Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 48
MENNING 48 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 16 þúsund miðar seldir i l i MIÐASALA 552 3000 Miðasalan er opin frá kl. 10-18 SELJAVEGI 2 • 101 REYKJAVÍK BEINT FRÁ SVÖRTU NEW YORK SÖNGSKEMMTUNIN HARLEM SOPHISTICATE Föstud. 20. ágúst kl. 20.00 SÍÐASTA SÝNING Munið miðasöluna á netinu RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, Fö 20/8 kl 20, Su 22/8 kl 20, Fi 26/8 kl 20, Fö 27/8 kl 20, Lau 28/8 kl 20, Su 29/8 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin frá kl 10-18, og framað sýningu sýningardaga. www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is DÝRÐLEGT FJÖLDASJÁLFSMORÐ e. Arto Paasilina í samstarfi við LANDSLEIK Í kvöld kl 20, Fö 20/8 kl 20, Su 22/8 kl 20 Síðustu sýningar - Miðaverð kr. 1.000 ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA M iðnætursýning á menningarnótt Lau . 21.08 24.00 Fös . 20 .08 20 .00 UPPSELT Fös . 27 .08 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 28.08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 04.09 20 .00 LAUS SÆTI NOKKUR SÆTI 4. sýning: fim. 19. ágúst kl. 20.00 5. sýning: sun. 22. ágúst kl. 20.00 Athugið! Síðustu sýningar Die Liebe hat gelogen …hljómar angurvært, trega-fullt úr spilaranum mínum. Ég er að hlusta á Gérard Souzay, syngja um einhvern yfirþyrmandi ástarharm – þýska rómantík í lagi Schuberts við ljóð von Platens. Hrollurinn seytlar niður bakið. Hver er þessi hrellda sál? Er það skáldið; er það Schubert; er það Souzay, er það píanóleikarinn hans, Dalton Baldwin, samstarfs- maður og góðvinur um langt ára- bil? Ég veit ekki lengur hver það er sem galdrar í mig þennan un- að, Schubert er skáldið, skáldið er Souzay, Souzay er Schubert; það skiptir svosem ekki máli, þarna sameinast ljóðið, tónlistin og túlk- un frábærra listamanna í hnoss sem er engu líkt. Og svo kemur Doppelgänger, Frühlingsglaube og Álfakóngurinn sem kastar álögum sínum á mann og barn. Souzay hef- ur lagt á mig þau álög sem ég vona að ég losni aldrei frá.    Nú er Gérard Souzay allur. Eft-ir á að hyggja finnst mér það merkilegt að ljóðasöngvara af þess- ari kynslóð, skuli hafa tekist að heilla á þennan hátt ungling í fjar- lægu landi, sem hlustaði þá helst ekki á annað en harðasta rokk. En það segir kannski mest um það hvers eðlis list Souzays var. Gérard Souzay hafði sterk tengsl við Ísland gegnum vin sinn Halldór Hansen barnalækni sem sjálfur var fagurkeri á söng og góðvinur margra þekktustu söngvara sinnar kynslóðar. Elly Ameling tilheyrði þessum vinahópi; píanóleikarinn og söngkennarinn James Shomate einnig, Dalton Baldwin, stór- stjarnan Anna Moffo og fleiri. Næmi Souzays fyrir ljóðum var einstakt. Hann var mikill heim- spekingur og skilningur hans á orðsins list var alltaf djúpur og margræður. Túlkun hans bar með sér nýjar óræðar víddir, spurn- ingar, fullnægju, listræna upplifun sem maður enn heyrir svo allt of sjaldan hjá öðrum söngvurum. Að fylgjast með honum kenna var ekki síður lærdómsríkt. Þar naut sín svo vel þessi djúpi skiln- ingur hans á ljóðinu, tónlistinni og manneskjunni. Það var sannarlega gefandi að kynnast vitrum huga þessa djúpt hugsandi listamanns og fá innsýn í þær leiðir sem hann leiddi ljóð og tóna að því sem manni fannst nálgast fullkomnun. Fjölmargir íslenskir söngvarar eiga honum gott að gjalda, og nám- skeiða hans hér verður minnst sem frumkvöðulsstarfs á því sviði.    Það var sérkennilegt við Souzay,að hann vildi líta á sig sem óp- erusöngvara, þótt ljóðasöngurinn hafi alla tíð verið sú listgrein sem hann naut mestrar hylli fyrir. Hann var vissulega framúrskarandi óperusöngvari, en röddin hans og túlkunarhæfileikarnir nutu sín enn betur í innrænum ljóðasöngnum. Hann var feiminn, en gerði ómældar kröfur til sjálfs sín. Það kom fyrir að eftir tónleika sína grét hann vegna þess að honum fannst hann ekki hafa gert nógu vel. Frægðin var ekkert að þvælast fyrir honum. Hann fór eitt sinn með Shomate vini sínum á tónleika hjá Victoriu de Los Angeles, sem þá var orðin stórt nafn. Shomate, opinn og áræðinn vildi endilega heilsa upp á söngkonuna í tónleika- lok, en Souzay fannst það óvið- kunnanlegt – stórsöngkonan hefði sennilega margt merkilegra fyrir stafni en að heilsa ókunnugum söngvara. Úr varð þó að þeir kíktu á dívuna, og þá hermir sagan að hún hafi hlaupið fagnandi um alla ganga hrópandi: „Souzay er hér! Souzay er hér!“ Slík var virðingin sem hann naut. Auðvitað urðu þau góðvinir upp frá því. Halldór Hansen átti í sínu gríð- armikla músíksafni ótal upptökur í hljóði og mynd með söng Souzays. Þegar Halldór lést fyrir fáeinum misserum ánafnaði hann Listahá- skóla Íslands safn sitt, og gott er til þess að vita nú að þar geymast fá- gætir gullmolar með söng Souzays. Stórveldi ljóðanna fallið ’Það kom fyrir að eftirtónleika sína grét hann vegna þess að honum fannst hann ekki hafa gert nógu vel.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is BARNALEIKRITIÐ Líneik og Laufey verður frumsýnt í Tjarn- arbíói á morgun, Menningarnótt, kl. 14 og 15.30. Sagan um Líneik og Laufeyju er eitt hinna sígildu íslensku ævintýra. Það fellur í flokk þeirra ævintýra sem fjalla um tengsl ólíkra menning- arheima, meðal annars það að þurfa að flýja úr þekktu umhverfi og tak- ast á við nýtt líf á nýjum stað. Við vinnslu verksins er sótt í brunn mið- aldamenningar, og skipa tónlist og dans þess tíma stóran sess í sýning- unni. Jafnframt er lögð áhersla á kjarngott íslensk mál ævintýrisins til að auka skilning barnanna á ís- lenskri tungu og auka orðaforða þeirra. Leikgerð er eftir Ragnheiði Gestsdóttur en leikstjóri er Ólöf Ing- ólfsdóttir. Búningar eru unnir eftir myndskreytingum Ragnheiðar og myndlýsingum frá miðöldum. Leik- arar eru: Aino Freyja Järvelä, Höskuldur Sæmundsson, Ingibjörg Reynisdóttir, Kolbrún Anna Björns- dóttir og Ólafur Guðmundsson. Kolbrún Anna segir íslensku æv- intýrin sérstök fyrir það að þar eru stúlkur gjarnan gerendur, eru sterk- ar, og ganga óragar á vit örlaga sinna. „Íslensku ævintýrastelpurnar bíða ekki eftir því að prinsinn komi og bjargi þeim, þær bjarga sér sjálf- ar,“ segir Kolbrún Anna. „Líneik og Laufey er saga um systkinin og kóngsbörnin Líneik og Sigurð. Þeg- ar móðir þeirra deyr kvænist faðir þeirra aftur, en stjúpan reynist ekki öll þar sem hún er séð. Laufey er dóttir stjúpunnar að því er við best vitum, en þar eru heldur ekki öll kurl komin til grafar.“ Kolbrún Anna segir að skilningur barna á tungu- málinu sé oft vanmetinn, og því leggi þau áherslu á að þau fái að njóta þess máls sem lesa má í heimi ævintýr- anna. „Það er svo oft sem manni finnst allt matreitt á einfaldan hátt í börnin, af ótta við að annars skilji þau ekki það sem um er að vera. Við höfum enga trú á því að þetta sé rétt. Ímyndunarafl barna er stórkostlegt og það sannar sig aftur og aftur að þau skilja vel hluti sem fullorðið fólk á erfitt með að ímynda sér. Þau eiga auðveldara með að gefa ímyndunar- aflinu lausan tauminn en við búumst oft við af þeim. Þess vegna viljum við halda í ævintýramálið og koma því áfram til næstu kynslóða.“ Þetta er fyrsta verkefni Nýja leik- hússins, sem er í eigu og rekið af Aino Freyju, Kolbrúnu Önnu og Hrefnu Halldórsdóttur. Vonir standa til þess að leikritið verði sýnt í skólum í haust. Verkefnið er styrkt af Menning- arnótt og Menningarborgarsjóði. Aðgangur er ókeypis á þessar tvær sýningar. Leikarar í sýningu Nýja leikhússins á ævintýrinu um Líneik og Laufeyju. Sjálfbjarga prinsessur GÉRARD Souzay, franski bariton- söngvarinn, lést í svefni á heimili sínu í Frakklandi í gærmorgun, 85 ára að aldri. Hann hét í raun Gérard Marcel Tisserand og fæddist inn í mikla tónlistarfjölskyldu í Angres í Frakklandi 8. desember 1918. Tón- listarmenntun sína sótti hann í Konservatoríið í París á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og meðal kennara hans í söngdeildinni þar voru stór nöfn á borð við Pierre Bernac, Claire Croiza og Vanni Marcoux. Hann hélt fyrstu tónleika sína árið 1945, en fimmtán ár liðu þar til hann kom fyrst fram í óperu, en það var á tónlistarhátíðinni í Aix-en Province árið 1960, þar sem hann söng hlutverk Aeneas- ar í Dido og Aeneasi eftir Purcell. Pierre Bernac þótti einn besti ljóðatúlkandi síns tíma, og Souzay varð strax sjálfsagður arf- taki hans í þeirri grein sönglistarinnar. Ljóða- söngvar þýsku tón- skáldanna Schuberts, Schumanns og Wolfs voru sérgrein hans, og í söngvum landa hans, Duparcs, Debussys, Poulencs og Faurés reis list hans í hæstu hæðir. Souzay söng vel á áttunda hundrað sönglaga inn á hljóm- plötur, og þrisvar fékk hann æðstu plötuverðlaun Frakka, Grand Prix du Disque, fyrir söng sinn, auk allra ann- arra verðlauna og við- urkenninga sem hon- um féllu í skaut bæði heima og heiman. Fyrir vinskap sinn við Halldór Hansen barnalækni heimsótti Souzay Ísland þó- nokkrum sinnum, bæði til tónleikahalds og til að kenna ís- lenskum söngvurum á masterklassnám- skeiðum sem voru þá nýnæmi hér á landi. Souzay naut alþjóðlegrar við- urkenningar og ómældrar virðingar sem einn mesti ljóðasöngstúlkandi síns tíma. Píanóleikari hans til margra ára var Dalton Baldwin, sem kom oft með honum til Íslands og hélt einnig námskeið hér fyrir söngvara og píanóleikara. Gérard Souzay látinn Gérard Souzay AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.