Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 43 Elsku tengdapabbi. Bros og gleði er minning mín um þig. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, ÞRÖSTUR HELGASON ✝ Þröstur Helgasonfæddist í Hvera- gerði 20. september 1946. Hann lést 25. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju 3. ágúst. síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem.) Ljós þitt mun skína yfir okkur. Þín er sárt saknað. Marta. Fallinn er nú frá einn okkar allra besti fagmaður sem menntastofnun þessa lands hefur átt í húsgagna- smíði. Þröstur Helgason lést 25. júlí síð- astliðinn eftir langvarandi veikindi. Samt tók maður lítið eftir því, svo vel bar hann byrðina út á við. Verður hans sárt saknað, bæði fyrir það hversu yndislegur maður hann var og ekki síður fyrir alla þá fagmennsku og þekkingu sem hann hafði að geyma og var svo örlátur að miðla til nemenda sinna sem og ann- arra. Þresti kynntist ég snemma eftir að ég fór að vinna við húsgagnaiðn- aðinn, og þá sérstaklega eftir að ég stofnaði heildverslunina Hegas fyrir rúmum 16 árum síðan, en það er heildverslun með hráefnisvörur, vél- ar og verkfæri fyrir tréiðnaðinn. Fengum við oft tækifæri til að halda fyrirlestra og kynningar á nýj- um vörum í Iðnskólanum í Reykja- vík þar sem Þröstur starfaði og oft- ar en ekki fyrir tilstilli hans, því hann var mjög faglega sinnaður og afar upplýstur um nýjungar, sem hann vildi svo gjarnan miðla til nem- enda sinna. Var hann þá gjarnan hnitmiðaður í fyrirspurnum, til þess eins að nemendur hans næðu betri skilning á því sem verið var að kynna. Þröstur hafði miklar skoðanir á hlutunum og bjó yfir víðtækri þekk- ingu í faginu, og var því ávallt mjög gaman og gagnlegt að bera undir hann nýjar vörur og nýjar lausnir fyrir iðnaðinn þegar slíkt bar að garði. Veit ég að hans og þekkingar hans er sárt saknað í Iðnskólanum í Reykjavík sem og húsgagnaiðnaðin- um öllum. Vil ég votta fjölskyldu Þrastar, sem og samstarfsfólki hans hjá Iðn- skólanum dýpstu samúð mína. Axel Eyjólfsson. Elsku stóri bróðir, fregnirnar um andlát þitt bar skjótt að, við er- um öll harmi lostin yfir því að þú sért farinn yfir móðuna miklu, já, mað- ur er bara ekki búinn að átta sig á því að þú kom- ir aldrei aftur, en veistu það að góðar minningar um þig eiga eftir að streyma um huga minn þann tíma sem ég á eftir ólifaðan. Ég er langyngstur í systkinahópn- um og þú varst fluttur að heiman er ég kom í þennan heim, þú varst þá orðinn 24 ára gamall, búinn að finna þína ástkæru eiginkonu og byrjaður að búa. Margar af mínum ljúfustu æskuminningum voru þegar pabbi og mamma fóru með mig í bíltúr til Grindavíkur, í Borgarhraunið þar sem þið bjugguð um margra ára MAGNÚS KJARTAN ÁSGEIRSSON ✝ Magnús KjartanÁsgeirsson fædd- ist 1. apríl 1944. Hann varð bráðkvaddur laugardaginn 10. júlí síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Garðakirkju 19. júlí. skeið. Mér fannst svo spennandi að koma þangað og fá að kíkja í bílskúrinn og að skoða baujurnar og netin sem þar voru og alls kyns dót, sem þar var geymt sem viðkom sjó- mennsku, og að leika við börnin ykkar og fá að horfa á Kanasjónvarpið. Ég beið alltaf með eft- irvæntingu eftir að fá að fara sem fyrst aftur, enda voruð þið hjónin alltaf höfðingjar heim að sækja, já, bróðir minn þú varst höfðingi „mikill“. Það hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna með ótíma- bæru andláti þínu. Ástkær móðir mín, Sigurbjörg, og börnin þeirra, Pálmi, Garðar, litli Kjartan og Dana og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Bróðir, þú ert farinn að sigla á vit nýrra ævintýra, en minning um ljúfan og góðan dreng mun aldrei slokkna. Blessuð sé minning hans. Þinn bróðir Einar. Volvo V40 07/03. Ekinn 18.000 km. 2000 cc. Beinskiptur. Ásett verð 2.660.000 kr. Subaru Legacy 10/99. Ekinn 73.000 km. 2000 cc. 4x4. Bein- skiptur. Ásett verð 1.420.000 kr. Subaru Legacy 06/97. Ekinn 125.000 km. 2000 cc. 4x4. Bein- skiptur Ásett verð 990.000 kr. Til- boð 770.000 kr. 100% LÁN Í 36 MÁN., MEÐALGR., 27.125 KR. Staðgreidd milligjöf. Fallegur Ford Mondeo ´97, sjálfsk., ek. 96 þ. Aðeins 2 eig., í skipt. f. sam- bæril. bíl yngri en '00, lítið ekinn. Min. 2000 vél og sjálfsk. Aðeins reykl., fallegir bílar koma til gr. Milligj. allt að 800 þ. Tilb. skilað í netf. mondeoghia97@yahoo.dk. Skoda Fabia 07/02. Ekinn 19.000 km. 1400 cc. Beinskiptur. Ásett verð 1.070.000 kr. Opel Astra 16v STW. 11/02 Ek- inn 28.000 km. 1600 cc. Sjálfskipt- ur. Ásett verð 1.860.000 kr. 1.490.000 kr. 100% LÁN Í 60 MÁN., MEÐALGR. 32.725 KR. Ford Mondeo Ghia 09/03. Ekinn 14.000 km. 2000 cc. 146 Hö. Sjálf- skiptur. Ásett verð 2.480.000 kr. Tilboð 2.290.000 kr. 100% LÁN Í 72 MÁN., MEÐALGR., 43.325 KR. Ford Focus Trend 05/02. Ekinn 60.000 km. 1600 cc. Beinskiptur. Ásett verð 1.430.000 kr. Daihatsu Gran Move 08/00. Ek- inn 50.000 km. 1600 cc. Beinskipt- ur. Ásett verð 850.000 kr. Citroen Picasso 04/03. Ekinn 22.000 km. 2000 cc. Sjálfskiptur. Ásett verð 1.950.000 kr. Tilboð 1.850.000 kr. Citroen C5 Luxury 04/02. Ekinn 80.000 km. 2000 cc. Beinskiptur. Ásett verð 1.720.000 km. Chrysler Town And Country Lxi ek. 114 þ. 7 manna lúxus fjöl- skyldubíll. Verð 1.950 Þ. Uppl. í síma 696 0874. Hyundai Starex dísel árg. '02, ek. 45 þús. Starex 4x4, breyttur f. 32" dekk, mikið af aukahl.: loft- kæling, dvd, hiti í sætum, kastar- ar, stigi, tölvukubbur og margt fleira. Verð 3.100 þ. Uppl. í síma 897 4788. Euramobil glæsivagn. Fiat Duc- ato 14, árgerð 2000, 2,8 TDI vél. Euramobil 585LS hús. Vel með farinn og vel útbúinn heilsársbíll. Myndir á www.husbilar.is. Upplýsingar í síma 899 1175.                   FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Opel Astra árg. '96. Opel Astra Station til sölu. Nýskoðaður. Sjálfskiptur. Mjög lipur og þægi- legur. Ek. 120 þús. km. Verð 300 þúsund. Sími 695 9713 (Eydís) eða 698 5214 (Ingólfur). Til sölu VW Bora '99. Ekinn 86 þús. Mjög vel með farinn. Drátt- arkrókur, aukadekk, geislaspilari, reyklaus. Upplýsingar í síma 894 4272, 894 4200, 461 1888. Porsche Boxter árg. '00, ek. 29 þús. km. Porsche Boxster S 07/ 2000. Blæja + harðt. Einn eigandi frá upphafi. Rauður. 252 hp. Verð- tilboð. S. 840 7033. Jafnframt öll önnur meindýra- eyðing. Áralöng reynsla í for- vörnum og eyðingu meindýra. Öll tilskilin leyfi og réttindi. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.