Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 25 Útsölustaðirnir CHANEL eru: Clara Kringlunni Hygea Kringlunni Hygea Laugavegi Hygea Smáralind Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Nýju haust- og vetrarlitirnir eru komnir í verslanir EINHVERS staðar úti í hinum stóra heimi sitja menn sveittir við að finna upp alls konar hluti, sem hægt er að selja þeim sem haldnir eru ólæknandi græjudellu. Af nógu er að taka, en fyrir þá sýktu er kjörið að skoða heimasíðu The Sharper Image. Þar er allt frá róbótum til rafknúinna ruggustóla. Þar er líka að finna ýmis tæki og tól, sem létta mönnum lífið og gera tómstundir á sumrin skemmtilegri. Þeir sem stunda sjóböð gætu til dæmis notað litla sæhreyfilinn, sem dregur sundkappa áfram. Græjan sú er eins konar tómstundaútgáfa af stærri hreyflum, sem kafarar nota gjarnan. Hreyfillinn gengur fyrir rafhlöðu, sem endist í klukkustund, en 5–6 stundir tekur að hlaða hana á ný. Litli sæhreyfillinn kostar rétt tæpa 200 dollara í Bandaríkjunum, eða rúmar 14 þúsund krónur og framleiðendur segja hann henta 8 ára og eldri. Hraðinn er ekkert óskaplegur, eða rúmir 3 km á klukkustund, en þeir sem vilja líða um hægt og hljótt við strendur landsins gætu nýtt sér tækið. Þeir sem vilja ekki kafa geta keypt sér uppblásanlegan kajak. The Sharper Image segir kjörið að hafa hann í skottinu og blása hann upp þegar komið er að freistandi vatni eða á. Kajakinn vegur aðeins tæp 8 kíló, það tekur 5 mínútur að blása hann upp og þá getur hann borið allt að 113 kílóum. Hann er um 2,5 metrar á lengd og að sjálfsögðu fylgir árin með. Kajakinn kostar rúmar 20 þúsund krónur í Banda- ríkjunum. Kælikraginn Nú þegar Íslendingar hafa fengið smjörþefinn af hitabylgjum þurfa þeir ef til vill að huga betur að því hvernig best sé að kæla sig niður. Þar hefur The Sharper Image einnig svarið: „Kælikraginn“ er fylltur af vatni, settur um hálsinn og kveikt á honum. Kraginn kólnar, lítil vifta sér um dreifa köldum blæstri niður bak- ið á þeim sem ber kragann og hitinn verður bærilegri. Bandaríkjamönn- um býðst græjan á rúmar tvö þús- und krónur. Sumar græjur eru sumargræjur Litli sæhreyfillinn slekkur sjálfur á sér ef takinu á honum er sleppt. Kælikraginn er kjörinn í mestu hitabylgjunum. Uppblásinn getur kajakinn borið allt að 113 kílóum. TENGLAR ..................................................... www.sharperimage.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.