Morgunblaðið - 19.08.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 19.08.2004, Síða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 25 Útsölustaðirnir CHANEL eru: Clara Kringlunni Hygea Kringlunni Hygea Laugavegi Hygea Smáralind Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Nýju haust- og vetrarlitirnir eru komnir í verslanir EINHVERS staðar úti í hinum stóra heimi sitja menn sveittir við að finna upp alls konar hluti, sem hægt er að selja þeim sem haldnir eru ólæknandi græjudellu. Af nógu er að taka, en fyrir þá sýktu er kjörið að skoða heimasíðu The Sharper Image. Þar er allt frá róbótum til rafknúinna ruggustóla. Þar er líka að finna ýmis tæki og tól, sem létta mönnum lífið og gera tómstundir á sumrin skemmtilegri. Þeir sem stunda sjóböð gætu til dæmis notað litla sæhreyfilinn, sem dregur sundkappa áfram. Græjan sú er eins konar tómstundaútgáfa af stærri hreyflum, sem kafarar nota gjarnan. Hreyfillinn gengur fyrir rafhlöðu, sem endist í klukkustund, en 5–6 stundir tekur að hlaða hana á ný. Litli sæhreyfillinn kostar rétt tæpa 200 dollara í Bandaríkjunum, eða rúmar 14 þúsund krónur og framleiðendur segja hann henta 8 ára og eldri. Hraðinn er ekkert óskaplegur, eða rúmir 3 km á klukkustund, en þeir sem vilja líða um hægt og hljótt við strendur landsins gætu nýtt sér tækið. Þeir sem vilja ekki kafa geta keypt sér uppblásanlegan kajak. The Sharper Image segir kjörið að hafa hann í skottinu og blása hann upp þegar komið er að freistandi vatni eða á. Kajakinn vegur aðeins tæp 8 kíló, það tekur 5 mínútur að blása hann upp og þá getur hann borið allt að 113 kílóum. Hann er um 2,5 metrar á lengd og að sjálfsögðu fylgir árin með. Kajakinn kostar rúmar 20 þúsund krónur í Banda- ríkjunum. Kælikraginn Nú þegar Íslendingar hafa fengið smjörþefinn af hitabylgjum þurfa þeir ef til vill að huga betur að því hvernig best sé að kæla sig niður. Þar hefur The Sharper Image einnig svarið: „Kælikraginn“ er fylltur af vatni, settur um hálsinn og kveikt á honum. Kraginn kólnar, lítil vifta sér um dreifa köldum blæstri niður bak- ið á þeim sem ber kragann og hitinn verður bærilegri. Bandaríkjamönn- um býðst græjan á rúmar tvö þús- und krónur. Sumar græjur eru sumargræjur Litli sæhreyfillinn slekkur sjálfur á sér ef takinu á honum er sleppt. Kælikraginn er kjörinn í mestu hitabylgjunum. Uppblásinn getur kajakinn borið allt að 113 kílóum. TENGLAR ..................................................... www.sharperimage.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.