrkís. Allavega var sumarið þinn tími! Svona á ég alltaf eftir að muna eftir þér. Það sem ég hlakk- aði mest til var að borða hjá ykkur „spare ribs“, þetta kjöt var ynd- islegt. Ég sagði alltaf bara „amma og afi Lyngás“. Það voruð þið! Ég vona að þér líði vel núna, mér þykir vænt um þig eins og mér hefur allt- af þótt. Þú bíður eftir mér, ég á eftir að koma til þín. Kveðja Emilía Ruth Ragnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.