Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 33 ✝ Sesselja KristínKristjónsdóttir fæddist á Skóla- vörðustíg 26 í Reykjavík 9. janúar 1915. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Einarsdóttir, f. 21.6. 1891, d. 26.4 1983 og Kristjón Jónsson tré- smiður, f. 25.6. 1876, d. 24.7. 1962. Systk- ini Sesselju eru: Jón, f. 7.2. 1912, d. 10.4. 1933; Einar Vilhelm, f. 1.6. 1913, d. 25.2. 1918; Ólafur Helgi f. 25.2. 1917, d. 1.3. 1925; Einar Vilhelm, f. 17.9. 1918, d. 2.12. 1925; Kristjón Gunnar f. 9.3. 1920, d. 28.2. 2002; Guðrún f. 10.6. 1922, d. 28.4. 1925; Haraldur Gottfreð, f. 28.1. 1924, d. 13.8. 1968; og Már, f. 28.1. 1927, d. 22.8. 1989. Uppeldisbróðir, sonur Jóns, elsta bróður Sesselju, var Jón Gunnar Kristjón Jónsson, f. 10.9. 1933, d. 14.10. 1995. Sesselja Kristín giftist 11. nóv- ember 1939 Oddgeiri Bárðarsyni, sölustjóra hjá Ræsi hf., f. í Bol- ungarvík 28. júní 1913, d. í Reykjavík 27. mars 1992. Foreldr- ar hans voru Bárður Jón Sigurðs- son sjómaður og Guðbjörg Ólafía Magnúsdóttur frá Gröf á Rauða- sandi. Sesselja og Oddgeir eign- uðust tvö börn, þau eru: 1) Jón Rúnar fulltrúi, f. 28. október 1938, kvæntur Ástu S. Karlsdótt- ur, húsmóður, f. 9.2. 1944. Jón var áður kvæntur Erlu Hannesdóttur, f. 14.2. 1935, þau skildu, dóttir þeirra er Kristín, f. 30.10. 1962. Jón kvæntist Hrafnhildi Ingólfs- dóttur f. 12.4. 1942, þau skildu, börn þeirra eru: a) Ingólfur Odd- geir vinnuvélaverktaki, f. 9.12. 1968, var í sambúð með Ástu Þórisdótt- ur f. 9.7. 1967, þeirra leiðir skildu, dóttir þeirra er Silja f. 18.10. 1992. Ing- ólfur er í sambúð með Guðrúnu Sigur- hjartardóttur, f. 5.3. 1965, þau eiga tvö börn, Rut, f. 12.7. 1996 og Tinnu, f. 23.4. 2000; b) Kristín Hafdís, f. 26.11. 1974, hún á tvö börn, Ingólf Andra, f. 4.10. 1995 og Hörð Ró- bert, f. 28.7. 1998, Kristín Hafdís er í sambúð með Kristgeiri Krist- inssyni; c) Marta Ólöf, f. 15.2. 1981, hún á tvö börn, Gabríel Andrés f. 26.8. 1999 og Hrafnhildi Salome, f. 21.11. 2001. 2) Bára Björg flugfreyja, f. 31. maí 1945, gift Gunnari Gregor Þorsteins- syni, viðskiptafræðingi, aðstoðar- forstjóra Samkeppnisstofnunar, f. 8.5. 1946, þau eiga þrjár dætur. Þær eru: a) Kristín Birgitta, graf- ískur hönnuður, f. 25.2. 1966, gift Marteini Stefánssyni tölvunar- fræðingi, f. 10.8. 1962, sonur þeirra er Ásgeir f. 31.5. 1996. Sonur Kristínar og Viktors Jens Vigfússonar f. 20.7. 1967, er Stef- án Andri, f. 17.11. 1991. b) Helga viðskiptafræðingur, f. 26.4. 1969 gift Jónasi Þórðarsyni viðskipta- fræðingi, f. 24.1. 1970. c) Katrín Erla, stúdent við Háskóla Íslands, f. 24.6. 1979. Sesselja stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún starfaði við ýmis störf, meðal ann- ars hjá Sælgætisgerðinni Nóa þar til hún giftist, en eftir það sinnti hún húsmóðurstörfum. Útför Sesselju Kristínar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, Sesselju Kristínu Kristjónsdóttur, sem lést á krabba- meinsdeild Landspítalans við Hringbraut hinn 12.8. 2004 eftir erf- ið veikindi. Eftir lát eiginmanns síns, Oddgeirs Bárðarsonar, bjó hún ein og hugsaði um sig sjálf þar til fyrir um þremur árum að hún veiktist. Hún vildi fyrir alla muni búa áfram ein þrátt fyrir veikindi ef hún fengi aðstoð. Ekki gat hún hugsað sér að fara á elliheimili hvað þá að vera í herbergi með öðrum. Sjálfstæðið var mikið og það að standa á eigin fótum var henni í blóð borið. Sesselja er fædd í „steinhúsinu“, Skólavörðustíg 26 í Reykjavík 9. janúar 1915, dóttir hjónanna Krist- jóns Jónssonar trésmiðs og Guðrún- ar Einarsdóttur húsmóður. Hún var eina dóttir þeirra hjóna sem komst til fullorðinsára en eina yngri systur átti hún sem dó þriggja ára. Sess- elja var eina eftirlifandi barn þeirra hjóna Kristjóns og Guðrúnar en systkinin voru níu og einn uppeld- issonur. Fimm systkinin létust í barnæsku en fjögur þeirra ásamt uppeldisbróður lifðu til fullorðins- ára. Mikill gestagangur var í stein- húsinu á Skólavörðustíg, þar var tekið í spil og skeggrætt um heima og geima, þar sem hún ung stúlka drakk í sig tal og tóna. Sesselju hlotnaðist píanó í fermingargjöf frá foreldrum sínum og meðan heilsa leyfði hafði hún yndi af tónlist. Mannlífið í Reykjavík var fjölbreytt á þessum uppvaxtarárum Sessselju og kunni hún ógrynni af sögum frá þessum tíma um skemmtileg atvik, sérstætt fólk og örlög þess. Þegar fram liðu stundir bjuggu á Skóla- vörðustígnum fjórir bræður Sess- elju ásamt fjölskyldum þeirra. Gunni bróðir hennar sem kvæntist aldrei var sá sem stóð Sesselju næst en hann hélt heimili með Guðrúnu móður sinni á Skólavörðustígnum. Guðrún, „amma á Skóló“, var skemmtileg kona. Hún átti það til að sletta dönsku á tyllidögum. Eftir- minnilegar slettur hjá ömmu á Skóló, voru orðin: port, altan, fortov og stikkontant. Hún talaði jafn- framt um að fara í íslenskan búning eða danskan eftir því hvert tilefnið var. Upphluturinn var sá íslenski og sá danski var hefðbundinn kjóll. Guðrún lést á Hrafnistu á 92. ald- ursári. Skólavörðustígurinn var Sesselju alltaf kær, hún var fædd þar og upp- alin og var í essinu sínu þegar talað var um vini og nágranna á heima- slóðum. Hún naut þess að ganga um gamla bæinn þar sem hún ólst upp og var gaman að heyra hana segja frá íbúunum og lífinu í gömlu Reykjavík þegar hún var ung stúlka. Ung giftist Sesselja Oddgeiri Bárðarsyni sem vann við fyrstu virkjanir í Laxá og Soginu ásamt lagningu Hitaveitu Reykjavíkur. Oddgeir var síðar þekktur fyrir störf sín sem sölustjóri hjá Ræsi hf. en þar hóf hann störf 1942 og vann þar til hann varð sjötugur. Geiri og Dídí, eins og þau voru oftast kölluð, byggðu sér heimili að Hæðargarði 32 í Reykjavík þar til þau fluttu í íbúð fyrir aldraða að Hvassaleiti 56. Ég minnist þess þegar ég kom ungur maður í fyrsta sinn á heimili þeirra Dídíar og Geira þá nýfarinn að draga mig eftir Báru dóttur þeirra. Það fyrsta sem ég rak augun í á heimilinu voru handunnin lista- verk húsmóðurinnar. Dídí var mikill fagurkeri, hún saumaði út, heklaði og prjónaði eftir eigin mynstrum ótal margt. Hún var góður hönnuð- ur og vildi gjarnan búa til öðruvísi hluti. Hún var af gamla skólanum og henti ekki nýtanlegum fötum heldur voru hlutirnir endurnýttir á ótrúlega smekklegan hátt með út- sjónarsemi. Hún var ósérhlífin og nægjusöm og þegar byrjað var á verki var það klárað þótt hún væri örmagna þegar upp var staðið. Ótrúlegur dugnaður og elja ein- kenndi Dídí og sem dæmi má nefna að þegar Dídí var að mestu búin að missa sjónina vegna kölkunar í augnbotnum hélt hún samt áfram sjálf að sauma það sem sauma þurfti á heimilinu þó hún þyrfti stundum hjálp við að þræða saumavélanálina. Hálfblind breytti hún gömlum gluggatjöldum og tókst það ótrú- lega vel. Harkan eða ef til vill þrjóskan bar hana hálfa leið. Tengdamamma var ekki mikil fé- lagsvera á efri árum en hún naut samvista við fjölskyldu og nána vini. Eftir lát Geira var Dídí mikil hugg- un í samneyti við börn sín og barna- börn. Amma Dídí var ætíð boðin og búin til að passa barnabörnin. Þeg- ar kom að því að leita að pössun á okkar heimili fyrir Katrínu yngstu dóttur okkar kom tengdamamma að eigin frumkvæði til okkar og vildi vita hvort henni væri ekki treyst fyrir barninu. Í bílferðum okkar Dídíar þegar ég sótti og skilaði henni heim náðum við vel saman. Dídí var einstök kona sátt við sjálfa sig og aðra. Hún öf- undaði ekki aðra eða lagði hún illt til nokkurs manns. Hún var nægjusöm á sjálfa sig en hafði þeim mun meiri ánægju af að gleðja aðra með gjöf- um. Hún fylgdist vel með ömmu- börnunum og samgladdist innilega þegar áföngum var náð í námi eða starfi. Hún tók fólki með varúð og var tengdasonurinn engin undan- tekning en með árunum fann ég til sífellt meiri hlýju frá Dídí. Hún var oft ekki margorð í samskiptum okk- ar síðustu árin en hlý nærveran virtist ein duga á báða bóga. Sjálf- stæð var hún í allri hugsun og fór sínar eigin leiðir til að komast að niðurstöðu. Hún var fríð kona og mikil pjattrófa og á meðan heilsan leyfði fór hún helst ekki úr húsi nema á háum hælum og með hatt. Í veikindum sínum kvartaði hún aldr- ei þótt hún væri sárþjáð heldur beindi talinu frekar að þér og spurði hvernig þú hefðir það. Kærleikurinn og umhyggjan fyrir öðrum er sá þáttur í eðli Dídíar sem hæst ber. Hún var ekki kröfuhörð, eigingjörn eða hávær þegar kom að eigin umhyggju heldur lét sig skipta velferð annarra meira en sína eigin. Við aðstandendur Dídíar sjáum á bak yndislegri konu. Hennar verður sárt saknað af þeim sem hana þekktu. Guð blessi minningu okkar kæru Dídíar. Gunnar G. Þorsteinsson. Elsku amma er dáin. Það er skrítið að hugsa til þess að amma Dídí sé farin frá okkur enda þekkjum við systurnar ekkert ann- að en að amma sé til staðar. Í hvert skipti sem maður kom í heimsókn, alltaf tók amma jafn vel á móti manni, með stórum kossi, fallegu brosi og til í að leggja allt frá sér sem hún var að gera og einbeita sér að því að sinna gestunum. Það var nú margt brallað bæði á Hæðar- garðinum og í Hvassaleitinu og þar kenndi amma okkur margt, m.a. að prjóna, sauma, baka og síðast en ekki síst að spila. Það var oft hama- gangur í öskjunni þegar spilaður var Kleppari og stóð sú gamla næst- um því alltaf uppi sem sigurvegari. Amma hafði alveg sérstaklega gaman af öllu því sem var fallegt og því bleikara og því meira sem það glitraði því fallegra var það. Hvort sem það voru afmæli, jól eða aðrir hátíðisdagar þá var amma alltaf jafn glæsileg og vel tilhöfð í háum hælum, með vellyktandi og búin að fara í lagningu. Amma Dídí hafði einnig gaman af allri handavinnu og saumaði og prjónaði listavel. Þetta sást ekki bara á þeim fjölmörgu verkum sem prýddu heimili hennar heldur voru dúkkur okkar systra án efa mest móðins dúkkur Reykjavík- ur og þó víðar væri leitað. Þrátt fyrir að sjónin og heyrnin hafi verið farin að gefa sig í lokin og heilsan orðin léleg þá fylgdist amma alltaf af áhuga með öllu því sem var að gerast hjá sínu fólki. Hún sam- gladdist innilega yfir velgengni og áföngum smáum sem stórum og allt fram á síðasta dag hafði hún mun meiri áhyggjur af öðrum en sjálfri sér. Við kveðjum elsku ömmu okkar með söknuði en allar fallegu minn- ingarnar sem við eigum um hana lifa með okkur um alla framtíð. Hvíl í friði, elsku amma. Helga og Katrín Erla. SESSELJA KRISTÍN KRISTJÓNSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS EYDÓR SNÆFELLS ÞORSTEINSSON frá Meltungu, andaðist á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum þriðjudaginn 17. ágúst. Útförin auglýst síðar. Synir, tengdadætur og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA ÁGÚSTSDÓTTIR, áður til heimilis á Suðurgötu 39, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstu- daginn 20. ágúst kl. 14.00. Sérstakar þakkir fær starfsfólk E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Sigríður I. Söebeck Kristjánsdóttir, Einar Már Einarsson, Guðrún Ágústa Kristjánsdóttir, Sveinn M. Sveinsson, Þröstur Kristjánsson, Rósa Þórisdóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Arnfríður Kristjánsdóttir Bhasker, Ravi Bhasker, Kristján Söbebeck Kristjánsson, Inga Dögg Steinþórsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Pálmi Hannesson, Jón Ágúst Gunnlaugsson, Margrét Sigurðardóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Benedikt Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, GUÐRÚN MARÍA JÓNSDÓTTIR, áður á Siglufirði, lést á Kjarnalundi, Akureyri, miðvikudaginn 11. ágúst. Minningarathöfn verður í Höfðakapellu, Akur- eyri, föstudaginn 20. ágúst kl. 14.00. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 21. ágúst kl. 16.00. Viktoría Særún Gestsdóttir, Jón Þórir Gestsson, Matthías Ó. Gestsson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ARNBJÖRG JÓNSDÓTTIR (Ebba), Klapparstíg 1, Reykjavík, áður Kárastíg 15, Hofsósi, verður jarðsungin frá Hofsóskirkju laugar- daginn 21. ágúst kl. 14.00. Gunnar Geir Gunnarsson, Jóna Þórðardóttir, Kristján Arason, Gunnar Geir Gunnarsson, Þröstur Viðar Gunnarsson, Kristín Bergmann, Pálína Sif Gunnarsdóttir, Einar Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURGEIR EIRÍKSSON, Furugrund 36, Kópavogi, lést að morgni miðvikudagsins 18. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna Gunnarsdóttir, Þórdís Sigurgeirsdóttir, Jónas Kristjánsson, Vermundur Arnar Sigurgeirsson, Gunnar Sigurgeirsson, Arnar Geir Jónasson, Hanna Rún Jónasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.